Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 14

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vernharð fær fjár- stuðning BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að Akureyrarbær verði þátttakandi í fjárstuðningi til Vernharðs Þorleifs- sonar, júdómanns í KA, með mánað- arlegri greiðslu, kr. 30.000, í sér- stakan styrktarsjóð. A fundi bæjarráðs fyrir helgi var lagt fram bréf þar sem leitað var til Akureyrarbæjar og nokkurra fyrir- tækja um aðild að styrktarsjóði. Gert er ráð fyi'ir að aðilar greiði ákveðna upphæð til sjóðsins mánað- arlega næstu tvö ár. Sjóðnum verður varið til greiðslu á keppnis- og æfingaferðum Vern- harðs Þorleifssonar vegna undir- búnings fyrir þátttöku á Ólympíu- leikunum í Sydney í Astralíu árið 2000. --------------- Mátti sjá á eftir bjórnum LÖGREGLAN á Akureyri hefur stöðugt eftirlit með áfengiskaupum unglinga og sl. föstudag stöðvuðu rannsóknarlögreglumenn í eftirliti ungmenni sem var á gangi í miðbæn- um með átján flöskur af áfengum bjór. Reyndist ungmennið enn ekki komið á áfengiskaupaaldur og mátti því sjá á eftir miðinum í geymslur lögreglunnar. í síðustu viku voru 18 umferðaró- höpp skráð á Akureyri og urðu minni háttar meiðsli í þremui' þeiira. Þá voru 62 kærðir fyrir of hraðan akst- ur, 3 fyrir ölvun við akstur og 22 voru ekki með ökuskírteini meðferðis. Markmiðið að efla fagmennsku, kennslu og rannsóknir SAMSTARFSSAMNINGUR milli Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, FSA og Háskólans á Akureyri, HA, var undirritaður sl. laugardag. FSA og HA vinna saman að því að efla starfsemi í báðum stofnunum á sviði kennslu, rannsókna, endur- menntunar og bókasafnsþjónustu. Einnig er samstarf um nýtingu hús- næðis. Markmið samstarfsins er að efia fagmennsku, kennslu og rann- sóknir á sviði heilbrigðismála. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, sagðist mjög ánægður með undirritun samningsins. Stofnanirn- ar hafi lengi unnið saman en tími hafi verið kominn til að binda sam- starfið í form og efla enn frekar. Þorsteinn sagði þetta ánægjulegan dag fyrir HA. „Við vorum að út- skrifa 22 hjúkrunarfræðinga og vonandi eiga þeir eftir að finna starfsvettvang á FSA síðar.“ Þor- steinn sagði báða aðila ætla að beita sér fyrir því að FSA verði skilgreint sem háskólasjúkrahús, þar sem ákveðnar stöður verði beinlínis bundnar ákveðinni kennslu og rann- sóknarskyldu við HA. Sterkari saman Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar FSA, sagði að með samn- ingnum gæfist starfsfólki kostur á góðri endurmenntun sem væri for- senda fyrir faglegu starfi. Þetta væri einn áfangi á leið til bjartrar framtíðar og lengi gæti gott batnað. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra heiðraði viðstadda með nærveru sinni en hún var ásamt eig- inmanni sínum, Haraldi Sturlaugs- syni, viðstödd útskrift sonar þeirra úr sjávarútvegsdeild HA. Ingibjörg sagði að með þessum samningi væri verið að tryggja samvinnu þessara stofnana enn betur. Það renndi stoðum undir það að FSA verði enn betra sjúkrahús. Hún sagði mikil- vægt fyrir landsbyggðina að eiga þessar sterku stofnanir og að sam- an væru þær enn sterkari. Samstarfssamningur FSA og HA undirritaður Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor HA, og Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar FSA, takast í hendur eftir undirritun samningsins . INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var viðstödd undirritun samstarfssamningsins. Með henni á myndinni eru Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA. SLÖKKVILIÐSMENN á Akureyri mættu til leiks í róðrarkeppni Sjómannadagsráðs í fullum skrúða og tóku hraustlega á eins og aðrir keppendur. Á HAFNARSVÆÐINU voru leiktæki fyrir yngstu kynslóðina sem vöktu mikla lukku. LÖGMANNSSTOFA Lögmannsstofa undirritaðs er flutt að Kaupvangsstræti 4, 2. hæð, Akureyri. Opið alla virka daga kl. 9.00 -12.00 og kl. 13.00 -16.00. Sigurður Eiríksson héraðsdómslögmaður. Sími4622925. Fax 4622955. E-mail sigurdure@islandia.is ÚTBOD Húsnæöisnefnd Akureyrar óskar eftir tilboöum í aö byggja 16 íbúðir í fjórum fjögurra íbúöa fjölbýlishúsum sem byggja á viö Snægil 30-36 á Akureyri, stærð samtals 1.497 m2. Áætluð verklok eru 1. september 1999. Útboðsgögn eru afhent á Arkitekta- og verkfræðiskrifstofu Hanks ehf., Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri, gegn 30.000.- króna skilatryggingu. Ef þeir sem taka útboðsgögn skila ekki tilboði í verkið endurgreiðist aðeins helmingur af skilatryggingu við skil á gögnum. Tilboð verða opnuð í fundarherbergi Húsnæðisnefndar Akureyrar að Skipagötu 9, 3. hæð, Akureyri, þriðjudaginn 23. júní 1998 kl. 11.00. HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI, Skipagötu 9, sími 462 5311. Góð þátttaka í hátíðahöldunum MJÖG mikil þátttaka var í há- tiðahöldum tengdum sjómanna- deginum á Akureyri um helg- ina. Upphitunin hófst strax á föstudag og má segja að dag- skráin hafi verið í gangi fram yfir sjómannaveisluna og dans- leikinn í íþróttahöllinni á sunnu- dagskvöld, sem stóð fram á rauðanótt. Dagskráin var ekki síst sniðin fyrir yngsta mann- fólkið, sem kunni virkilega vel að meta það sem í boði var. Sjómannadagsráð stóð að venju fyrir viðamikill dagskrá en fékk að þessu sinni til liðs við sig nokkra aðila sem einnig stóðu fyrir uppákomum. Fyrir- tækin Qögur í Oddeyrarskála, Eimskip, Flugfélag Islands, TVG Zimsen og Dreki, stóðu fyrir útiskemmtun á Oddeyrar- tanga á laugardag og Flutn- ingamiðstöð Norðurlands og Pizza 67 buðu upp á skemmti- siglingu og grillveislu með Sæfara um Pollinn. Þá fór hin árlega róðrarkeppni sjómanna og landssveita fram og gerðu skipverjarnir á Akureyrinni EA sér lítið fyrir og sigruðu fimmta árið í röð. Morgunblaðið/Björn Gíslason UNGIR sem aldnir skemmtu sér vel við sjávarsíðuna um helgina og gat verið gott að setjast á bryggjukautinn og hvfla lúin bein. Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður, flutti hátíðará- varp á fjölskylduskemmtun á sunnudag og Magnús Scheving brá á leik með ýmsum uppákomum. Þá var haldinn rútudagur við Umferðarmið- stöðina, sem hófst með hópakstri um 30 rútubifreiða um bæinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.