Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Tvísýnt í A-
og B-flokki
HESTAR
G1 a ð h e i m a r
í Kópavogi
GÆÐINGAMÓT OG
ÚRTAKA GUSTS
Árlegt gæðingamót Gusts var haldið
um helgina þar sem jafnframt voru
valdir fulltrúar félagsins á landsmót-
inu í öllum flokkuin. Einnig fóru
fram kappreiðar þar sem kcppt var í
150 og 250 metra skeiði og 250 metra
stökki. Veður var hið besta meðan á
mótinu stóð og tókst það vel í alla
staði. Þá öttu knapar einnig ung-
hrossum í tamningu saman í kcppni.
STÓÐHESTARNIR koma víða
við sögu þessa dagana og einn
þeirra, Sjóli frá Þverá sem Ragnar
Hinriksson sat, tók A-flokkinn með
trompi eftir harða keppni við annan
stóðhest, ísak frá Eyjólfsstöðum
sem Páll Bragi Hólmarsson sat, og
hryssuna Brá frá Votmúla sem
Steingrímur Sigurðsson sat. ísak
hafði nauma forystu eftir forkeppni
en í úrslitunum höfðu Sjóli og
Ragnar sigurinn.
I B-flokki voru það konurnar
sem börðust hart. Sigrún Erlings-
dóttir var með As frá Syðri-Brekk-
um og voru þau í öðru sæti að lok-
inni forkeppni en Hugrún Jóhanns-
dóttir hafði að því er virtist örugga
forystu. I úrslitunum höfðu þær
sætaskipti og As og Sigi'ún stóðu
uppi sem sigurvegarar. Glæsileg-
asti gæðingur mótsins var valin
Fjöður frá Asi sem Sigurður Sig-
urðarson sýndi.
Asetuverðlaun hlaut Bjarnleifur
Smári Bjamleifsson sem keppti í
bamaflokki á Vini frá Kirkjulæk.
Þá hlaut Sigríður Þorsteinsdóttir
ásetuverðlaun en hún keppti í ung-
lingaflokki á Gusti frá Litlu-Gröf og
urðu í öðm sæti með 8,53 í einkunn.
Berglind Rósa Guðmundsdóttir
sigraði á hinni víðförlu Maístjömu
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
RAGNAR Hinriksson enn á sigurbraut nú með stóðhestinn Sjóla frá Þverá eftir spennandi keppni við ísak og
Pál Braga, næstir honum koma Brá og Steingrímur, Þruma og Hugrún og Sigurbjörn á Fonti.
M *- &.
V *
iS*r.
frá Svignaskarði með 8,51 og mætti
ætla að þessar tvær stúlkur ætli sér
stóra hluti á landsmóti.
Valdimar Kristinsson
Galsi í háum tölum
Úrtökukeppni Gusts
Kært vegna eignarhalds-
ákvæðis í gæðingakeppni
ENN og aftur verður eignarhalds-
w ákvæði í reglum um gæðinga-
keppni Landsambands hesta-
mannafélaga að bitbeini og var
send kæra til aganefndar vegna
gruns um að verið væri að brjóta
þetta ákvæði í gæðingakeppni
Gusts nú um helgina. Oft hefur
verið á það bent hér í hestaþætti
Morgunblaðsins að þetta ákvæði sé
löngu úr sér gengið því ekki sé með
nokkm móti hægt að framfylgja
því.
Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað
er um að ræða þá segir í þessu
ákvæði reglnanna að sá hestur sem
sýndur er í gæðingakeppni skuli
vera í eigu félagsmanns hjá við-
komandi félagi. Oft hefur leikið
-gmnur á að menn ýmist fái lánaða
hesta hjá aðila sem ekki er félagi í
viðkomandi félagi og sýni í eigin
nafni eða þá að utanfélagsmaður
gerir samkomulag við félagsmann
um að hann, utanfélagsmaðurinn,
fái að sýna hesta í sinni eigu í nafni
félagsmanns. Talið er að þess séu
mörg dæmi að farið sé í kringum
þetta ákvæði, sérstaklega þegar
valin em hross hjá félögunum til
þátttöku á fjórðungsmót eða lands-
mót.
Kæra barst vegna skráningar
Sigrúnar Sigurðardóttur félags-
manns í Gusti á tveimur hrossum
þar sem hún var skráður knapi á
bæði hrossin. Þegar svo keppnin
hófst mætti Sigurbjörn Bárðarson
og sýndi hrossin en þau höfðu að
því er talið var verið í eigu hans.
Einnig var kært vegna knapaskipt-
anna. Eins og í öðmm slíkum mál-
um taldi mótsstjórn sig ekki geta
tekið á málinu en að sögn Krist-
mundar Halidórssonar mótsstjóra
þótti rétt að vísa málinu til aga-
nefndar LH. Hann tók fram í sam-
tali við blaðamann að ekki væri bú-
ist við að aganefndin gæti tekið
með afgerandi hætti á málinu en
rétt hefði þótt að láta nefndina
fjalla um máiið því brýn þörf væri
á að fá umræðu um þetta mál.
Kristmundur benti á annað
ákvæði í lögum um gæðingakeppni
þar sem segir að sé sami knapi
skráður á fleiri en eitt hross skuli
skrá varaknapa en það hafí ekki
verið gert í þessu tilviki. Hins veg-
ar væri almennt ekki gengið eftir
slíku og hefðu fleiri knapar verið
skráðir á fleiri en eitt hross að
þessu sinni en ekki verið skráður
varaknapi. I þeim tilvikum sýndu
skráðir knapar þau hross sem þeir
voru skráðir á. Þess má að lokum
geta að bæði þessi hross unnu sér
rétt til þátttöku á landsmóti fyrir
hönd Gusts.
HESTAR
Hlíðarholtsvöllur,
Akureyri
GÆÐINGAMÓT OG
ÚRTAKA LÉTTIS
Akureyringar völdu gæðinga sína til
þátttöku fyrir hönd Léttis um hvíta-
sunnuna á gæðingamóti félagsins.
BALDVIN Ari Guðlaugsson stað-
festi með góðri sýningu á Galsa frá
Sauðárkróki orðróm um að þeir
myndu blanda sér í baráttu hinna
bestu í A-flokki á landsmótinu. Hlutu
þeir 8,80 í forkeppninni sem er með
hæstu einkunnum ársins í gæðinga-
keppni. Léttir hefur rétt til að senda
þijá keppendur í hverjum flokki og
var keppnin um þessi sæti afar
spennandi þótt ekki væru einkunnir
háar í öllum flokkum.
Baldvin Ari var einnig með efsta
hest í B-flokki, Tuma frá Skjaldar-
vík, en þeir hlutu í einkunn 8,46 og
höfðu þeir nokkra yfirburði yfir aðra
keppendur. Þeir knapar sem unnu
sér sæti í landsmótsliði Léttis fengu
félagsbúninga til notkunar utan vall-
ar frá félaginu. Næsta mót hjá Létti
verður töltmót væntanlega til að
gefa keppendum í Eyjafírði og víðar
tækifæri til að tryggja sér lágmarks-
einkunn til þátttöku í keppni úrvals-
töltara á landsmótinu.
BALDVIN ARI og Galsi voru í
miklu stuði í úrtökunni og Ijóst
að þeir verða erfiðir viðfangs á
landsmótinu.
Mikill kraftur er nú kominn í allan
undh'búning fyrir landsmótið eftir
breyttar kringumstæður í hitasótt-
armálum þegar hillir undir afnám út-
flutningsbanns hrossa og var að
heyra á Eyfirðingum að nú væri far-
in að skapast rétta stemmningin fyr-
ir mótið eftir erfíðan vetur í óvissuá-
standi.
Valdimar Kristinsson
Urslit
Hestamót Gusts í Glaðheimum
A-flokkur gæðinga
1. Sjóli frá Þverá, eigandi Magnús Matthías-
son, knapi Ragnar Hinriksson, 8,45.
2. ísak frá Eyjólfsstöðum, eigendur Kristinn
Valdimarsson og Páll B. Hólmarsson, knapi
Páll B. Hólmarsson, 8,47.
3. Brá frá Votmúla, eigandi og knapi Stein-
grímur Sigurðsson, 8,46.
» 4. Þruma frá Þóreyjarnúpi, eigandi Ámi Þor-
kelsson, knapi Páll B. Hólmarsson, 8,31.
5. Fontur frá Akureyri, eigandi Sigrún Sig-
urðardóttir, knapi Sigurbjörn Bárðarson,
8,33.
B-flokkur gæðinga
1. As frá Syðri-Brekku, eigandi Bjami
Frímannsson, knapi Sigrún Erlingsdóttir, 8,49.
2. Blær frá Sigluvík, eigendur Hugrún Jó-
hannsdóttir og Páll B. Hólmarsson, knapi Hu-
grún Jóhannsdóttir, 8,60.
3. Ábóti frá Bólstað, eigandi og knapi Halldór
Svansson, 8,44.
4. List frá Litla-Dunhaga, eigandi og knapi
'fr Sigrún Sigurðardóttir, 8,45.
5. Adam frá Götu, eigandi Jón Styrmisson,
knapi Erling Sigurðsson, 8,43.
Ungmennaflokkur
1. Krapi frá Kirkjuskógi, eigandi og knapi
Sigurður Halldórsson, 8,43.
2. Ósk frá Refsstöðum, eigandi Erla G.
Matthíasdóttir, knapi Birgitta D. Kristins-
dóttir, 8,40.
3. Eldur frá Hóli, eigandi og knapi Ásta D.
Bjarnadóttir, 8,47.
4. Funi frá Kjartansstaðakoti, knapi Þórdís
Guðmundsdóttir,8,25.
5. Toppui- frá Árbakka, eigandi og knapi
Sveinbjörn Sveinbjömsson, 8,31.
Unglingar
1. Maístjarna frá Svignaskarði, eigandi Sig-
urður Halldórsson, knapi Berglind R. Guð-
mundsdóttir, 8,51.
2. Gustur frá Litlu-Gröf, eigandi og knapi Sig-
ríður Þorsteinsdóttir, 8,53.
3. Kári frá Þóreyjamúpi, eigandi Iris B. Haf-
steinsdóttir, knapi Pála Hallgrimsdóttir, 8,38.
4. Ögri frá Uxahrygg, eigandi og knapi Svan-
dís D. Einarsdóttir, 8,27.
5. Glæsir frá Reykjavík, eigandi og knapi
Guðrún E. Þórisdóttir, 8,21.
Barnaflokkur
1. Kolgrímur frá Hellutúni, eigandi og knapi
Vala D. Birgisdóttir, 8,25.
2. Vinur frá Kirkjulæk, eigandi Maríanna
Bjamleifsdóttir, knapi Bjarnleifur S. Bjarn-
leifsson, 8,27.
3. Kópur frá Reykjavík, eigandi og knapi
Freyja Þorvaldsdóttir, 8,12.
4. Brenna frá Lundum, eigandi og knapi
Tryggvi Þ. Tryggvason, 7,64.
5. Druna frá Húnastöðum, eigandi Halldór
Svansson, knapi Elka Haildórsdóttir, 7,96.
Pollaflokkur
1. Fengur frá Götu, eigandi Friðrik Friðriks-
son, knapi Styrmir Friðriksson.
2. Litli-Rauður frá Svignaskarði, eigandi og
knapi Guðný B. Guðmundsdóttir.
Unghross
1. Tvistur frá Kálfhóli, eigandi Sigurður
Leifsson, knapi Sigurður Sigurðsson.
2. Yrpa frá Seylu, eigandi Sigurður Leifsson,
knapi Sigurjón Þ. Skúlason.
3. Birtingur frá Miklabæ, eigandi og knapi
Gylfi Gylfason.
Skeið - 250 m
1. Ósk frá Litla-Dal, eigandi og knapi Sigur-
björn Bárðarson, 23,40.
2. Tangi frá Lambafelli, eigandi Tryggvi
Geirsson, knapi Axel Geirsson, 25.14.
3. Freydís frá Steðja, eigendur Hugrún Jó-
hannsdóttir og Páli B. Hólmarsson, knapi Hu-
grún Jóhannsdóttir, 26,60.
Skeið - 150 m
1. Snarfari, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárð-
arson, 15,81.
2. Gnýfari, eigandi og knapi Sigurbjöm Bárð-
arson, 16,66.
3. Skerjála frá Svignaskarði, eigandi Guð-
mundur Skúlason, knapi Berglind R. Guð-
mundsdóttir, 16,87.
Stökk - 250 m
1. Leiser frá Skálakoti, eigandi Guðni Krist-
insson, knapi Axel Geirsson, 20,16.
2. Skuggi frá Skeiðháholti, eigandi og knapi
Guðrún E. Þórisdóttir, 20,26.
Gæðingamót Léttis
A-flokkur.
1. Galsi frá Sauðárkróki, eigandi og knapi
Baldvin A. Guðlaugsson, 8,80.
2. Logi frá Brennihóli, eigandi Einar Ö. Gr-
ant, knapi Arnar Grant, 8,34.
3. Dumbur frá Skriðu, eigandi Davíð Sverris-
son, knapi Þór Jónsteinsson, 8,34.
4. Nökkvi frá Akureyri, eigandi og knapi Þor-
var Þorsteinsson, 8,10.
5. Dimmalimm frá Akureyri, eigandi Páll
Tryggvason, knapi Erlendur A. Öskarsson,
8,16.
B-flokkur
1. Tumi frá Skjaldarvík, eigandi og knapi
Baldvin A. Guðlaugsson, 8,46.
2. Þokki frá Akureyri, eigandi og knapi Helga
Ái’nadóttir, 8,28.
3. Spuni frá Torfunesi, eigandi og knapi Sig-
rún Brynjarsdóttir, 8,28.
4. Sölvi frá Syðra-Garðshorni, eigandi Þóra
Höskuldsdóttir, knapi Höskuldur Jónsson,
8,14.
5. Ofsi frá Engimýri, eigandi og knapi Er-
lendur A. Óskarsson, 8,28.
Ungmenni
1. Ögri frá Enni, knapi Þorbjöm Matthíasson,
8,14.
2. Trausti frá Akureyri, knapi Heimir Gunn-
arsson, 8,04.
3. Vör frá Hofi, knapi Sveinn 1. Kjartansson,
8,10.
4. Drafnar frá Akureyri, knapi Þorsteinn
Bjömsson, 8,22.
5. Leiknir frá Arnarstöðum, knapi Diljá Óla-
dóttir, 8,02.
Unglingar
1. Lögg frá Garðshorni, knapi Ólafur Þ.
Magnússon, 7,58.
2. Djákni frá Dalvík, knapi Haukur H.
Bjarnason, 7,88.
3. Þáttur frá Akureyri, knapi Þórhallur Guð-
mundsson, 7,86.
4. Freyja frá Garðshorni, knapi Alda Ákels-
dóttir, 7,20.
Barnaflokkur
1. Vængur frá Akureyri, knapi Dagný B.
Gunnarsdóttir, 8,22.
2. Gauti frá Borgai-hóli, knapi Ragnhildur
Haraldsdóttir, 8,22.
3. Skuggi frá Akureyri, knapi Rut Sigurðar-
dóttir, 7,84.
4. Draumadís, knapi Marta S. Jónsdóttir,
6,98.
Skeið - 150 m
1. Ör, knapi Arnar Grant, 15,60.
2. Trausti, knapi Ólafur Ö. Þórðarson, 15,60.
3. Bjartur, knapi Stefán Erlingsson, 17,40.
Skeið - 250 m
1. Logi, knapi Arnar Grant, 24,5.
Stökk - 300 m
1. Funi, knapi Þorbjörn Matthíasson, 23,60.
2. Jarpstjarna, knapi Hulda Sigurðardóttir,
23,75.
3. Brúnn, knapi Ágúst Ásgrímsson, 23,75.