Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 40

Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stjúpfaðir, stjúptengdafaðir, bróðir og mágur, ÓLI JÓHANNES SIGMUNDSSON fyrrv. byggingameistari og kaupmaður á l'safirði, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík, sunnudaginn 7. júní. Ingþór Haraldsson, Þorbjörg Daníelsdóttir, Ásta Sigmundsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Daníel Sigmundsson, aðrir ættingjar og aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR JÓHANNSSON verslunarmaður, Veghúsum 31, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 7. júní. Guðrún Álfgeirsdóttir, Olga Björk Guðmundsdóttir, Snorri Hreggviðsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Sighvatur Bjarnason, Jóhanna H. Guðmundsdóttir, Jóhannes R. Ólafsson og barnabörn. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, frá Presthvammi, Afiagranda 40, lést að heimili sínu föstudaginn 5. júní. Börnin. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR BREIÐFJÖRÐ HELGASON vélstjóri, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis að Álfaskeiði 49, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. júní sl. Útförin ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30. Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Þorgeir Sæmundsson, Margrét S. Guðmundsdóttir, Helgi S. Sæmundsson, Guðbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir, HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju i dag, þriðjudaginn 9. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Foreldrafélag misþroska barna. Axel Óli Alfreðsson, Rannveig Höskuldsdóttir, Flosi Jónsson, Aðalsteinn Flosason, Guðlaug Flosadóttir. ÓLAFUR MEYVANT JÓAKIMSSON + Ólafur Meyvant Jóakimsson fæddist á Siglufirði 11. niaí 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóakim Meyvantsson verka- maður og Ólína Ólafsdóttir húsmóð- ir. Systkini Ólafs eru: Hildigunnur, f. 21.1. 1912, d. 10.11. 1982; Ottó, f. 15.4. 1913, d. 13.6. 1915; Ottó Jón, f. 15.5. 1915, d. 28.9. 1973; Ægir, f. 4.11. 1917, d. 1.9. 1996; Bergþóra Bryndís, f. 30.6. 1920, d. 28.10. 1973; Sigurður Óskar, f. 14.7. 1926, d. 3.7. 1927; Ólöf María, f. 24.12. 1927, hún býr á ísafirði. Hinn 27. september 1950 kvæntist Ólafur Fjólu Baldvins- dóttur, f. 2.6. 1927 í Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Baldvin Jóhannesson sjómaður og Sig- fríður Björnsdóttir húsmóðir. Ólafur og Fjóla eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Guðni, f. 12.8. 1946, stýrimaður. Kona hans er Ásdís Pálmadóttir. Börn þeirra eru: Lilja, Fjóla, Ólafur Pálmi, Birkir Guðni. 2) Ægir, f. 17.8. 1953, sjómaður. Kona hans er Guðný Ágústsdóttir. Börn þeirra eru: Ólafur, Kolbeinn, Atli Þór og Ásdís María. 3) Sig- urður, f. 28.3. 1960, stýrimaður. Kona hans er Ás- laug Grétarsdóttir. Börn þeirra eru: Jakob, Jóakim Snær og Sigrún Sif. 4) Jóakim, f. 26.3. 1967, sjómaður. Hans kona er Sæ- björg Ágústsdóttir. Synir þeirra eru: Ólafur Meyvant og Baldvin Orri. Ólafur ólst upp til fullorðinsára á Siglufirði og þar kynntist hann konu sinni Fjólu. Hann lauk gagnfræðaprófí og síðan prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavik 1951. Hann var á ýmsum togurum og bátum til þess tíma er hann ræðst til Magnúsar Gamalíelssonar árið 1948 á NB Einar Þveræing og var Ólafur skipstjóri á Einari til ársins 1959. Þá sótti hann nýtt skip til Noregs, Guðbjörgu ÓF, og var skipstjóri á því til 1966. Það ár fékk útgerðin nýtt skip, Sigurbjörgu ÓF 1, sem hann stýrði til 1979 þegar hann tók við nýrri Sigurbjörgu, sem var skuttogari. Hann lét af störfum vegna veikinda árið 1984 eftir 35 ár hjá sömu útgerðinni. Síð- an starfaði Ólafur eftir það sex ár á hafnarvoginni í Ólafsfirði. Útför Olafs Meyvants Jóakimssonar fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar moldin umlykur þig vinur og þú ert laus úrbúriþínu sé ég þig svífa eins og frjálsan fúgl frámér núna syngjandi af gleði. Eg vildi að ég gæti flogið með þér um ónumin lönd og átt vináttu þar sem hér áður. En vinur ég kemst ekki með þér svo ég óska þér góðrar ferðar (Gísli Gíslason frá Ólafsfirði) Hann Ólafur Meyvant Jóakims- son eða Óli Jó tengdapabbi var eng- um líkur. Þeir sem kynntust honum sáu strax að hann var mikilhæfur maður, góður og vinsæll mjög. Ég hef þekkt þig í 15 ár eða frá því ég kynntist eiginmanni mínum. Fyrir 15 árum lást þú á sjúkrahúsi í Reykjavík, þá í lífshættu eftir slæmt hjartaáfall. Við tengdapabbi eigum sama af- mælisdag. Ég tel víst að það hafi ekki spillt fyrir er Siggi minn tók þá ákvörðun að ég yrði konan í lífi hans, því hann hélt alltaf upp á vissa daga ársins og þetta er einn af þeim dögum. Synir þínir, Óli minn, hafa alla tíð haldið upp á þig. Ég sem tengdadóttir þín hef ekki getað fengið betri tengdapabba og vil ég Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. Segðu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér ® 5614400 lciSa- <ulT HJÁlMKSTOmUN \nr/ KIRKJUNNAR Stefánsblóm Laugavegí 178 S; 561 0771 + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GYLFI MÁR GUÐBERGSSON landfræðingur, Hávallagötu 29, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans vinsamlega láti Krabbameinsfélagið njóta þess. '> Vigdís Sigurðardóttir, Ágúst Gunnar Gylfason, Bergljót Sigurðardóttir og barnabörn. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. I! S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 segja það að minningin um þig er ljúf. Þegar ég kom inn í ykkar fjöl- skyldu, tókuð þið hjónin, þú og Fjóla, vel á móti mér. Ég átti son fyrir og var honum vel tekið sem hann hafi alla tíð verið í þessari fjöl- skyldu. Að koma á Gunnólfsgötuna var alltaf eins og að koma á sex stjörnu hótel. Þið hjónin tókuð ætíð höfðinglega á móti okkur og öllum öðrum gestum. Þú varst ættrækinn mjög og hafðir mikið gaman af því að hitta þína nánustu og m.a. fannst þér skemmtilgast af öllu þegar þú sér- staklega hafðir alla syni þína hjá þér ásamt tengdadætrum og barna- börnum og barnabarni. Allir synir þínir hafa valið það ævistarf að vera sjómenn eins og þú, og ekki auðvelt að koma því við að allir séu í landi á sama tíma. En þegar það varð að veruleika var yfirleitt glatt á hjalla. Þá varst þú í essinu þínu og ham- ingjan skein úr andliti þínu. Ættarmótið fyrir vestan, þú manst, vegirnir þeir voru ekki upp á það besta, þar sem Maja og þú vor- uð ættarhöfðingjarnir. Ekki hefði ég viljað missa af þessu móti þrátt fyrir vegina góðu. Á þessum ættar- mótum naust þú þín fram í fingur- góma. Síðastliðið sumar varð síð- asta ættarmótið sem þú komst á lif- andi, ég segi lifandi, því ég veit nefnilega að þið systkinin sem þeg- ar eruð látin verðið öll á því næsta bara ekki okkur sjáanleg heldur finnanleg. Ægir bróðir þinn dó f'yrir tveim árum og fannst okkur í minni fjölskyldu þetta stór missir og það má með sanni segja að þar fór einn af höfðingjunum sem ég kynntist úr þessari stóru ætt. Nú er hún Maja ein eftir af þessum stóra systkina- hópi frá Siglufirði. Oli, þín verður sárt saknað. Óli, þú varst alltaf svo léttur í lund, sást góðu hliðarnar á lífinu, það var fátt sem þú gast ekki leyst með þínu ljúfa og góðlátlega fasi. Þú gerðir ekki mikið úr sjúkdómi þínum, sem háði þér allan þann tíma sem ég þekkti þig, en það eru 15 ár. Þú treystir fólki svo vel, því þú varst þannig að hvaða barn, ung- lingur eða fullprðinn endurgalt þér þetta traust. Ég man eftir táningi sem var nýbúinn að fá bílpróf og þurfti að skreppa eitthvað og hjá þér var það ekkert sjálfsagðara en að lána honum bílinn þinn. Þetta er bara smá dæmi. Þú varst skipstjóri á mörgum skipum og hélst þar nán- ast alltaf sama mannskap áratugum saman vegna þess að það var eftir- sóknarvert að vera undir þinni stjórn, bæði vegna þess hve þú varst þægilegur í umgengni og líka að það gaf vel í aðra hönd að róa með þér. Þín framkoma var bara þannig, þú barst virðingu fyrir fólki og eins og máltækið segir: „Eins og þú sáir munt þú uppskera." Svona man ég líka eftir þér, bamabörnin löðuðust að þér og líka annarra manna börn. Þú hefðir orðið góður hjá þeim á Tjarnarborg. Synir þínir voru með þér á sjó, og gerði það þeim bara gott að vera með þér þar. Ég veit að Siggi minn hafði góða fyrirmynd hvort sem það Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.