Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hátíðarhöld
í tilefni
sjómanna-
dagsins
SJÓMANNADAGURINN var
haldinn hátíðlegur í blíðskapar-
veðri á sunnudag. Hátíðarhöld í
tilefni dagsins stóðu yfir í Reykja-
vík allan daginn en þetta var í
sextugasta skipti sem haldið var
upp á sjómannadaginn.
Fyrir hádegi var m.a. helgi-
stund við Minningaröldur sjó-
mannadagsins í Fossvogskirkju-
garði. Þar flutti biskupinn yfir Is-
landi, herra Karl Sigurbjömsson,
bæn að viðstöddum forsetahjón-
unum, herra Ólafi Ragnari Gríms-
syni og frú Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur.
Eftir hádegi voru hátiðarhöld á
Miðbakka við Reylgavíkurhöfn.
Þar voru fiutt ávörp og veittar
viðurkenningar. Að því loknu
voru ýmis skemmtiatriði, t.a.m.
kappróður skipshafna og kodda-
slagur.
Sjómaniiadagsávarp Þorsteins Pálssonar
Gagnrýndi andstæðinga fisk-
veiðistj órnunarkerfisins
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra
gagnrýndi í ræðu sinni á sjómannadeginum þá
sem vilja „kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu"
og falaðist eftn’ því að þeir sem það gera „geri
grein fyrir hvað þeir ætla að gera, hverju á að
breyta".
Sjávarútvegsráðherra sagði árangur þann sem
fengist hefur í uppbyggingu fiskistofnanna mikið
fagnaðarefni, með aukningu þorskveiðikvótans á
næsta fiskveiðiári væru menn að njóta ávaxta
þeirrar uppskeru. „Þeir sem vilja bylta fiskveiði-
stjómunarkerfinu búa til þann hræðsluáróður að
örfá stórfyrirtæki séu að gleypa allan íslenskan
sjávarútveg. En hverjar eru staðreyndimar í þeim
efnum? Fyrir 60 árum seldi eitt fyrirtæki annan
hvern þorsk sem fluttur var út úr landinu." Ráð-
herra benti á að stærsta fyrirtækið í sjávaiútvegi í
dag næði ekki fjórðungi þessarar hlutdeildar í
dag. Eigendur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
hefðu aldrei verið fleiri en nú.
Ráðherra sagði ennfremur að efnahagslegur ár-
angur síðustu ára væri fyrst og fremst að þakka
ábyrgri og aðhaldsamri efnahagsstjórn og styrk-
um tökum á fiskveiðimálum. Hann vitnaði m.a. í
úttekt norræna ráðherraráðsins þar sem Islend-
ingar eru sagðir fremstir norrænna þjóða í fisk-
veiðistjórnun. Ráðherra sagði að þeir sem vildu
kollvarpa kerfinu kölluðu verðbólgu og minnkandi
kaupmátt yfir þjóðina.
Sókn umliverflssamtaka að réttinum
til að veiða fisk stærsta ógnin
Ki’istján Þórarinsson stofnvistfræðingur LÍÚ var-
aði í sinni ræðu við sókn að réttinum til að veiða
fisk sem hann líkti við sóknina að réttinum til
hvalveiða. Hann sagði íslendinga verða að vera á
varðbergi gagnvart þessari sókn „enda kann hún á
komandi árum að reynast stærsta ógnin við lífið í
landinu". Hann sagði að réttinum til að nýta fiski-
miðin fylgdi sú skylda að ganga vel um fiskistofna
og nýta á sjálfbæran hátt. Kristján sagði Islend-
ingum mikilvægt að halda áfram á sömu framfara-
braut og vinna á eigin forsendum og „ekki láta
áróðursmenn erlendra umhverfissamtaka leiða
starfið afvega með óupplýstum málflutningi sín-
um“. Mikilvægt væri að viðhorf íslendinga kæmust
á íramfæri við neytendur í markaðslöndum.
Kristján sagði samstöðu íslenskra sjómanna og
útvegsmanna „um skynsamlega nýtingu fiski-
stofna og góða umgengni um auðlindina“ vera
þann grunn sem byggja ætti á í sókn á erlendum
mörkuðum. Þrátt fyrir að athygli hefði beinst að
deilum þeirra undanfarið væri meira sem samein-
aði í þeim samskiptum en sundraði.
■
Morgunblaðið/Þorkell
ÞAÐ var ýmislegt til skemmtunar á sjómannadeginum. Hér sýnir þyrla Landhelgisgæslunnar björgun,
\ \
^ ■
n f f '
n [ ,• • s , L'Trrl
Á INGÓLFSTORGI í miðbæ Reykjavíkur var stiginn línu-
dans í góða veðrinu.
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
HILMAR Snorrason, skipstjóri á Sæbjörginni, Slysavarna-
skóla sjómanna, afhenti Heimi Pálmasyni og Þórði Þórðar-
syni, fulltrúum Mánabergsins, Sæbjargarbikarinn ásamt
Kristbirni Óla Guðmundssyni. Sæbjarnarbikarinn, sem er
farandgripur ætlaður til eflingar áhuga sjómanna um ör-
yggismál, var nú afhentur í áttunda sinn.
Flöskuskeyti frá Nökkva frá Blönduósi fundust í Bretlandi og Frakklandi
Sandgerði
Kveðjur í flöskum
vekja athygli erlendis
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
KÁRI Kárason skipsljóri á Nökkva HU-15 skoðar hér verkefnamöpp-
una frá frönsku börnunum sannfærður um að þessi minning fylgi hon-
um ævina á enda.
Blönduósi - Á tímum öflugra fjar-
skipta eru flöskuskeyti til þess að
gera seinvirk boðleið. En flösku-
skeyti sem rekur um óravíddir
hafsins og ratar að lokum í hend-
ur einhvers í íjarlægu landi sem
svarar því, vekur gleði og eftír-
væntingu. Kári Kárason, skip-
stjóri á rækjutogaranum Nökkva
frá Blönduósi, var við veiðar á
Flæmska hattinum í sjö mánuði
árið 1996 og hinn 26. júlí kastaði
hann þremur flöskum fyrir borð
með ósk um að finnandi hefði
samband. Tvær flöskur eru komn-
ar í manna hendur og hefur Kári
fengið svar rúmlega einu og hálfu
ári eftir að flöskurnar fóru í haf-
ið.
Þá flösku, sem fyrr fannst, rak
á franska íjöru, ekki fjarri borg-
inni Quimper á sunnanverðum
Bretagne skaga. Þá flösku fann
skólastjóri nokkur hinn 14. janúar
sl. Hin flaskan fannst á enskri
ströndu 8. mars eigi langt frá
borginni Exeter á suðvestur
Englandi. Kári Kárason skipsljóri
var nánast búinn að gleyma því að
hann hefði sent þrjú flöskuskeytí
og því kom það skemmtilega á
óvart þegar níu ára ensk stúlka
sendi honum bréf um miðjan apríl
og sagði að bróðir sinn hefði
fundið flöskuskeytið. Um viku
seinna kom heil mappa frá
franska skólastjóranum sem hafði
að geyma myndir og verkefni sem
níu ára krakkar í Pierre Le Lec
skólanum í Audierne höfðu unnið
um flöskuskeytið.
Kári er búinn að svara báðum
þessum bréfum og frönsku krökk-
unum sendi hann myndbandsupp-
töku af lifínu á Blönduósi og um
borð í Nökkvanum. Kári sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri hreint út sagt stórkostlegt
að fá svona sterk viðbrögð við
flöskuskeytunum. Dóttir Kára,
Sandra Dís, sem verður tíu ára á
þessu ári, fór með möppuna frá
frönsku krökkunum í skólann og
er ætlunin að vinna verkefni um
ísland næsta vetur í skólanum og
senda frönsku krökkunum það.
Kári sagði að það væri Iireint
ótrúlegt hverju flaska með kveðju
frá Blönduósi gæti komið af stað.
Nú þegar hefur athygli nokkurra
franskra barna verið vakin á fs-
landi, landi sem þau líkast til hafa
aldrei heyrt, minnst á. Einnig hef-
ur þetta kveikt áhuga krakkanna
í bekknum hennar Söndru Dísar á
að segja frá landi sínu og þjóð.
Aðsúgur
gerður að
lögreglu
TALIÐ er að um þrjátíu manns hafi
gert aðsúg að lögreglumönnum í
Keflavík fyrir utan samkomuhúsið í
Sandgerði aðfaranótt sunnudags, er
þeir reyndu að handtaka karlmann
fyrir ölvun og óspektir. Einn karl-
maður var handtekinn til viðbótar og
er líklegt að mennirnir tveir verði
kærðir m.a. fyrir það að torvelda
störf lögreglunnar.
Aðdragandinn var sá að lögreglan
í Keflavík var kölluð á vettvang
vegna óláta í ölvuðum manni efth-
dansleik í samkomuhúsinu í Sand-
gerði aðfaranótt sunnudags. Efth' að
sá hafði gert sér lítið fyrir og migið
yfir vélarhús lögreglubílsins, var
hann handtekinn. Við það blönduðu
nokkrir dansgesth- sér í gang mála
og reyndu að torvelda handtöku
mannsins, að sögn lögreglunnar í
Keflavík. Fleiri lögreglumenn í
Keflavík voru kallaðh- til og þurftu
að nota táragas til að ná m.a. tökum
á mönnunum tveimur sem mest
höfðu sig í frammi.