Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 ' 27
________LISTIR____
Austrænn þokki
með snerpu
TOMLIST
i ft n ft
SEIÐUR INDLANDS
Tónlistar- og dansatriði flutt af Pandit D.K.
Datar, fiðla; Anand Badamikar, töblur; frú D.K.
Datar, tandiúra; ótilgreindum listamönnum af
segulbandi á m.a. sítar, flautu, söngrödd o.fl.
Kathakdansari: Archana Joglekar. Iðnó, laug-
ardaginn 6. júní kl. 20.
LÖNGUM hefur Vesturlandabúum þótt
stafa sérkennilegur ljómi af Indlandi, sem rit-
höfundar eins og Kipling hafa án efa lagt
grunn að með bókum sínum. Þó eru ekki
nema liðlega 30 ár síðan að almenningur
komst fyrst í snertingu við indverska tónlist,
m.a. með popp-bræðingi bítilsins George
Harrisons og samleik Yehudi Menuhins og
sítarsnillingsins Ravis Shankars undir yfír-
skriftinni „Austur mætir Vestri". Dálæti
kalífornískra hippa á indverskri speki gerði
að verkum, að um nokkurra ára skeið varð
indversk tónlist hæstmóðins í æskulýðsmenn-
ingu Vesturlanda.
Vitanlega urðu kynni flestra af músíkinni
heldur yfírborðsleg. Hinn exótíski seimur sít-
arsins var ungmennum hippaára sjaldnast
annað og meira en bakgrunnur líkt og reyk-
elsið, hjúpaður rómantískum skynvilludraum-
um, og þeir örfáu sem hugðust ná tökum á
hljómlistinni, rákust óðara á vegg framand-
legrar tón- (og einkum) takthugsunar, sem
reyndist ærið flóknari en virtist við fyrstu
sýn.
Síðan eru sem sagt liðin 30 ár og kannski
tími til kominn að líta þessa merkilegu tónlist
ferskari og kreddulausari augum. Tækifærið
gafst sl. laugardag, þegar hingað komu í
fyrsta sinn á vegum Listahátíðar
í Reykjavík indverskir listamenn
að kynna tón- og dansmennt
þessa fjarlæga heimshluta. Var
það ræðismaður Islands í
Bombay, D.K. Hirlekar, sem undirbjó komu
hópsins. Fyrir hlé var leikið á fiðlu, tabla-
trommur og tambúru, en eftir kynnti og sýndi
Archana Joglekar norðurindverska khatak-
dansa við undirleik af segulbandi.
Tónheimur Indlands er í mörgu gerólíkur
vesturlenzkum, þvi þó að hvor tveggi byggi á
árþúsunda hefð, hafa þróunarleiðir legið í
andstæðar áttir. Evrópska tónlistin uppgötv-
aði fjölröddun í hljómmiklum gotneskum
kirkjum og sótti áfram eftir harmónískum
farvegi, en einradda indverska tónlistin rækt-
aði í staðinn hiynjandina, sem útundan varð
hér vestra og verður nú að teljast harla frum-
stæð í samanburði við margslungna hi-ynver-
öld Indverja, þar sem löng og sköruð rytma-
mynztur eru hversdagsleg fyrirbrigði.
Það væri synd að segja að tónleikaskráin
hafí gert mikið til að upplýsa áheyrendur nán-
ar um innviði þessarar framandi
hljómlistar, en að nokkru leyti
komu enskumæltar kynningar
fiðluleikarans á móti, þó að þær
færu sumar forgörðum vegna
hreims og óskýrrar uppmögnunar. Um til-
komu ítölsku fíðlunnar í indverskri tónlist,
sem væntanlega hefur leyst eldri strokfæri
innfæddra af hólmi á síðari áratugum, fengum
við t.a.m. ekkert að vita. Þá vakti óútskýrða
undrun manns, að bordúnstónninn - í
námunda við F - sem undir ómaði allt í gegn,
virtist ekki koma frá tambúrunni eins og
vænta mátti, heldur frá segulbandi eða öðrum
rafhljóðgjafa sem varð fljótt heldur hvimleið-
ur, enda bæði hátt stilltur og yfirtónasnauður.
Frá tambúi'unni heyi'ðist hins vegar ekkert,
þrátt fyrir að frú Datar sæist gripla hljóðfærið
í sífellu. Þó að lengsta „ragan" reyndi óneitan-
lega á þreyjulítið þol vestrænna hlustenda,
enda rúmar 40 mín. á lengd, sem þykir víst
ekki mikið suður í heimahögum, fór ekki fram
hjá mönnum, að samleikur fiðlu og tablna var
útfærður af meistarahöndum, og mátti í glæsi-
legu tabla-sólói Anands Badamikar sjá tilþrif
sem gerðu skiljanlegt, að áratuga nám á þess-
ar tvær litlu handtrommur skuli liggja að baki.
Dansatriði Archönu Joglekar eftir hlé voru
aðgengilegri partur uppákomunnar. Við lifum
á öld augans eins og sagt er, og dansmærin
var að sönnu augnayndi sem hreif nærstadda
rækilega upp úr skónum með þokkafullri
mímík og hreyfmgum. Hér komust kynningar
listamannsins betur til skila, og var ekki síður
áhrifamikið að upplifa, að hreyfing og tónlist,
sem eru sérlega samofín í indverskri hefð,
gætu ekki aðeins verið mjúk og líðandi, held-
ur líka leiftursnörp, eins og frekar undirstrik-
aðist af tali dansarans ofan í tónlistina við og
við til að útlista nánar flókna hrynþætti takts-
ins með einsatkvæðisorðum. Sem fyrr sagði
var undirleikur og -söngur fluttur af segul-
bandi, og verður að viðurkenna, að þó að
dansatriðin væru í sjálfu sér frábær, hefði
verið enn skemmtilegra að fá að sjá og heyra
lifandi undirleik, hefði þess verið kostur.
Allt um það stendur heima, að hér var mik-
ill snillingur á ferð sem mörgum mun seint úr
minni líða, og hefðu myndbandsspólur verið á
boðstólum í hléinu, hefðu þær örugglega verið
rifnar út.
Ríkarður Ö. Pálsson
BALEf
BALENO
Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKISÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf , Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf.
Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG
bllakringlan, Grðfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17.
SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA
TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. JLXSE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega