Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DOUNREAY
LOKAÐ
ASTÆÐA er til að fagna ákvörðun brezku ríkisstjórnar-
innar um að loka kjarnorkuendui-vinnslustöðinni í Doun-
reay á Skotlandi. Stjórnvöld segjast hafa tekið þessa ákvörð-
un á efnahagsforsendum, stöðin hafi ekki átt neina fjárhags-
lega framtíð fyrir sér. Bretar munu nú aðeins starfrækja til
frambúðar eina endurvinnslustöð fyrir kjarnaúrgang og er
það stöðin í Sellafield í norðvesturhluta Englands.
Ekki eru nema örfáar vikur síðan ríkisstjórn Bretlands
tók við 5 kg af auðguðu úrani frá Georgíu til eyðingar í
Dounreay. Sú ákvörðun og flutningur úransins til Dounreay
vakti mótmælaöldu frá nági’annaríkjunum, sem höfðu áður
mótmælt starfsemi stöðvarinnar í Skotlandi.
Dounreay-stöðin var byggð á sjötta áratugnum en þar hef-
ur ekki verið framleitt rafmagn frá árinu 1994, þegar slökkt
var á kjarnaofni stöðvarinnar. Nú þegar tekin hefur verið
ákvörðun um lokun stöðvai’innar verður smátt og smátt
dregið úr starfseminni og er fyrirhugað að endurvinnslu
ljúki fyrir árið 2006, þegar lokið verður við að endurvinna
eldsneyti stöðvarinnar sjálfrar, úranið frá Georgíu og þegar
staðið hefur verið við núgildandi samninga. „Nú skiptir öllu
að tryggja að okkur takist að skila umhverfínu heilu og
höldnu í hendur komandi kynslóða," sagði Donald Dewar
ráðherra Skotlandsmála á fundi í Edinborg fyrir helgina.
íslenzk stjórnvöld hafa fagnað ákvörðun brezku stjórnar-
innar og taldi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að jákvætt
og mikilvægt skref hefði verið stigið af brezkum stjórnvöld-
um með þessari ákvörðun og hann bætti við að „þýðingar-
mikið er að ekki verði aukning neins staðar annars staðar
eins og t.d.í Sellafield-endurvinnslustöðinni".
Fyrir rúmum mánuði var fjallað um þetta mál í forystu-
grein Morgunblaðsins. Þar sagði m.a.: „Fiskveiðiþjóðir við
Norður-Atlantshaf hljóta að mótmæla af hörku fyrirætlunum
brezkra stjórnvalda um að flytja auðugt úran frá Georgíu til
eyðingar í Dounreay. Þjóð sem á allt sitt undir hreinu og
ómenguðu hafsvæði, hreinum og ómenguðum fískimiðum,
eins og við Islendingar, hlýtur að standa fast gegn þessum
áformum. Við getum aldrei sætt okkur við starfsemi sem
eykur líkur á óhöppum, sem valdið gætu óbætanlegu tjóni á
auðlindum hafsins, undirstöðu afkomu okkar og efnahags-
legs sjálfstæðis."
Það er sérstakt fagnaðarefni, að brezk stjórnvöld hafa nú
komizt að skynsamlegri niðurstöðu í þessu viðkvæma máli.
FORELDRAR OG
FYRIRMYNDIR
REYKINGAR eru dauðans alvara. Þær eru megin- eða
meðvirkandi orsök margra hjartasjúkdóma og krabba-
meina, einkum lungnakrabba. Þrátt fyrir almenna vitneskju
um þá alvarlegu áhættu, sem reykingum fylgir, aukast reyk-
ingar meðal íslenzkra ungmenna. Arið 1994 reykti tæpur
fimmtungur nemenda í 9. bekk grunnskólans, íjórðungur
þessa sama hóps árið eftir og þriðjungur tveimur árum síðar.
Þetta er ein af niðurstöðum úr könnun Sigrúnar Aðalbjarn-
ardóttur og Leifs Geirs Hafsteinssonar á tengslum tóbaks-
reykinga við uppeldishætti og reykingar foreldra og vina.
Könnunin leiðir og í ljós sterk tengsl milli reykinga ung-
linga annars vegar og uppeldishátta og reykinga foreldra
hins vegar. I því sambandi minna þau Sigrún og Leifur Geir
á mælingar á uppeldisháttum foreldra, sem byggjast á
þekktum kenningum bandarísku fræðikonunnar D. Baumr-
ind, en hún teflir fram fjórum tegundum uppeldis: leiðandi
uppeldi, eftirlátu, skipandi og afskiptalausu.
Leiðandi uppeldi, sem mælt er með, er þannig lýst: „Leið-
andi foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af barninu og
taka vel á móti hugmyndum þess. Þeir setja skýr mörk um
hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og
hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þeir eru hvorki
uppáþrengjandi né setja börnunum stólinn fyrir dyrnar. Þeir
sýna börnunum mikla hlýju og uppöi’vun."
Tóbaksreykingar og önnur áhættuhegðun unglinga er af-
leiðing flókins samspils í uppeldi, umhverfi og vinahópi. Fyr-
irbyggjandi aðgerðir byggjast m.a. á fræðslu og leiðbeinandi
uppeldi. Það felst í lífsstíl til eftirbreytni, samvistum foreldra
og ungmenna og gagnkvæmri hlýju og virðingu. Líkurnar á
því að unglingar byrji að reykja eru miklu minni ef þeir búa
við slíka heimilishætti og aðstæður.
Rolling Stones til
landsins í ágúst
Morgunblaðið/RAX
RAGNHEIÐUR Hanson kynnir væntanlega Rolling Stones tónleika
ásamt forsvarsmönnum Listahátíðar en tónleikarnir eru haldnir undir
merkjum hennar. F.v. Sveinn Einarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Ragn-
heiður og Svanhildur Konráðsdóttir.
I
Ljósmynd/Ragnheiður Hanson
ÞAÐ er mikið um dýrðir þegar Rolling Stones halda tónleika. Fyrir ut-
an stærðarsvið er risastór skjár fyrir ofan sviðið þannig að ekkert ætti
að fara fram hjá áhorfendum.
ROLLING Stones halda
tónleika hér á landi 22.
ágúst. Ragnheiður Han-
son sem stendur að tón-
leikunum tilkynnti þetta
á blaðamannafundi í gær. Ragnheið-
ur hefur unnið að því í tvö ár að fá
Rolling Stones til landsins og sagði í
gær að nú væri loksins hægt að stað-
festa það við fjölmiðla að þessi vinna
hefði borið árangur. Allt væri í höfn
og búið að skrifa undir samninga.
Að sögn Ragnheiðar var það tals-
verður barningur að fmna hentuga
dagsetningu fyrir tónleikana en þessi
dagsetning hafí verið komin á hreint
fyrir þremur mánuðum. „Það er ekki
rétt að það hafí verið happafengur
fyrir okkur að Rolling Stones aflýstu
tónleikum sínum í Bretlandi. Ég var
búin að vinna í þessu máli í nokkra
mánuði áður en skattamálið kom upp.
Þeir ætluðu að spila þar 21. ágúst
þannig að þeir gætu komið hingað 22.
ágúst.“
Tónleikarnir eru haldnir undir
merkjum Listahátíðar og kom fram
hjá Þórunni Sigurðardóttur, for-
manni Listahátíðar 1998, að Ragn-
heiður hefði komið að máli við hana
fyrir ári og sagt henni frá fyrirætlan
sinni. „Við tókum vel í það enda hefð
fyrir því að rokktónleikar séu haldnir
í tengslum við Listahátíð en skipu-
lagðir af utanaðkomandi aðilum og
jafnvel haldnir á öðrum tíma en
Listahátíð."
Vonast eftir 30 þúsund
tónleikagestum
Tónleikarnir verða haldnir á plani
Eimskipa í Sundahöfn og er fulltrúi
sveitarinnar væntanlegur innan tíðar
til að líta á aðstæður. Hugmyndin er
að flytja gámana á svæðinu til og búa
til lokað svæði sem mun rúma 30 þús-
und manns en það er sá fjöldi sem
Ragnheiður vonast til að mæti. „Það
verða allir í góðri sjónlínu við sviðið
sem er reyndar miðað við 70-100 þús-
und gesti. En þetta verður ekki vasa-
útgáfa af tónleikum þeirra,“ sagði
Ragnheiður. „Þeir flytja hingað sitt
stærsta svið og allar gi’æjur. Þannig
að við njótum fámennisins og erum
svo heppin að fá að sjá hljómsveitina í
meira návígi en aðrir.“
Ragnheiður sagði að sviðið með öll-
um sínum öngum væri sennilega á
stærð við Laugardalsvöll og flestir
þeirra 250 sem koma hingað til lands
í tengslum við tónleikana vinna við
uppsetningu þess. Svið og tæki sem
hvor um sig vega um 500 tonn verða
flutt hingað til lands með skipi og
flugvélum nokkrum dögum fyrir tón-
leikana. „Sviðið verður flutt í bílum
sem ekið verður í skip og þaðan á
svæðið. Strax að loknum tónleikum
verður svo hafist handa við að rífa
það niður og því verður lokið á hádegi
daginn eftir." Ragnheiður sagði fæsta
gera sér grein fyrir hversu mikið
fylgdi hljómsveit sem þessari. „En ég
get lofað að þetta verður flott. Það er
heilmikil Ijósasýning í kringum þetta
og svo er öllu varpað á risastóran
skjá fyrir ofan sviðið.
Ekkert gefið upp um
kostnaðarhlið
Ragnheiður vildi ekkert gefa upp
um kostnaðarhlið tónleikanna en
upplýsti að hljómsveitin slægi ekkert
af launakröfum sínum. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um verð á mið-
um og sagði Ragnheiður að það kæmi
í ljós þegar endanlegur kostnaður við
tónleikana lægi fyrir. „En miðarnir
verða ekki seldir á himinháu verði.“
Ragnheiður sagði að um þrjá verð-
flokka yrði að ræða. Sæti næst svið-
inu yrðu dýrust en síðan yrðu tveir
verðflokkar í stæði. Hún sagði að
vinna við að finna styrktaraðila stæði
nú yfir en ekkert yrði upplýst um þá
að svo stöddu.
Að sögn Ragnheiðar mun hljóm-
sveitin spila í tæpar þrjár klukku-
stundir. Hún hefur í huga að hafa
nokkrar upphitunarhljómsveitir. „Ég
vil að þetta verði langir tónleikar og
þeir munu hefjast síðdegis."
Hafðist á þrjóskunni
Aðspurð hvort ekki hefði reynst
erfitt að fá kappana hingað til lands
sagði Ragnheiður að þetta hefði verið
langt og strangt ferli. „Ég er í raun
ekki hissa á því að enginn skuli hafa
reynt þetta fyrr.“ En Ragnheiður
kveðst hafa fengið þá umsögn frá um-
boðsmanni sveitarinnar að hún væri
þrjóskasta manneskja sem hann
þekkti. „Ég er ekki þekkt fyrir að
gefast upp.“ Hún sagði að það hefði
m.a. skipt sköpum að David Bowie,
sem spilaði hér á landi fyrir milli-
göngu Ragnheiðar fyrir tveimur ár-
um, hefði hrósað landi og þjóð mjög í
eyru Micks Jaggers.
Rokkararnir síungu munu dvelja
hér á landi í þrjá daga og hyggjast
þeir taka fjölskyldur sínar með sem
heyrir til undantekninga á ferðum
þeirra. Ragnheiður vildi þó ekkert
gefa út á hvernig dvöl þeirra yrði
skipulögð. „Ég ætla að ganga frá öll-
um lausum þráðum áður en ég fer að
hugsa um að skemmta þeim.“
85 ára
rokksveit
BRESKA rokkhljómsveitin The
Rolling Stones, sem er væntanleg
hingað til lands til tónleikahalds í
ágfúst, var stofnuð í Lundúnum
fyrir 35 árum. Hljómsveitin, sem
dregur nafn sitt af lagi eftir blús-
söngvarann Muddy Waters, var á
sínum tíma talin svar við Bítlun-
um; ögrandi og spennandi mót-
vægi við slétt og fellt yfirbragð
síðarnefndu hljómsveitarinnar.
Stofnendur Rolling Stones voru
þeir Keith Richards og Mick Jagg-
er, en sameiginlegur áhugi þeirra
á blústónlist leiddi þá saman á
lestarstöð. Þeir fengu til liðs við
sig gítarleikarann Brian Jones,
bassaleikarann Bill Wyman og síð-
ar trommuleikarann Charlie
Watts, en þeir Jagger, Richards og
Watts eru enn í hljómsveitinni;
Jones lést í júlí 1969 og Wyman
hætti í hljómsveitinni fyrir
nokkrum árum. Síðan Wyman
hætti hafa ýmsir bassaleikarar
leikið með hljómsveitinni inn á
plötur og á tónleikum, en fjórði
fastamaður í hljómsveitinni er Ron
Wood gítarleikari.
Rolling Stones þóttu leika held-
ur hrárri tónlist en Bítlarnir og
textar sumra laga þóttu tæpa á
málum sem annars lágu í þagnar-
gildi. Hljómsveitin var og snemma
umdeild, ekki síst eftir að liðs-
menn hennar voru handteknir og
ákærðir fyrir fíkniefnaneyslu
1967, en grunur um umfangsmikla
fíkniefnaneyslu liðsmanna, og þá
sérstaklega Keith Richards, var
staðfestur þegar Richards var
handtekinn fyrir heróínneyslu í
Kanada og meðal annars dæmdur
í afeitrun.
Fyrstu breiðskífur Rolling Ston-
es byggðust að miklu leyti á lögum
eftir uppáhalds tónlistarmenn
þeirra, þar á meðal Chuck Berry,
en smám saman náðu lög eftir þá
Richards og Jagger yfirhöndinni
og hefur verið svo upp frá því.
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinn-
ar fór í efsta sæti vinsældalista
vestan hafs, en þar í landi hefur
hljómsveitin einna helst haldið
velli í gegnum árin, á meðan vin-
sældir hennar hafa dvínað nokkuð
í heimalandinu.
A áttunda áratugnum naut Roll-
ing Stones einna mestra vinsælda
á ferli sínum; tónleikaferðir henn-
ar þóttu mikið ævintýri og plötur
seldust vel, en á þeim tíma aug-
lýsti hljómsveitin sig sem „mesta
rokksveit veraldar". Þó tónleikar
Rolling Stones hafi ævinlega verið
hljómsveitinni mikill gróðavegur
dró mjög úr plötusölu á síðustu ár-
um og það var ekki fyrr en með
síðustu hljómplötum sveitarinnar
að hún glæddist að ný.
I kjölfar dvínandi vinsælda
gerðust liðsmenn Rolling Stones
vegmóðir og nánast slitu sam-
starfi, að því er kom fram í fjöl-
miðlum víða um heim, því Jagger
og Richards ræddust ekki við
nema fyrir milligöngu Iögfræðinga
sinna og gerðu plötur hvor í sínu
lagi um miðbik níunda áratugar-
ins. Allt féll þó í ljúfa löð og und-
anfarin ár hefur hljómsveitin sent
frá sér plötur með reglulegu milli-
bili og haldið í tónleikaferðir víða
um heim. Síðasta hljómplata Roll-
ing Stones kom út í september sl.
og ber heitið Bridges to Babylon.
Aflýstu hljómleikum
í Bretlandi vegna
nýrra skattalaga
London. Reutcrs.
HLJÓMSVEITIN The Rolling Sto-
nes, sem nú er að hefja hljómleika-
ferð um Evrópu, hefur aflýst þeim
hljómleikum, sem áttu að verða í
Bretlandi í ágúst. Eru ýmsar ástæð-
ur nefndar til en breskir fjölmiðlar
segja, að aðalástæðan sé ný skatta-
lög í Bretlandi.
Seint á sunnudag gaf hljómsveitin
út tilkynningu þar sem sagði, að
hljómleikunum femum í ágúst hefði
verið aflýst en þess í stað yrðu þeir
haldnir í júní á næsta ári. Voru
ástæðurnar sagðar verða meiðsli
Keith Richards, sem rifbrotnaði í
síðasta mánuði, og sú truflun, sem
þau ollu á hljómleikahaldinu; trygg-
ingamál og „skattamál11.
The Times of London sagði í gær,
að skattamálin hefðu vegið lang-
þyngst. Hefði hljómsveitin haldið
við fyrri áætlun um hljómleika í
Bretlandi, hefði hún staðið uppi með
skattareikning upp á 1,4 milljarða
ísl. kr.
„Þessi útkoma þýddi, að tap hefði
orðið á Evrópuferðinni og við það
vildum við ekki sætta okkur,“ hafði
blaðið eftir Mick Jagger en hann er
nú i Munchen í Þýskalandi en
hljómleikaferðin hefst í Nurnberg.
Samkvæmt gömlu skattalögunum
voru breskir þegnar, sem bjuggu og
störfuðu erlendis í meira en ár, und-
anþegnir breskum skattgreiðslum
dveldust þeir ekki lengur en 62 daga
í Bretlandi. Ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins hefur hins vegar
afnumið þessa reglu gagnvart öllum
nema 10.000 sjómönnum.
Aðrar hljómsveitir
ætla að mótmæla
Ekki er ljóst hvernig hljómsveit-
in kemst framhjá nýju lögunum
með því að flytja hljómleikana fram
á næsta ár nema það tengist eitt-
hvað þeim dagafjölda, sem hún hef-
ur verið í Bretlandi á þessu ári. The
Times sagði, að aðrar hljómsveitir,
til dæmis Elton John og Oasis,
hygðust mótmæla nýju skattalög-
unum og getur þetta mál komið sér
illa fyrir Tony Blair forsætisráð-
herra, sem hefur lagt áherslu á að
gefa Bretlandi nýja og „svala“
ímynd og lék sjálfur í rokkhljóm-
sveit á sínum tíma.
Hljómleikarnir á næsta ári verða í
Edinborg 4. júní, Sheffield 6. júní og
á Wembley 11. og 12. júní.
Evrópuferðin hefst í Ntirnberg á
laugardag en næst er Mílanó 16.
júní. Múnchen 13. júlí; Barcelona 20.
júlí; Gelsenkirchen 27. júlí og Mann-
heim 12. september.
ASI hefur undirbúning að félagsmannatryggingum fyrir
69.000 launamenn sambandsins
Launþegar eigi kost á
alhliða tryggingavernd
Landssambönd Alþýðusambandsins hafa
ákveðið að hefja í sumar undirbúning að því
að koma á svonefndum félagsmannatrygg-
ingum með það að markmiði að tryggja að
launþegar innan raða þess eigi kost á hag-
stæðri og alhliða tryggingavernd. Um yrði
að ræða ýmiss konar tryggingar til viðbótar
lögbundnum og samningsbundnum trygg-
ingum, s.s. heimilis-, slysa-, veikinda-, líf- og
húseigendatryggingar. Ómar Friðriksson
kynnti sér málið.
ANDSSAMBOND Alþýðu-
sambandsins hafa ákveðið
að hefja í sumar undirbún-
ingsvinnu að því að koma á
svonefndum „félagsmannatrygging-
um“ í þeim tilgangi að bæta trygg:
ingavernd félagsmanna innan ASI
og ná hagkvæmari tryggingaiðgjöld-
um fyrir launafólk innan raða ASI.
Fyrirmynd slíkra trygginga er m.a.
sótt til annarra Norðurlanda, eink-
um Svíþjóðar. Hefur umræðan aðal-
lega verið um ýmiss konar ti-ygg-
ingamöguleika til viðbótar lögbundn-
um og samningsbundnum ti’ygging-
um, s.s. heimilis-, slysa-, veikinda- og
líf- og húseigendatryggingar. Frá
þessu er greint í Vinnunni, blaði AI-
þýðusambands Islands. Félagsmenn
í ASÍ í dag eru tæplega 69 þúsund
talsins.
Á seinasta þingi ASI var sam-
þykkt stefnumörkun í þessum mál-
um þar sem sagði að eitt af brýnustu
verkefnum verkalýðshreyfingarinn-
ar væri að sjá til þess að félagsmenn
hennar ættu kost á betri alhliða
tryggingavernd, s.s. gegn slysum í
frítíma og tjóni á eignum. I seinasta
mánuði hélt ASI ráðstefnu um
tryggingamál og var þar m.a. fjallað
um reynslu Svía af félagsmanna-
tryggingum. I Vinnunni segir að ið-
gjaldasparnaður sænsks launafólks
af því að kaupa félagsmannatrygg-
ingar sé meiri en sem nemi félags-
gjaldi launamanna á hverju ári.
Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
ASI, bendir á í samtali við Morgun-
blaðið, að sænska alþýðusambandið
hafí að undanförnu skilgreint þörf
félagsmanna sinna fyrir mai’gs kon-
ar tryggingavernd til viðbótar þeirri
vernd sem almannatryggingakerfið
veitir. „Hér eru menn að skoða þess-
ar hugmyndir og eftir að hafa farið
yfir þær eru allir sammála um að
það sé þess virði að skoða þetta bet-
ur,“ segir hann.
Halldór segir ljóst að á ýmsum
sviðum sé mjög takmörkuð trygg-
ingavernd á íslenska trygginga-
markaðinum, m.a. bendi tölur til
þess að aðeins um 30% íslenskra
heimila séu með viðunandi heimilis-
tryggingar. Þá hafi lyfjakostnaður
farið vaxandi að undanförnu, líf-
tryggingar séu tiltölulega slakar al-
mennt séð og áfallatryggingar í
tengslum við vinnumarkaðinn séu
einnig ófullnægjandi. „Það hefur
komið okkur verulega á óvart hvað
tryggingamarkaðurinn hér er van-
þróaður," segir Halldór. „Við erum
að hluta til að tala um að stækka
markaðinn verulega og
koma með einhverjar aðr-
ar víddir en eni fyrir.“
Á ráðstefnu ASÍ fjallaði
Tore Lindbom, fulltrúi
sænska alþýðusambands-
ins, um reynslu Svía af fé-
lagsmannatryggingum og
kom fram í máli hans að í Svíþjóð
kostar trygging félagsmanns u.þ.b.
þriðjung af því sem hún kostar á al-
mennum markaði. I Vinnunni kemur
fram að meginhluti félagsmanna-
trygginganna í Svíþjóð fer í gegnum
FOLKSAM tryggingafélagið, sem er
að hluta til í eigu verkalýðshreyfing-
arinnar og samvinnuhreyfingarinn-
ar.
Hagkvæninin byggist
á fjöldanuni
Gylfi Ai’nbjömsson, framkvæmda-
stjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðu-
bankinn hf. og fyrrv. hagfræðingur
ASÍ, hefur unnið að undirbúningi og
upplýsingasöfnun vegna þessa máls
ásamt Guðmundi Gunnarssyni, for-
manni Rafiðnaðarsambandsins. Gylfi
segir í samtali við Morgunblaðið að á
ýmsum sviðum sé lítil sem engin
tryggingavernd í boði hér, t.d. varð-
andi heimilistryggingar og ýmsar
tegundir líf- og slysatrygginga.
Bendir hann á að m.a. gætu opnast
möguleikar á að bjóða tryggingar
vegna sjúkdóma bama, slysa sem
fólk verður fyrir í frítímum og tann-
lækningakostnaðar. „Þótt almanna-
tryggingarnar verði alltaf ódýrasti
valkosturinn í þjóðfélaginu, þá er
engu að síður hægt að sjá fyrir sér
ýmsar tegundir trygginga, sem
framkvæmdar yrðu í formi félags-
legra trygginga, þar sem félagasam-
tök kaupa ákveðnar tryggingar fyrir
félagsmenn sína og hafa þær sem
hluta af félagsgjöldum sínum. Með
því er hægt að reikna út iðgjalda-
þörfina með miklu dreifðari áhættu-
líkum en ef um einstaklingsbundar
tryggingar væri að ræða,“ segir
Gylfi.
Aðspurður segir Gylfi að ekki hafi
verið teknar ákvarðanir um hvort
t.d. bifreiðatryggingar yrðu hluti fé-
lagsmannatrygginganna en í Vinn-
unni em bílatryggingar og húseig-
endatryggingar taldar meðal þeirra
ti’yggingaflokka sem verkalýðs-
hreyfingin hafi verið að horfa til.
Að sögn Gylfa byggjast þessar
hugmyndir á hagkvæmni hóptrygg-
inga. Iðgjöld ráðist fyrst og fremst
af áhættudreifingu og því sé mikil-
vægt að um tiltölulega breiðan hóp
sé að ræða. Ef samtök á borð við
ASÍ stæðu að tryggingum af þessu
tagi ætti innheimtu- og
rekstrarkostnaður að vera
lágur.
Aðspurður segist Gylfi
telja vel koma til greina að
stofnað yrði sérhæft félag
sem fengist við þessa
tryggingastarfsemi. „Ég
sé alveg fyrir mér að svona verkefni
yrði almenningshlutalélag sem yrði
með dreifðri eignaraðild og skráð á
verðbréfaþingi," segir hann.
Halldór segir ýmsar útfærslur til
skoðunar hvað þetta varðar. M.a.
mætti hugsa sér stofnun hlutafé-
lagsins Alþýðutrygginga hf., sem
hefði með höndum ákveðna sam-
setningu hinna ýmsu trygginga fyr-
ir tryggingataka og semdi svo við
eitthvert tryggingafélag eða byði
pakkann út. „Næsta skrefið er að
skoða hvaða kostir eru í stöðunni,"
segir Halldór.
Rætt um
tannlækn-
inga-, innbús-
og veikinda-
tryggingar