Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 23
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998_________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 23
LISTIR
Opinber heimsókn
forseta íslands
til Eistlands
Hlýhugur
Eista birt-
ist í hlýjum
móttökum
Tallinn. Morgunblaðið.
ÍSLENSKU forsetalijónin, Ólafur
Ragnar Grímsson og Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir, fengu í gær
sannarlega hlýjar móttökur á
fyrsta degi opinberrar heimsóknar
til Eistlands. í sólskini og sumar-
hita tók Lennart Meri forseti Eist-
lands á móti forsetahjónunum,
Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð-
herra og fylgdarliði við forseta-
höiiina Kadriorg í Tallinn, þar sem
heiðursvörður var kannaður og
þjóðsöngvar beggja landa leiknir.
Heimsóknin hefur vakið mikla at-
hygli eistneskra fjölmiðla en sú at-
hygli er til marks um þann hlýhug
sem Eistar bera í bijósti gagnvart
íslandi, landinu sem fyrst viður-
kenndi yfirlýst sjálfstæði Eistlands
frá Sovétríkjunum 1991.
Eftir viðræður þjóðhöfðingj-
anna sagði Lennart Meri að hann
vonaðist til að þessi heimsókn
markaði upphaf nýs kafla í sam-
skiptum þjóðanna. Þetta er í
fyrsta sinn frá því Eistland endur-
heimti sjálfstæði sitt sem þjóð-
höfðingi íslands sækir landið
heim. Þetta er jafnframt í fyrsta
sinn sem Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra kemur tii Eist-
lands en þess má geta að fyrir-
rennari hans í starfi, Jón Baldvin
Hannibalsson, er í góðu vinfengi
við Lennart Meri sem var utanrík-
isráðherra í fyrstu ríkisstjóminni
sem mynduð var eftir sjálfstæðis-
yfirlýsinguna.
Smáríki halda jafnvægi
milli stórþjóða
Að loknum viðræðum forset-
anna sagði Meri að þeir hefðu
Morgunblaðið/Ásdfs
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Eistlands og íslands, Lennart Meri og Ólafur Ragnar Grímsson, kanna
heiðursvörð fyrir utan forsetahöllina Kadriorg í Tallinn.
BORGARSTJÓRI Tallinn, Ivi Eennmaa, heilsar Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta íslands, við komuna til
ráðhúss höfuðborgar Eistlands síðdegis í gær.
FJÖLDI fólks var á ráðhústorgi Tallinn, þar sem úti-
tónleikar voru í undirbúningi þegar forsetana bar
að. Hér þiggur forseti íslands húfu af Tallinnbúum.
m.a. rætt hlutverk smárra þjóða í
alþjóðakerfinu og verið mjög
sammála um að þau gegndu mik-
ilvægu hlutverki við að halda
nauðsynlegu jafnvægi í kerfinu,
þar sem stórþjóðirnar hafa ann-
ars mest að segja.
Sagði Meri að Evrópusambandið
væri mjög gott dæmi um hvernig
lítil ríki tryggðu friðsamlegt jafn-
vægi milli stórþjóða; það væri ekki
síst vegna þessa eðlis ESB sem
Eistar sæktust svo n\jög eftir aðild
að sambandinu, en ESB- og
NATO-aðild er efst á forgangslista
eistneskrar utanríkisstefnu. „Við
höfum rnjög áþekka afstöðu til
stækkunar Atlantshafsbandalags-
ins,“ sagði Meri ennfremur um við-
ræður þeirra Ólafs Ragnai's.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti viðræður við Toom-
as Hendrik Ilves, utanríkisráð-
herra Eistlands, en þeir ræddu
m.a. möguleika á auknu samstarfi
íslendinga og Eista í sjávarútvegi.
Lýsti Ilves áhuga Eista á því að
senda menn til náms í hinum
væntanlega sjávarútvegsskóla Sa-
meinuðu þjóðanna, sem fundinn
hefur verið staður á íslandi.
Eftir skoðunarferð um dóm-
kirkju Tallinn og gamla miðbæinn
tók borgarstjóri höfuðborgarinn-
ar, Ivi Eennmaa, á móti hinum
tignu gestum í ráðhúsinu, þar sem
forsetahjónin rituðu nöfn sín í
hina gullnu bók. Á ráðhústorginu
var samankominn mikill mann-
fjöldi sem fagnaði forsetunum við
komu þeirra þangað.
íslenskir kórtónleikar
Dagskrá þessa fyrsta dags heim-
sóknarinnar lauk með því að for-
setarnir voru viðstaddir tónleika
Mótettukórs Hallgrímskirkju.sem
fram fóru í kirkju í borginni. í dag
mun forseti íslands eiga fúnd með
forsætisráðherra Eistlands, Mart
Siimann, og ávarpa eistneska
þingið, Riigikogu. Þá Ieggur for-
setinn krans að minnismerki um
fórnarlömb stríðanna í Tallinn.
Dagskránni í dag lýkur með hátíð-
arkvöldverði til heiðurs íslensku
forsetahjónunum í boði eistnesku
forsetahjónanna, Lennart og Helle
Meri. Heimsókninni lýkur á
fimmtudag. Þá halda forsetahjónin
í opinbera heimsókn til Lettlands.
Listíðir með lagi
Kvennasögusafn
Islands
Myndlistar-
sýning júní-
mánaðar
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir sýnir
grafíkverk úr myndaröðinni „Sögu“
frá árinu 1981 í Kvennasögusafni
íslands, 4. hæð, Þjóðarbókhlöðu,
Arngiámsgötu 3.
Ragnheiður hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði hér á landi og er-
lendis og hefur hún hlotið viður-
kenningar fyrir verk sín á alþjóð-
legum sýningum m.a. í Þýskalandi,
Noregi, Spáni og Póllandi. Ragn-
heiður tók þátt í sýningu Nýlista-
safnsins „Flögð og fögur skinn“ á
vegum Listahátíðar í Reykjavík
1998.
Safnið er opið alla virka daga frá
kl. 13-17.
--------------
Tímarit
• ÚT er komið 15. hefti
Málfregna, tímarits íslenskrar
málnefndar, en útgáfa þeirra hófst
aftur í fyrra eftir fjögurra ára hlé.
Ritstjóri er Ari jPáll Kristinsson,
forstöðumaður Islenskrar mál-
stöðvar, og í ritnefnd sitja formað-
ur Islenskrar málnefndar, Kristján
Arnason prófessor og Gunnlaugur
Ingólfsson orðabókan-itstjóri.
I blaðinu er m.a. að finna tvær
greinar, „Þýðingafræði og þýðing-
arlist", efth- Kristján Ái-nason dós-
ent og „Þýðingar, menntun og
orðabúskapur" eftir Ástráð Ey-
steinsson prófessor. Einnig er í
heftinu grein eftir Veturliða
Oskarsson lektor um orðið mylsu
eða mulsu, umsögn Islenskrar mál-
nefndar um frumvarp til laga um
vörumerki, grein eftir Dóru _Haf-
steinsdóttur um orðabanka ís-
lenskrar málstöðvar o.fl.
Málfregnir koma út tvisvar á ári
og er von á 16. heftinu í haust.
MYJXÍDLIST
Listhús ðfeigs
SKART / TEXTÍL
6 NORSKAR LISTAKONUR
Ingema Andersen, Sigrun Aune,
Toril Glenne, Randy Hartmann, Li-
ve Helgeland, Eilen Monrad Vist-
ven. Opið á tímum skartgripaverzl-
unarinnar. Til 13. júní.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ var með nokkrum fyi-ii'vara
að rýnirinn nálgaðist sýningu 6
norskra listiðnaðarkvenna í hinu
takmarkaða en notalega rými efri
hæðar listhúss Ófeigs að Skóla-
vörðustíg 5. Hvernig mátti það
vera að sex einstaklingar væru að
sýna í sal sem oftar en ekki er of
lítill fyrir einn, þröng hafa verið á
þingi er fleiri hafa sýnt þar og verk
átt erfitt með að ná andanum í
sambýlinu?
En svo er almættinu fyrir að
þakka, að stundum koma sýningar
á óvart sem gerist æ sjaldnar hin
síðari ár, er menn eru á fullu að
klóna sviðið á heimsvísu og þurrka
úr persónueinkenni. Þykir bara al-
deilis fínt enda kennt í nútíma-
skólum og gefnar prófgráður fyr-
ir.
Skemmst er til frásagnar, að það
er afar létt yfír aðkomunni og
verkum listakvennanna er meist-
aralega vel fyrir komið í rýminu,
þannig að þetta getur maður kallað
innsetningu, installation, með lagi.
Framlag hvers og eins kemur eins
og hlaupandi á móti skoðandanum,
slík eru einkenni þeirra og slík skil-
virknin. Um er að ræða listvefnað
úr silki og bómull, sjöl og púða
ásamt skarti úr ýmsum efnum svo
sem gúmmíboltum og silfri, oxíder-
uðu silfri og glerperlum, hvaltönn,
silfri og viði.
Allt eru þetta vel menntaðar
listakonur á miðjum aldri og ein
þein-a Ingemarie Andersen, sem
nefnir sig Ingema, var meira að
segja tvö ár í MHÍ fyrir margt
löngu er gi-unnnámið, sem nú er
slitið og tætt, var í rífandi upp-
byggingu. Þær hafa allar haldið
nokkrar sérsýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga innan lands og
utan og fjórar hafa sýnt áður á höf-
uðborgarsvæðinu. Ber að taka því
fagnandi er norrænir listamenn
sækja hingað að eigin frumkvæði,
því það gefur mikilsvert tækifæri
til hlutlægri samanburðai- en opin-
berar sýningar eru alla jafna.
Svo er einmitt í þessu tilviki, því
hér er gengið til leiks með yfír-
burða þekkingu, allt í senn á hand-
verkinu, hinni formrænu mótun og
litrænu uppbyggingu. Á sýninguna
eiga þeir mikið erindi sem halda úti
listmunaverslunum þar sem krað-
akið er oftar en ekki yfirþyrmandi
og hver hlutur grípur inn í annan
og dregur niður.
Þótt vinnubrögðin séu nánast
klassísk er yfir þeim ferskleiki
hinnar hreinu ómenguðu lifunar og
má vera auðsætt að á ferð eru
listakonur sem flýta sér hægt og
eru að auk atvinnumanneskjur
fram í fingurgóma, hver á sínu
sviði. Gefur augaleið að allar hafa
þær hlotið fjölda opinberra styrkja
til námsferða, og allar em þær á
starfslaunum, sumar ævilangt, sem
er sá öryggisventill sem skiptir
sköpum. Á því sviði hafa frændur
vorir Norðmenn lengi verið
fremstir meðal jafningja á Norður-
löndum, halda á hinn veginn úti
tveimur samtímalistasöfnum í
Ósló, sem hér eru nefnd nýlista-
söfn, svo hér er einsýni ekki fyrir
að fara.
Erfitt er að gera upp á milli
listamanna sem náð hafa jafnlangt
og hlýtur alltaf að vera persónu-
bundið, meginveigurinn er að hér
gefst tækifæri til að nálgast listíðir
í háum gæðaflokki.
Bragi Ásgeirsson
Norén fær
leikskálda-
verðlaunin
SÆNSKA leikskáldið Lars Norén
fær Leikskáldaverðlaun Norður-
landaráðs 1998 fyrir leikrit sitt Klini-
ken sem lýsir lífinu á geðsjúkrahúsi.
Verðlaunin eru 40.000 finnsk
mörk. Af fslands hálfu sat Þórhallur
Sigurðsson í nefndinni. Meðai tii-
nefndra verka var Ástarsaga 3 eftir
Kristinu Ómarsdóttur.
Verðlaunin verða afhent í
Tammerfors í ágúst.
Einsöngstón-
leikar Kristins
Sigmundssonar
TÓNLEIKAR Rristins Sigmunds-
sonar barítonsöngvara og Jónasar
Ingimundarsonar píanóleikara hefj-
ast kl. 20:30 í kvöld,
þriðjudagskvöld í
Þjóðleikhúsinu. Á
efnisskrá þemra
eru meðal annars
tvö þjóðlög í út-
setningu Benja-
mins Britten, Titt-
lingsminning efth'
Atla Heimi Sveins-
son, tvær aríur eft-
ir Mozart, úr Don
Giovanni og Brúðkaupi Fígarós og
tvær aríur eftir Rossini, úr Rakaran-
um frá Sevilla og Öskubusku.
Kristinn
Sigmundsson
Sumaropnun í
Listasafni Sigurjóns
FRAM til 1. sept. er Listasafn Sig-
urjóns Ólafssonar opið alla daga
nema mánudaga milli kl. 14 og 17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama
tíma.
Um þessar mundir eru sýnd þrívíð
verk eftir Örn Þorsteinsson mynd-
höggvara í báðum sölum safnsins og
þar gefur að líta á fimmta tug verka
úr ólíkum málmum, áli, járni, tini,
bronsi, silfri og gulli.
Sýningin stendur út júnímánuð.
■ ' ' ■ . ■
Galant 2.0 litra, 136 hestöfl og 2.5 lítra, I63hestöfl •Öryggispúðar
fyrir ökumann og farþega »ABS hemlakerfi •Fjarstýrðar samlæsingar
•Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðir upphitaðir
útispeglar »Rafhituð sæti •15" álfelgur •Skriðstilli o.m.fl.
MÍTSUBISHIGALANT kostar fra kr.
Isma 1.6 lítra, 100 hestöfl og 1.8 lítra CDI, 125 hestöfl
rvggispúðar fyrir ökumann og farþega »abs hemlakerfi
zrstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn
ifstýrðir uþphitaðir útispeglar *Rafhitun í framsætum o.m.fl.
MfTSUBISHI CARISMA kosíarfrá kr.
samlæsingar •Rafdrlfnar rúðuvlndur með slysavörn •Rafhltun í
framsætum •Rafstýrðlr upphitaðir útispeglar •vtndskeið o.m.fl.
MITSUBISHILANCER kostarfrakr.
MiTSUBISHI
í ntUdttm nætum !
1.350.000 1 I.5B5.000 2.095.000 l ■