Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 47 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Elsta prestafé- lagið 100 ára I GÆR, mánudaginn 8. júní, voru liðin rétt 100 ár frá stofnun elsta prestafélags á Islandi. Það var stofnað á Sauðárkróki í húsi sr. Arna Björnssonar, sóknarprests þar. Af því tilefni mun stjórn fé- lagsins koma saman á Sauðárkróki í safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju til hátíðarfundar. Helsta efni fundarins verður að heiðra fyrrverandi formenn félagsins og biskupa, þá sr. Pétur Sigurgeirs- son, sr. Sigurð Guðmundsson og sr. Bolla Þ. Gústavsson. Annað efni fundarins verður að taka ákvörðun um hvað gera skuli til hátíðabrigða á aldarafmælinu. Ætlunin er að njóta hátíðarinnar allt afmælisárið og enda það næsta sumar með útgáfu á Tíðindum Prestafélags hins forna Hólastiftis, sem er tímarit félagsins. Það kom fyrst út árið 1899 og hafa aðeins fá- ein hefti komið út síðan af þessu elsta tímariti presta á Islandi sem enn kemur út. Formaður félagsins er nýlega kjörinn sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Grensáskirkja. Kyri'ðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningalestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma. Guðsþjónusta í Bústaða- kirkju á morgun, miðvikudaginn 10. júní. Ræðumaður Valgerður Gísladóttir. Kór Bústaðakirkju syngur. Sr. Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á eftir. EVOSTIK LIMKITTI ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 www.mbl.is/fasteignir Villidýr sem þú ræður við! Verð aðeins: 1.320.000 kf. Öflug 1600 vél PEUGEOT LJÓN Á VEGINUM! Peugeot 306 5 dyra - vakur og viljugur Undlr fóguðu yflfborðlnu leynist óheflað villidýr. Peugeot 306 er djarfur og dugandi með öfluga lóOOcc vél. svo ekki sé minnst d ríkulegan útbúnað og framúrskarandi aksturseiginleika. Spreyttu þig á honuml 1600 cc vél • 90 hestöfl • 5 gíra ■ bein innsprautun ■ regnskynjari ó framrúðu ■ þokuljós að framan vökva- og veltistýri • loftpúðar böðum megin • rafdrifnar rúöur að framan ■ útvarp og segulband stillt með stöng í stýri ■ hœðarstillanlegt ökumannssœti • bilbeltastr ekkjari ■ fjarstýrðar samlœsingar með þjófavörn • litað gler • höfuðpúðar í aftursœti ■ niðurfellanleg aftursœti 40/60 • rafdrifnir hliðarspeglar • rafgalvaníseraöur ■ hiti í afturrúðu ■ samlitir stuðarar ■ barnalœsingar ö afturhurðum NYBYLAVEGI 2 SÍMI: 554 2600 0PIÐ LAUGARDAG KL. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.