Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 21 LANDIÐ Skipsflak frá 1694 fínnst við Patreksfjörð I ORLYGSHOFN við Patreksfjörð hefur fundist skipsflak sem talið er vera frá árinu 1694. Egill Olafsson, safnvörður að Hnjóti, segir að flak- ið hafi áður fundist árið 1923, fallið í gleymsku en komi nú aftur í ljós þar sem árfarvegur Hafnarvaðals hefur grafið það upp á ný. „Þegar flakið fannst árið 1923 náðu bændur á Hnjóti þremur plönkum úr skipinu. Síðan hvarf það og gleymdist, en mér var sagt frá því hvar það lá. Nú hefur ströndin breyst allmikið vegna ár- innar og því kemur skipið aftur í ljós. Þarna virðist vera botninn á skipinu, ég veit ekki hvað mikið af honum, en flakið er þama,“ sagði Egill sem nýlega rakst á flakíð. Stuðst við annála Heimildir úr Eyrarannál, sem ritaður var af Magnúsi Magnús- syni sýslumanni á sautjándu öld, segja frá komu nokkurra erlendra skipa til Patreksfjarðar: „Sumarið 1694 kom franskt stríðskip að Vatneyri í Patreksfirði. Þess kapteinn var Jóhannes Diesepar er lengi hafði verið hvalveiðimaður hér við land. Hann hafði tekið tvö ensk skip við komuna frá Vestm- Indíum hlaðin með sykur, tóbak og aðrar dýrmætar vörar, og sigldi með þau inn á fyrrnefnda höfn í Vatneyri. Nokkrar enskar fiski- duggur lágu um þennan tíma á Tálknafirði, hverjar þeir fyrst rændu og tóku alla frakt af þeim og í skip sín inn lögðu, og settu síðan eld upp á þessar duggur létu þær logandi sigla út af Tálknafirði." Skipin brunnu svo á sjó úti og þau rak upp í höfnina eins og hvert annað rekald, segir Egill. Egill segir að þessi lýsing renni stoðum undir þann grun sinn um að flakið í Örlygshöfn sé frá árinu 1694. „Þegar ég skoðaði flakið kom í ljós að timbrið hafði farið í eld, og eftir allmikla leit í annálum fann ég fyrrnefnda sögu. Það eru mjög miklar líkur á því að þarna séu leif- ar af einu skipinu, og ef þetta reyn- ist rétt er þetta mjög merkilegur fundur.“ Egill segir lýsinguna í annálnum passa vel við rek skipa um fjörð- inn. „Þeir láta skipin sigla út Tálknafjörðinn, út á Patreksfjarð- arflóann, og vitanlega hafa þeir ekki getað látið skipin sigla þama út nema í norðanátt og svo þegar þeir koma þarna út, rekur skipin undan norðanáttinni og ber þarna á land. Eitt skipið rekur þarna að Hafnarvaðlinum og það er það skip sem við erum að fást við nú,“ sagði Egill. Að sögn Egils er von á þjóð- minjaverði innan skamms til að kanna flakið, og aldursgreina það, en ekki má hreyfa við því þar sem það flokkast undir náttúraminjar. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Stokkseyrar- hreppur kvaddur Stokkseyri - í tilefni af því að Stokkseyrarhreppur sameinast nú þrem öðrum sveitarfélögum, þ.e.a.s. Eyrarbakkahreppi, Sand- víkurhreppi og Selfossbæ, þá ákvað hreppsnefnd Stokkseyrar að Iáta það verða sitt síðasta verk að efna til hátíðar og fór hún fram að kvöldi hins 6. júní sl. Hátíðarhöldin hófust kl. 23 á því að gengin var blysför í gegn- um þorpið í fylgd blásturshljóð- færaleikara. Þegar göngunni lauk var kveikt í bálkesti, slysa- varnasveitin Dröfn stóð fyrir flugeldasýningu og grillaðar BARNASKÓR Barnasumarskór SMÁSKÓR Sérverslun með barnaskó, í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. voru pylsur. Mikill íjöldi fólks mætti og hafði gaman af þessari uppákomu sem fram fór í björtu og kyrru veðri þar sem umhverf- ið skartaði sínu fegursta. íslensk framleiösla síðan 1972 MÚR- VIÐGERÐAR- EFNI ALLAR GERÐIR !l steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal KRAKKARNIR á leikskólanum Sólvöllum tóku lagið fyrir viðstadda • • Oryggi barna í umferðinni á Neskaupstað ábótavant Neskaupstað - Nú á dögunum gekkst Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins og lögreglan á Neskaup- stað ásamt Umferðarráði og Vá- tryggingafélagi íslands fyrir um- ferðaröryggisdegi í Neskaupstað. Tilefni þessarar uppákomu var könnun sem konurnar í Kvenna- deildinni gerðu í vor og þar kom í ljós að öryggi barna á ferð í bílum var mjög ábótavant, aðeins um 50% þeirra voru í bílstólum eða notuðu bílbelti. Þeir sem spurðir voru um hvers vegna bömin væra ekki í bílstólum eða notuðu bílbelti svöruðu því tO að vegalengdir væru svo stuttar innanbæjar að ekki tæki því að nota bílstóla eða belti. Fram kom hjá þeim sem að upp- ákomunni stóðu að flest slysin verða einmitt í stuttu ferðunum og því mikilvægt að beltin og stólarnir séu notuð hvort sem vegalengdin sem á að fara er stutt eða löng. A samkomu sem var haldin í til- efni dagsins voru flutt ávörp og tónlistaratriði auk þess sem boðið var upp á pylsur og ís. Ekki verður sagt að Norðfirð- ingar hafi sýnt þessu þarfa átaki mikinn áhuga því aðeins mættu rúmlega 100 manns á samkomuna. EKKI MISSA AF ÞESSU LOÐVÍÐIR í PT. 25-35 CM. Áður kr. 210- ALASKAÖSP í PK. 30-60 CM. KEISARI, JÓRA, PINNI Áður kr. 340- Nú aðeins kr. 199- / ALDREI MEIRA ÚRVALAF SUMARBLÓMUM, GARÐ-OG SKÓGARPLÖNTUM. SENDUM UM ALLT LAND ... PLÖNTUSALAN í FOSS VOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neöan Borgarsp(tala) Opiö kl. 10 -19. helgar kl. 10 -18. S(mi 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.