Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200
Stóra si/iðiS kl. 20.00:
GRANDAVEGUR 7 — Vigdís Grímsdóttir
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir.
Aukiéýning fim. 11/6, allra síðasta sýning.
ÓSKASTJARNAN — Birgir Sigurðsson
Fös. 12/6 síðasta sýning á þessu leikári.
FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick
Lau. 13/6 Allra síðasta sýning.
TÓNLEIKAR Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar
I kvöld þri. 9/6 kl. 20.30, uppselt.
Smiðaóerkstœðib kt. 20.00:
POPPKORN - Ben Elton
Rjs. 12/6. Síðasta sýning. Ath. sýningin er ekki við hæfi barna.
Litla sviM kl. 20.30:
GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Eve Bonfanti og Yves Hundstad.
Rm. 11/6 — fös. 12/6. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Sijnt i Loftkastalanum kl. 21:
LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza
Lau. 13/6 — lau. 20/6. Síðustu sýningar.
Miðasalan er opin mánucL—þriðjud. M. 13—18, rríðvikud.—sunnud. 13—20.
Simapantanir frá kl. 10 virka daga.
Sumartonleikar
„Summertime“
Lög úr söngleikjum í flutningi Ágústu
Sigrúnar og Hörpu Harðard.
Fim. 11/6 kl. 21 laus sæti
Annað fólk
fös 12/6 kl. 21.00 laus sæti
Hljómsveitin Heimilistónar
þri. 16. júní kl. 21.00 laus sæti
SumarmatseðiU
Sjávarréttafantasía úr róðri dagsins
Hunangshjúpaðir ávextir
& ís Grand marnier
i Grænmetisréttir einnig í boði
Miðasalan opin alla virka daga kl. 15-
18. Miðap. allan sólarhringinn í s.
551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is
tiAslÁ^HN
BUGSY MALONE
sun. 14. júní kl. 13.30 örfá sæti laus
sun. 14. júní kl. 16.00 örfá sæti laus
Síðustu sýningar
FJÖGUR HJÖRTU
sun. 14. júní kl. 21 aukasýning
Örfá sæti laus
LISTAVERKIÐ
lau. 13. júní kl. 21
lau. 20. júní kl. 21
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
fös. 12. júní kl. 21 aukasýning
Loftkastalinn, Seljavegi 2,
Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775,
opin frá 10-18 og fram aö sýn. syn.daga.
Ekki er hleypt inn isal eftir ad sýn. er hafin.
Rokk - salsa - popp söngleikur
Bizet/Trotter/McLeod
Eísí'ÍiNSKA ÓPEIIAN
—Mlll ____
Miðasala 551 /475
fös. 26. júni örfá sæti laus
lau. 27. júní kl. 20
lau. 27. júni kl. 23.
fimmtudag 11. júnf uppselt föstudag 19. júní uppselt
föstudag 12. júní uppselt aukasýn. fös. 19. júní kl. 23
laugardag 13. júnl uppselt laugardag 20. júní uppselt
fimmtudag 18. júni uppselt fim. 25. júní örfá sæti laus
Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miðasala simi 551 1475.
Opin allo daga kl. 15-19. Simapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
MYNPBONP
Allt er þá
þrennt er
Frelsum Willy 3
(Free Willy 3: The Rescue)______
F j ö I s k v 1 (I n ni .V ii <1
★★
Framleiðandi: Jennie Lew Tugend.
Leikstjóri: Sam Pillsbury. Hand-
ritshöfundar:John Mattson. Kvik-
myndataka: Tobias A. Schliessler.
Tónlisf: Cliff Eidehnan. Aðalhlut-
verk: Jason James Richter, August
Schellberg, Annie Corley, Vincent
Berry, Patrick Kilpatrick. 112 mín.
Bandarikin. Sam Myndbönd 1998.
Myndin er öllum leyfð.
HÁHYRNINGURINN Willy er
kominn aftur, og i þetta skipti er
hann í hættu frá
ólöglegum hval-
veiðimönnum
sem vilja gera
úr honum súshi.
Vinur hvalsins
Jesse (Jason
James Riehter)
er orðinn 16 ára
og hefur hafið
störf á háhym-
ings-rannsóknarbát ásamt vini sín-
um Randolph (August Sehellen-
berg) og háðskri vísindakonu,
Drew (Annie Corley). Á hvalveiði-
skipinu er John Wesley (Patrick
Kilpatrick) við stjórn ásamt syni
sínum, Max (Vincent Berry), sem
líkar ekki við starf föður síns en
þorir ekki að segja honum það.
Willy og Jesse eiga aftur endur-
fundi og sýna Max fram á hvað
hvalir eru stórkostleg dýr.
Þessi nýjasta mynd um háhym-
inginn Willy, sem Islandsvinurinn
Keiko gerði frægan, er þó nokkur
skref upp á við frá annarri mynd-
inni í röðinni. Ástæðan er sú að
áherslan er ekki lengur á háhym-
inginn heldur á fólkið sem tengist
honum. Skilaboðin era augljós,
það er rangt að veiða hvali, en
John Wesley er ekki gerður að
einhverri skepnu heldur er hann
góður faðir, sem hefur ekki enn
séð ljósið að mati myndarinnar.
Kvikmyndatakan er eins og eitt
stórt póstkort og tónlistin segir
manni algjörlega hvað maður eigi
að hugsa í hverju atriði. Það er
hellingur af klisjum í myndinni og
persónurnar verða aldrei nægi-
lega áhugaverðar og ungu leikar-
amir gætu farið í taugamar á
sumum, en yngsta kynslóðin ætti
að hafa gaman af henni.
Ottó Geir Borg
FÓLK í FRÉTTUM
Stórkostlega leynilegt
Morgunblaðið/Halldór
„NINA? Hver er Nína?“ Friðrik Þór lætur ekkert uppi um leikarana í
erótísku myndinni „Hjarnið Iogar“.
Friðrik Þór hefur lokið
tökum á erótísku kvik-
myndinni „Hjarnið
logar“ og er hún hluti
af syrpu sem þýskt
framleiðslufyrirtæki
biður ýmsa virta leik-
stjóra að leikstýra.
Hildur Loftsdóttir
reyndi að pumpa hann
um leyndarmálið.
- Hvað heitir myndin á útlensku?
„Hún heitir On Top Down Under
á ensku. Það er tilvísun í löndin tvö
þar sem myndin er tekin; ísland og
Ástralíu."
- Hvað er hún löng?
„Hún er 30 mínútur að lengd og
þrjár myndir eru skeyttar saman til
að sýna í bíó. Margret von Trotta er
annar hinna leikstjóranna, en ég veit
ekki hver sá þriðji verður. Mig minn-
ir að Ken Russel, Bob Rafelson og
Susan Seidelman hafi verið þrjú
saman. Þetta er fjórtánda myndin í
röðinni."
- Eru þetta góðar myndir yfirhöf-
uð?
„Þær eru misskemmtilegar, en
mín mynd er náttúrlega best.“
- Hvað er verið að pæia með þess-
ari syrpu?
„Það er heiður fyrir leikstjóra að
fá boð um að gera mynd í syrpunni.
Á Norðurlöndum hefur bara Kauris-
maki bræðrunum hlotnast sá heiður
á undan mér. Það er líka verið að
pæla hvemig Ieikstjórar, sem hafa
ekki verið með erótísk atriði í kvik-
myndum sínum hingað til, gera því
skil.“
Engin ritskoðun
- Eru leikstjórunum sett einhver
takmörk í því sem nefnist erótík?
„Ljósbláar myndir og klámmyndir
eru allt annað. Það er gert ráð fyrir
því að þegar þessu verður sjónvarp-
að megi gera það á almennum tim-
um. Eg hef reyndar ekki orðið var
við neina ritskoðun ennþá, en allir
leikstjórarnir hingað til hafa verið úr
listræna geh-anum, og fara því varla
út í gróft klám, enda efast ég um að
það yrði leyft.“
- Nú hefur ekki verið nein erótík í
þínum myndum hingað tU. Er það
kannski eitthvað sem þú hefur ekki
áhuga á?
„Eg hef áhuga á erótík ef það
þjónar sögunni, sem ekki hefur verið
raunin í mínum myndum hingað til.
Ég hef verið mjög siðsamur í allri
minni kvikmyndagerð, og það sama
er að segja um þessa mynd. Þetta er
bara lítil hugmynd sem varð, eins og
Hilmar Örn segir, að gai-gandi
meistarastykki.“
- Hefðir þú tekið boði um að gera
erótíska mynd hefði það ekki verið í
þessari syrpu?
„Ég hefði aldrei gert erótíska
mynd sem yrði sýnd á Stöð 2 eða
Sýn eftir miðnætti, sem er einhver
lélegasta afþreyingartugga sem
maður sér. Eða grófa klámmynd fyr-
ir hótelrásir. Það er ömurleg kvik-
myndagerð og ég veit ekki til hverra
slíkar myndir höfða.“
Opin mynd
- Um hvað fjallar myndin?
„Ég segi það ekki, það kemur bara
í ljós.“
- Bara í einni setningu.
„Myndin er eiginlega mjög opin og
aliir geta gert sína eigin sögu úr
myndinni. Þetta gæti verið svo
margt; aðskilnaður konu og manns,
eða um fullnægingu, en áhorfendur
munu bara rýna í þetta. Þetta er lítil
hugmynd og kannski nær því að vera
myndlistarverk en kvikmynd. Frek-
ar líkt því sem ég fékkst við áður en
ég fór að gera kvikmyndir."
- Þú ert með íslenska leikara.
Hverjir eru það?
„Það má ekkert segja um það fyrr
en á frumsýningu og ég veit ekki
hvenær það verður.“
- Af hverju er það ieynilegt þótt
myndin sé erótísk?
„Þetta er bara allt stórkostlega
leynilegt.“
- En ég veit alveg hverjir það eru.
„Þú veist ekkert um það.“
-Það er til dæmis hún Nína
Gunnarsdóttir.
„Nína? Hver er Nína?“
Islenskir snákar
-Af hverju valdii-ðu Ástralíu og
ísland?
„Það er landfræðilegt. Þetta er
svo rosalega djúpt; í Ástralíu fer sól-
in í öfuga átt, og áhorfendur eiga eft-
ir að liggja í pælingum. Kvikmynda-
fræðingar, sem eru ekki vitrustu
menn á íslandi, eiga eftir að snúa sig
úr hálsliðnum og hausinn á þeim á
efth’ að fara marga hringi Við vorum
í eyðimörkinni þar sem Mad Max var
tekin, innan um kengúrur, snáka og
eðlur sem leika stórt hlutverk í
myndinni. Það er mikið spilað með
samsvörunina á snákunum í eyði-
mörkinni og snákunum4 íslandi."
- Ha, ha, ertu að meina þetta?
„Já, það verðui’ að sjá myndina til
að skilja þetta.“
Ný sýn á erótík
- Hverju varstu að leita að í leik-
urunum?
„Ég var að leita að séreinkennum
sem ég fann.“
- Varstu ekki að leita að fallega
vöxnu fólki?
„Nei, þá hefði ég bara leikið þetta
sjálfur. En það er ekkert endilega
æskOegra þótt myndin sé erótísk.
Ég nenni ekki að ræða hvað er eró-
tík fyrir mér og hvað ekki, en það
þarf alls ekki að vera það sem glans-
tímaritin telja fallegt fólk.“
- Var mikiivægt fyrir þig að gefa
nýja sýn á erótík?
„Já, ég get fullyrt að þetta er ný
sýn á erótík, en hins vegar veit ég
ekki hvort öðrum á eftir að finnast
myndin erótísk. Annai-s er þetta ein-
faldlega mjög falleg mynd og ég er
voða ánægður með hana.“
gfe Displays
%&»<>«*** fCftHtf
222**M* owíuí*, \
»«:>» wucf, \
Samruni í listaheiminum
MEÐLIMIR ástralska sýningar-
hópsins „Furðulegir ávextir"
sveifluðu sér fram og aftur á
íjögurra metra háum stöngum
fyrir framan verslunarmiðstöð í
Singapore á dögunum. Ferðast
verður með skemmtunina, sem er
sögð vera samruni höggmynda-
listar og leiklistar, um Evrópu
næstu þrjá mánuði og meðal ann-
ars verður sýnt á Heimssýning-
unni í Portúgal síðla sumars.