Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
23 bíða bana í sprengjutilræði í Pakistan
Indverjar sakaðir
um hermdarverk
Sukkur, Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
PAKISTANAR sökuðu í gær ind-
versku leyniþjónustuna RAW um
að hafa staðið fyrir sprengjutilræði
í farþegalest í Pakistan, sem kost-
aði 23 lífið á sunnudag. Indverska
stjómin sagði að ekkert væri hæft í
þessari ásökun og sagði hana „fá-
ránlega".
Tveir vagnar eyðilögðust í
sprengingunni, sem varð í lest á
leiðinni frá Karachi til Peshawar í
norðurhluta Pakistans. Pakist-
anska utanríkisráðuneytið sagði að
augljóst væri að indverska leyni-
þjónustan RAW hefði staðið fyrir
„þessu viðurstyggilega hermdar-
verki“.
Mushahid Hussein, upplýsinga-
málaráðherra Pakistans, sagði að
pakistönsk yfirvöld myndu leggja
fram „óyggjandi sannanir" fyrir
því að Indverjar hefðu tekið þátt í
tilræðinu, en indverska utanríkis-
ráðuneytið sagði þessar ásakanir
„tilhæfulausar og fáránlegar".
Mikill spenna hefur verið í sam-
skiptum ríkjanna frá því Indverj-
ar hófu kjarnorkutilraunir í liðn-
um mánuði og Pakistanar fóru að
dæmi þeirra og sprengdu sex
kjarnorkusprengjur í tilrauna-
skyni.
„Þjóðir heims hafa lagt áherslu
á að þörf sé á viðræðum til að
komast fyrir rætur vandans og
draga úr spennunni í kjamorku-
væddri Suður-Asíu,“ sagði í yfir-
lýsingu frá pakistanska utanríkis-
ráðuneytinu. „Þeim ber einnig
skylda til að fordæma slík hermd-
arverk, sem magna spennuna og
heiftina.“
Ályktun SÞ gagnrýnd
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti á laugardag ályktun þar
sem kjarnorkutilraunir Indverja
og Pakistana eru fordæmdar og
skorað er á þjóðimar að hætta
strax við áform sín um að þróa
kjamavopn og eldflaugar sem geta
borið kjamaodda. Ráðið samþykkti
einnig að hvorugt ríkjanna fengi
„stöðu kjamorkuveldis", sem
myndi gera því kleift að halda
kjarnavopnunum, og skoraði á ríki
heims að selja ekki Indverjum og
Pakistönum tæki sem hægt yrði að
nota við framleiðslu kjamavopna.
Atal Behari Vajpayee, forsætis-
ráðherra Indlands, gagmýndi
ályktun öryggisráðsisins í gær og
sagði hana „algjörlega gagns-
lausa“. Hann sagði að Indverjar
hefðu þegar ákveðið að hætta
kjarnorkusprengingum í tilrauna-
skyni. „Við getum hins vegar ekki
fallist á kröfuna í ályktuninni um
að við follum frá kjamorku- eða
eldflaugaáætlunum okkar.“
Stjórn Pakistans kvaðst harma
að í ályktuninni væri ekki tekið á
rót vandans í samskiptum ríkjanna
og þörfinni á því að deila þeirra um
Kasmír, sem þær gera báðar tilkall
til, yrði leyst.
Nawaz Sharif, forsætisráðherra
Pakistans, sem var í heimsókn í
Saudi-Arabíu, sagði að kjamorku-
tilraunir Pakistana tengdust á eng-
an hátt trúmálum, þeir væru ekki
að búa til „íslamska sprengju“.
Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra
írans, hafði sagt að kjamavopn
Pakistana gætu verið mótvægi við
hemaðarmátt Israels, sem ætti
einnig kjamavopn.
Ryskingar
í Austur-
Jerúsalem
PALESTÍNUMAÐUR gerir sig
líklegan til að henda stól í Isra-
ela (t.v.) í Silwanhverfi í Austur-
Jerúsalem. Þar kom til ryskinga
í gærmorgun milli Palestínu-
manna og nokkurra Israela sem
sest höfðu að í fjórum húsum í
hverfinu í fyrrinótt og kváðust
hafa keypt þau fyrir tíu árum.
Smávægileg meiðsl hlutust af.
Austurhluti Jerúsalem er
undir stjórn Palestínumanna,
sem ætla honum að verða höf-
uðstaður sjálfstæðs ríkis síns, en
Israelar geta ekki fellt sig við
að borginni sé skipt. Er þetta
eitt helsta þrætueplið í deilun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs.
Meðlimir ísraelskra friðarsam-
taka, Peace Now, veittu Palest-
ínumönnunum liðsinni í gær-
morgun og tóku undir þá full-
yrðingu að svæðið væri í eigu
araba.
Saeb Erekat, helsti samninga-
fulltrúi Palestinumanna, sagði
að það gæti haft „n\jög alvar-
legar afleiðingar" ef gyðingarn-
ir yrðu ekki fluttir á brott, en
David Bar-Illan, einn helsti ráð-
gjafi Benjamins Netanyahus,
forsætisráðherra ísraels, sagði
að meðlimir hægrisamtakanna
Elad ættu umrædd hús og það
væri ekkert ólöglegt við það að
mennirnir settust að í þeim.
Borgara-
flokkar snúa
bökum saman
Stokkhólmi. Reuters.
ÞRÍR sænsku stjómmálaflokk-
anna stóðu í gær saman að auglýs-
ingu þar sem þeir heita því að
íjölga störfunum um 300.000 fái
þeir til þess umboð í þingkosning-
unum í september.
Segja má, að með auglýsingunni,
sem birtist í Dagens Nyheter, hafi
flokkamir, Hægriflokkurinn, Mið-
flokkurinn og Kristilegi demókra-
taflokkurinn, hafið baráttuna fyrir
kosningamar, sem verða 20. sept-
ember.
„Markmiðið er að fjölga störfun-
um um 300.000 á næsta kjörtíma-
bili og um miðjan næsta áratug á
atvinnuleysi að vera orðið úr sög-
unni,“ segja leiðtogar flokkanna,
Carl Bildt, Lars Leijonborg og Alf
Svensson. Ætla þeir að ná þessu
marki fyrst og fremst með skatta-
lækkunum.
Leiðtogar borgaraflokkanna
kenna jafnaðarmönnum um at-
vinnuleysið í landinu en það er nú
6,3%. Þá vilja þeir einnig draga úr
kostnaðinum við að standa utan
EMU, Evrópska myntbandalags-
ins, með því að heimila fyrirtækj-
um að gera samninga og greiða
skatta í evróum eftir næstu ára-
mót.
-----------------
Flug að stöðvast
í Noregi
HÆTTA er á, að allt flug í Suður-
Noregi stöðvist nk. fóstudag vegna
verkfalls flugumferðarstjóra, tækni-
manna og stjómenda í norsku flug-
stjómarmiðstöðinni.
Verði verkfallsaðgerðir auknar,
mun það hafa áhrif á millilanda-
flugið og flugið í N-Noregi en allt
þyrluflug vegna olíuborpallanna
frá Kristjánssundi hefur nú þegar
stöðvast. Við norsku flugstjómar-
miðstöðina starfa 77 manns og mun
verkfallið ná til þeirra á föstudag.
Svo er einnig með 82 starfsmenn í
Ósló og 71 í Sola á vesturströnd-
inni. Verði af verkfalli þeirra má
heita, að flugumferð í Noregi hafi
lagst niður.
Reutere
Fyrrverandi
eiginkona Guccis
Grunuð um
fleiri glæpi
Róm. Tlie Daily Telegraph.+
PATRIZIA Reggiani sem
sökuð er um að hafa staðið
fyrir morðinu á fyrrverandi
eiginmanni sínum Maurizio
Gucci, erfingja Gucci-tísku-
húsanna, árið 1995 er nú
einnig grunuð um að hafa átt
aðild að dauða stjúpföður síns.
Reggiani er ásamt móður
sinni Silvönu og heimilislækni
fjölskyldunnar til rannsóknar
hjá ítölsku lögreglunni vegna
gruns um að Fernando Reggi-
ani, vel stæðum iðnrekanda í
Mílanó, hafi verið byrlað eit-
Stjúpbróðir Patriziu vitnar
Lögreglan hóf að rannsaka
andlát Reggianis eftir að
Vincenzo Reggiani, stjúpbróð-
ir Patriziu, krafðist þess að lík
föður síns, sem lést árið 1973
án þess að skilja eftir sig
erfðaskrá, yrði grafið upp. Að
sögn Vincenzos var markmið
stjúpmæðranna með morðinu
á Reggiani að koma í veg fyrir
að erfðaskrá, sem gert hefði
þær arflausar, liti dagsins
ljós.
Vincenzo var hvorki líf-
fræðilegur sonur Reggianis né
réttmætur erfingi hans heldur
fjarskyldur ættingi sem
Reggiani ól upp sem sitt eigið
barn. Vincenzo var enn barn
að aldri þegar Reggiani varð
ekkill og giftist síðar Silvönu,
sem áður hafði unnið fyrir sér
við uppvask. Vincenzo segir
að þegar Reggiani var greind-
ur með krabbamein hafi þær
Silvana og Patrizia haft öll ráð
hans í hendi sér og að Reggi-
ani hafi gert sig arflausan að
undirlagi þeirra. Þær hafi síð-
an byrlað Reggiani eitur í
þann mund sem hann hugðist
segja Vincenzo allt af létta.
Uppnefnd „svarta ekkjan"
Patrizia Reggiani, sem köll-
uð hefur verið „svarta ekkjan"
á Italíu, er ákærð fyrir að hafa
staðið fyrir morðinu á
Maurizio Gucci sem skotinn
var til bana fyrir utan skrif-
stofu sína í Mílanó árið 1995.
Er talið að hún hafi viljað
refsa Gucci fýrir að skilja við
sig en einnig að hún hafi viljað
koma í veg fyrir að Gucci gift-
ist á nýjan leik því þá hefði
erfðahlutur hennar verið í
hættu. Hún neitar öllum
ásökunum en horfir fram á
lífstíðardóm í fangelsi ef hún
verður fundin sek.
Svisslendingar hafna
hömlum á genatilraunir
ZOrich. Reuters.
SVISSNESK lyfjafyrirtæki fogn-
uðu á sunnudag niðurstöðu þjóðar-
atkvæðagreiðslu í Sviss þar sem
kjósendur höfnuðu frekari hömlum
á genatilraunir.
Tillögu þess efnis að ákvæði um
bann við genabreytingum á dýrum
yrði sett í stjómarskrána var hafn-
að með miklum meirihluta at-
kvæða, andstæðingar bannsins
reyndust helmingi fleiri en stuðn-
ingsmennimir.
„Við emm fegin vegna þess að
það var mikið í veði - framtíð Sviss
sem miðstöðvar líf- og læknisfræði-
rannsókna,“ sagði Thomas Cueni,
formaður samtaka svissneskra
lyfjafyrirtækja. „Við erum ánægð
vegna þess að kjósendur lýstu í
raun yfir trausti á þeirri stefnu
stjórnarinnar að setja reglur til að
hafa stjóm á genatilraununum en
höfnuðu almennum bönnum, að
hitt og þetta yrði bannað í sviss-
nesku stjómarskránni."
Tillagan þurfti að fá meirihluta-
stuðning í öllu landinu, auk þess
sem meirihluti kantónanna 26
þurfti að samþykkja hana til að
hún yrði að lögum. Hún fékk hins
vegar ekki meirihluta í neinni
kantónu.
Dýra- og umhverfisvemdarsinn-
ar og samtök neytenda beittu sér
fyrir tillögunni en ríkisstjórnin og
lyfjafyrirtækin lögðust gegn henni.
Margir vísindamenn vom andvígir
tillögunni og nokkrir Nóbelsverð-
launahafar tóku þátt í mótmæla-
göngum til að krefjast frelsis til
rannsókna.
Stuðningsmenn tillögunnar vildu
bann við ræktun genabreyttra
dýra og plantna. Þeir sögðust ætla
að halda baráttu sinni áfram þrátt
fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar. Þeir sögðust sann-
færðir um að margir kjósendur
hefðu ákveðið að greiða atkvæði
gegn henni til að styðja læknis-
fræðilegar rannsóknir en hefðu
samt áhyggjur af afleiðingum til-
rauna sem byggjast á því að flytja
gen úr einni lífvem í aðra.
Cueni kvaðst sannfærður um að
þær reglur, sem em nú þegar í
gildi, og nýtt lagafmmvarp stjóm-
arinnar myndu tryggja að sviss-
neskir vísindamenn gengju ekki of
langt í genarannsóknum sínum.
40.000 störf
sögð í veði
Lyfjafyrirtækin höfðu áætlað að
4.500-5.000 vísindamenn störfuðu
að verkefnum sem hefðu verið
bönnuð ef tillagan hefði verið sam-
þykkt. Bannið hefði getað kostað
alls um 40.000 störf til ársins 2005.
Stuðningsmenn tillögunnar
sögðu að bannið hefði ekki hindrað
genarannsóknir, framleiðslu lyfja
eða framfarir í læknisfræði og sök-
uðu lyfjafyrirtækin um hræðslu-
áróður. Bannið hefði aðeins haft
áhrif á 5% rannsóknanna.