Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 19
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 19
NEYTENDUR
□□ SEIMIVHEISER
HM98!
V
(HeimilisUekjaverslun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222
Ný reglugerð um kjöt og kjötvörur
PFAFF
Mismunandi tegundir
af svínaskinku
Hafin er fram-
leiðsla á líf-
rænni mjólk
Lífræn mjólk er komin á markað á höfuð-
Vorum að fá 1. flokks
„Dolby Pro Logic Surround"
heimabíó fyrirneymartól.
Hlvalið fyrir
„Sjónvarp-Video - DVD
Playstatíon-TöIvuleiki“.
Fullkominn umhverfis-
hljómur, án þess að trufla
hina á heimilinu.
Hreint ótrúleg
upphfun!
um samsetningu vörunnar og skal
magn hráefna tilgreint þegar um það
er gerð krafa.
„Næringargildi er skylt að merkja
á umbúðir kjötvara en það gildir þó
ekki um hreinar kjötvörur og kjöt
með beini.“
Þegar Jón er spurður hvort fram-
leiðendur fái aðlögunarfrest segir
hann að reglugerðin verði birt í
Stjórnartíðindum nú í vikunni og frá
þeirri dagsetningu fá framleiðendur
sex mánaða frest til að taka mið af
þessum kröfum og fara nákvæmlega
eftir reglugerðinni. „Ég geri á hinn
bóginn ráð fyrir að sum fyrirtæki
bregðist skjótt við og fari mjög fljót-
lega eftir reglugerðinni."
Hann segir að sú skylda sé lögð á
matvælaframleiðendur að þeir láti
rannsaka eitt sýni af hverri vöruteg-
und árlega til að athuga hvort fram-
leiðslan sé í samræmi við reglur.
„Þeir sem sinna eftirliti munu hafa
fullan aðgang að þessum niðurstöð-
um. Frá þessu má veita undanþágu
ef fyrirtæki eru með öflugt og gott
innra eftirlit. Þá munu margir koma
að fræðslustarfsemi í þessu sam-
bandi. Reglugerðin var unnin í ná-
inni samvinnu við Samtök iðnaðar-
ins, Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, Framleiðsluráð landbúnaðarins
og kjötiðnaðarmenn. í kjölfar út-
komu reglugerðarinnar munu allh-
sem unnu að henni leggjast á eitt um
að kynna innihald hennar."
borgarsvæðinu. Mjólkin kemur frá bænum
Neðra-Hálsi í Kjós og er unnin til dreifíng-
ar hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík.
KRISTJÁN Oddsson bóndi að
Neðra-Hálsi í Kjós fékk vottun á
sinn lífræna búskap árið 1996 en það
var svo í gær að Mjólkursamsalan
fékk vottun á þann búnað sem notað-
ur er við vinnslu til dreifmgar . Það
er vottunarstofan Tún sem veitti
bæði Neðra-Hálsi og Mjólkursam-
sölunni vottunina en gerðar eru
strangar alþjóðlegar kröfur til
starfsaðferða sem notaðar eru við líf-
ræna ræktun.
Neytendur gera kröfur
um lífrænar vörur
Að sögn Guðlaugs Björgvinssonar
forstjóra Mjólkursamsölunnar gera
neytendur í sívaxandi mæli ki'öfur
um vörur þar sem aðferðum lífrænn-
ar ræktunar er beitt við framleiðslu
vörunnar. Hann segir að vísu að ís-
lendingar standi ennþá grannþjóðum
sínum að baki hvað varðar lífræna
framleiðslu en bendh' á að allir
möguleikar séu fyrir hendi á að á því
verði breyting. Fyrir er á mark-
aðnum lífræn ab mjólk.
Að sögn Baldurs Jónssonar fram-
kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs
Mjólkursamsölunnar er lífræna
mjólkin ófitusprengd. „Rjóminn flýt-
ur því upp og myndar rjómalag ofan
á mjólkinni þegar hún er látin
standa. Þetta er ólíkt því sem er í
fitusprengdri mjólk þar sem fitukúl-
unum hefur verið sundrað í margar
smáai’ kúlur sem haldast dreifðar í
mjólkinni. Því er best að hrista hana
vel áður en hún er notuð til að dreifa
rjómanum aftur um mjólkina.
Þegar Baldur er spurður um verð-
LÍFRÆN mjólk.
ið á lífrænni mjólk segir hann það
svipað og á sælumjólkinni. „Magnið
af lífrænni mjólk er takmarkað enn
sem komið er. Lífræn fi’amleiðsla er
tímafrekari og fyrirhafnarmeiri en
önnm- mjólkurframleiðsla. Af því
leiðir að hún er dýrari en venjuleg
mjólk. Við höfum þó gætt þess að
halda auknum kostnaði í algjöru lág-
marki og leggja áherslu á að verð-
munurinn skili sér sem mest til
bóndans og verði á þnn hátt hvatn-
ing til aukinnar lífrænnar fram-
leiðslu.“
Er með 102.000 lítra
framleiðslukvóta
Kristján Oddsson bóndi að Neðra-
Hálsi í Kjós er með 35 kýr og
102.000 lítra framleiðslukvóta en auk
þess stundar hann garðyrkju og
leggur áherslu á lífræna ræktun á
gulrótum.
Morgunblaðið/Jim Smart
GUÐLAUGUR Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar veitir viðtöku
vottunarskjali frá Gunnari Gunnarssyni hjá vottunarstöðinni Túni ehf.
KRISTJÁN Oddsson bóndi að
Neðra-Hálsi í Kjós hefur í rúm-
lega tíu ár stefnt að því mark-
miði að geta framleitt Iífræna
mjólk. Árið 1996 hlaut hann
endanlega vottun á lífræna land-
búnaðarframleiðslu búsins.
„Ég hef markvisst stefnt að þessu
takmarki frá ái’inu 1987 en áhuginn
á lífrænni ræktun vaknaði mun
fyrr“, segir Kristján sem bætir við
að í raun hafi hann alltaf haft andúð
á tilbúnum áburði. Árið 1989 setti
hann á markað lífrænt ræktaðar gul-
rætur og árið 1996 fékk hann vottun
á búskapinn um að framleiðaslan
væri orðin lífræn þ.e. aðlögun hefði
átt sér stað.
Smári í tún og búfjáráburður
Kristján segir muninn á lífrænum
búskap og þeim hefðbundna aðallega
felast í að nota ekki tilbúinn áburð.
„Ég nýti búfjáráburðinn og hef
einnig fengist við safnhaugagerð og
afraksturinn nota ég sem áburð.“ Þá
segir Kristján að hann hafi skipulega
verið að setja smára í túnin hjá sér
en smárinn er með rótarbakteríur
sem framleiða köfnunarefni umfram
eigin þarfir sem nýtist þá í nágrenn-
inu sem í þessu tilfelli er gras.
Kristján er ekki enn kominn með
smára í öll tún og á meðan notar
hann fiskimjöl til að brúa bilið.
„I lífrænum búskap eru einnig
gerðar strangari kröfur um aðbúnað
dýra. Það þarf að vera rúmt um
skepnurnar og þær eiga að geta not-
ið útiveru allt árið um kring.“ Hann
notar ekki lyf nema í neyðartilvikum
og þá er útskolunartíminn lengri en í
hefðbundnum búskap.
„Lífrænn búskapur krefst meiri
vinnu en sá hefðbundni og breytts
hugarfars. Á móti kemur að með því
að veita skepnunum meiri umhyggju
og vinna með náttúrunni á lífrænan
hátt verður búskapurinn meira gef-
andi og skemmtilegri en ella.“
Þegar Ki-istján er spurður hvort
hann viti til að fleiri bændur hyggi á
lífrænan búskap með mjólkurfram-
leiðslu segist hann ekki hafa fengið
slíkt staðfest en heldur að þetta hafi
þegar vakið forvitni margra. „I Mýr-
dal, á Arnarnesi í Eyjafirði og í
Skaftholti í Gnúpverjahreppi er líf-
ræn mjólkurframleiðsla en hún er
enn í litlu magni.“
Ný reglugerð um kjöt og kjötvörur
er að ganga í gildi. Fram til þessa
hefur til dæmis skinka getað verið
úr næstum hvaða hráefni sem er.
Með nýrri reglugerð breytist það.
HÉR á landi hefur skinka ekki bara
verið gerð úr svínakjöti heldur hefur
t.d. verið til skinka úr hrossakjöti og
lambakjöti ef því er að skipta og eng-
ar upplýsingar hafa verið gefnar um
viðbætt vatnsmagn en það hefur oft
verið mjög hátt.
Jón Gíslason, forstöðumaður mat-
væla- og heilbrigðissviðs Hollustu-
verndar ríkisins, segir að það sem
neytendur komi til með að verða
fyrst áþreifanlega varir við með
nýrri reglugerð séu merkingar á
skinku.
„Nú er búið að skilgreina hvað
skinka er og fólk á að geta gengið að
því vísu hvað það er að kaupa. Búið
er að setja lágmarksskilyrði um kjöt-
magn og skinka verður bundin við
svínakjöt."
I reglugerðinni er skilgreiningin á
skinku sú að um saltað og e.t.v. reykt
svínakjöt sé að ræða.
„Þá verður hægt að
kaupa brauðskinku sem
inniheldur heldur
minna af hreinu kjöti og
nokkuð af viðbættu
vatni og skal magn þess
koma fram í innihalds-
lýsingu.
Síðan verður til
brauðskinka með við-
bættu vatni. Hún er sú skinkuafurð
sem inniheldur minnst af hreinu
kjöti og mest af viðbættu vatni og
þessvegna kemur vatnið fram í heiti
vörunnar."
segir Jón að nú þurfi
framleiðendur að til-
greina magn viðbætts
vatns og prósentuhlut-
fallið á þá að koma
fram í innihaldslýsingu
vörunnar. „Þetta á til
dæmis við um skinku,
hangikjöt og svínaham-
borgarhrygg."
Nokkrar vöruteg-
undir þarf að merkja
með nýjum heitum og í
tengslum við heitið á í
sumum tilvikum að til-
greina fituinnihald.
„Heitið nautakjöt verð-
ur ekki samheiti fyrir
kjöt af nautgripum
heldur skal það einung-
is notað um ungnauta-
30 mánaða og
Tilgreina magn
viðbætts vatns
Jón segir að til að hægt verði að
merkja vöru sem lúxus skinku þurfi
að vera um að ræða beinlaust, saltað
og ef til vill reykt svínslæri.
Samkvæmt þessari nýju reglugerð
JÓN Gíslason, forstöðu-
maður matvæla- og heil-
brigðissviðs Hollustu-
verndar ríkisins.
kjöt. Kjöt af kúm,
eldri, heitir kýrkjöt.
Ef fólk ætlar að kaupa nautahakk
getur það verið nokkuð öruggt um
að það sé að kaupa ungnautakjöt. Ef
það er að kaupa nautgripahakk þarf
það að skoða vel innihaldslýsinguna
til að sjá hvaða kjöt er verið að
kaupa.“
Innihaldslýsing
Jón bendir á að innihaldslýsing
eigi að veita nákvæmar upplýsingai-