Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 14

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Misjöfn áhrif kvóta- breytinga ÁHRIF kvótabreytinga á kvóta einstakra fyrirtækja eru mjög misjöfn og fara eftir teg- undasamsetningu kvóta þeirra. í heildina hafa kvóta- breytingar á næsta ári þó lítil áhrif á kvóta flestra félaga í þorskígildum. Þetta kemur fram í markaðsyfirliti Lands- banka íslands. Á næsta fiskveiðiári eykst þorskkvótinn veralega eða um 15%, einnig er gert ráð fyrir nokkurri aukningu loðnukvóta. Hins vegar minnkar ýsukvóti um 22%, rækjukvóti um 20% og síldarkvóti minnkar um 30%. Kvótaaukning verður því hjá þeim fyrirtækjum sem hafa hlutfallslega mikinn þorskkvóta án þess að hafa veralegan ýsu- eða rækju- kvóta. Þar á meðal eru Tangi hf., Fiskiðjan Skagfirðingur hf. og Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga. Kvótaminnkun verður aftur á móti mest hjá fyrir- tækjum sem byggja kvótann að mestu á rækjuveiðum. Þar eru fremst í flokki Fiskiðju- samlag Húsavíkur hf. og Þor- móður rammi-Sæberg hf. Hægt er að segja til um áhrif kvótabreytinganna með því að meta breytingu á þorskígildiskvóta. Hann er reiknaður út eftir verðmæti fisktegunda. Ef það er gert kemur í Ijós að kvótabreyting- ar hafa neikvæð áhrif á fyrir- tæki sem byggja á rækjuveið- um en jákvæð áhrif á fyrirtæki sem byggja á loðnu- og þorsk- veiðum. Þannig verður aukn- ing kvóta í þorskígildum 7% hjá Tanga hf. á Vopnafirði en minnkun um tæp 6% hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur hf. Jákvæð áhrif meiri en neikvæð Jákvæð áhrif era hins vegar meiri en neikvæð áhrif. Skýring þessa er einkum sú að rækju- og síldarkvóti síðasta árs mun ekki nást en hins vegar náðist að veiða nær allan loðnukvót- ann og þorskkvótinn verður að öllum líkindum allur veiddur. Þessir útreikningar taka ekki mið af hugsanlegum verð- breytingum sem hafa einnig áhrif á afkomu sjávarútvegs- fyrirtækja. Sé t.d. miðað við óbreytt verð á þorskkvóta er verðmæti aukningar hans um 25,6 milljarðar króna. Deilur um menningarmiðstöð sem arftaka Goethe-stofnunarinnar Yonir bundnar við stjórn- arskipti í Þýskalandi STJÓRN félagsins Germaníu hefur einróma hafnað því að taka þátt í stofnun Hollvinafélags þýsks menn- ingarseturs í Reykjavík, sem taka á við hluta af starfsemi Goethe-stofn- unarinnar sem lögð hefur verið nið- ur, fyrr en ljóst verður hvort þýsk stjórnvöld muni leggja því til nægi- legt fjármagn. Fjórir fyrrverandi formenn Félags þýskukennara hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja stofnun slíks félags ótímabæra en meii-ihluti fundai-- manna á aðalfundi Félags þýsku- kennara 21. maí síðastliðinn sam- þykkti að halda áfram undirbúningi að stofnun félagsins. I fréttatilkynningu frá Hollvinafé- laginu sem send var út í kjölfar fram- haldsstofnfundar þess 26. maí síðast- liðinn, segir að Félag þýskukennara og þýskudeild Háskóla íslands standi að baki stofnun þess. Formaður fé- lagsins er Oddný Sverrisdóttir, dós- ent í þýsku við Háskólann og í stjórn- inni era að auki, meðal annarra, tveir Þjóðverjar sem kenna þýsku við Há- skólann, annar sem sendikennari en hinn er stundakennari. í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagðist Kjartan Gíslason, dós- ent í þýsku við Háskólann, efast um lögmæti þess að þýskudeild Háskól- ans væri sögð tengjast félaginu með slíkum hætti. I fyrsta lagi vegna þess að slík deild væri formlega ekki til við Háskólann og í öðru lagi væri hann, einn af þremur fastakennuram í þýsku í skor þýsku og Norður- landamála, ekki þátttakandi í félag- inu. Oddný Sverrisdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið á fostudag, eft- ir að hafa ráðfært sig við Pál Skúla- son, rektor Háskóla ísland, að það hefðu verið mistök að nota nafnið þýskudeild og réttara hefði verið að segja að kennarar í þýsku í skor þýsku og Norðurlandamála stæðu að stofnun félagsins. Angi af langvarandi umræðu Deilan um Hollvinafélagið er angi af þeirri umræðu sem staðið hefur allt frá því að yfirvöld í Þýskalandi ákváðu að leggja niður Goethe-stofn- unina í Reykjavík. Sú ákvörðun kom til framkvæmda í lok mars síðastlið- ins; í kjölfar mótmæla á íslandi og í Þýskalandi gegn lokun stofnunarinn- ar kom upp sú hugmynd að koma á fót annarri stofnun sem taka myndi við hlutverki hennar. I áðurnefndri fréttatilkynningu Hollvinafélagsins kemur fram að stjórn félagsins hafi að undanfömu staðið í samningavið- ræðum við fulltrúa Goethe-stofnun- Áhugamenn um menningarsamskipti ís- lands og Þýskalands deila nú í kjölfar lok- unar Goethe-stofnunarinnar um það hvort best sé að taka boði þýskra stjórnvalda um menningarmiðstöð eða hvort bíða eigi eftir betri tíð undir stjórn jafnaðarmanna eftir þingkosningarnar í Þýskalandi. Helgi Þor- steinsson segir nýjustu tíðindi af margflók- inni og langvarandi umræðu. arinnar í Munchen, en þar eru höfuðstöðvar hennar, um stofnun þýskrar menningarmið- stöðvar í Reykjavík. Fram hafi komið í þeim viðræðum að þýska bókasafnið, sem Goethe- stofnunin í Reykjavík hefur starfrækt, muni áfram starfa þar og að höfuðstöðvarnar í Munchen muni tryggja að bókakosturinn, tíma- rit og önnur gögn verði endumýjuð. Ymissi annarri starfsemi stofn- unarinnar verði einnig áfram haldið. Menningarmiðstöð fær minni styrki Ljóst er þó að starfsemi nýju menningarmiðstöðvarinnar, sem ráðgert er að opna í haust, mun ekki njóta jafnmikilla styrkja frá Þýska: landi og Goethe-stofnunin gerði. í umræðum á þýsku þinginu hefur komið fram að 75 þúsund mörkum, eða um þremur milljónum króna, verði varið til þessara mála árlega, auk nokkurs aukaframlags í tengsl- um við sérstaka viðburði, en Goethe- stofnunin fékk árlega 350 þúsund marka styrk. Annette Fafie, þingmaður jafnað- armanna á þýska sambandsþinginu, hefur gagnrýnt ákvörðunina um lok- un Goethe-stofnunarinnar og ítrekað beint fyrirspurnum um framtíð þýsk-íslenskra menningarsamskipta til ríkisstjómarinnar. Fafie situr á þingi fyrir hafnarborgina Cuxhaven, sem hefur mikil viðskiptatengsl við ísland. I fréttatilkynningu sem Fafie sendi frá sér 15. maí síðastliðinn seg- ist hún áfram munu beita sér fyrir þvi að viðunandi lausn verði fundin á málinu. Vonir sínar bindur hún ekki síst við flokksbróð- ur sinn Schröder, for- sætisráðherra Neðra- Saxlands, sem jafnframt er utanríkisráðherra í skuggaráðuneyti jafnað- armanna. Schröder kom til Islands á síðasta ári og sagðist þá andvígur lokun Goethe-stofnunar- innar í Reykavík. Fyrir rúmri viku var sendinefnd Alþingis á ferð um Þýskaland og heimsótti þá Sambands- þingið í Bonn og ræddi þar við ýmsa þingmenn. I samtölum við tvo þeirra minntust Islendingarnir á málefni Goethe- stofnunarinnar. Annar var þingkon- an Antje Vollmer, varaforseti þings- ins, sem tilheyrir flokki Græningja. Pétur H. Blöndal, formaður ís- lensku nefndai-innar, segir að Voll- mer hafi lýst áhyggjum af þróun mála í menningarsamskiptum land- anna og sagt að Græningjar hefðu reynt að hnekkja ákvörðun stjórn- arinnar í þessum efnum. Aðspurð hefði hún sagt að ef eftir kosning- arnar tæki við samstarfsstjórn Græningja og jafnaðarmanna væru miklar líkur á því að Goethe-stofn- unin í Reykjavík yrði endurreist, án þess þó að hún vildi lofa neinu í því efni. Á að bíða eftir vinstri stjórn? Það er vonin um stuðning ríkis- stjórnar undir forystu jafnaðar- manna að loknum þingkosningum sem fram fara í september næst- komandi, sem gerir að verkum að sumir íslenskir stuðningsmenn Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík Johann Wolfgang Goethe telja ótímabært að standa að stofnun arftaka hennar strax. Oddný Sverrisdóttir bendir á móti á að sé tilboðinu ekki tekið strax sé hætta á að þýska bókasafnið í Reykjavík, sem er eldra en Goethe- stofnunin, muni alveg leggjast af, til dæmis með því að bækurnar verði gefnar Þjóðarbókhlöðunni. Þeir sem nú deila eiga þó flestir eða allir sameiginlegt að vilja helst stefna að endun’eisn Goethe-stofn- unarinnar. Á aðalfundi Félags þýskukennara, sem klofnaði í af- stöðu sinni til þess hversu fljótt ætti að ganga í stofnun menningarmið- stöðvar, var samhljóða samþykkt ályktun þess efnis að meginmark- miðið væri að endurreisa Goethe- stofnunina. Lokunin áróðursbragð Goethe-stofnunarinnar? Miðað við yfirlýsingar þýskra jafnaðarmanna og Græningja er eðli- legt að baráttumenn fyrh’ endur- reisn Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík vonist eftir sigri þeirra í kosningunum í haust. Ekki er þó ful- Ijóst hvort við núverandi ríkisstjórn eina er að sakast varðandi lokunina á sínum tíma. Fyrirmæli ríkisstjórnarinnar til höfuðstöðva Goetheinstitut í Munchen á sínum tíma voru þau að fækka þyrfti starfsmönnum um 2%. Stofnunin kaus að leggja niður níu útibú, þar af þrjú á Norðurlöndum. Á sama tíma var stefnt að opnun nýrra útibúa í Hanoi, Taschkent, Vilnius og Ramallah, á sjálfstjórnar- svæði Palestínumanna. Eins og sagt hefur verið var í heim- sókn íslensku þingmannanna til Sam- bandsþingsins í Bonn fyrir skemmstu rætt um lokun Goethe-stofnunai-innar í Reykjavík við Græningjann Antje Vollmer, en jafhframt var minnst á málið við einn fulltrúa Kristilegra demókrata. Sá heitir Rolf Olderog og er formaður þýsk-skandinavísku þing- nefndarinnar á Sambandsþinginu. Olderog sagði að ákvörðunin um að leggja niður útibúið í Reykjavík hefði aldrei komið fyrir augu stjóm- málamanna heldm’ verið tekin af embættismönnum. Hann lét í veðri vaka að sumpart hefði sú lokun verið tæki Goethe-stofnunai’innar til að vekja athygli á niðurskurði á heildar- framlögum til hennar, enda hefðu forstöðumenn hennar vitað að lokun- in í Reykjavík myndi vekja athygli. Olderog sagði að stefnt væri að því að leysa málið með viðunandi hætti, til dæmis með því að hafa sérstakan sendifulltrúa hér á landi. viöveg [nr 3741 Hvammur)> Sjón er sögu ríkari Láttu þœr sjá þig Tré, runnar, sumarblóm, fjölcer blóm, lclifurplöntur, alparósir, skjólbeltaplöntur, limgerðisplöntur, eðalrósir, berjarunnar og sígrœnir dvergrunnar. Opið alla daga frá kl. 10.00 til 19.00 Sími 483 4840 Fax 483 4802 Velkomin í sveitasœluna Áfrýjun vegna Sig- urðar VE dómtekin ÁFRÝJUN ísfélags Vestmanna- eyja vegna töku norsku strand- gæslunnar á Sigurði VE og dóms yfir útgerðinni og skip- stjóranum í kjölfarið, hefur verið dómtekin í Lögmannsrétti í Hálogalandi. Dóms er að vænta í næstu viku að sögn Sigurðar Einarssonar framkvæmdastjóra ísfélagsins, en hann segist vera bjartsýnn á betri útkomu að þessu sinni. „Við höfum kynnt okkar sjón- armið. Þetta getur auðvitað farið á hvorn veginn sem er og maður áttar sig ekki alveg á því hvað gerist, en við reynum að vera bjartsýnir. Við teljum að mál- staður okkar sé góður og Norð- menn hafi farið offari gegn skip- inu á sínum tíma,“ sagði Sigurð- ur enn fremur. Upptaka málsins fyrir dóm- stólnum í Hálogalandi fór fram í gær og fyrradag. Skipstjóri Sig- urðar og stýrimaður voru kall- aðir í vitnastúku, svo og tækni- maður sem setti upp staðsetn- ingabúnað í skipinu. Einnig komu menn frá norsku strand- gæslunni, Fiskistofunni í Björg- vin og norskur sérfræðingur í staðsetningatækjum. „Menn gáfu skýrslur sínar og málið var flutt af sækjendum og verjend- um eins og lög gera ráð fyrir. Síðan var það dómtekið og við verðum bara að bíða og sjá hvað setur,“ bætti Sigurður Einars- son við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.