Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 16

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hraðfrystihús Eskifjarðar Grandi þriðji stærsti hluthafínn Stærstu hluthafar Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Hluthafar 15. maí 1998 Nafnverð, kr. Eignarhluti 1. Aðalsteinn Jónsson 97.458.068 23,14% 2. Guðlaug Stefánsdóttir 57.899.262 13,75% 3. Eskja hf. 21.941.571 5,21% 4. Skeljungur hf. 21.174.521 5,03% 5. Tryggingamiðstöðin hf. 19.466.262 4,62% 6. Grandi hf. 18.000.000 4,27%* 7. Þorsteinn Kristjánsson 17.366.270 4,12% 8. Elfar Aðalsteinsson 15.723.190 3,73% 9. Kristinn Aðalsteinsson 15.722.595 3,73% 10. Lífeyrissjóður Norðurlands 15.111.250 3,59% 10 stærstu samtals: 299.862.989 71,19% Aðrir hluthafar: 121.358.093 28,81% Heildarhlutafé: 421.221.082 100,00% | * Grandi hf. hefur tilkynnt kaup á 7,14% hlutafjár en hluti þeirra er óskráður. | GRANDI hf. er þriðji stærsti hlut- hafinn í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., á eftir hjónunum Aðalsteini Jónssyni forstjóra og Guðlaugu Stefánsdóttur. Grandi tilkynnti í síðasta mánuði að félagið hefði eign- ast 7,14% í Hraðfrystihúsinu en hluthafaskrá félagsins hefur enn ekki fengið tilkynningar um öll hlutafjárkaupin. Litlar aðrar breytingar hafa orðið á hlutafjáreign 10 stærstu hluthafa félagsins frá því Hraðfrystihúsið var skráð á Verðbréfaþing Islands á síðari hluta síðasta árs. Þó hefur Aðalsteinn Jónsson selt um 1% af sínum hlut og nokkrir minni hlut- hafar úr fjöldskyldu hans hafa einnig minnkað sína hluti. Tíu stærstu hluthafar félagsins eiga samkvæmt hluthafalista 71,19% en áttu 72,83% í ágúst á síðasta ári. Þess ber þó að geta að eftir er að skrá kaup Granda á 2,87% hlut. Heildarhlutafé í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. er nú liðlega 421 milljón kr. á nafnverði. Bréf í félag- inu voru seld á genginu 9,40 á síð- asta söludegi. Samkvæmt því er markaðsvirði hlutafjár félagsins tæpir 4 milljarðar kr. og 37,88% eignarhlutur Aðalsteins og Guð- laugar er því 1,4 til 1,5 milljarðar kr. að markaðsvirði. Auðlind hf. 403 millj- óna króna hagnaður í fyrra HAGNAÐUR hlutabréfa- sjóðsins Auðlindar hf. vegna rekstrarársins 1. maí 1997 til 30. apríl 1998 nam samkvæmt rekstrarreikningi 403 milljón- um króna. Innborgað hlutafé félagsins var 1.524 m.kr. 30 apríl sl. Til viðbótar átti félag- ið eigin bréf að fjárhæð 54 m.ki’. Eigið fé 30. apríl 1998 nam samtals 3.448 m.kr. sam- anborið við 3,555 m.kr 30 apríl 1997. Innra virði sjóðsins var því 2,26 í lok rekstrarársins. Aðalfundur félagsins verð- ur haldinn þann 23. júní nk. Stjóm félagsins leggur til að greiddur verði 7% arður til hluthafa. I fréttatilkynningu kemur fram að hluthöfum í Auðlind hf. hafi fjölgað um 1.800 á síð- asta ári og er félagið nú næst fjölmennasta hlutafélag lands- ins með um 8.700 hluthafa. Asíuríki enn á meðal þeirra samkeppnishæfustu Singapúr trónar enn í efsta sæti London. Reuters. SINGAPÚR og Hong Kong halda sessi sínum sem samkeppnishæf- ustu lönd heims þrátt fyrir fjár- málaöngþveiti í Asíu samkvæmt árlegi skýrslu, World Economic Forum. Löndin halda tveimm’ efstu sæt- unum á árlegum lista skýrslunnar um samkeppnishæfustu ríki heims- ins vegna þess að Asíukreppan hef- ur ekki skaðað langtíma vaxtar- möguleika þeirra. „Að okkar mati leiða skammtíma áhrif ekki til þess að vöxtur dragist saman til langframa," sagði Andrew Warner, einn höfunda árs- skýrslunnar, sem hefur komið út í Genf síðan 1979. Vaxtarhorfur til skemmri og lengri höfðu mikil áhrif á mat okk- ar á samkeppnishæfni 53 landa, sem skýrslan nær til, sagði Warn- er. A eftir Singapúr og Hong Kong koma Bandaríkin og Bretland, sem var í sjöunda sæti í skýrslunni í íyiTa. Hlutafjárútboð Delta hf. Hluthafar nýttu sér for- kaupsréttinn HLUTHAFAR í Delta hf. nýttu sér nær allan forkaupsrétt á þeim hlutabréfum í eigu fyrirtækisins sem boðin voru til sölu frá 20. maí sl., en útboðinu lauk á fimmtudag. Um var að ræða hlutabréf að and- virði kr. 2.662.959 að nafnverði á genginu 15. Alls voru seld bréf fyrir kr. 2.433.725 að nafnvirði sem ligg- ur nálægt 37 milljónum króna í söluverðmæti. Sá hluti sem enn er óseldur, tæp- ar 23 þúsund krónur að nafnverði, verður boðin út á Opna tilboðs- markaðnum dagana 11.-12. júní nk. á lágmarksgenginu 15. ------------- Hugbúnstður fyrir þjónustuver LANDSBANKI íslands hefur gert samning við Upplýsingu ehf. um kaup, aðlögun og uppsetningu á hugbúnaðarlausnum fýrir símaþjón- ustu í þjónustuveri bankans. Þessar lausnir koma frá bandarísku fyrir- tæki, Versatility Inc., sem sérhæfir sig í lausnum fyrir símaþjónustu fyrirtækja. Þjónustuver bankans veitir við- skiptavinum upplýsingar um ýmis atriði, sem varða viðskipti þeirra við bankann og veitir ýmsa almenna bankaþjónustu í gegnum síma. Nýi hugbúnaðurinn auðveldar þjónust- una. Hann mun tengjast símstöð og tölvukerfi bankans þannig að starfs- menn hans munu geta fengið upp- lýsingar um viðskiptavini birtar á tölvuskjá um leið og þeir hringja í bankann. Einnig verður hægt að svara í símann og hringja út beint frá tölvuskjá á kerfisbundinn máta. Útflutnings- aukning og hagvöxtur SJO FYRIRTÆKI: 3X-Stál ehf. Isafirði, Hólmadrangur hf. Hólmavík, Iðntæknistofnun Reykjavík, Akva hf. Akureyri, Oddi hf. Patreksfirði, Ríkisspítal- ar og Tæknival hf. Reykjavík, tóku þátt í verkefninu Útflutn- ingsaukning og hagvöxtur á veg- um Útflutningsráðs íslands. Um er að ræða þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að helja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Fulltrúar fyrir- tækjanna tóku við viðurkenningu í móttöku á Hótel Sögu fyrir skemmstu og hér sjást þeir ásamt menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, við það tæki- færi. Morgunblaðið/Þorkell Minni ríkisútgjöld og sveigjan- leiki á vinnumarkaði Bætt frammistaða Breta stafaði af minni ríkisútgjöldum og auknum sparnaði skattborgara. Sveigjanleiki var einnig talinn meiri á vinnumarkaði í Bretlandi en á meginlandi Evrópu. Samkeppnishæfni dalaði hvað mest í Indónesíu, sem hrapaði í 31. sæti úr 15. sæti í fyrra. Hér fer á eftir listi yfir 10 sam- keppnishæfustu ríki heims 1998 (staða þeirra í fyrra innan sviga): 1 (1) Singapúr 2 (2) Hong Kong 3 (3) Bandaríkin 4 (7) Bretland 5 (4) Kanada 6 (8) Tævan 7 (12) Holland 8 (6) Sviss 9 (10) Noregur 10 (11) Lúxemborg Nýútgefíð bráðabirgðauppgjör Seðlabankans Viðskiptahalli 16 milljarð- ar á fyrsta ársfjórðungi VIÐSKIPTAHALLI við útlönd nam 16,1 milljarði króna á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri Seðlabanka Islands, samanborið við nær hallalaus við- skipti á sama tíma í fyrra. I fréttatilkynningu kemur fram að fjárinnstreymi á íýrsta ársfjórð- ungi nam um 15 milljörðum króna vegna fjárfestingar erlendra aðila í stóriðju og lántöku innlánsstofnana og fyrirtækja í útlöndum. Fjárút- streymi vegna erlendra verðbréfa- kaupa nam 3,3 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði á íýrsta ársfjórðungi um 0,7 milljarða og nam 27,2 milljörð- um í lok mars 1998. Mikill halli á utanríkisviðskiptum íslendinga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs stafar aðallega af 11,2 milljarða króna óhagstæðum vöru- viðskiptum sem skýra má að hluta af sérstökum þáttum, s.s. kaupum og sölu á flugvélum og fjárfestingu í stóriðju og að hluta af minni fiskafla og aukinni innlendri eftirspurn. Halli á þjónustujöfnuði jókst einnig Greiðslujöfnuður við útlönd 1997-98 | Milljarðar króna | 1997 1. ársfj. 1997 2. ársfj. 1997 3. ársfj. 1997 4. ársfj. 1998 1. ársfj. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR -0,1 -3,1 -1,6 -4,3 -16,1 Útflutningur vöru og þjónustu 43,4 47,0 50,8 49,0 41,9 Innflutningur vöru og þjónustu -39,3 -48,0 -49,2 -51,2 -54,6 Vöruskiptajöfnuður 5,1 -1,6 -2,3 -0,9 -11,2 Þjónustujöfnuður -1,0 0,6 3,8 -1,2 -1,6 Þáttatekjur og framlög, nettó -4,2 -2,0 -3,1 -2,1 -3,4 FJÁRMAGNSjÖFNUÐUR 3,8 -0,8 -0,3 10,1 14,9 Hreyfingar án forða -1,6 7,7 -3,7 7,1 14,2 Bein fjárfesting, nettó 1,2 0,9 2,0 3,0 1,2 Verðbréfaviðskipti, nettó -0,5 -3,2 -3,9 -5,2 -3,4 Annað fjármagn, nettó -2,3 10,0 -1,8 9,3 16,4 Gjaldeyrisforði (-aukning) 5,3 -8,5 3,4 2,9 0,7 Skekkjur og vantalið, nettó -3,9 3,9 1,9 -5,8 1,2 nokkuð á milli ára og nam 1,6 millj- örðum króna. Þáttatekjur nettó, þ.e. laun, vextir og arður af fjárfest- ingu, voru neikvæðar um 3,2 millj- arða á fyrsta fjórðungi ársins sam- anborið við 4 milljarða króna halla í fyrra að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Seðlabankanum. Nýr stjórnarformaðiir Samherja KARI Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, hefur tekið við starfi stjómarformanns Sam- herja hf. Þetta var ákveðið á fundi stjómar félagsins í gær. Kári tekur við af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem tekur við starfi bæjarstjóra á Akureyri í dag en hann mun sitja áfram í stjórn Samherja sem meðstjórnandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.