Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 41'*'
MINNINGAR
var um borð í Sigurbjörginni eða á
heimili ykkar Fjólu. Alltaf þegar
Siggi kom af sjónum eftir að við
rugluðum reitum okkar saman í
Reykjavíkinni, þurfti hann að
hringja í þig til þess að ræða um
fiskerí og fótbolta. Maðurinn minn
var og er pabbastrákur, og er það
vel meint hjá mér. Þú varst góð fyr-
irmynd fyrir strákana þína. Bama-
bömin þín leituðu oft til þín og báðu
þig bónar sem þú einn gast á þinn
einlæga hátt látið eftir þeim, án
þess að verið væri að spilla þeim.
Ég á ekki nógu mörg orð til þess
að lýsa persónu þinni og velvilja, en
eitt veit ég að það er mikill missir
að þér. Elsku Fjóla, Guðni, Ægir,
Jóakim og Sigurður, ykkar missir
er mikill, megi hið almáttuga hjálpa
ykkur í gegn um sorgina.
Það er erfitt að trúa því að afi sé
dáinn, sérstaklega þegar við emm
svona langt í burtu. Það var sunnu-
daginn 31.5. að við fengum skilaboð
um það að afi væri mikið veikur og
vart hugað líf. Það varð svo úr að
það sem maður hefur óttast mest
frá því að maður var smápatti varð
að veruleika, símhringing um miðja
nótt. Eitthvað sem alltaf getur
fengið hjartað til að taka aukaslag
þar sem svo margir í fjölskyldunni
eru sjómenn. En í þetta skipti tók
hjartað ekki aukaslag, það var frek-
ar eins og það stoppaði eitt augna-
blik, ég fylltist tómleika, söknuði og
reiði. Það var ekki fyrr en ég talaði
við ömmu sem reiðin hvarf og við
tóku stanslausar hugsanir um þær
gleðistundir sem ég hef fengið að
njóta með afa. Þau vom ófá skiptin
sem ég fékk að fara með afa út á
bryggju þegar Sigurbjörgin var í
landi. Þessar ferðir renna mér seint
úr minni þar sem ég fékk að fikta í
öllum tökkum, tólum og leika skip-
stjóra nánast afskiptalaus. Það var
nefnilega rétt sem hún Ásdis María
sagði: „Hann afi skammaði okkur
aldrei."
Afi var gæddur þeim einstaka
eiginleika að koma sínu á framfæri
án þess að æsa sig. Sjómannadagur-
inn var einn að heilögustu dögum
ársins hjá afa, enda starfaði hann
sem sjómaður mestalla sína
starfsævi. Það var orðinn siður hinn
síðari ár að ég færi með afa í sjó-
mannamessu á sjómannadaginn.
Við keyrðum venjulega upp að póst-
húsi, þar biðum við eftir skrúðgöng-
unni og gengum með henni síðasta
spölinn að kirkjunni. Þessar stuttu
gönguferðir með afa gáfu mér mjög
mikið og skilja eftir sig góðar minn-
ingar. Það lýsir afa mjög vel að þeg-
ar við vorum að leggja af stað frá
Gunnó til að fara í skrúðgönguna þá
sagði ég alltaf við afa: „Eigum við
ekki að gera eins og síðast og bíða
við pósthúsið." Hann svaraði mér
alltaf eins, elsku karlinn: „Eigum
við ekki að kíkja út á vigt?“ Hann
/ r v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
egsteinar
Lundi
Opið öll kvöld
iil kl. 22 - einnig uin hclgar.
Sltrcytingar fyrir ftll tilcfhi.
Gjafavðrur.
vildi alltaf reyna að gera meira en
honum var ráðlagt. Hann var aldrei
fyrir það að láta vorkenna sér né
láta fólk stjana í kringum sig, sem
sannaði sig best þau skipti sem
hann lá inni á spítla, hann vildi helst
ekki trufla hjúkkumar því þær áttu
að vera að sinna veika og gamla
fólkinu.
Svo harður er enginn hafsins klettur,
að hafaldan vinni ekki á honum seinast
(Tennyson.)
Afi reyndist mér afar vel allt frá
því að ég man fyrst eftir mér. Það
eru ekki mörg afabörnin sem hafa
komist í gegnum skólaárin á annan
hátt en ég gerði. Afi kenndi mér á
klukku, hann kenndi mér að reikna,
skrifa og svo kemst maður ekki hjá
því að vera stanslaust að læra eitt-
hvað um lífið sjálft þegar maður fær
tækifæri til að umgangast svo ein-
stakan mann sem afi var. Þeir voru
margir klukkutímarnir sem við
nafnarnir sátum við stofuborðið í
Gunnó og lærðum saman. Ég held
að afi hafi verið eini maðurinn sem
hafði þolinmæði til þess að reyna að
kenna mér og verð ég honum ævin-
lega þakklátur. Án hans væri ég
sjálfsagt ekki með þann menntaá-
huga sem ég hef í dag. Ég veit að
yngri systkini mín og frændsystkini
vita hvað er verið að tala um þegar
minnst er á stafabókina hans afa.
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
þær stundir sem við fengum að vera
saman í þessu lífi. Ég kveð þig í
hinsta sinn með miklum söknuði.
Elsku amma, Guðni, pabbi, Siggi,
Jói og Mgja. Guð gefi okkur styrk í
okkar miklu sorg. Guð blessi þig,
elsku afi. Minning þín mun lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Ólafur Ægisson og
Steingerður Sigtryggsdóttir,
Oklahoma.
Elsku afi. Þú varst besti vinur
okkar, þú kenndir okkur á klukk-
una, að þekkja stafina og skrifa þá.
Þú varst jafn spenntur og við þegar
fyrsti skóladagurinn kom sem var
svo stór stund hjá okkur. Þú fylgd-
ist vel með náminu hjá okkur og
hvort við værum ekki dugleg eins
og Óli Æ., Fjóla, Lilja og Oli P. Þau
lærðu nefnilega líka fyrstu stafina
og á klukkuna hjá þér. Þú hafðir
áhuga á öllu sem við gerðum, fórst
með okkur á bryggjuna að veiða og
komst á æfingarnar á vellinum því
þú varst líka svo mikill Leifturs-
maður.
Söknuður okkar er mikill en þú
varst svo duglegur að leggja inn á
„minnisbók barnanna“ og við getum
alltaf tekið út úr henni ón þess að
tæma hana, og minnst þín með bros
á vör seinna meir. Hafðu þökk fyrir
allar góðu stundirnar sem þú gafst
okkur, elsku afi.
„Þegar vinur þinn talar, þá and-
mælir þú honum óttalaust eða ert
honum samþykkur af heilum hug.
Og þegar hann þegir, skiljið þið
hvor annan. Því að í þögulli vináttu
ykkar verða allar hugsanir, allar
langanir og allar vonir ykkar til, og
þeirra er notið í gleði, sem krefst
einskis." (KHALIL GIBRAN)
Kveðja.
Kolbeinn, Atli Þór, Ásdís
Maria, Ólafur Meyvant
og Baldvin Orri.
Til hafs sól hraðar sér,
hallarútdegi,
eitt skeiðrúm endast hér
á lífsins vegi.
(Amór Jónsson.)
Elsku Óli mágur. Mig langar til
þess að senda þér nokkrar línur, og
þakka þér fyrir allar yndislegu
stundimar sem ég hef fengið að
njóta með þér og systur minni,
Fjólu. Þú hringdir oft til mín, til
þess að fá fréttir af litlu útgerðinni
minni fyrir sunnan og fá að vita um
aflabrögðin. Það var ekki nóg að
vita um hvar veiddist heldur á
hvaða breiddargráðu veitt var, hve
mikill aflinn var og hvort þetta hafi
ekki verið almennilegur fiskur. Þú
sagðir við mig að þarna hafi lang-
þráður draumur ræst hjá mér, að
komast út á sjó, vera sjálfs míns
herra. Eins og þú vissir var það allt
honum Andra mínum að þakka að
þessi draumur gat ræst. Ég vil
þakka þér fyrir stuðning sem þú
gafst mér við fráfall Skjaldar, sem
dó fyrir 17 árum, og einnig við frá-
fall Andra, sambýlismanns míns, á
síðasta ári. Það má víst segja að ég
þekki sorgina vel.
Þessa dagana hefur sorgin hellst
yfir mig aftur þegar þú kvaddir
þetta líf. Ég þekki sorgina allt of
vel. Ég kom norður til ykkar í heim-
sókn, en þú varst ekki heima heldur
á sjúkrahúsi á Akureyri. Ég var ein-
ungis búin að vera hjá ykkur Fjólu
systur í sólarhring þegar alvarlegar
fréttir bárust frá spítalanum. Mikið
var þessi sólarhringur sem eftir var
lengi að líða. Biðin er alltaf svo erf-
ið. Svo kom sorgarfréttin, að þú
hefðir látist mánudagsmorguninn 1.
júní.
Elsku systir, systrasynir og fjöl-
skyldur. Ég sendi ykkur mínar
samúðarkveðjur.
Vigdís systir.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Víðivöllum 21,
Selfossi,
andaðist á heimili sfnu föstudaginn 5. júní.
Bjarni Dagsson,
Guðmundur Bjarnason,
Þórlaug Bjarnadóttir, Karl Þórir Jónasson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR,
Árskógum 8,
lést á heimili sínu 7. júní.
Hilmar Þór Björnsson,
Gunnfríður Friðriksdóttir,
Magnús Þór Hilmarsson, Guðrún S. Benediktsdóttir,
Björn Ingþór Hilmarsson, Birna Katrfn Ragnarsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Þórunn Arinbjarnardóttir
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi,
DIETER ROTH
myndlistarmaður
f Sviss,
lést á vinnustofu sinni f Basel að kvöldi föstu-
dagsins 5. júní. Útförin verður auglýst síðar.
Karl Roth, Lára Magnúsardóttir,
Bjöm Roth, Þórunn Svavarsdóttir,
Vera Roth,
Guðrfður Adda Ragnarsdóttir
og barnabörn.
+
Bróðir okkar,
INGÓLFUR PÉTURSSON
frá Ófeigsfirði,
Grund,
Hringbraut 50,
áður Njálsgötu 26,
lést á Landspítalanum laugardaginn 6. júni.
Ófeigur Pétursson,
Einar Pétursson,
Sigurgeir Pétursson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÍSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavfk,
veröur jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn
10. júníkl. 15.00.
Gunnar Ingi Þórðarson,
Sigrún Þórðardóttir, Gunnar Hans Helgason,
Ragnheíður Guðrún Þórðardóttir, Björn Björnsson
og barnabörn.
Útför
+
JÓNS FINNBOGASONAR,
sem lést á Sjúkrahúsi Neskaupsstaðar 2. júni sl., verður gerð frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 9. júní kl. 14.00.
Böm og aðstandendur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HAFLIÐA MAGNÚSSONAR
kjötiðnaðarmeistara,
Bergþórugötu 59.
Guðrún Th. Beinteinsdóttir,
Margrét Hafliðadóttir. Bjarni Þorkelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför bróður míns,
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR
frá Laugabóli.
Sérstakar þakkir til allra sem greiddu götu
okkar.
Guðmundur Valtýr Guðmundsson
og fjölskylda.
<r