Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 8

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Héraðsdómur Reykjavikur staðfestir ákvörðun Fiskistofu Gjaldtaka vegna ólög- mæts afla staðfest HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Fiskistofu af kröfum fyrirtækisins I nausti, sem rak fisk- verkun í Hafnarfirði og á Bíldudal, og krafðist ómerkingar á þeirri ákvörð- un Fiskistofu að leggja 23,5 milljóna króna sérstakt gjald á fyrirtækið vegna verkunar, vinnslu og viðskipta með ólögmætan sjávarafla. Gjaldið var lagt á eftir að Fiski- stofu bárust síðsumars árið 1996 ábendingar um að verulegum þorskafla hefði á því ári og 1995 ver- ið landað inn í fiskverkun fyrirtækis- ins, án þess að afli hefði verið veginn, eins og reglur segja til um. Eftir rannsókn á því hvort samræmi væri milli löglega innvegins hráefnis og afurðaframleiðslu í fyrirtækinu frá 1. janúai- til 17. september 1996 var það mat Fiskistofu miðað við gefnar forsendur um nýtingu að 209,5 tonn af hráefni skorti til að unnt væri að standa undir framleiðslunni árið 1995, þegar fyrirtækið framleiddi 555.5 tonn af tandurverkuðum salt- físki, en uppgefin hráefniskaup voru 792.6 tonn. A tímabilinu 1. janúar til 17. september 1996 skorti, miðað við sömu forsendur, að mati Fiskistofu, 59.7 tonn til að unnt væri að standa undir framleiðslunni, sem var 395.565 kg af tandurverkuðum salt- fiski, en uppgefin hráefniskaup voru 649.7 tonn af slægðum þorski og 102,3 tonn af óslægðum þorski. Vegna þessa var lagt á fyrirtækið 23,5 milljóna króna sérstakt gjald. Nýtingarhlutfall Fyrirtækið mótmælti gjaldtökunni og taldi að við meðferð málsins hefði ekki verið gætt jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og ákvæði laganna um rannsóknarskyldu og andmæla- rétt hefðu einnig verið brotin. Þá taldi fyrirtækið að verið væri að snúa við sönnunarbyrði og refsa fyr- ir það að fyrirtækið hefði náð góðu nýtingarhlutfalli í sinni vinnslu. Það hafi náð allt að 61,62% nýtingu í stað þeirrar 50% nýtingar sem byggt var á í forsendum Fiskistofu og ekki hafi verið neinn grundvöllur fyrir álagn- ingu gjaldsins. I niðurstöðum héraðsdómsins var þessum málflutningi fyrirtækisins hafnað. Meðal annars segir að af gögnum málsins verði ráðið, að skráningu á afla, framleiðslu og birgðum hafi veríð verulega ábóta- vant hjá fyrirtækinu og hafi það ekki gefið haldbærar skýringar á því. Vegna skorts á innra eftirliti hjá fyr- irtækinu og upplýsingaskorts þess að öðru leyti hafi Fiskistofu verið rétt að beita heimildarákvæðum laga til að leggja á hið sérstaka gjald. Varlega áætlað hjá Fiskistofu „Er að mati dómsins varlega áætl- að hjá Fiskistofu, að stefnandi hafi, á þeim tímabilum, sem að framan greinir, verkað í fiskvinnslu sinni 269.391 kg af ólögmætum sjávarafla, 209.594 kg fyrra tímabilið og 59.797 kg hið síðara," segir í niðurstöðum dómsins, sem Helgi I. Jónsson og Allan V. Magnússon héraðsdómarar kváðu upp ásamt meðdómsmannin- um dr. Kristbergi Kristbergssyni, dósent. Síðar segir meðal annars: „Var því rétt staðið að álagningu þessari, henni í hóf stillt og því ekki brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórn- sýslulaga." Auk þess að staðfesta ákvörðun Fiskistofu var fyrirtækið dæmt til að greiða 300 þúsund krón- ur í málskostnað. r Huggulegt í sumarhúsinu Ríkulegt úrval af fallegum gardínuefnum, gardínustöngum, dúkum, pottaleppum, diskamottum, svuntum o.fl. fyrir sumarhúsið. gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 Arsþing Junior Chamber í Monte Carlo Hafa unnið ræðukeppni tvo ar 1 roð FJÖLMARGIR Ís- lendingar eru nú á ársþingi Junior Chamber hreyfingarinn- ar sem haldið er í Monte Carlo en það er sett í dag, þriðjudaginn 9. júní. Evrópuþingið er haldið árlega og er búist við að um 2.500 gestir sæki þingið að þessu sinni. Asa María Björnsdótt- ir er varalandsforseti Junior Chamber á ís- landi. „Þingið stendur í þrjá daga en öll aðildarlönd hreyfingarinnar í Evrópu koma þarna saman og leggja rækt við svið al- þjóðasamstarfs. Stærsti þáttur þings- ins eru þingfundir en námskeiðahald skipar veglegan sess. - Er starfsemi Junior Cham- ber útbreidd? „Við erum þrjú hundruð í JC hreyfingunni hér á landi en hún er starfrækt í yfir 120 þjóðlönd- um og þar af eru 35 í Evrópu.“ Ása María segir að alls séu um 400.000 félagar í Junior Chamber hreyfingunni en hún er opin öll- um einstaklingum á aldrinum 18- 40 ára.“ - Hvers konar hreyfíng er Junior Chamber? „Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing og markmiðið með starfsemi hennar er að þjálfa ein- staklinga til forystu. Þá er lögð áhersla á þjálfun í mannlegum samskiptum með þátttöku í verk- efnavinnu. Þekktast er Junior Chamber líklega fyrir ræðu- mennsku og flestir sem koma til okkar eru að leita að þjálfun í framkomu eða stjómun." Þá segir Ása María að sjálfs- stjórnun sé stór þáttur af þjálf- unarferlinu. „Eitt það mikilvæg- asta sem miðað er að er að með starfseminni í JC er að auka sjálfstraust félagsmanna og hjálpa þeim að trúa á eigin hæfi- leika og vinna að því að láta drauma sína rætast. Við trúum því að mögulegt sé að láta drauma rætast með því að nýta allar leiðir til þjálfunar hvort heldur sem er í Junior Chamber eða á öðrum vettvangi og með því að hafa óbilandi trú á því mark- miði sem verið er að stefna að,“ segir hún. Þá fá félagsmenn hér á landi þjálfun í framkomu og ræðu- mennsku og Ása María segir að starfsemin fari fram í ellefu að- ildarfélögum. í skipulagðri dag- skrá gefst félögum tækifæri á að þjálfa sig í fundarstjóm, fundarsköpum, skipu- lagningu og ræðu- mennsku. - Taka Islendingar virkan þátt á Evrópuþinginu? „Já, við erum um 30 talsins sem fórum á þingið og íslending- ar hafa til dæmis verið mjög sterkir á sviði ræðumennsku. Síðastliðið ár báru okkar full- trúar sigur úr býtum í ræðu- mennsku. í ár er það Þorsteinn Gunnar Jónsson félagi JC Reykjavíkur sem er fulltrúi okk- ar og mun keppnin fara fram 11. júní.“ Ása María segir að auk þing- funda, námskeiðahalds og ræðu- keppni séu haldin svokölluð þjóð- arkvöld en þau eru notuð til að kynna menningu og sögu landa ►Ása María Björnsdóttir er fædd á Akranesi árið 1963. Hún gekk til liðs við Junior Chamber Reykjavík árið 1994 og ári síðar starfaði hún sem varaforseti á sviði stjórnunar í JC Reykjavík. Sama ár var hún nefndarmaður í byggða- málanefnd og markaðsráði JC Islands. Þá hlaut hún útnefn- inguna Stjórnarmaður ársins. Árið 1996 starfaði Ása María sem forseti JC Reykjavíkur og var nefndarmaður í Stefnu- mótunarnefnd JC íslands. Einnig lauk hún námskeiði fyrir leiðbeinendur PRIME - CLT (Certificate local trainer) í Svíðþjóð. Á siðasta ári var Ása María formaður íjármála- nefndar JC Islands og einnig framkvæmdasljóri viðskipta- sviðs JC íslands svo og formað- ur kynningarnefndar JC Reykjavíkur og umsjónarmað- ur með alþjóðasamskiptum. Þetta árið gegnir hún því hlut- verki að vera varalandsforseti Junior Chainber íslands á sviði alþjóðasamstarfs og byggðar- lags. og til að treysta tengslin milli þjóða. - Halda Islendingar námskeið á þessu þingi? „Já, Bjarni Ingibergsson verð- ur með námskeið en hann er einn af 26 stjórnarmönnum í heims- stjórn og hefur umsjón með Pól- landi, Ungverjalandi, Sviss, Austurríki og Þýskalandi. Námskeiðið sem Bjarni stend- ur fyrir fjallar um hvernig árang- ur næst með sterkri forystu. Bjarni var einnig fenginn til að halda námskeið á Af- ríkuþinginu í Massa- sucra á Fílabeins- ströndinni í maí síð- astliðnum." - Hvaða önnur nám- skeið standa til boða á þinginu? „Það eru ýmis námskeið sem standa til boða og eitt þeirra gengur til dæmis út á að kort- leggja hugann. í heilanum eru vinstra og hægra heilahvel sem starfa ólíkt. Á námskeiðinu verð- ur reynt að sýna fram á hvernig auka má virkni hugans með því að virkja hvelin á réttan hátt. Þá mun leiðbeinandi koma alla leið frá Nígeríu og vera með námskeið þar sem hann færir rök fyrir því að engin hindrun sé óyf- irstíganleg og ekkert markmið of háleitt ef fólk á annað borð vill ná árangri.“ Ása María Björnsdóttir einnig Um 400.000 félagar eru í JC hreyfing- unni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.