Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sigla á Naddoddi
frá Færeyjum til
Reyðarfjarðar
Morgunblaðið/Sigríður Óskarsdóttir
ÁÆTLAÐ er að sigling Naddodds hingað til lands taki um
íjóra sólarhringa.
SEX Færeyingar frá Tvoroyri á
Suðurey leggja á morgun upp í
fjögurra daga siglingu á 36 feta
víkingaskipi til Islands og er
ferðinni heitið til Reyðarfjarðar.
Skipið er nefnt eftir norskum
víkingi sem ýmist hefur verið
kallaður Naddoddur eða
Naddoður en hann settist að í
Færeyjum.
Sagan segir að í einni ferð
sinni frá Þrándheimi í Noregi til
Færeyja hafi hann hreppt illviðri
og hafi vindar borið hann til fs-
lands í fjörð sem talið er að sé
Reyðarfjörður og mun hann hafa
haft þar sumardvöl. Talið er að
þetta hafi verið í kringum árið
870 og er sagt að hann hafi nefnt
landið Snæland þar sem farið var
að hvítna í fjöll þegar hann hélt
af landi brott.
Ætla sexmenningarnir að sigla
í kjölfar Naddoðs en síðastliðið
í SUMAR koma 45 skemmtiferða-
skip til Reykjavíkur og með þeim
um 23.000 farþegar. Þegar hefur
fyrsta skipið haft hér viðkomu og
næsta skip er væntanlegt í dag. Að
sögn Agústs Agústsonai’ markaðs-
stjóra Reykjavíkurhafnar er sú
vinna sem lögð hefur verið í að
kynna höfnina að slrila sér. I sumar
skipta átta skemmtiferðaskip um
farþega í Reykjavík, en það er
aukning frá því sem verið hefui'.
Tvöföldun farþega
„Þetta er alveg nýtt hjá okkur.
Með þessu tvöfaldast farþegafjöldi
hvers skips. Þetta gerist þannig að
nýir farþegar koma með leiguflugi
og fólkið sem er um borð fer með
flugvélinni til baka. Þetta er
draumastaðan því með þessu stoppa
skipin hér í 2-3 daga og allir farþeg-
ar fá einhverja skipu-
lagða útsýnisferð.
þess þurfa skipin að taka
hér vistir og fleira," sagði
Agúst en til samanburðar
má geta þess að að með-
altali hafa skipin um 8-9
stunda viðdvöl í Reykjavík.
Af þessum skipum er til dæmis
eitt bandarískt og þar fara 650 far-
þegar frá borði og aðrir 650 farþeg-
ar koma inn. Einnig eru nokkur
skipanna þýsk en Þjóðverjar hafa
verið að reyna að stytta ferðir með
þessum hætti til að geta boðið upp á
ódýrari ferðir með skemmtiferða-
skipum. Nokkuð hefur dregið úr
komu þýskra ferðamanna með
skemmtiferðaskipum hingað til
lands á undanfömum árum og er
sumar sigldu þeir til Þrándheims
í Noregi. Tók sú ferð aðeins 3
daga og fékk hún mikfa umfjöll-
un þar í landi.
Listasmíð
Skipið þykir hin mesta hag-
leikssmið en það var Jóhann 01-
sen skipasmiður í Færeyjum sem
smíðaði það. Jóhann er af fjórðu
kynslóð skipasmiða og hefur
hann smíðað ótölulegan fjölda
báta Færeyinga. Aðeins tók um 6
vikur að smíða Naddodd en efnið
var fengið að gjöf frá Noregi og
Skotlandi.
Alls getur skipið borið 13
manns en í lengri ferðum þykir
hentugast að sigla með 7 manna
áhöfn. Engin hjálparvél er í skip-
inu og aðeins siglt með árum og
seglum og um borð er aðeins
nauðsynlegasti tækja- og ljar-
skiptabúnaður. Ekkert skip mun
þar helst um að kenna bágu efna-
hagsástandi í landinu að mati
Ágústs.
Skipin að stækka
Hann sagði að það væri regla
frekar en hitt að skip kæmu hingað
til lands ár eftir ár. Dæmi eru um
að sama skipið hafí komið í árlega í
25 ár, og sum kæmu nokkrum sinn-
um á hverju sumri.
Aukning hefur verið í komu
skemmtiferðaskipa. Árið 1988 komu
24 skip til Reykjavíkur og
með þeim 9.100 farþegar
en árið 1997 komu 47 skip
og með þeim um 21.000
farþegar. „Á tíu ára tíma-
bili hefur þetta rúmlega
tvöfaldast og farþega-
fjöldinn hefur aukist enn meira.
Skipin eru að stækka og fleiri far-
þegar eru um borð.“
Agúst segir að ekki hafi verið
gerð ítarleg könnun á gjaldeyris-
tekjum sem skemmtiferðaskip
koma með inn í landið. Fyi’ir
nokkrum árum var þó gerð könnun
í samstarfi við Háskólann þar sem
kom í ljós að hver ferðamaður eyddi
5.000 krónum í verslunum en í
þeirri könnun voru ekki skoðaðar
aðrar tekjur sem hljótast af komu
fylgja Naddoddi. Undirbúningur
ferðarinnar til íslands hefur
staðið yfír frá því í júlí í fyrra.
Þeir munu dvelja hér í nokkra
daga en munu siðan fara til baka
með Norrænu ásamt. Á næsta ári
hyggjast þeir fara til
Hjaltlandseyja en lokatakmarkið
eru Bandaríkin en sú ferð er
áætluð árið 2000.
Skipstjóri í ferðinni til íslands
skipanna eins og hafna- og vita-
gjöld, tollar, tekjur af útsýnisferð-
um, kaupum á vistum og fleiru.
„Svo má ekki gleyma því að á þess-
um 45 skipum eru um 10.000 manns
í áhöfn og margir þeirra fara í land
og kaupa sér einhverja þjónustu til
dæmis.“
Ágúst segir að rekstur skipanna
sé auðvitað hugsaður út frá við-
skiptasjónarmiði og því ekki óeðli-
legt að stundum sendi skipin gáma
á undan sér með vistum í stað þess
að kaupa matinn dýrari
hér á landi. „En svo eru
auðvitað keyptar hér vist-
ir eins og ferskt græn-
meti, mjólkurvörur og lax
til dæmis,“ segir Agúst
sem er bjartsýnn á frek-
ari vöxt í skipakomum til Reykja-
víkur.
Mekka skemmtiferðaskipanna
Lögð hefur verið áhersla á að
kynna höfnina fyrir aðilum í ferða-
þjónustu undanfarin ár með góðum
árangri. Að sögn Ágústs er mikil
samkeppni um skipin og allir vilja fá
til sín skemmtiferðaskip að hans
sögn. „Við verðum að sýna fram á
að við getum boðið upp á eitthvað
áhugavert að skoða auk þess sem
verður Ernst Emilson Petersen
en hann er ættaður frá Islandi.
Auk hans verða í áhöfn Agnes
Mortensen, Sverrir Jensen, Finn-
bogi Joensen, Pol Laðanberg,
Helgi Enni, og Zagarías Hammer
en hann mun jafnframt gera
sjónvarpsþátt um ferðina. Ferðin
mun hefjast í Tvoroyri á Suðurey
á morgun, 12. júní, ef hagstæðir
vindar blása.
við verðum að markaðssetja höfnina
sem slíka, dýpt hennar og annað."
Reykjavíkurhöfn tekur þátt í sýn-
ingu í Miami í Bandaríkjunum ár-
lega sem Ágúst segir að sé „Mekka“
skemmtiferðaskipanna. Aðspurður
segir hann að þó ferðamennskan í
kringum skipin sé ekki á höndum
hafnaryfírvalda hafi höfnin haft
frumkvæði að því að fá skip til
Reykjavíkur og er þá unnið í sam-
starfi við hafnaryfirvöld á ísafirði
og á Akureyri og umboðsmenn
skipanna. „Hafnirnar era í eigu
bæjanna og skipakomur hafa já-
kvæð áhrif á bæjarlífið."
Hver höfn yrði montin
Skipin sem hingað koma eru flest
glæsileg en sum þó glæsilegri en
önnur. Ágúst er sérlega stoltur af
þremur skipum sem koma í sumar
og öll verða þau í Reykja-
víkurhöfn sama daginn,
23. júlí, og farþegar um
borð alls 3.350. „Eg held
að hver höfn myndi verða
montin af að fá þessi skip
til sín öll á sama deginum.
Þetta eru skipin Elisabeth II,
Pacific Princess og Crystal
Symphony. Þetta eru allt perlur.
Þau koma frá Ameríku og sólar-
hringurinn um borð kostar dágóðan
pening," segir Ágúst.
Hann segir að til dæmis bjóði
Crystal Symphony einungis upp á
svítur fyrir gesti sína og hver þeirra
sé með sérstökum glersvölum. „Sól-
arhringurinn á þessu skipi og sam-
bærilegum skipum kostar svona 56-
98.000 krónur.“
Steingrímur J. Sigfús-
son í Neskaupstað
Söluhagnað-
ur veiðirétt-
inda verði
gerður upp-
tækur
STEINGRÍMUR J. Sigfússon al-
þingismaður segir eðlilegt að gera í
grófum dráttum upptækan allan
sérstakan hagnað eða söluhagnað,
sem tengist veiðiréttindum. „Það
var aldrei, er ekki og á ekki að vera,
markmiðið með fiskveiðistjórnar-
kerfi að búa til einhverja gullgerð-
arvél fyrir handhafa veiðiréttarins,"
sagði hann í ávarpi í tilefni sjó-
mannadagsins í Neskaupstað.
„Eg geri skýran gi-einarmun á
annars vegar öllum þessum hug-
myndum um flata skattlagningu á
alla greinina í formi auðlindaskatts,
þar sem þeir fjármunir væru teknir
út úr sjávarútveginum vegna af-
notaréttarins," sagði Steingrímur.
„Ég vara við slíku nema það sé
mjög hóflegt til að standa straum af
kostnaði vegna rannsókna. Hitt að
menn geti selt þessi réttindi fyrir
stórfé og hirt þann gróða þegar þeir
eru að hætta útgerð er allt annað og
á því hef ég viljað taka. Ég hef með-
al annars lagt til að sett verði sér-
stök ákvæði í tekjuskattslög um
sérstaka skattlagningu á söluhagn-
að veiðiheimilda. Þannig yrði reynt
að ná til þeirra, sem eru að hirða til
sín verðmæti um leið og þeir fara út
úr greininni," sagði Steingrímur.
Sameiginlegir hagsmunir
Steingrímur vék í ávarpi sínu að
kjaradeilu sjómanna og útgerðar-
manna og benti m.a. á að þessir að-
ilar ættu sameiginlegi'a hagsmuna
að gæta og nefndi sem dæmi mikil-
vægi þess fyrir alla, sem tengdust
sjávarútvegi að greinin byggi við
hagstæð starfsskilyrði og að afkom-
an væri þannig að allir sem á sjón-
um störfuðu og þeir sem störfuðu í
landi, gætu búið við mannsæmandi
kjör.
„Þessir aðilar eiga að sjálfsögðu
sameiginlegra hagsmuna að gæta í
því að sjómannaafslátturinn sem
með reglubundnum hætti er sótt að
sé varinn,“ sagði hann. „Þessir aðil-
ar eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta í því að sjávarútvegurinn sé
varinn fyrir offorsi þeirra skatt-
heimtumanna sem telja það allra
meina bót og lausn á öllum vanda að
leggja auðlindaskatt svo milljörðum
eða milljarða tugum nemur á sjáv-
arútveginn og draga fjármuni út úr
greininni."
Hann sagði að sennilega væri
ekkert brýnna fyrir sjávarútveginn
en sanngjarnar leikreglur varðandi
framsal á veiðiréttindum og eðlilega
skattlagningu á söluhagnað afnota-
réttarins eða veiðiheimilda.
45 skemmtiferðaskip væntanleg til Reykjavíkur í sumar með 23 þúsund farþega
• /
Þrjár perlur á
sama deginum
Auk Skemmtiferða-
skip skipta
um farþega
hérlendis
Skipin stoppa
í tvo til þrjá
daga eða 8-9
klukkutíma
Rccbok
stórútsala
á bakvið Bónus, Faxafeni
Allt að 70% afsláttur
Skór — töskur — fatnaður o.fl.
y
Interval
áður
nú 4.990
Spitfire
áðurJ5»99,Ö’
nú 3.990
.«•>«=—-
Slice Canvas
áðuriMSlT
nú 2.990
Odyssey
áður
nú 4.990
JÉ
Prophet
áður_&09tf
nú 4.990
4 mánaða fangelsi
fyrir fíkniefna-
brot og þjófnað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi á þriðjudag fertugan
Reykvíking í Ijögurra mánaða fang-
elsi, greiðslu sakarkostnaðar og tii
að sæta upptöku á 0,5 grömmum af
amfetamíni fyrir Iikniefnabrot og
þjófnað. Hann var sýknaður af
ákærum um líkamsárásir og hótanir.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa stolið sjónvarpstæki úr áfanga-
heimiii SÁÁ við Miklubraut 31.
október 1996 og fýrir fíkniefnalaga-
brot með því að hafa haft 0,5 g af
amfetamíni í fórum sínum 5. júní
1997. 21. apríl sl. höfðaði ríkissak-
sóknari annað opinbert mál á hend-
ur manninum fyrir líkamsárás og
hótanir gagnvart tveimur konum.
Dómurinn sýknaði hann af þeirri
ákæru.
I dóminum kemur fram að sam-
kvæmt sakavottorði hafi maðurinn
alls 19 sinnum sætt refsingu fyrir
dómi, hlotið 15 refsidóma frá árinu
1975. Brotin sem hann var nú
dæmdur fyrir voru framin á skil-
orðstíma reynslulausnar og rauf
maðurinn með því skilorð.
Maðurinn var dæmdur til að
greiða verjanda sínum, Hilmari
Ingimundarsyni hrl., 45.000 krónur
í þóknun og saksóknarlaun 50.000
krónur. Dóminn kvað upp Stein-
gi’ímur Gautur Ki’istjánsson.