Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
KVÖLD í Reykjavík eftir Ásgrím Jónsson.
Nýjar bækur
Blíður
Indlandsblær
Tímarit
• TÍMARIT Máls og menningar, 2.
hefti 1998 er komið út. Pað er að
mestu helgað verkum Halldórs
Kiljans Laxness.
I tímaritinu er frumbirt bréf sem
Laxness skrifaði Kristínu Guð-
mundsdóttur frá
Utah í Banda-
ríkjunum haust-
ið 1959, um það
bil sem hann var
að leggja loka-
hönd á skáldsög-
una Paradísar-
heimt. Birtar
eru níu ólíkar
greinar um Lax-
ness, eftir Stein-
unni Sigurðar-
dóttur, Halldór Guðmundsson, Ey-
stein Þoi'valdsson, Arna Bergmann,
Sr. Gunnar Kristjánsson, Pétur
Gunnarsson, Svein Einarsson, Sig-
þrúði Gunnarsdóttur og Brad Leit-
hauser, þar sem varpað er nýju
ljósi á ýmsar hliðar verka hans,
meðal annars með hliðsjón af minn-
isbókum hans. Ennfremur er birtur
skáldskapur eftir Hallgrím Helga-
son og Elías Mar, sem tengist Lax-
ness á einn eða annan hátt, birt er
samantekt Kristinar Björgvinsdótt-
ur bókasafnsfræðings um efni sem
Laxness birti í Tímariti Máls og
menningar og listi yfir greinar sem
birtar hafa verið um verk hans í
tímaritinu. Alls spannar samantekt-
in tímabilið 1940-1997.
Aukinheldur er í þessu hefti
grein Jóns Viðars Jónssonar um
leikhúslíf í Kaupmannahöfn á síð-
ustu öld, ádrepa eftir Kristján
Kristjánsson heimspeking, og rit-
dómar eru á sínum hefðbundna
stað.
Tímaritið er 160 bls. Það kemur
út ársfjórðungslega og kostar ársá-
skrift 3.300 kr. Ritstjóri er Friðrik
Rafnsson.
Nánari upplýsingar og efnisyfírlit
síðustu árganga er að fínna á
heimasíðu Máls og menningar:
http://www.mm.is, auk þess sem
þar er birtur listinn yfir allt það
efni sem birst hefur í TMM um og
eftir Laxness frá 1940 til 1997.
• HÆGUR söngurí dalnum er
sjötta ljóðabókin eftir Onnu S.
Björnsdóttur.
í bókinni eru 35 ljóð sem skipt-
ast í þrjá kafla,
Himinn snertir
himin, Hvörf og
Birkigrein úr
skógi.
Eftirfarandi
kynning er eftir
Valgerði Bene-
diktsdóttur:
„Eins og ný-
kviknaður foss
niður hengiflug
út í syngjandi eldhaf sem dansar
burt gleymd vötn.“
Aður hafa komið út ljóðabæk-
urnar Örugglega ég 1988, Strend-
ur 1990, Blíða myrkur 1991, Skil-
urðu steinhjartað 1993 og I engla-
kaffi hjá mömmu 1996. Kápumynd
er unnin af Heidi Kristiansen.
Höfundur gefur bókina út. Bók-
in er prentuð í Prentsmiðjunni
Odda og fæst í helstu bókaversl-
unum. Verð kr. 2.140.
Sumarsýn-
ing á Safni
Asgríms
Jónssonar
í SAFNI Ásgríms Jónssonar á
Bergstaðastræti 74 hefur verið
sett upp sumarsýning á verkum
Ásgríms. Efni myndanna er af
ýmsum toga, landslagsmyndir og
þéttbýlismyndir ásamt þjóðsagna-
myndum sem eru í íbúð lista-
mannsins. Leiðarstef verkanna er
birtan í öllum sínum margbreyti-
leik, hin náttúrulega birta, sem
fær huglæga merkingu í túlkun
listamannsins, sem og hin tákn-
ræna birta í þjóðsagnatúlkun
hans. Á sýningunni eru bæði olíu-
og vatnslitamyndir, enda tengslin
þar á milli oft náin í verkum Ás-
gríms. Sumarsýningin í safni Ás-
gríms Jónssonar stendur til sept-
emberloka og er opin alla daga
nema mánudaga, kl. 13.30-16. Að-
gangur er ókeypis.
LISTDANS
Iðnó
INDVERSKUR DANS
Tónlist leikin af segulbandi. Archana
Joglekar dansar kathak. Sýnt í Iðnó
6. og 7. júní 1998.
ÞAD er rétt að það komi fram að
vanþekking mín á indverskum döns-
um og tónlist er alger, því miður og
þó ég hafi undanfama daga lesið
mér til mun ég ekki reyna að gera
sýningunni í Iðnó hinn 6. júní fræði-
leg skil, heldur aðeins að segja frá
því sem ég sá og skynjaði. Ég vil vísa
til ágætrar greinar um norður-ind-
verska dansinn kathak í Morgun-
blaðinu 5. júní sl.
Eftir að þrír indverskii' tónlistar-
menn höfðu flutt indverska tónlist í
íyrri hluta sýningarinn-
ar og að loknu hléi, kom
Archana Joglekai' inn á
sviðið klædd rauðum og
gulum búningi, síðu
víðu pilsi, þröngri blússu með slæðu
yfir aðra öxlina og mikið af gulum
blómum í svörtu hárinu, afar fogur á
að líta.
Sýningin hófst á Invocation (Ákall
til guðanna), þá Rhythmic (Takt-
bundinn dans) og síðast Expression
(Tjáning). En fyrst og á milli atriða
talaði Archana Joglekar til áhorf-
enda og útskýrði dansinn, ljóðin og
sögumar. Hún lagði mikla áherslu á
taktinn ekki aðeins í dansinum held-
ur lífinu almennt og túlkun tilfinn-
inga eftir því hvemig takturinn í tón-
listinni breyttist. Henni tókst með
þessum ágætu útskýringum að gera
okkur áhorfendur enn meðvitaðri
um það sem svo fór fram á sviðinu.
Gaman var til dæmis að heyra kunn-
uglegan flamenco-taktinn sem hún
kallaði fram með bemm bjöllum
skrýddum fótum sínum, en á hvomm
ökkla bar hún hundrað litlar bjöllur
settar saman úr jámi, kopar og blýi.
Mun hvor fótur hafa borið um eitt
kíló. Dansamir minntu á látbragðs-
leik, túlkunin var afar einfóld og
skiljanleg. Archana Joglekar er
mjög fallegur og þokkafullur dans-
ari. Hún notaði svipbrigði um margt
á sama máta og gert er í látbragði
hefðbundins vestræns listdans, nefni
ég „Giselle" og „Svanavatnið“ til
glöggvunar. Kathak dansinn er upp-
mnninn á meðal farandskálda sem
miðluðu sögum og Ijóðum á ferðum
sínum (úr leikskrá) og er einn af sjö
helstu hefðbundnu dansstílum Ind-
verja, myndmál dansins er sem fyrr
segir einfalt og auðskiljanlegt, sem
ef til vill skýrir vinsældir hans og
langa lífdaga.
Dansaður ljóða- og söguflutningur
er heillandi á að horfa, en þó var það
hinn flókni taktur sem undirrituð
heillaðist mest af,
kannski vegna þess að
ekld var nokkur leið að
skilja hann, svona til
tilbreytingar!
Móðir Arehönu Joglekai', Asha
Joglekar, er lærimeistari hennar og
kom hún fram í framkallinu, ásamt
tónlistarmönnunum flinku frá því
fyrir hlé, þeim Pandit DK Datar
fiðluleikara, frú DK Datar tampura-
leikara og Anand Baclamikar tabla-
leikara. Listafólkið sagðist vera
þakklátt og því þætti heiður að því
að koma fram á Listahátíð í Reykja-
vík en undirbúningur að komu þess
hingað mun hafa staðið í eitt ár. Ber
að þakka forsvarsmönnum „Listahá-
tíðar í Reykjavík" að færa okkur
heillandi listform fjarlægrar þjóðar
og listafólkinu komuna til Islands,
þar sem engin nótt er, eins og hin
fagra Archana Joglekar sagði, áður
en hún sýndi með fallegum mynd-
rænum handahreyfingum hvernig
nóttin og stjömumar era á Ind-
landshimni.
Ásdís Magnúsdóttir
Halldór
Laxness
Anna S.
Björnsdóttir
Menningarnótt í miðborginni
Morgunblaðið/Ásdís
Á MENNINGARNÓTT verða ýmsar uppákomur.
„Vökum af list“
Nýr sýningarsalur, Apótekið,
tekinn í notkun í Hafnarborg
Sverrisdagur 1998
EFNT verður til Menningarnætur
í miðborg Reykjavíkur í þriðja
sinn laugardaginn 22. ágúst nk.
Markmið Menningarnætur er að
beina kastljósinu að því sem borg-
in hefur upp á að bjóða og að
kveikja áhuga á menningarvið-
burðum hjá borgarbúum á öllum
aldri.Menningarnóttin byggist á
framlagi fjölda aðila sem standa
dags daglega að menningarlífi í
borginni og eins framlagi annarra
aðila sem nota þetta tækifæri til
að setja svip á borgarlífið. Söfn,
kirkjur, gallerí, kaffihús, veitinga-
hús, verslanir og fleiri aðilar hafa
opið fram á nótt og í boði eru
myndlistarsýningar, tónleikar,
upplestur, leiklist og aðrir menn-
ingarviðburðir. Á miðnætti verður
síðan flugeldasýning.
Sérstök verkefnisstjórn á veg-
um Reykjavíkurborgar samræmir
atriði, kynnir dagskrá og greiðir
eftir fóngum götu þeirra sem vilja
taka þátt í Menningarnóttinni.
Verkefnisstjóri er Harpa
Björnsdóttir. Verkefnisstjórn
skipa: Elisabet B. Þórisdóttir, Óm-
ar Einarsson, Anna Margrét Guð-
jónsdóttir, Ágiíst Ágústsson og
Anna Einarsdóttir.
Verkefnisstjórn beinir þeim
óskum til einstaklinga, fyrirtækja
og stofnana, sem hafa áhuga á
þátttöku með einum eða öðrum
hætti, að hafa samband sem fyrst
við verkefnissljórn Menningar-
nætur, Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi, eða verkefnisstjóra.
NÝR sýningarsalur hefur verið
opnaður á fyrstu hæð Hafnarborg-
ar, þar sem Hafnarfjarðar Apótek
var áður til húsa. Salurinn hefur
fengið nafnið Apótekið, með tilvísun
í að þar hefur verið rekið apótek frá
árinu 1921. Sören Kampman apó-
tekari lét byggja húsið á Strand-
götu 34 árið 1921. Arkitekt var Guð-
jón Samúelsson. Kampmann rak
Hafnarfjarðar Apótek í húsinu fram
til ársins 1947 en þá keypti dr.
Sverrir Magnússon húsið og rekst-
urinn og rak apótekið fram til 1985.
Sverrir seldi reksturinn Almari
Grímssyni lyfjafræðingi sem rak
apótekið til ársins 1995.
Húsnæðið hefur nú verið endur-
nýjað og ytra útlit fært til fyrra
horfs eftir teikningum Guðjóns
Samúelssonar. Sverrir Magnússon
og kona hans, Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir, gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið
árið 1983 ásamt safni listaverka og
bóka og hefur rekstur Hafnarborg-
ar, menningar- og listastofnunar
Hafnarfjarðar, verið í húsinu síðan.
Afmælissýning
Hafnarborgar
Sumarsýning Hafnarborgar er
um leið afmælissýning. Tilefnið er
90 ára kaupstaðarafmæli Hafnar-
fjarðarbæjar og 15 ára afmæli
Hafnarborgar.
Á sýningunni em málverk eftir
eldri og yngri íslenska listamenn
þar sem myndefnið er Hafnarfjörð-
ur og nágrenni. Málverkin eru eftir
ýmsa listamenn, m.a. Ásgrím Jóns-
son, Gunnlaug Scheving, Jóhannes
S. Kjarval, Nínu Tryggvadóttur,
Hörð Ágústsson, Eirík Smith, Svein
Bjömsson, Gunnar Hjaltason, Pét-
ur Friðriksson og Jón Gunnarsson.
Sýningin hefur þegar verið sett
upp í aðalsal en 12. júní verða fleiri
Hafnarfjarðarmnyndir settar upp í
Sverrissal á 1. hæð og stendur til 4.
ágúst.
Andlit bæjarins
Sýningarsalurinn Apótekið verð-
ur að mestu nýttur fyrir sýningar
úr safni Hafnarborgar. I tilefni af
90 ára kaupstaðarafmæli Hafnar-
fjarðarbæjar er fyrsta sýning í þeim
sal, sýning Byggðasafns Hafnar-
fjarðar á myndum Önnu Jónsdóttur
Ijósmyndara. Sýningin nefnist And-
lit bæjarins og var opnuð 1. júní sl.
Anna Jónsdóttir bjó og starfaði í
Hafnarfirði um áratuga skeið. Eftir
hana liggja tugir þúsunda mynda
sem varðveittar eru á glerplötum. Á
sýningunni nú eru 60 myndir úr
þessu safni. Sýningin stendur til 4.
ágúst.
Minningarsjóður um hjónin
Sverri Magnússon og Ingibjörgu
Sigurj ónsdóttur, frumkvöðla að
stofnun Hafnarborgar, menningar-
og listastofnunar Hafnarfjarðar,
var stofnaður 1. júní 1993. Tilgang-
ur með stofnun sjóðsins er að minn-
ast þeirra hjóna með þvf að veita
táknræna viðurkenningu fyrir
framlag til menningar og lista í
Hafnarfirði.
Við hátíðlega athöfn í Hafnarborg
1. júní sl. vora viðurkenningar veitt-
ar í fjórða sinn. Formaður stjórnar
Hafnarborgar afhenti viðurkenn-
ingarnar sem vora glæsilegir rakú-
brenndir leirvasar á stöplum sem
myndlistarkonan Sigríður Ágústs-
dóttir vann.
Viðurkenningarnar hlutu: Gunn-
ar Ásgeir Hjaltason gullsmiður og
myndlistarmaður og Karlakórinn
Þrestir í Hafnarfirði.