Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 37

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 37 < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < Enn færist skatta- dagurinn framar HEIMDALLUR hefur um nokkurt skeið minnt árlega á svonefndan skattadag. Skattadagurinn er sá dagur ársins sem landsmenn „hætta að vinna fyrir ríkið og fara vinna fyrir sjálfa sig“. Hin ákveðna dag- setning er fundin út með því að reikna út meðaltal skatta ein- staklings út frá hlut- falli útgjalda hins op- inbera og iðgjalda líf- eyrissjóða af vergi-i landsframleiðslu. Þetta er auðvitað ekki fullkomið eða óumdeilanlegt mæli- tæki á skattbyrðar landsmanna, engu að síður athyglisverður leið- ai-vísir. Útreikningar sýna að skattadagurinn var að þessu sinni 29. maí. Skattadagurinn hefur því færst fram um fimm daga frá síð- asta ári og hefur ekki verið fyrr á ferðinni í áratug. Stutt skref en mikilvægt Skattadagurinn minnir á hve gífurlega umsvifamikið hið opin- bera er hér á landi. Skattbyrði lands- manna er 40,4% sé fyrrnefnt hlutfall not- að sem þýðir að 148 dagar fara í að vinna fyrir fyrrgreindum skyldugreiðslum. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því mælikvarðinn tekur ekki tillit til skyldugreiðslna almennings og fyr- irtækja til verkalýðsfélaga eða stofnana á borð við Ríkisútvarpið eða sjúkrasjóði. Ekki er heldur reiknað með þeim áhrifum á lífs- kjör almennings sem hindranir og Ingvi Hrafn Óskarsson kvaðir ríkisins hafa, svo sem inn- flutningshöft og ríkisvernduð sér- leyfi og einokun. Ekkert tillit er tekið til þess hve mikill tími lands- manna, fyrirtækja og einstaklinga, fer í skýrslugerð fyrir hið opinbera eða umstang sem hlýst af skyldu- bundnum samskiptum við seinvirk- ar ríkisstofnanir. Undanfarin þrjú ár hefur skattadagurinn verið að þokast framar. Þetta verður fyi-st og fremst rakið til árangurs ríkis- Þess er óskandi, segir Ingvi Hrafn Oskarsson í tilefni af skattadegin- um, að ríkisstjórnin hafi kjark til að ganga áfram á sömu braut. stjómar Davíðs Oddssonar í ríkis- fjármálunum; hægt hefur á vexti í útgjöldum hins opinbera og á sama tíma hefur hagvöxtur verið meiri en undanfarið og landsframleiðslan aukist. Ríkisvaldið er þó enn sama ferlíkið, um er að ræða stutt skref en engu að síður mikilvæg í átt til meira frjálsræðis og minni ríkis- umsvifa. Friðhelg skattheimta I stjórnarskrá lýðveldisins segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. Þetta er hátíðleg yfirlýsing sem þó er óhætt að fullyrða að sé fremur léttvæg sem vörn gegn ásælni rík- isvaldsins. A meðan þessi orð hafa staðið í stjórnarskráinni hefur skattbyrði landsmanna margfald- ast. A vorum dögum væri ef til vill nær að tala um friðhelgi skatt- heimtunnar því ljóst er að ákaflega erfitt mun reynast að snúa þessari þróun við. Það er mun einfaldara fyrir stjórnmálamenn að halda í horfmu eða jafnvel auka umsvif hins opinbera til þess að þóknast sterkum þrýstihópum heldur en að grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að brjóst úr ógöngunum. I ljósi þessa er árangur ííkisstjórnar Davíðs Oddssonar hrósverður. Þess er óskandi að ríldsstjórnin hafi kjark til að ganga áfram á sömu braut og hafi hugfast að það er eignarrétturinn sem er friðhelg- ur, ekki skattheimtan. Höfundur er háskóliuienii og situr í stjórn Heimdallar f.u.s. VINNÍS - nýtt félag áhuga- fólks um vinnuvistfræði UM ÞESSAR mundir er liðið rúmt ár frá stofnun Vinnuvist- fræðifélags íslands - VINNÍS. Fé- lagið er áhugamannafélag og er op- ið öllum sem áhuga hafa á vinnu- vistfræði. Stofnendur félagsins voru 48 einstaklingar úr röðum heilbrigðis-, félagsvísinda- og tæknistétta auk sex fyrirtækja og félaga. Nú, tæpu ári eftir stofnun þess, eru félagar orðnir 68 frá ell- efu faggreinum. Hvað er vinnuvistfræði? Vinnuvistfræði (ergonomics) fjallar um samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Vinnuvistfræðin sam- þættir þekkingu úr mörgum grein- um mannvísinda í því skyni að laga störf, kerfi, framleiðsluvörur og umhverfi að líkamlegri og andlegri getu og takmörkunum mannsins. Sögu vinnuvistfræðinnar má rekja langt aftur í tímann. Frá tím- um hellamanna hafa menn leitast við að hanna vopn og verkfæri sem auðvelda þeim verkin. Mannfræði- mælingar hófust á 15. öld en þekk- ing á stærðarhlutföllum og breyti- leika meðal þjóða er afar mikilvæg við ýmiss konar hönnun. Segja má að áhugi á samspili manns og vinnuumhverfis hafi vaknað í fyrri heimsstyrjöldinni. Þórunn Sveinsdóttir Vinnuvistfræðin hefur verið, segja Þórunn Sveinsdóttir og Björk Pálsdóttir, í stöðugri þróun sem vísinda- grein. Rannsóknir voni gerðar sem tengdust vinnuálagi og þreytu starfsmanna við störf í hergagna- iðnaði. Áratug síðar beindust þær að vinnuumhverfi og -aðstæðum iðnverkafólks, eink- um með tilliti til vinnuafkasta og hvernig varðveita mætti heilbrigði starfsmanna. I seinni heimsstyrj- öldinni var orðið mjög brýnt að at- huga getu og tak- markanir mannsins. Eftir því sem vinnuvistfræðin þró- aðist breyttust markmiðin. Ahersla var lögð á að stuðla að öruggu og heilsu- samlegu vinnuum- hverfi þar sem fólki liði vel. Óhætt er að segja að vinnu- vistfræðin hafi sem vísindagrein verið í stöðugri þróun og nær í dag til fjölmargra sviða. Markmið VINNÍS eru: að efla og kynna vinnuvistfræði á Islandi; að stuðla að því að vinnu- vistfræðileg þekking sé nýtt við ný- hönnun og endurhönnun húsnæðis og aðstöðu; við skipulag vinnu og vinnuferla; við hönnun búnaðar, Björk Pálsdóttir STEINAR WAAGE JUN-Afö /LEOURV Stærðir; 23-38 POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINARWAAGE ^ToDV skórinn STEINARWAAGE SKÓVERSLUN # --------- SKÓVERSLUN ^ SÍMI 551 8519 • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 5521212. SlMI 568 9212 tækja og ýmissa framleiðsluvara. I staifinu út á við hyggst félagið beita sér á breiðum vettvangi og kynna vinnuvistfræði sem víðast. Mikilvægt verður að stuðla að gæðatryggingu og rannsóknum innan vinnuvistfræðinnar. Jafn- framt þarf að tryggja að fylgst verði með staðlamálum á sviði vinnuvistfræði við hönnun. Miklu skiptir að framleiðendur, stjórn- endur, samtök atvinnulífsins og stjómmálamenn séu meðvitaðir um þýðingu vinnuvistfræðilegra sjónarmiða. Fyrsta starfsárið var ákveðið að áhersla yrði lögð á að byggja upp innra starf félagsins, skapa tengsl milli félgsmanna og koma af stað þverfaglegum áhugahópum um ýmis málefni. VINNÍS hefur sótt um inngöngu í Norrænu vinnuvist- fræðisamtökin en þau hafa verið starfandi siðan 1969. Við það mun VINNÍS öðlast aðild að alþjóðleg- um samtökum á þessu sviði en markmið samtakanna er að efla tengsl og samstarf milli landa. Næstu daga munu félagar í VINNÍS vekja athygli lesenda Morgunblaðsins á samspili manns og umhverfis út írá vinnuvistfræði- legu sjónarhomi. Þórunn er sjúkraþjálfari og formad- ur VINNÍS. Björk er iðjuþjálfi og varaformaður VINNÍS. Hagkvæm, hljóðlát loftpressa fyrir þá sem vilja vinna í kyrrlátu umhverfi Bláa línan frá Jun-Air er ódýrari en þú átt að venjast. Jun-Air - þessar hljóðlátu! SKÚLASON BJÓNSSON VERSLUN ■ SKÚTUVOGI 12H ■ REYKJAVÍK • SÍMI 568-6544 V. Fyrir falleg heimili! m:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.