Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 17 Wallenberg eignast finnskt ríkisfyrirtæki Helsinki. Morgunbladið. FINNSKA ríkisfyrirtækið Enso og skógarfyrirtæki Wallenberg-fjöl- skyldunnar, Stora Kopparberg, mynda í haust nýtt risafyrirtæki, Stora Enso. Tilkynnt var um sam- runa Enso og Stora í Helsinki og Stokkhólmi á þriðjudaginn. Höfuðbækistöðvar nýja fyrirtæk- isins verða í Finnlandi en Svíar munu eiga 60% hlutafjár. Fyrri eig- endur Enso, m.a. finnski ríkissjóð- urinn, fá 40% hlutafjár í nýja fyrir- tækinu. Antti Kalliomáki iðnaðarráðherra Finna segir að ákvörðun um sam- runa Enso og Stora hafi verið ýtar- lega unnin. Fyrirtækin eru jafn stór og framleiðsla þeirra samhæf. Að mati Bjöms Hágglunds for- stjóra Stora stjórnaðist ákvörðunin af hagkvæmni. Nú telja menn að hagræða mætti framleiðslunni og Pulitzer út- gáfan selur 14 stöðvar Chicago. Reutcrs. PULITZER útgáfufyrirtækið ætlar að selja níu sjónvarps- og fimm út- varpsstöðvar sínar Heai-st-Argyle sjónvarpsfyrirtækinu fyrir hlutabréf upp á 1,15 milijarða dollara, sem mun gera því kleift að einbeita sér að blaðakaupum. Blaða- og nýfjölmiðladeildir Pu- litzers, þar á meðal St. Louis Post- Dispatch og Arizona Daily Star í Tucson, verða aðskilin, og munu nefnast Pulitzer Inc. að sögn fyrir- tækisins. Hið nýja Pulitzer fyrirtæki verður skuldlaust og mun geta varið um 450 milljónum dollara til að kaupa eignir og nýta aðra vaxtarmöguleika í blaðaútgáfustarfsemi, að sögn fyrir- tækisins. Sérfræðingar segja aÐ Pulitzer selji stöðvar sínar á heppilegum tíma, þar sem samþjöppun í grein- inni hafi hækkað þær í verði. Joseph Pulitzer, sem hin frægu verðlaun eru kennd við, stofnaði Pu- litzer Publishing 1878 í St. Louis höf- uðstöðvar fyrirtækisins eru þar enn. Með samningnum eignast Hearst- Argyle í New York 24 útvarps-, og sjónvarpsstöðvar, sem ná til 16,5% bandarískra sjónvai-psheimila. Vilja helzt að- setur í Helsinki eftir samruna Stokkhólmi. Reuters. FYRIRTÆKI, sem stofnuð eru með sameiningu finnskra og sænskra fyr- irtækja, munu sennilega kjósa að hafa aðsetur í Helsinki vegna betri skattaskilyrða og ákvörðunar Finna um að ganga í mytbandalagið (EMU) að sögn sérfræðinga. Þetta á við um fyrirtæki sem hafa nýlega sameinazt — sænska bank- ann Nordbanken og Merita í Finn- landi og trjávörufyrirtækin Stora og Enso, að sögn sérfræðinganna. Bæði nýju fyrirtækin — banka- samsteypan MeritaNordbanken og trjávörurisinn Stora Enso — tóku þann kost að hafa aðalstöðvar sínar í Finnlandi. í Svíþjóð er hagnaður fyrirtækja í aðalatriðum tvískattaður áður en hluthafr fá arð. í Finnlandi eru skattaálögur talsvert minni. ------------------- BBC semur við Sky London. Reuters. BREZKA ríkissjónvarpið BBC hef- ur samið við BSkyB um að sjónvarpa efni um stafræna gervihnattaþjón- ustu Sky. Samningurinn gerir áhorfendum kleyft að horfa á stafrænt efni frá BBC um gervihnött, jarðstöð og kapal. Stafrænar sendingar BBC munu ekki tilheyra áskriftarefni BSkyB. BSkyB, sem tilheyrir News Corp- fyrírtæki Ruperts Murdochs, hyggst taka upp 200 rása stafræna gervihnattaþjónustu í þessum einkum stjóm- og markaðsdeildum nýja fyrirtækisins þannig að útgjöld minnki sem samsvarar 1,6 milljörð- um finnskra marka á ári hverju. Stora Enso verður stærsta fyrir- tækið í skógariðnaði í Evrópu. Á heimsmælikvarða verður fyrirtældð hið fjórða að stærð. Samtals vinna um 40.000 manns í því en ársvelta verður líklega 60 milljarðar finnskra marka. Það er hins vegar ekki alveg út- kljáð mál hvort þessi samruni fái að fara fram. Samkeppnisreglur Evr- ópusambandsins eru harðar, en framkvæmdastjórn ESB verður að taka afstöðu til málsins. Einnig er tvírætt hvort finnska ríkið muni samþykkja að eitt helsta ríkisfyrirtækið verði einkavætt og í raun selt útlendingum. Esko Aho formaður Miðflokks og forsprakki stjómarandstöðunnar segist ugg- andi. í Finnlandi hefur verið mikið rætt um fjárfestingar útlendinga. Nú þegar eiga erlendir aðilar all- mikið af fyrirtækjum eins og raf- eindafyrirtækinu Nokia og skógar- iðnaðarfyrirtækinu UPM Kymm- ene. Aho spáir því að þingið muni ekki samþykkja áform ríkisstjómarinnar án athugasemda. Rætt verður um málið í þinginu á mánudaginn. Ríkissjóður Finna verður áfram stærsti hluthafinn en hann á ekki nema 20% hluta. Fyrri eigendur Stora verða með 55% atkvæða en meðal þeirra er Wallenberg-fjöl- skyldan áberandi. Samruni fýrirtækjanna kemur sérfræðingum ekki á óvart. Skógar- iðnaður og einkum pappírsverk- smiðjur em mjög næmar fyrir sveiflum á heimsmarkaði. Stærri einingar geta auðveldlega stjómað verðlagi og framboði. Stora Enso mun framleiða þriðjung af öllum dagblaðapappír í Evrópu. Á síðastliðnum áram hefur sam- runaþróun finnskra og sænskra fyr- irtækja tekið örum framförum. Að hluta virðist um hagræðingu að ræða þar sem Finnar verða aðilar að myntbandalagi Evrópu en Svíar halda sinni krónu. Þannig geta fyr- irtæki átt samtímis heima bæði á Evró-svæðinu og í ríki sem gæti notað gengisfellingu til þess að hlaupa undir bagga útflutningsiðn- aðarins. Dantax HM-sparktilboð á sjónvarpstækjum frá danska fyrirtækinu Dantax. HM-verð: 47.310 kr. stgr. I . , , .. ■ i if^ tr i Dantax TLD 30 • 28" Black Matrix myndlampi • Nicam Stereo magnari • Allar aögerðir á skjá • islenskt textavarp • Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tímarofi • Fjarstýring Ótrúlega góð kaup. >kkí af tæ' " Misstu ekl 1 tækifærinu. Dantax FUTURA 4400 • 28" Black Line S myndlampi • Nicam Stereo magnari • Allar aðgerðir á skjá • íslenskt textavarp • 2 Scart-tengi «100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tímarofi • Fjarstýring. Stórgl árstakl lega legt taeki a skarpri mynd. 28' Dantax FUTURA 7300 Black Matrix my ck Matrix myndlampi • 2 x 50 W Nicam Stereo magnari • Dolby Surround Pro-Logic • Innbyggður bassahátalari • 2 bakhátalarar • Allar aðgeroir á skjá 1 (slenskt textavarp • 16:9-breiðtjaldsstilling • Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tfmarofi • Barnaiæsing • Fjarstýring Frábær ítölsk hönnun. Dúndurhljómur. Loksins, loksins á islandi: 100 riða þýsk sjónvarpstæki frá Metz sem skipa sér í flokk þeirra allra bestu í heiminum. 110 ár samfellt hefur Metz verið valið besti framleiðandinn I könnun þýska fagtlmaritsins „markt intern" meðal fagverslana á þessu sviði í Þýskalandi þar sem allir þekktustu sjónvarpstækjaframleiðendur heims keppa um nafnbótina. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Komdu til okkar og láttu sannfærast. Við bjóðum nú þessi hágæða sjónvarpstæki á sérstökum HM-afsláttarkjörum. Og nú er engfn ástæða til að nilssa af einum einasta leik. Myndbandstæki frá Dantax á klassaverði. SMITH & NORLAND m Nóatúni 4 105 Reykjavík Slmi: 520 3000 www.tv.is/sminor Munið umboðsmenn okkar um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.