Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ! Biskup vísiterar í Viðey BISKUP íslands, heiTa Karl Sigur- björnsson, vísiterar í Viðeyjarkirkju 21. júní nk. „Þetta verður mín fyrsta vísitasía á íslandi, en ég er nýbúinn að vísitera suður í Afríku,“ sagði biskupinn í samtali við Morgunblað- ið. Guðsþjónusta verður í Viðeyjar- kirkju, þar sem biskup prédikar og staðarhaldari og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari, en Viðeyjarkirkja tilheyrir Dómkirkjusókn. Biskup bendir á að Viðeyjarkirkja hafi þá sérstöðu að þar sé enginn söfnuður, svo ekki muni hann kynna sér kristnihald á staðnum, eins og ann- ars sé gert í vísitasíu. Hvað aðrar vísitasíur varðar segir biskup að þær séu ekki áformaðar alveg á næstunni en hann verði þó víða á ferð vegna afmæla kirkna á næstunni. Hann kveðst hafa afráðið að fara rólega í sakirnar, þar sem hann hafi hug á að breyta fyrirkomu- lagi vísitasíu, m.a. þannig að gerð verði úttekt á safnaðarlífi, safnaðar- upj)bygg'ingu og slíkum þáttum. --------------- * Ovíst hvenær Páll Sveinsson flýgur á ný VERIÐ er að kanna skemmdir á flugvél Landgræðslunnar, Páli Sveinssyni, sem nauðlenda varð á Selfossflugvelli í fyrradag eftir að eldur kom upp í öðrum hreyfli henn- ar. Er með öllu óvíst hvenær hún fer í loftið aftur. Hjá Landgræðslunni fengust í gær þær upplýsingar að flugvirkjar Landhelgisgæslunnar, sem sjá um viðhald vélarinnar, hafi skoðað hreyfilinn strax í fyrrakvöld og áfram í gær. Mun liggja fyrir í dag eða á morgun hvaða varahluti þarf til að gera vélina flughæfa á ný. Morgunblaðið/Sigurgeir FULLTRÚAR Frelsið Willy-Keiko stofnunarinnar ásamt heimamönn- um í Vestmannaeyjum í gær. Síðdegis heimsóttu þeir Eskifjörð. Flotkví háhyrningsins kemur í næstu viku FULLTRÚAR Frelsið Willy- Keiko stofnunarinnar könnuðu í gær aðstæður í Vestmannaeyj- um og í Eskifirði. Enn er ekki ljóst hvor staðurinn verður fyr- ir valinu sem heimkynni Keikos. Ákvörðunin verður tek- in í næstu viku og þá verður flotkví háhyrningsins send með flugvél frá Seattle í Bandaríkj- unum. Hallur Hallson, talsmaður stofnunarinnar hérlendis, segir ákvörðunina verða tekna að vel yfirlögðu ráði og að frá henni verði greint strax í næstu viku. Þá fá Vestmannaeyingar eða Eskfirðingar senda til sín flot- kví á stærð við fótboltavöll sem komið verður upp fyrir haustið en áætlað er að Keiko komi „heim“ í byijun september. Vestmannaeyjar voru heim- sóttar í gærmorgun. Þar tóku fulltrúar Vestmannaeyjabæjar, Háskóla Islands, Rannsóknaset- urs Háskólans í Eyjum, Þróun- arfélags Vestmannaeyja og Árni Johnsen alþingismaður á móti fulltrúum Frelsið Willy-Keiko stofnunarinnar. Farið var út í Klettsvík þar sem ráðgert er að Keiko verði komið fyrir komi hann til Eyja. Eftir hádegi héldu fulltrúar Free Willy Foundation til Eski- ljarðar. Þar tóku fulltrúar bæj- aryfirvalda á móti þeim. Víkin við Mjóeyri utan við bæinn var sérstaklega skoðuð en hún verð- ur heimili Keikos verði hann fluttur til Eskifjarðar. Húsnæðisstofn- un yfírtók 158 íbúðir í ÁRSLOK 1997 voru 188 íbúðir í eigu Húsnæðisstofnunar ríkisins, það er einni ibúð færra en í árslok 1996. Alls þurfti stofnunin að leysa til sín 158 íbúðir á síðasta ári og voru það aðeins fleiri íbúðir en hún hefur þurft að leysa til sín á undan- fómum árum. Frá þessu er skýrt í nýútkominni ársskýrslu stofnunarinnar. Flestar íbúðimar, sem stofnunin á nú, vora keyptar á sl. þremur árum. Reynt hefur verið eins og kostur er að stytta þann tíma, sem líður frá því í fyrra að stofnunin kaupir íbúð á nauðung- arsölu og þar til hún er sett í sölu. Hefur sú regla verið höfð að leið- arljósi, að setja íbúðir ekki í sölu fyrr en þær hafa verið rýmdar, til þess að tryggt sé, að nýr eigandi geti fengið hana afhenta á umsömd- um tíma. Sem fyrr voru flestar íbúðir stofnunarinnar í Reykjavík eða 43. Á Reykjanesi voru þær 41, en einnig fjölgaði íbúðum á Vestfjörð- um talsvert á árinu, það er úr 16 íbúðum í 32. Morgunblaðið/Arnaldur Vel nýttir sólar- geislar SÓLDÝRKENDUR ættu að njóta sólargeislanna þegar þeir gefast Ifkt og þessar yngismeyj- ar gerðu í Árbæjarlaug í Reykjavík í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir að þurrt verði að mestu á föstu- dag, þó gætu orðið skúrir suð- austanlands. Hlýja_st verður norðvestanlands. Á laugardag er spáð norðlægum áttum, víða skúrum, einkum sunnan og austan til en hlýjast verður sunnanlands. Á sunnudag er spáð kólnandi veðri, norðankalda eða stinn- ingskaida, skýjuðu með köfium og skúrum við norðurströndina. Það er því um að gera að halda áfram að njóta góða veð- ursins til sjávar og sveita. íslendingar í hópferð á fyrsta einkabflnum yfír Stórabeltisbrúna „Svolítið stolt yfír því að hafa verið fyrstu HÓPUR íslenskra ferðalanga var meðal þeirra fyrstu til að aka yfir Stórabeltisbrúna milli Fjóns og Sjálands sl. föstudag, eða sama dag og Friðrik krónprins opnaði brúna formlega við hátíðlega at- höfn. Talið er að um 100.000 manns, fótgangandi og á reiðhjól- um, hafi nýtt sér tækifærið til að fara yfir Stórabeltisbrúna á opn- unardaginn, en brúna á hins vegar ekki að opna fyrir bílaumferð fyrr en 14. júní. íslenski hópurinn, 30 fatlaðir ásamt fararstjóra og bílstjóra, var í 40 manna rútu, sérhannaðri fyrir hjólastóla, en aðrar bifreiðar á brúnni voru annaðhvort strætis- vagnar eða lögreglubflar. Bílstjóri Islendinganna keyrði hægt yfir brúna, enda mikið af fólki á leið- inni og tók ökuferðin um þrjú kort- er. Að sögn bílstjórans, Hannesar Hákonarsonar, virtust gangandi vegfarendur horfa svolítið undr- andi á bfl Islendinganna, enda að því er virtist sá eini sem fékk að keyra yfir brúna fyrir utan stræt- isvagnana og lögreglubílana. Helga Jóhannsdóttir fararstjóri sagði ennfremur að ekki væri laust við að hópurinn væri svolítið stolt- ur yfir því að hafa verið í fyrsta einkabflnum sem ók yfir brúna. Aðeins opin fyrir gangandi vegfarendur íslenski hópurinn hefur verið að ferðast um Danmörku og Svíþjóð undanfama daga á vegum Ferða- klúbbsins Flækjufótar, sem sér- hæfir sig í ferðum fyrir fatlaða. Að sögn Helgu hafði hópurinn að loknu ferðalagi um Fjón sl. fóstu- dag ætlað að taka ferjuna til Sjá- lands. Á leiðinni að ferjunni hafi þau hins vegar tekið eftir skilti sem sagði að Stórabeltisbrúin væri opin. „Við ákváðum að athuga betur hvort hægt væri að aka yfir brúna, en þegar við komum á vettvang sá- um við að hún var aðeins opin fyrir gangandi vegfarendur," sagði Helga í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þá voram við hins vegar svo heppin að rekast á mann frá danska Rauða krossinum, en sam- tökin sáu um að skipuleggja hátíð- arhöldin. Sá maður bauðst til þess að sjá til þess að við kæmumst um brúna á bflnum, þar sem við voram með svo marga sem eru í hjóla- stól,“ sagði hún ennfremur. Svo virðist sem maðurinn frá Rauða krossinum hafi í fyrstu haldið að Islendingarnir hafi að- eins viljað keyra að eyjunni Sprogo sem tengir austur- og vest- urhluta brúarinnar, en á leiðinni þangað sögðu þau honum að þau væra á leið til Kaupmannahafnar, sem er á Sjálandi. Að sögn Helgu sagði maðurinn í fyrstu að það væri ekki hægt þar sem ekki væri búið að opna brúna fyrir bflaum- ferð. En þegar þau sögðust þá ætla að keyra til baka, ákvað hann að aðstoða þau við að komast alla leið. Hann lét þau fá lítið að- gangskort frá danska hemum og kom því fyrir á framrúðunni. Síðan kvaddi hann þau, en þau héldu áfram ferð sinni yfir Stórabeltis- brúna, óáreitt. Þar með virðist sem þau hafi verið á fyrsta einka- bflnum sem ók yfir Stórabeltis- brúna. Sérblöð í dag 8 ijímsm 4 A FIMMTUDÖGUM VlÐSIOFn AIVINNULÍF Samskip Framtíð í Eystrasalti Aðalverktakar Metnir á 4,3 milljaðra Landslið kvenna valið fyrir EM-leikinn við Spánverja/C1 Brasilíumenn hófu titilvörnina í HM á sigri á Skotum/C2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.