Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 23 NEYTENDUR Verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu Fjarðarkaup lækka verð á þúsundum vöruliða UNDANFARNA daga hafa keppi- nautar Hagkaups verið að svara þeirri verðlækkun sem gerð var þeg- ar rekstrarfyrirkomulagi Hagkaups var breytt nýlega. Verð hefur verið lækkað á 4.000-5.000 vöruliðum í Fjarðarkaupum. Hjá 10-11 verslun- unum hefur einnig átt sér stað verð- lækkun. Að sögn Sveins Sigurbergssonar í Fjarðarkaupum eru þessar aðgerðir liður í að svara yfirlýsingum Hag- kaups um að þar sé alltaf hægt að gera betri kaup. „Við höfum undan- farið komið út sem ódýrasti stór- markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og við ætlum að halda áfi-am að skipa það sæti. Þessar verðlækkanir að undanförnu eru bara byi’junin en við komum til með að endurskoða verð á öllum vörum hjá okkur og gef- um ekkert eftir í þessari sam- keppni," segir Sveinn. Þegar hann er spurður um þá vöruflokka sem lækk- að hafa í verði segir hann það alla daglega neysluvöni eins og til dæmis grænmeti, ávexti, mjólkur- og kjöt- vöru. „Það má með sanni segja að það sé skollin á bullandi verðsamkeppni hér á höfuðborgarsvæðinu og verðið breytist daglega. Boltinn er þegar fai-inn að rúlla og þetta er þróun sem við sjáum ekki fyrir endann á.“ Eiríkur Sigurðsson kaupmaður í 10-11 segir að verð breytist daglega á sumum vöruliðum í 10-11 verslun- unum þessa dagana. „Við fylgjumst vel með verðbreytingum allan ársins hring en undanfarið hefur verið sér- staklega mikið um verðbreytingar í kjölfar nýrrar Hagkaupsverslunar. Við ætlum að bjóða svipað verð og Hagkaup og höfum því verið að lækka verð á ýmsum vöruliðum eins og á ávöxtum, grænmeti og annarri ferskri vöru. Það er mismunandi hversu mikil verðlækkunin er en hún er geysilega mikil á ávöxtum og grænmeti.“ Eiríkur segii' að mikill verðmunur sé á Hagkaupi og Nýkaupi og hann segist furða sig á að neytendur skuli ekki hafa mótmælt breytingum á sjö Hagkaupsverslunum í Nýkaup. „Verðmunurinn er mjög mikill og nú er búið að taka út hagstæða valkosti í Nýkaupi eins og gulu línuna sem var ódýrai'i og til dæmis allar ódýrar kjötvörur. Sem dæmi um verðmun í þessum verslunum hafa viðskipta- vinir getað keypt eina öskju af inn- Morgunblaðið/Arnaldur VERÐ á ávöxtum og grænmeti breytist jafnvel oft á dag í helstu stór- mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. VERÐ á íslenskri grænni papriku var afar mismunandi í gær og lýsandi fyrir þann verð- óróa sem er á markaðnum. Ódýrust var fslensk paprika á 289 krónur kílóið í Bónus en dýrust var hún á 695 krónur kílóið í Nýkaupi og 698 krónur f Nóatúni. Verslanir eins og Fjarðarkaup, Hagkaup og 10-11 buðu kflóið af papriku á um 385- 389 krónur kflóið. fluttum jarðarberjum á 69 krónur í Hagkaupi á meðan askja af sömu stærð var seld á 198 krónur í Ný- kaupi og kílóið af papriku hefur verið fáanlegt á innan við fjögur hundruð krónur í Hagkaupi á meðan það kostar um sjö hundruð krónur í Ný- kaupi.“ Grænmeti og ávextir lækka f Hagkaupi Jón Björnsson framkvæmdastjóri hjá Hagkaupi segir að undanfarið hafi þeir lækkað verð enn frekar á mörgum af þeim 7.000 vöruliðum sem lækkaðir voru í verði þegar verslunin vai' opnuð í Smáranum. „Okkar stefna er að fylgja markaðn- um og bjóða alltaf lægra verð en al- mennar hverfaverslanir og þeirri stefnu höfum við verið að fylgja und- anfarna daga.“ Hann segir að sem dæmi um verðlækkun megi nefna að bananar hafi lækkað um 75%, tómat- ar um 60% og paprikur um 44%. Fylgjumst með markaðnum „Verðið er óbreytt í Nýkaupi frá því sem það var í Hagkaupi fyrir þessar breytingar en þó hafa ein- staka vöruflokkar lækkað í verði,“ segir Finnur Amason framkvæmda- stjóri hjá Nýkaupi. Þegar hann er spurður hvort Nýkaup hafi að und- anfórnu lækkað verð á algengum neysluvörum, s.s. á ávöxtum og grænmeti eins og sumar aðrar versl- anir hafa verið að gera, segir hann að þeir fylgist með verðinu á mark- aðnum og leggi áherslu á að vera samkeppnisfærir. Evrópskir staðlar á vöggur og smábarnarúm Gamlar vöggur varasamar Á NÆSTA ári taka gildi evrópskir staðlar um útbúnað fyrir böm. Her- dís Storgaard, barnaslysavarnafull- trúi hjá Slysavarnafélagi Islands segir að staðlarnir eigi að tryggja neytendum að verið sé að framleiða vörurnar samkvæmt ströngum ör- yggiskröfum. Herdís segir gott fyrir forráða- menn lítilla barna að vita hvaða kröfur verða gerðar til búnaðar fyr- ir börn og að þessu sinni greinir hún frá því hvernig vöggur og smá- barnarúm eiga að líta út samkvæmt þessum stöðlum. Vöggur eða barnakörfur Oft er sama vaggan notuð í fjöl- skyldum í áratugi en Herdís segir að margir gamlir munir uppfylli ekki öryggiskröfur og því þurfi fólk að yfirfara vel vöggur eða bamkörf- ur áður en þær eru teknar í notkun. „Vöggur og bamakörfur má ein- ungis nota fyrstu vikurnar eða mán- uðina því þegar barnið fer að setjast upp eða geta dregið sig upp þarf það að sofa í barnarúmi. Frá yfir- borði dýnu að efstu brún vöggu þurfa að minnsta kosti að vera 20 sentimetrar." Smábarnarúm Smábamarúm em til í mismun- andi útgáfum. Þau eru með háum hliðum sem eru fastar eða stillan- legar. Smábarnarúm er hægt að nota frá fæðingu til tveggja og hálfs árs aldurs. Til að koma í veg fyrir að börn geti hengt sig má bil milli rimla ekki vera meira en 6 cm og sé rúmið ekki með heilum botni þarf bil milli botnrimla að vera 2,5 cm svo börnin geti ekki fest hendur og fætur á milli. „Rúmið á að vera stöðugt og geta þolað að bamið hoppi í því. Ef hægt er að hækka og lækka botnplötu rúmsins þarf að vera gengið þannig frá hlutum að aðeins sé hægt að gera slíkt með verkfærum. Þegar botnplatan er í efstu stillingu þurfa hliðar rúmsins að vera að minnsta kosti 30 cm háar og þegar það er í neðstu stillingu eiga hliðarnar að vera að minnsta kosti 60 cm háar. Þá þarf að huga að því að barnið geti ekki sjálft hækkað eða lækkað rúmið og skrúfur eða rær mega ekki vera á rúminu sem barnið get- ur losað. Sé rúmið á hjólum skal gengið úr skugga um að góðar læs- ingar séu á þeim. Þegar barnið fer að geta klifrað uppúr rúminu er kominn tími til að skipta um rúm. ALLT TIL RAFHITUNAR! Fyrir heimili - sumarhus - fyrirtæki HAGSTÆTT VERÐ! ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6-1200kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400-750-800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfaida ofna. Einar Farestveit&Co.hff. Borgartúni 28, sími 5622900 MÍólk Margir þekkja lífræna ab-mjólk sem hefur verið á markaði um nokkurt skeið við miklar vinsældir. Með framleiðslu Iífrænnar drykkjarmjólkur á íslandi er stigið enn frekari skref á þessari braut. Áherslur lífrænnar framleiðslu: ■ '/ Fyrir þá sem aðhyllast lífræn markmið er lífræn ■ a drykkjar mjólk nú loks komin á markað. Hún kemur » frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós og er unnin til dreifingar hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Framleiðslan er vottuð af vottunarstofunni Túni ehf. 1. Að viöhalda náttúrulegu jafnvægi í umhverfinu 2. Að auka frelsi og eðlislæga hegðun dýra 3. Afurðir komlst til neytenda í eins fersku og upprunalegu ástandi og kostur er. Hristlst fyrlr notkun Lífræn mjólk er ekki fitusprengd. Rjóminn flýtur því upp og myndar rjómalag ofan á mjólkinni. Hristu hana vel áður en hún er notuð, þá dreifist rjóminn aftur um mjólkina. Samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda er lífræn mjólk gerilsneydd eins og önnur mjólk. Takmarkað magn - dýrarl framlelðsla Magn þeirrar lífrænu mjólkur sem við getum boðið er takmarkað enn sem komið er. Lífræn framleiðsla er tímafrekari og fyrirhafnarmeiri en önnur mjólkurvöruframleiðsla. Af því leiðir einnig að hún er dýrari sem kemur fram í hærra verði. Þess er þó gætt að halda auknum kostnaði í algjöru lágmarki en áhersla er lögð á að verðmunurinn skili sér sem mest til bóndans og verði á þann hátt hvatning til aukinnar lífrænnar framleiðslu. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.