Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
HI5 FAITHFUL
MECHANIC5 U)ILL
HAVE HI5 PLANE
FUELEP ANP
READV TO 60..
A5 500N A5
THET FINI5H
PLAVIN6 THI5
. HANP.. >
4«
©AKJ
OBZ
*<
♦ <»-•. H ■
<J* w E <JQ8763
ÖAO S 4"
4o . ♦-
♦ »6J
<J“
0 64
S-b
IT 15 DAWN..HERE 5
THE UIORLP WARI
FLYIN6ACE WALKIN6
OUT ONTO THE
AEROPROME...
Það er komin dögun, hér
er flugkappinn úr fyrri
heimsstyijöldinni að
ganga út á flugvöllinn.
DygRU vélvirkjam-
ir hans munu fylla
flugvélina hans
með eldsneyti og
gera hana klára
fyrir flugtak...
... jafnskjótt og
þeir hafa lokið
spilinu.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Þrjár kökur
á diski
Frá Hrafni Sæmundssyni:
ÞETTA er svolítið sendibréf til
eldri borgara.
Ástæðan til að skrifa þetta bréf
er sú að mér blöskrar oft hvað full-
orðið fólk lætur ganga yfir sig.
Hvað fullorðið fólk lætur sig litlu
varða um hag sinn og almenna
stöðu í þjóðfélaginu. Að það skuli til
dæmis ekki rísa upp og mótmæla
þeirri neikvæðu umræðu um þann
„vanda“ sem stöðugt er verið að
klifa á um að gamalt fólk skapi ný
vandamál í þjóðfélaginu í framtíð-
inni.
Sauðkindin og við
Hafið þið, eldra fólk, tekið eftir
því að þegar talað er eða skrifað um
þetta „vandamál", að þá eru aldrað-
ir ekki með í textanum? Það er ekki
talað um aldraða eins og lifandi fólk,
heldur eins og dauðar tölur. Hafið
þið tekið eftir því að þegar talað eða
skrifað er um „vandamál" aldraðra,
hvað textinn er líkur og þegar talað
er um „vandamál" landbúnaðarins?
Sérstaklega þegar sauðkindina ber
á góma? Það er byrjað að tala um
fjölda aldraðra nú og fjölda þeirra
eftir tíu ár og eftir tuttugu ár og eft-
ir þrjátíu ár og eins og fjölgun sauð-
kindarinnar leiðir til „offramleiðslu"
þá leiðir fjölgun aldraðra til vissrar
offramleislu svipaðs eðlis og árið
2010 og árið 2020 og árið 2030 verð-
ur þessi „offramleiðsla" farin að
íþyngja mikið þeim fáu sem enn
„vinna“ og borga skattana. Hafið
þið, eldri borgarar, nokkumtíma
heyrt málsmetandi menn í þjóðfé-
laginu tala um einhverjar aðrar
þarfir aldraðra en dýr vistunar-
pláss, heimilishjálp, elliheimili og
svo framvegis? Kannski er minnst á
það í hátíðarræðum að „afi og
amma“ séu mikils virði fyrir yngri
kynslóðina en það eru einmitt afi og
amma sem verið er að koma fyrir í
risablokkum fjarri „glaumi" þjóðfé-
lagsins og yngri kynslóðunum. í
ræðum manna og skrifum em aldr-
aðir settir á „færiband", taldir eins-
leitur hópur sem staðsetja eigi í út-
jaðri þjóðfélagsins þar sem allir
hafa sömu þarfir og sömu áhuga-
mál. Og þegar gamalt fólk að lokum
leggur í síðasta róðurinn þá er eng-
in trygging fyrir því að fólk fái að
lifa og deyja með reisn á þessum
lokaspretti.
Með blíðu brosi
Annað sem mér blöskrar er fram-
koma við fullorðið fólk í þjónustunni
og úti í þjóðfélaginu. Kannist þið,
eldri borgarar, við þetta? Umsjón-
armaður sem vinnur að félagsmál-
um aldraðra kemur með hóp af
„öldruðum" á stað þar sem vel er
tekið á móti fólki. Gestgjafinn tekur
á móti hópnum og snýr sér að um-
sjónarmanni og segir: „Getur þetta
fólk gengið upp stigann eða þarf
það að fara í lyftunni?" Þegar fólkið
er komið á áfangastað - í stiga eða
lyftu - er hópurinn ávarpaður hjart-
næmum orðum og boðnar veitingar.
Síðan koma brosandi konur með
veitingamar, þrjár kökur á diski, og
setja íyrir framan hvem mann.
Kaffi er áður komið á borðin Og
fólkið sest niður og nú verður það
að bjarga sér sjálft í sambandi við
sykurinn! „Notar hann sykur?“
Kalt brennivín
Annað dæmi: Eldri borgarar
koma á þorrablót. Þar er þorramat-
ur borinn fram í plastbökkum eins
og notaðir eru í mötuneytum og bú-
ið er að skammta í hvem bakka -
eins handa öllum. Einhver eldri
borgari vekur athygli á þvi að ískalt
brennivín í staupi hafi verið borið
fram með þorramatnum í „gamla“
daga. Þessi athugasemd er strax
þögguð niður og gestgjafinn gefur
umsjónarmanni þessa skýringu
frammi í eldhúsi: „Þetta fólk notar
ekki áfengi, það drekkur bara djús.“
Bítlalögin
Og þá em það „félagsmiðstöðv-
arnar“. Af hverju heita þessir sam-
verustaðir fullorðins fólks ekki „fé-
lagsheimili"? Og af hverju er fólki
67 ára og eldra safnað saman á
þessa staði? Af hverju blandast
kynslóðirnar ekki í „félagsheimil-
um“ aldraðra þegar svo ber undir?
Og af hverju er starfsemi félags-
miðstöðvanna oftast skipulögð á al-
mennum vinnutíma? Karlakórar,
hestamannafélög, laxveiðiklúbbar,
átthagafélög og svo framvegis eiga
„félagsheimili". Gamla fólkinu er
safnað í „félagsmistöðvar". Finnið
þið ekki „stofnanakeiminn“ af nafn-
inu? Félags-„heimili“ er staður þar
sem fólk kemur saman á , jafnréttis-
gmndvelli" eins og á venjulegu
heimili fólks. Þegar maður kemur í
heimsókn á venjulegt heimili og fær
góðar viðtökur þá em kannski
margar sortir með kaffinu. Enginn
kemur með disk með þrem kökum
og setur fyrir mann á venjulegu
heimili. Á „heimili“ kemur það svo
fyrir að einhver gestanna sest við
píanóið eða tekur gítarinn og gestir
taka lagið og syngja kannski Hvað
er svo glatt eða bítlalögin. Þannig
er heimili og af hverju ekki að
breyta „félagsmiðstöðvunum" í „fé-
lagsheimili" þar sem fólk hittist á
jafnréttisgrandvelli og tekur sjálf-
stæðar áhvarðanir og gefur sjálf-
stæðri sköpunargleði sinni lausan
tauminn og hefur frumkvæði sem
einstaklingar og hópar? Og af
hverju skyldu félagsheimili aldraðra
ekki vera mótsstaður kynslóðanna?
Af hverju er kynslóðabilið ekki
þurrkað út?
Rauð prjónahúfa
Og það er eins og fyrri daginn
þegar maður fer að skrifa bréf.
Maður gleymir að hætta. Erindi
mitt við ykkur, eldri borgarar, átti
að vera stutt. Bara lítil spuming: Af
hverju látið þið, fólk sem er meira
og minna í fullu fjöri, af hverju látið
þið bjóða ykkur allt? Af hverju rísið
þið ekki upp og breytið umhverfi
ykkar? Að eigin vild og þörfum. Ég
á ekki hatt, en ef ekkert af ykkur
kannast við dæmin sem tekin eru
hér, þá skal ég éta húfuna sem
vinnufélagi minn gaf mér á sextugs-
afmælinu mínu!
HRAFN SÆMUNDSSON,
Bræðratungu 10, Kópavogi.
Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
1