Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ1998
AÐSENDAR GREENAR
MORGUNBLAÐIÐ
5»
*
Um stíl
„Sennilega verður Landsbankamálsins
svokallaða og annarra skyldra mála
ekki síður minnst í sögubókum fyrir
kjarnyrtan stíl Sverris en efnisþætti
þeirra ásakana sem gengið kafa
manna á milli. “
Stíll skiptir máli. Þetta
virðast vera sjálfsögð
sannindi en ótrúlega
fáir bera hins vegar
skynbragð á þau.
Margir líta nefnilega á stíl sem
stæla. Það er leiður misskiln-
ingur. Aðrir líta á stíl sem fyr-
irferðarmikið aukaatriði, sem
hismið utan um kjarnann:
Komdu þér nú að kjarna máls-
ins, komdu þér að efninu, segja
þeir í tón sem gæti virst rétt-
mæt óþolinmæði en er bara
skilningsleysi hins andlausa.
Allir eru með stíl en það eru
hins vegar ekki allir sem hufíi
stíl. Þar liggur
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
hundurinn
grafinn.
Skarphéðinn
hafði stíl en
Mörður síður. Bogart hafði stfl
en Bruce Willis hefur hann
ekki. Sverrir hefur stfl en
Finnur alls ekki. Stíll getur
þannig verið spurning um
háðsleg tilsvör á örlagastundu,
nefmæltan töffaraskap með sí-
garettuna lafandi út úr frosnu
andlitinu eða vestfírskan tröll-
skap.
í máli Sverris Hermannsson-
ar, fyrrverandi bankasjóra
Landsbanka íslands, hefur
reyndar komið berlega í Ijós
hvað stíll hefur mikið vægi.
Þegar Sverrir bar æðstu menn
bankans og ábyrgðarmenn í
þjóðfélaginu alvarlegum sökum
um spillingu og sukk snerist
umræðan um eitt eða tvö
skammaryrði sem hann lét
falla í hita og þunga augna-
bliksins. Greyin sem orðin
hrutu á góluðu af öllum lífs og
sálar kröftum í fjölmiðlum eins
og þessar skammir væru eitt-
hvert stórmál en mennirnir
sem sakirnar beindust að
þögðu þunnu hljóði - og gera
enn.
Það er raunar mjög athyglis-
vert að skoða það viðhorf sem
birst hefur til gi-einaskrifa
Sverris að undanförnu. Ekki er
nóg með að efni greinanna hafí
að miklu leyti fallið í skuggann
af rithætti hans heldur hefur
stfll hans orðið öðrum deiluaðil-
um skálkaskjól; þannig hefur
til dæmis Finnur Ingólfsson,
viðskiptaráðherra, neitað að
svara skrifum Sverris efnislega
á grundvelli ritháttar hans og
ýjað að því að Sverrir ætti við
einhver persónuleg vandamál
að stríða.
Hér er um alþekkt undan-
brögð að ræða sem beitt hefur
verið í gegnum aldirnar til
þess að kasta rýrð á málflutn-
ing andstæðings. Heimspek-
ingar kalla rök sem þessi ad
hominem rök en þau „skír-
skota til fordóma eða hags-
muna viðmælandans fremur en
skynsemi hans eða dómgreind-
ar“, eins og segir í Ensk-ís-
lenskri orðabók Arnar og Ör-
lygs. Slík röksemdafærsla er
sem sé ætluð til að kasta ryki í
augu fólks.
I hugmyndasögunni þekkj-
um við dæmi um að slíkum rök-
um hafi verið beitt gegn
ákveðnum heimspekingum sem
hafa siglt gegn straumnum,
eins og til dæmis Friedrich Ni-
etzsche sem oftlega hefur verið
sagður ómarktækur vegna þess
að hann hafi verið geðsjúkur
síðustu ár ævinnar eða vegna
þess að hann hafi alltaf verið
svo einmana. Líkt og Sverrir
hefur Nietzsche einnig verið
sagður ómarktækur vegna þess
að hann var svo mikill stflisti;
hann var skáld en ekki heim-
spekingur, segja menn og
ganga út frá því að skáldskap-
ur og heimspeki séu andstæð-
ur, að stflsnilld og skynsemi
geti ekki farið saman. Menn
verða að tala „rétt“, að öðrum
kosti er ekki mark á þeim tak-
andi, orð þeirra verða einungis
öskur í særðu ljóni eða óðs
manns órar.
Það eru til margar skilgrein-
ingar á stfl. Stundum hefur
verið gengið út frá því að stíll
sé búningur hugsunarinnar og
að form og inntak séu þá að-
skilin. Nú til dags er hins vegar
oftast gengið út frá því að stfll
sé samband forms og inntaks.
Jafnframt er þá gert ráð fyrir
því að áhrif þessa sambands
séu mismunandi á einstaka les-
endur; skynjun og túlkun les-
andans er þannig stórt atriði í
stíl, að minnsta kosti ekki
minna en aðferð og ætlun höf-
undarins.
Þetta afstæði hins ritaða
orðs vill oft gleymast í hita og
þunga opinberrar umræðu.
Aðalatriðin, efnisatriði umræð-
unnar vilja dnikkna í stflbrögð-
um, undanbrögðum ýmis konar
og rökklækjum eins og þeim
sem bent var á hér að framan
eða í rangtúlkunum. Þannig er
málunum drepið á dreif. Því er
mjög mikilvægt að hinn al-
menni lesandi sé sér meðvit-
andi um stfl þeirra höfunda
sem í hlut eiga, að fólk velti
ekki aðeins fyrir sér hverjir
tala/skrifa heldur einnig hvern-
ig þeir tala/skrifa.
Sennilega verður Lands-
bankamálsins svokallaða og
annarra skyldra mála ekki síð-
ur minnst í sögubókum fyrir
kjarnyrtan stfl Sverris Her-
mannssonar en efnisþætti
þeirra ásakana sem gengið
hafa manna á milli. Stíllinn hef-
ur enda leikið stórt hlutverk.
Með stóryrtum, beittum og
berorðum stíl, með einlægum
en stundum hrokafullum, áköf-
um en stundum ofhlöðnum stíl
hefur Sverri bæði tekist að
vekja athygli á málflutningi
sínum og andúð; hann hefur
beitt úthugsuðum brögðum í
framsetningu máls síns til að
kalla fram grunsemdir lesenda
en jafnframt hefur stfll hans
gefið mönnum tilefni til þess að
varpa grunsemdum á persónu
hans sjálfs. Og eins og gengur
og gerist í hinum svokölluðu
siðmenntuðu vestrænu samfé-
lögum, sem segja að málfrelsi
sé ein af meginundirstöðum
réttlætis, þá stendur sá uppi
sem sigurvegari, sem hinn rétt-
láti og góði, sem hefur her-
kænskuna, taktíkina, stílinn á
hreinu.
Til varnar sænskri
löggu - og íslenskri
AÐ UNDANFORNU hefur mik-
ið verið fjallað um skýi-slu sænsks
lögi’egluþjóns er hér dvaldi um
þriggja mánaða skeið og kynnti sér
fíkniefnamál. Stundum hefm’ í
þessari umfjöllun verið vikið að
honum hálfgerðum ónotum og
skýi-slan sögð ómerkileg og ekki
mark á henni takandi. Gefið hefur
verið í skyn að hann sé stráklingur
að læra, hafi litla reynslu af lög-
reglumálum nema helst úr sænskri
sveit, sé skreytinn og fari með
fleipur. Loks var einhver fíkniefna-
sali að hnjóða í hann fyrir að spilla
fyiár sér viðskiptum. Nú er maður-
inn farinn af landi brott, var aukin-
heldur lítið kominn niður í ís-
lensku, svo hann getur sjálfur
hvorki varið sig né staðhæfingar
sínar. Ég sat tvo fundi með þessum
gesti, hef lesið skýrsluna og rætt
hana við ýmsa. Ég vil taka upp
hanskann fyrir fjarstaddan Svíann
ogýerá blak af vinnu hans hér.
I fyi-sta lagi þá er Carl-Filip
Hendriksson ekki nemi heldur með
sex ára starfsreynslu að baki og
hefur lagt sig eftir að greina vímu-
efnaáhrif á fasi manna og svip-
brigðum á námskeiðum fyrir lög-
reglumenn. Hann hefur starfað í
Nacka-hverfinu í Stokkhólmi sem
ber lítinn keim af þorpinu hans
Emils í Kattholti. Ég vil hvorki
gera of mikið úr vísindamennsku
þeirra vinnubragða sem hann beitti
í giæiningu sinni né of lítið, en
mestu skiptir að hann
gerði heiðarlega grein
fyrir aðferðinni í
skýrslunni og á fund-
um, og hefur borið sig
eftir faglegri þekkingu
sem mér er tjáð að ís-
lenska lögreglan búi
ekki yfir. Sumt af því
sem vefengt hefur ver-
ið, t.d. að ástandið í
fíkniefnamálum í
Reykjavík sé síst betra
en í Stokkhólmi, kem-
ur heim við niðurstöð-
ur úr nýgerðum vís-
indalegum könnunum.
Viðbrögðin við
skýrslunni bera óneit-
anlega keim af því þegar boðberi
vondra tíðinda er gerður að söku-
dólgi.
Viðbrögðin við skýrsl-
unni bera óneitanlega
keim af því, segir Jón
Björnsson, þegar boð-
beri vondra tíðinda er
gerður að sökudólgi.
í útlendum málum er til sögnin
að „problematisera"; ég kannast
ekki við góða hliðstæðu í íslensku,
en þetta þýðir að gera eitthvað að
vandamáli. Til er fólk,
svonefndir vandamála-
fræðingar, sem alltaf
er að þessu, býr til
leiðindi úr öllum sköp-
uðum hlutum og er
ósköp hvimleitt. En
svo er hitt, til að sjá
raunverulegan vanda í
atriði sem öllum hefm'
virst meinlaust. Mér
sýnist að við Islend-
ingar höfum ekki gert
næn'i nóg af því að
„problematisera" ým-
islegt í sambandi við
fíkniefni, við skynjum
ekki að sumt sem við
gerum og líðum og
finnst allt í lagi, er ekkert í lagi.
Við horfumst ekki heiðarlega í
augu við raunveruleg vandamál,
við fegrum þau, afsökum þau og ef
einhver bendir okkur á þessa
blindu þá höfum við tilhneigingu til
þess að gera grín að honum, kalla
hann aula eða a.m.k. óvísindalegan.
Hún er auðvitað ekkert í lagi tvö-
feldnin í okkur gagnvart vímuefn-
um, það er ekkert í lagi að trúa því
að vímuvandi sé aðallega úti í heimi
og Islandi litla verði hlíft við hon-
um, það er ekkert í lagi að foreldr-
ar kaupi áfengi fyrir börn sín af því
þau útvegi sér það hvort eð er, það
er ekkert í lagi að við vitum um
börn sem ánetjast fíkniefnum án
þess að við tökum á því, það er
Jön
Björnsson
Tindur - sækjum
á brattann
SJÓNUM Vestfirð-
inga og annarra lands-
manna verður beint að
atvinnulífi svæðisins á
umfangsmikilli at-
vinnuvegasýningu dag-
ana 13. og 14. júní nk.
Sjávarútvegurinn
hefur verið sá grunnur
er atvinnulífið á Vest-
fjörðum hefur lengi
byggst á - í upphafi þó
sem aukabúgrein
bænda er reru til hafs
og sóttu björg í bú í
gullkistuna við bæjar-
dyrnar, hafið.
Atvinnuhættir fjórð-
ungsins hafa breyst frá
fyrstu ferðum heimamanna eftir
sjávarfangi, en með tíð og tíma
safnaðist hér þekking á hafinu, veð-
urfari, veiðum og vinnslu aflans.
Erlendir sjómenn og kaupmenn
er leituðu á íslensku miðin skildu
eftir hluta af sinni þekkingu og við-
horfum sem íbúar svæðisins lærðu
einnig af. Landbúnaður, sjósókn og
verslun eru þeir atvinnuvegir er
lögðu grunninn að vestfirsku at-
vinnulífi. Með auknum umsvifum í
sjávarútvegi þróuðust smiðjur og
netagerðir, iðnaður sem borið hefur
hróður vestfirsks atvinnulífs víða
um lönd og gerir enn.
Að horfa til fortíðar er hollt, með
þá sýn verður tengingin við nútíð-
ina skýrari og treystir gmnninn
sem byggt er á til framtíðar.
Leiðandi afll
íslenskt atvinnulíf hefur tekið
stökkbreytingum, framþróunin hef-
ur orðið á flestum sviðum: í sam-
göngum, fjarskiptum, verslun, fjár-
málaviðskiptum, með breyttum
landbúnaðarháttum og í sjávarút-
vegi. I efnahagsstarfsemi þjóðarinn-
ar eru aðrar víddir sýnilegar, önnur
sjónarmið era ríkjandi varðandi bú-
setu manna - en flest
sem gert er byggist á
tiltrú á framtíðina.
Atvinnuþróunarfé-
lag Vestfjarða var
stofnað í árslok 1996
og fyrstu starfsmenn
komu til starfa í mars
1997. A aðeins rúmu
ári hefur félagið komið
að mörgum verkefnum
og fulljrrða má að
AtVest sé orðið sýni-
legt afl í atvinnulífi og
nýsköpun á Vestfjörð-
um. A tímum mikilla
breytinga er nauðsyn-
legt að huga vel að
þróunarstarfi og grein-
ingu atvinnulífsins, kanna veikleika
og styrkleika hvers svæðis. AtVest
er ungt félag sem miklar vonir eru
Atvinnuvegasýning
Vestfjarða stendur
dagana 13. og 14. júní
1988. Þórunn Gests-
dóttir segir markmið
sýningarinnar að sýna
metnaðarfulla framrás
í atvinnu- og mannlífi
Vestfjarða.
bundnar við, hér hafa gengið yfir
áföll og töluvert verið um brott-
flutning íbúa af svæðinu.
Það er mikil ábyrgð er hvílir á
herðum forystumanna í sveitar-
stjórnum og í fyrirtækjum að snúa
þeirri þróun í aðra átt, snúa vörn í
sókn og skapa vænlegt umhverfi og
atvinnulíf sem eftirsóknarvert er að
efla enn frekar. Abyrgðin er ekki
eingöngu leiðtoganna - hún fylgir
hverjum íbúa í starfi, umgengni og
viðhorfum til uppbyggingarstarfa
og framgangi bæjarfélagsins.
Framrás
Að vera leiðandi afl við mótun at-
vinnustefnu á Vestfjörðum er helsti
þátturinn í starfsemi Atvinnuþró-
unarfélags Vestfjarða. AtVest er
hlutafélag í eigu sveitarfélaganna í
fjórðungnum, fyrirtækja, stofnana
og einstaklinga. A stuttum ferli
hafa starfsmenn unnið að hvers
konar upplýsingamiðlun, viðskipta-
ráðgjöf, markaðsathugunum, veitt
frumkvöðlum og uppfinningamönn-
um aðstoð, staðið fyi-ir málþingum
og námskeiðum og gefið út frétta-
bréf. Afraksturinn er viðunandi, fé-
lagið er orðið afl sem íbúarnir bera
traust til.
Atvinnuvegasýning Vestfjarða er
eitt af verkefnum AtVest, fyrsta
sýningin er félagið stóð að var hald-
in í fyrra og tókst mjög vel. I annað
sinn verður sjónum okkar beint að
vestfirsku atvinnulífi með þessum
hætti, að sjá það í hnotskurn í
íþróttahúsinu á Torfnesi (ísafirði),
þar sem sýningin fer fram 13. og
14. júní.
A Vestfjörðum er „ærinn auður“
bæði í náttúruauðlindum og
mannauði. Þegar þær lindir eru
tengdar saman, safnast orka vilja
og hugvits í framrás atvinnulífsins.
Markmiðið með Atvinnuvegasýn-
ingu Vestfjarða 1998 er að sýna
metnaðarfulla framrás sem er í at-
vinnu- og mannlífi Vestfjarða. Yfir-
skrift sýningarinnar er TINDUR -
sækjum á brattann. Hér ríkir bjart-
sýni því í verkum okkar og orðum
felst framtíðarsýnin. Við endur-
speglum ki-aftmikið atvinnulíf sem
mótast af framsýni, atorku og
metnaði.
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Þórunn
Gestsdóttir