Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Að velja sér nám
> í samræmi við
j>
hæfni og áhuga
OORUGGUR og
feimnislegur eða glað-
beittur og hvatvís
bankar nemandinn
upp á hjá námsráð-
gjafa. „Má ég trufla
þig aðeins, ég veit ekki
hvort ég er á réttum
stað,“ eru oft fyrstu
orð nemanda sem ekki
hefur leitað áður til
námsráðgjafa. I þess-
ari grein mun ég fjalla
um námsráðgjöf á
framhaldsskólastiginu
og mikilvægi hennar í
síbreytilegu þjóðfélagi.
Starfsvettvangur
námsráðgjafa er mjög
fjölbreytilegur. Námsráðgjafi veit-
ir leiðsögn um skipulagningu
námsins, ráðgjöf um náms- og
starfsvai og liðsinnir nemendum
vegna námsvanda. Einnig aðstoðar
hann nemendur við persónuleg mál
sem tengjast náminu. Hann hefur
samvinnu við kennara, skólastjórn-
endur, aðstandendur nemenda og
ýmsa fagaðila.
Námsráðgjafi er með opna við-
talstíma en einnig er hægt að
panta tíma. Flesti nemendur leita
eftir aðstoð að eigin frumkvæði. Ef
ástundun í námi er ófullnægjandi
kallar námsráðgjafí á nemandann í
viðtal. Auk þess fær námsráðgjafí
ábendingar um nemendur sem
þyrftu á aðstoð að halda, oftast frá
foreldrum, aðstandendum eða vin-
um. Námsráðgjafi þarf að átta sig
á stöðu nemandans og öllu hans
umhverfi til þess að hægt sé að
vinna með þá hegðun sem hindrar
hann í að ná ákveðnu markmiði.
Breytt þjóðfélag kallar á aukna
náms- og starfsráðgjöf
I starfi námsráðgjafa kemur
glöggt fram að margir nemendur
eiga erfitt með að ákveða sig varð-
andi nám og framtíð. Spurningar
eins og „Hvert stefni ég? Hvað vil
ég? Hvernig get ég það?“ eru á
vörum allflestra nemenda. I allri
vinnu er mikilvægt að hafa mark-
mið að stefna að og er nám þar
engin undantekning. Skortur á
markmiði getur leitt til áhugaleysis
og jafnvel brottfalls úr námi.
Hátt brottfall úr framhaldsskól-
um sýnir hve brýnt er að aðstoða
nemendur við náms- og starfsval.
Nemendur og aðstandendur þeirra
þuifa að kynna sér vel fjölbreyti-
legt námsframboð á framhalds-
skólastigi, til dæmis með aðstoð
námsráðgjafa.
Það er ekki lengur hefðin sem
leiðir fólk í ákveðið nám eða starf.
Þeir dagar eru liðnir þegar fáir
gengu til mennta og námsval stóð
aðeins á milli nokkurra starfs-
stétta. „Er það presturinn, lögmað-
urinn eða læknirinn?“ er spuming
sem eitt sinn náði nokkuð vel yfir
helstu mehntunarmöguleika. A síð-
ustu árum og áratugum hefur
margt breyst og ný störf hafa
myndast meðan önnur falla út eða
eru yfirmönnuð. Þessar breytingar
kalla meðal annars á öflugri náms-
og starfsráðgjöf í skólakerfinu.
Samkvæmt kenningum er náms-
og starfsval þroska-
ferli sem hefst þegar á
bamsaldri og stendur
í raun alla starfsæv-
ina. I samskiptum við
foreldra sína og um-
hverfi áttar bamið sig
á að til eru margs kon-
ar störf. Barnið prófar
síðan hin ýmsu störf í
hlutverkaleikjum.
Hver kannast til dæm-
is ekki við ungu búðar-
konuna, hárgreiðslu-
konuna, snyrtidömuna
og hinn upprennandi
bílstjóra, flugmann,
lækni, eða slökkviliðs-
mann?
Náms- og starfsval er hægt að
örva og þroska með ákveðnum
verkefnum. I viðtölum aðstoða
námsráðgjafar nemendur við
ákvörðunartöku um nám og starf.
Nemendur og aðstand-
endur þurfa, segir Sig-
ríður Hulda Jónsdóttir,
að kynna sér vel fjöl-
breytilegt námsfram-
boð á framhaldsskóla-
stigi - t.d. með aðstoð
námsráðgjafa.
Einnig er æskilegt að bjóða upp á
náms- og starfsfræðslu fyrir hópa í
framhaldsskólum. Akvörðunartaka
einstaklings um framtíð sína þarf
að byggja á mikilli sjálfsþekkingu
og ítariegri upplýsingaöflun. Mikil-
vægt er að hann þekki sitt áhuga-
svið, sínar sterku hliðar og síðast
en ekki síst hvað hann telur mikil-
vægt í lífinu. Einnig þarf hann að-
gang að upplýsingum um námsleið-
ir og störf sem getur verið flókið í
síbreytilegu nútíma samfélagi.
Upplýsingar um einstaklinginn og
eðli mismunandi starfa gefa síðan
hugmyndir um hvaða störf gætu
hentað hverjum og einum. I náms-
og starfsráðgjöf er hægt að nota
áhugasviðskannanir til af fá fram
vísbendingar um hvaða störf henta
hverjum einstaklingi með tilliti til
hans áhugasviðs.
Margvíslegar ástæður fyrir
komu til námsráðgjafa
Flestir nemendur leita til náms-
ráðgjafa til að fá aðstoð við náms-
val, skipulagningu námsins, náms-
tækni, heimanám og upplýsingar
um námsleiðir innan skólans eða
utan. Einnig leita nemendur til
námsráðgjafa vegna prófkvíða,
námserfiðleika og námsleiða.
Sem dæmi um þetta vil ég nefna
stúlku á öðru ári sem segir: „Ég er
alltaf að fresta öllu sem ég á að
gera. Svo las ég grein eftir náms-
ráðgjafann í skólablaðinu sem hét:
„Ertu frestari?" Ég hrökk við og
dreif mig í viðtal. Námsráðgjafinn
byrjaði á að spyrja mig hvað mér
þætti skemmtilegast að læra og
hvað mig langaði að gera í framtíð-
inni. Við ræddum mikið um áhuga-
Sigríður Hulda
Jónsdóttir
*
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks f fasteignaleit
www.mbl.is/fasteignir
svið og mismunandi störf. Síðan
gerðum við saman vinnuáætlun
fyrir heimanámið og námsráðgjaf-
inn útskýrði hvernig best væri að
nálgast ýmis verkefni. Ég kom
vikulega í viðtal í nokkurn tíma og
vann upp það sem ég hafði frestað.
Nú þarf ég að finna minn eigin
styrk og aga. Ég hef meiri áhuga á
framtíðinni af því að ég er farin að
hugsa um hvað muni henta mér
best. Ég geri mínar vinnuáætlanir
sjálf ef það gengur ekki nógu vel lít
ég inn hjá námsráðgjafanum."
Sértækir
námsörðugleikar
Nemendur með sértæka
námsörðugleika fá sérstaka aðstoð,
s.s. einstaklingskennslu, hljóðbæk-
ur, séraðstæður í lokaprófum o.fl.
Aðstoð við þessa nemendur hefur
stóraukist á síðustu árum en er þó
enn sniðinn þröngur stakkur vegna
takmarkaðs fjármagns. Piltur sem
nálgast útskrift segir: „Námsráð-
gjafi hefur aðstoðað mig mikið eftir
að ég greindist með lestrarerfið-
leika. Hún fylgist með skólagöngu
minni og við tölum saman nokkrum
sinnum yfir önnina. Það veitir mér
aðhald og stuðning. Það er gott að
vita að einhver fylgist með manni,
þá reynir maður að standa sig bet-
ur. Hún skrifar kennurunum mín-
um bréf og segir þeim frá mínum
vandamálum. Mér gengur betur í
prófunum eftir að ég fæ að taka
þau í sérstofu, fæ lengri próftíma
og ef þarf, fer kennarinn munnlega
yfir prófið með mér. Þannig á ég
auðveldara með að koma til skiia
því sem ég hef lært og er ekki eins
kvíðinn fyrir próf. Aður lenti ég
alltaf í tímahraki og var mjög
stressaður fyrir skrifleg próf.“
Persónulegir og félagslegir
erfiðleikar
Ef nemandi á í persónulegum
eða félagslegum erfiðleikum verð-
ur það oft til þess að hann á erfitt
með að einbeita sér að náminu og
nær ekki árangi’i sem skyldi. í slík-
um tilfellum þarf að aðstoða nem-
andann við að leita lausna á vand-
anum þannig að hann geti stundað
námið af heilum hug. Oft er vísað á
viðeigandi sérfræðing sem vinnur
þá með nemandanum og er í sam-
bandi við námsráðgjafa um leið.
Stúlka á öðru ári segir: „Mér gekk
vel fyrsta árið í skólanum og það
var gott að vera til. Svo breyttist
allt heima og ég varð að fara að
vinna mikið með skólanum. Ég fór
að skrópa í kennslustundum og
missti áhuga á öllu. Meðal annars
vegna lélegrar mætingar kallaði
námsráðgjafinn á mig í viðtal. Mér
fannst það vonlaust og ætlaði ekk-
ert að segja þó mér liði illa. Samt
ákvað ég að koma aftur í viðtal og
smám saman vissi hún allt. Mér
leið betur og við settum saman
markmið fyrir mig að stefna að og
ræddum áhugamál, framtíð, vilja-
styrk og uppbyggjandi lífsstíl.
Auðvitað vildi ég ná prófunum og
ákvað að reyna að taka mig á.
Fyrsta skrefið var að bæta skóla-
sóknina. Ég var undir mjög
ströngu eftirliti en samt missteig
ég mig nokkrum sinnum. Þegar
maður hefur vanið sig á slæma siði
er erfitt að breyta aftur um. í sam-
vinnu við námsráðgjafann tókst
mér smám saman að koma mér inn
í „hinn góða hring“ í náminu. Mér
finnst skelfilegt til þess að hugsa
að ég var næstum búin að skrópa
mig út úr skólanum og ekki veit ég
hvar ég væri stödd þá.“
Að lokum
Af ofantöldu má vera ljóst að það
er flókið ferli að mynda sér fram-
tíðarsýn og taka ákvörðun um eig-
in stefnu. Sá lífsstíll, sem einstak-
lingurinn myndar sér smám saman
þar sem atvinna og áhugamál
skapa ákveðinn sess, þarf að full-
nægja hans þörfum. Þeir sem velja
nám og störf í samræmi við áhuga,
getu og hæfni eru líklegri til að
finna sér farsælan farveg.
Höfundur er námsráðgjafí við Fjöl-
brautaskólann f Garðabæ.
Uppsagnir
hjúkrunar-
fræðinga
- hvað veldur?
MJÖG margir hjúkrunarfræðing-
ar á Ríkisspítölum, Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, hjúkrunarheimilunum
og heilsugæslustöðvum á Reykja-
víkursvæðinu hafa sagt
upp störfum sínum
vegna óánægju með
launakjör. Uppsagnir á
Ríkisspítölum og
Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur og í heilsugæslunni í
Reykjavík munu taka
gildi 1. júlí nk.
Akvörðun um upp-
sögn er ákvörðun hvers
og eins hjúkrunarfræð-
ings, tekin að vel íhug-
uðu máli. Þegar svo
margir taka svo alvar-
lega ákvörðun að segja
upp starfi sínu verða
skilaboðin ekki misskil-
in. Sem formaður í fag-
stéttarfélagi hjúki’unarfræðinga
hef ég þungar áhyggjur af þessum
aðstæðum vegna afkomu félags-
manna og reksturs heilbrigðis-
stofnananna.
Hjúkrunarfræðingar eru alla
jafna seinþreyttir til vandræða.
Mikið þarf til að einstaklingar, sem
Hjúkrunarfræðingar
hafa lýst því yfir, segir
Asta Möller, að þeir
muni ekki sæta þessu
launamisrétti lengur á
vinnustöðum sínum.
lokið hafa margi’a ára háskólanámi
og menntað sig til að gegna sér-
hæfðum ábyrgðarmiklum störfum í
þágu samfélagsins, segi upp störf-
um sínum og lýsi sig reiðubúna til
að hverfa til annarra starfa. En
hvað veldur?
I júní 1997 var undirritaður
kjarasamningur milli Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga og við-
semjenda þess. Kjarasamningurinn
fól í sér að tekið var upp nýtt launa-
kerfí. Þar eru ákveðnir þættir
kjarasamningsgerðar færðir til
stofnana, þar sem fulltrúum stétt-
arfélags og stofnana er falið að
semja um hvaða forsendur skuli
leggja til grundvallar launaákvörð-
unum tiltekinna starfa og einstak-
linga. Þar skal m.a. taka mið af
starfslýsingu, en einnig ábyrgð,
þekkingu, hæfni og reynslu. Öll fé-
lög háskólamanna, utan kennara og
lækna, gerðu sambærilega samn-
inga, sem hefur þann kost að hægt
er að bera saman flokkun starfa há-
skólamanna milli stéttarfélaga,
starfshópa, kynja og stofnana. Hið
nýja launakerfi byggir jafnframt á
hugmyndum um gagnsæi launaá-
kvarðana. Það ýtir m.a. undir að yf-
irborganir, sem tíðkast hafa um
árabil hjá mörgum hópum opin-
berra starfsmanna, séu teknar inn í
grunnlaun og raunveruleg kjör
hinna ýmsu starfshópa komi upp á
yfirborðið. Nýtt launakerfi hefur
því fært mörgum háskólamönnum
verulega grunnkaupshækkun, sem
er ánægjuleg þróun. Um leið hefur
launamunur milli starfshópa, stofn-
ana og kynja komið í ljós, en það er
forsenda þess að unnt sé að taka á
launamisrétti sem hefur viðgengist
innan opinbera geirans milli stétt-
arfélaga, starfshópa, kynja og
stofnana.
Fjölmargir samningar ýmissa
stéttarfélaga við stofnanir ríkisins
og Reykjavíkurborgar utan heil-
brigðisstofnana liggja fyrir. Það
sem einkennir þessa samninga öðru
fremur er að yfirborganir hafa ver-
ið teknar inn í grunnlaun. Hjúkrun-
arfræðingar hafa yfir-
leitt ekki notið yfir-
borgana, sem gerir
það að verkum að
hjúkrunarfræðingar
sjá fram á að grunn-
laun þeirra í nýju
launakerfi verða að
óbreyttu tugum pró-
senta lægri en annarra
starfshópa í opinberri
þjónustu sem eru með
sambærilega mennt-
um og ábyrgð. Af sam-
ræðum mínum við
hjúkrunarfræðinga er
ljóst að þessi stað-
reynd er ein helsta
ástæða þess að hjúkr-
unarfræðingum er misboðið og þeir
hafa sagt upp störfum sínum.
Um langan tíma hefur launamis-
rétti ríkt innan heilbrigðisstofnana.
Sama stofnun og hjúkrunarfræð-
ingur ræður sig til hefur t.d. boðið
nýútskrifuðum verkfræðingum,
náttúrufræðingum og sjúkraþjálf-
urum sem eru með jafn langa
menntun að baki um 25-40% hærri
laun með því að greiða þeim fasta
yfirvinnu auk taxtalauna. Nýút-
skrifaður læknakandidat er með
40% hæiri laun en nýútskrifaður
hjúkrunarfræðingur, og 10% hæn-i
laun en deildarstjóri yfir stórri
sjúkradeild sem veltir um og yfir
100 milljónum á ári. Hjúkrunar-
fræðingar hafa lýst því yfir að þeir
muni ekki sæta þessu launamisrétti
lengur á vinnustöðum sínum.
Þá hefur einnig komið í ljós að
fjöldi stofnana sem lokið hafa gerð
samninga á vinnustöðum skilgreina
störf nemenda og byrjenda í starfi í
sama starfaflokk og stóru sjúkra-
húsin í Reykjavík vilja að 70-80%
hjúkrunarfræðinga raðist í. Þessi
afstaða sjúkrastofnana hefur vakið
reiði hjúkrunarfræðinga, sem
finnst þeir settir niður.
Sú ranghugmynd hefur verið
ríkjandi að hjúkrunarfræðingar
hafi þokkaleg laun. Staðreyndin er
hins vegar sú að grunnlaun nýút-
skrifaðs hjúki’unarfræðings, sem
lokið hefur fjögurra ára háskóla-
námi er rétt rúmar eitt hundrað
þúsund krónur á mánuði í nýju
launakerfi. Hjúkrunarfræðingur
sem starfað hefur í meira en 20 ár
við sitt fag hefur um 120 þúsund
krónur í grunnlaun á mánuði fyi’ir
fullt starf í dagvinnu. Ófaglærðum
ungmennum eru boðin þessi laun
við búðarkassa í matvöruverslunum
hér í bæ.
Hjúkrunarfræðingar gera auð-
vitað kröfur um að störf þeirra,
menntun og ábyrgð séu ekki lakar
metin í nýju launakerfi en störf og
persónubundnir þættir hjá öðrum
háskólamönnum. Það hlýtur að
vera krafa hjúkrunarfræðinga að
vinnuveitendur, stjórnvöld og
stofnanir standi við fyrirheiti um að
,jafna þann launamun karla og
kvenna sem ekki er hægt að út-
skýra nema á grundvelli kyns. Með
nýju launakerfi gefst tækifæri til að
vinna að þeim markmiðum" eins og
segir í yfirlýsingu fjármálaráðheiTa
og Reykjavíkurborgar með kjara-
samningi Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga frá 9. júní 1997. Nú er
komið að efndum hjá vinnuveitend-
um.
Höfundur er formaður Félags fs-
lenskra lyúkrunarfræðinga.
Ásta
Möller