Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Sigurður Hannesson SKIPVERJAR á Hafborgu við hákarlinn. Ekki er allur fengur til fjár HAFBORG SF 116, sem er 30 tonna bátur, fékk í síðustu viku 10 metra langan hákarl í net sín í Hornaíjarðardýpi. Að sögpi Sigurðar Guðmunds- sonar skipstjóra á Hafborginni var hákarlinn nærri dauður þeg- ar netin voru dregin en honum hafði tekist að valda töluverðu tjóni, því tvö netanna eru alveg ónýt. Hákarlinn var dreginn á land og var ætlunin að hann færi í vinnslu á Eskifírði. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að hér var um beinhákarl að ræða, því miður, en sú skepna er til lít- ils nýt. Hákarlinn verður því fjar- lægður hið fyrsta úr höfninni. Afurðaverðmæti þorskaflans eykst um 30% Utlit fyrir áframhaldandi hækkanir ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða hefur hækkað mun meira á þessu ári en ráð var fyrir gert í þjóhagsspá. Þannig hefur af- urðaverðmæti þorskaflans aukist um 30% á fyrstu 4 mánuðum þessa árs samnborið við sama tíma í fyrra. Or- sakir þessa má rekja til minnkandi framboðs á erlendum mörkuðum, sérstaklega á bolfiskafurðum, sam- fara samdrætti í fiskafla nágranna- þjóðanna. Búast má við áframhald- andi hækkunum, m.a. í kjölfar kvótaaukningar sem fulltrúar stóru sölusamtakanna segja að hafi mjög góð áhrif á ímynd Islands á mörkuð- unum. Þeir vara þó við ýmsum hætt- um. Kristján Hjaltason, framkvæmda- stjóri markaðsmála hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, segir aflasam- drátt í Barentshafi fyrst og fremst hafa leitt til skorts á markaðnum og hækkunar á bolfiski, einkum þorski. ,Afli úr Barentshafi hefur dregist umtalsvert saman, auk þess sem minni veiði hefur verið í Eystrasalti. í augnablikinu eru ekki horfur á auknum afla á þessu svæði. Hins vegar hefur einnig verið samdráttur í veiðum á alaskaufsa og því getur sú tegund ekki bætt upp samdrátt í þorski. Verðið hefur því hækkað því viðskiptavinurinn hefur ekki getað leitað neitt annað. En eins og horf- urnar eru nú er ekki víst að þessi góða sala minnki á næstunni “ Kristján segir fullvíst að salan minnki um leið og neytendur þurfi að borga hærra verð. Þá leiti neyt- andinn í aðrar vörur og spuming sé þá aðeins í hvaða mæli það gerist. „Það er hreinlega ekki til nægur fiskur fyrir markaðinn í bili. Eins má benda á að afurðaverð hafa lækkað mikið frá árinu 1991 og tími til kom- inn að þau hækkuðu aftur, sérstak- lega í Evrópu.“ ísland getur sér gott orð Kristján segir aukningu á þorsk- kvóta hérlendis kannski ekki hafa mikið að segja á markaðnum hvað magn varðar en áhrifin séu engu að síður góð. „Viðskiptavinir leita eðli- lega til þess lands þar sem þeir sjá aukningu. Einnig hefur umræða um sjálfbærar fiskveiðar leitt til þess að stærstu viðskiptavinir okkar úti í heimi, tO dæmis verslunarkeðjur í Bretlandi, eru undir þrýstingi frá umhverfissamtökum um að hegða sér á ábyrgan hátt í innkaupum. Þá leita þeir meðal annars til aðila sem eru ábyrgir í umgengni um sína auð- lind. Þar hafa íslendingar getið sér gott orð. Upprunamerkingar og rekjanleiki verða sífellt mikilvægari og hjálpar okkur mikið. Það höfum við fundið greinilega á síðustu vik- um,“ segir Kristján. Þrýstingur frá kaupendum Aðalsteinn Gottskálksson, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs íslenskra sjávarafurða, segir greini- legan skort á hráefni á mörkuðum erlendis, sérstaklega á þorsk- og karfaafurðum. Það eigi við um alla markaði. „Verð á blokkaframleiðslu er nú orðið samkeppnishæft við unn- ar afurðir á Bandaríkjamarkað og slíkt gerist ekki nema þegar vöntun er á hráefni." Aðalsteinn segir margvísleg tilboð í gangi á markaðnum um þessar mundir sem einkennist af því að menn hafi skuldbundið sig til að af- henda vöru á tilsettum tíma og verði því að fá hráefni hvað sem það kost- ar. „Það er hins vegar erfitt að sjá hver framþróunin verður í þessum málum. En það er ennþá spenna á markaðnum. Kvótaaukningin nú er því gulls ígildi þegar þörfin iyrir vör- una er mikil. Það hefur bæði góð áhrif fyrir okkur sem erum að selja íslenska vöru en einnig gefur það Is- landi góða ímynd að geta sýnt fram á að sjálfbærar veiðar skili árangri. Á meðan eru aðrar þjóðir að draga saman veiðar." Verðum að vera á varðbergi Aðalsteinn bendir þó á að í örum afurðaverðshækkunum geti falist hættur. „Ein af afleiðingum þess gæti verið að menn fari að leita að annarri og ódýrari vöru. Hættan er sú að hækkunin verði of mikil og hafi í för með sér neysluáhrif. Ef neyt- endur færa sig úr fiski yfir í aðrar próteinvörur gæti orðið mjög erfitt að ná því til baka. Þannig að um ástandið í dag má segja að í því felist bæði tækifæri og hættur. Við verð- um því að vera á varðbergi," segir Aðalsteinn. Indónesía Auka á mann- réttindi Jakarta, Tókýó. Reuters, The Daily Telegraph. INDÓNESÍSK stjórnvöld hyggjast hvetja til fimm ára þjóðarátaks í mannréttindamálum til þess að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi, að því er blaðið Jakarta Post greindi frá í gær. Átakið mun m.a. fela í sér að viðurkenndar verða nokkrar mannréttindasamþykktir Samein- uðu þjóðanna. Forseti landsins, B.J. Habibie, mun opinberlega hefja átakið 25. júní, að sögn blaðsins. Haft var eftir Ali Alatas utanríkisráðherra að meðal þeirra samþykkta sem viður- kenndar yrðu væri sú, er kveður á um bann við pyntingum. Indónesar hafa viðurkennt Mannréttindayfir- lýsingu SÞ frá 1948. Habibie gaf í skyn á þriðjudag að hann væri reiðubúinn til að veita Austur-Tímor „sérstaka stöðu“ og ryðja þannig úr vegi hindrunum fyr- ir friðsamlegri lausn í deilunni þar. Austur-Tímor er fyrrverandi ný- lenda Portúgala, en Indónesar gerðu þar innrás 1975 og innlimuðu landið ári síðar. Vopnuð andspymu- hreyfing veitir þeim enn mótspyrnu. Habibie sagði að tíu pólitískum fóngum, er tengjast sjálfstæðis- hreyfingu A-Tímor, yrði sleppt úr haldi. Suharto sagður sljóma á bak við tjöldin Einn helsti leiðtogi óháðra laun- þegasamtaka í Indónesíu kveðst telja að þótt Habibie hafi tekið við embætti forseta af Suharto, fari sá síðamefndi raunvemlega með mikil völd á bak við tjöldin. Leiðtoginn, Muchtar Pakpahan, var látinn laus úr fangelsi fyrir hálfum mánuði í kjölfar afsagnar Suhartos. „Habibe hefur alltaf verið sem strengjabrúða í höndum Suhartos, og Suharto togar enn í strengina á bak við tjöldin," sagði Pakpahan. Ohugnanlegt morð Jasper. Reuters. IBÚAR bæjarins Jasper í Texas í Bandaríkjunum em slegnir óhug vegna morðs sem framið var á svörtum manni síðastliðinn sunnudag. Þrír hvítir menn voru á þriðjudag handteknir vegna morðsins og era þeir grunaðir um að vera tengdir Ku Klux Klan-samtökunum. Hafa þeir all- ir setið af sér fangelsisdóma og voru tveir þeirra lausir á skil- orði. Mennirnir bundu hinn 49 ára gamla James Byrd við vélarhús bfls og keyrðu með hann langa vegalengd í eftirdragi á miklum hraða niður afskekktan vegar- slóða. Skildi bfllinn eftir slóð blóðs og á myndinni markar málning staðinn þar sem höfuð Byrds fannst, i rúmlega kfló- metra Qarlægð frá búknum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Útflutningur brezks nautakjöts verði leyfður Brusscl, London. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins lagði til í gær að banni við útflutningi á brezku nauta- kjöti til annarra ríkja Evrópusam- bandsins yrði aflétt. Samkvæmt til- lögu framkvæmdastjómarinnar verður leyft að flytja út kjöt af naut- gripum, sem fæddir eru síðar en í ágúst 1996, en þá gekk í gildi í Bret- landi algert bann við því að fóðra nautgripi á kjöt- og beinamjöli, sem óttazt var að gæti borið í sér kúariðusmit. í yfirlýsingu framkvæmdastjórn- arinnar segir að ákveðið hafi verið, að fengnum ráðleggingum vísinda- manna, að aflétta banninu, sem ver- ið hefur í gildi frá því í marz 1996, en þá viðurkenndu brezk stjómvöld að hugsanlega væru tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jacobs-sjúk- dóms í mönnum. Nokkrir mánuðir í að pólitiskt samþykki fáist Tillaga framkvæmdastjórnarinn- ar verður lögð fyrir dýralækna- nefnd ESB á morgun og fer þá fram fyrsta umræða um hana. Tillagan verður síðan rædd áfram á fundi nefndarinnar á þriðjudag í næstu viku. Hugsanlegt er að hún verði síðan tekin á dagskrá á fundi land- búnaðarráðherra ESB-ríkja 22. júní en búizt er við að hún hljóti ekki endanlegt pólitískt samþykki fyrr en pð nokkrum mánuðum liðnum. Áætlun brezkra stjómvalda um útflutning á kjöti af nautgripum, sem fæddir eru eftir ágústmánuð 1996, hefur verið til umfjöllunar hjá framkvæmdastjórninni í níu mán- uði. Enn á eftir að koma í ljós hvort einstök aðildarríki ESB fallast á hana, t.d. Þýzkaland, sem hefur ver- ið mjög tregt til að taka trúanlegar fullyrðingar brezkra stjórnvalda um heilbrigði nautakjöts. Málið ekki í höfn Talsmaður brezka landbúnaðar- ráðuneytisins var varkár í yfirlýs- ingum í gær. „Frá okkar sjónarhóli er þetta mikilvægt skref hjá fram- kvæmdastjóminni en þetta þýðir ekki að málið sé í höfn,“ sagði hún. Formaður brezku bændasamtak- anna, Ben Gill, var öllu uppveðraðri. „Við erum nú komin yfir erfiðasta hjallann og héðan í frá er leiðin greið. Nú má ekki missa niður dampinn," sagði hann. „Við hlökk- um til að sjá kjötið okkar á ný á diskum Evrópubúa.“ Andstaða Svía við ESB minnkar Stokkhdlmi. Reuters. ANDSTÆÐINGAR aðildar Sví- þjóðar að Evrópusambandinu em nú í fyrsta sinn um langt skeið færri en helmingur kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun SOM-stofnunarinnar, sem birt var í gær. Enn eru þó andstæðingar aðildar mun fleiri en stuðnings- menn. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 49% sænskra kjósenda séu andvígir ESB-aðild, en fyrir ári var þessi hópur 52%. Stuðn- ingsmenn aðildar eru nú 34%, en vom 33% fyrir ári. Afgangurinn, eða 17%, eru óákveðnir. í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1994 samþykktu 52,2% sænskra kjósenda aðild Svíþjóðar að Evr- ópusambandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.