Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 26

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Færeyingar og Danir friðmælast með samningi um bankamálið Fyrsta skrefíð í átt að sjálfstæði Færeyja Óli Mogens Breckmann Lykketoft Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. „SAMNINGURINN er virði 1,5 milljarða," sagði Ai’nfmn Kallsberg, lögmaður Færeyinga, eftir að fær- eyska landstjórnin samdi við dönsku stjórnina í bítið í gærmorg- un. í samningnum er í fyrsta skipti talað um sjálfstjóm Færeyinga og því er hann talinn marka íyrsta ákveðna skrefíð í átt að sjálfstjórn Færeyja. Hvorki Kallsberg né Mogens Lykketoft, fjármálaráð- herra Dana, sem stjómaði viðræð- unum fyrir hönd Dana, vildu upp- lýsa í smáatriðum í hverju hin fjár- hagslegu atriði væm fólgin og hvort um væri að ræða uppgjöf lána eða uppbætur. Engin tilviljun er að málið er leyst núna því danska þingið þarf að samþykkja aðhaldsaðgerðir stjórn- arinnar, svokallaðan „hvítasunnu- pakka“, sem ekki er meirihluti fyrir ef Oli Breckmann, þingmaður fær- eyska þjóðarflokksins, er á móti. Hann mun nú sitja hjá eins og Jó- annes Eidesgaard, þingmaður fær- eyskra jafnaðarmanna. Færeyska landstjómin mun hætta við máls- sókn á hendur dönsku stjórninni, en ekki á hendur Den Danske Bank. Skuldauppgjöf eða uppbót? Samningurinn er ekki skýr hvað varðar uppbætur og eftirgjöf skulda, en svo virðist sem Færey- ingar fái gefnar eftir 900 milljónir danskra kr., ríflega 9 milljarða ísl., af skuldum eyjarskeggja við danska ríkissjóðinn en þær nema um 54 milljörðum ísl. króna og verða árs- vextir af þeim 5% í stað 7%. Þar við bætist 500 milljón dkr. lán, sem er án vaxta og afborgana í fýrstu árin og er til tuttugu ára. Þetta metur Kallsberg svo að Færeyingar hafí nú fengið þá 1,5 milljarða, um 15 milljarða ísl., sem Færeyingar álíta að Færeyjabankamálið hafi kostað landstjórnina í kjölfar yfirtöku þeirra á bankanum 1993. Síðar var skýrt frá því að samn- ingurinn kvæði einnig á um vaxta- lækkun, sem næmi 700 milljónum dkr., á næstu fimm árum og að framlag Dana til Færeyja hækki um 150 milljónir dkr. næstu árin. Alls er þetta metið á 2,3 milljarða dkr., um 23 milljarða íslenskra. Lykketoft vill ekki útlista ná- kvæmlega hver skilningur sinn sé á uppgjörinu og þá heldur ekki hvort meta eigi samninginn sem eftirgjöf skulda eða uppbót. í samningnum er einnig tekið fram að danska stjórnin eigi að draga sig út úr ýms- um stofnunum í Færeyjum, til dæmis Fjárfestingarsjóðnum, sem fór með samruna bankanna á sínum tíma, húsnæðislánastofnun og at- vinnusjóði. Samskipti stjórnar og sljórnarandstöðu versni Ljóst er að málið verður rætt í danska þinginu. Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, seg- ir að með samningnum sé ljóst að reikningurinn lendi hjá dönskum skattgreiðendum eins og sjá hafi mátt fyrir. Úr því stjórnin sjái sig tilneydda að greiða þennan reikning væri áhugavert að sjá hver væri ábyrgur í bankamálinu, en því mið- ur sé ekki þingmeirihluti íýrir að kryfja það mál til mergjar. Úr því svona sé tekið á málinu verði eídri hjá því komist að málið hleypi illu blóði í samskipti stjórnar og stjórn- arandstöðu um langa hríð, enda séu það vinstri flokkarnir sem tryggi líf stjórnarinnar. Kirsten Jacobsen, þingmaður Framfarafiokksins, segir að danska stjórnin hafi greitt Færeyingum langt fram yfir það sem eðlilegt megi teljast. Dönsk stjórnmál hafa haft áhrif á gang mála, því þessa dagana er ver- ið að ganga frá aðhaldsaðgerðum stjómarinnar, sem ekki væri meiri- hluti fyrir ef Jóannes Eidesgaard, annar þingmanna Færeyja á danska þinginu, sæti hjá og hinn þingmaðurinn, Óli Breckmann, greiddi atkvæði gegn þeim. Breck- mann var svo ánægður í gærmorg- un að hann lýsti því strax yfir að nú sæti hann hjá við atkvæðagreiðslu um pakkann. Þar með er meirihluti stjórnarinnar tryggður og búist er við að hún hafi nú treyst meirihluta sinn. Sjálfsljóm á íslenska vísu? Nú þegar í íyrsta sinn er talað um sjálf- stjóm í dansk-fær- eyskum samningi þurfa Færeyingar að fara að gera upp við sig hvað þeir vilji í sjálfstæðisefnum. Samningur hliðstæður íslensk-danska sam- bandslagasamningnum 1918 heyrist oft nefnd- ur, þar sem Island var lýst frjálst og fullvalda rfld, en í konungssam- bandi við Danmörk, auk þess sem Danir sáu um utanrík- ismál og landhelgisgæslu fyrir ís- lendinga. Til þessa var tekið í dönskum fréttum í gær og þá hnykkt á að sambandslagasamningurinn hefði leitt til að Island stofnaði lýðveldi og sleit öll tengsl við Dani. Gögn frá þeim tíma er sambandslagasamn- ingurinn var gerður benda eindreg- ið til að íslendingar hafi þá strax haft í huga fullan aðskilnað með tímanum. Heimsstyrjöldin síðari herti á þeim ásetningi þegar þar að kom. Hins vegar hafa Færeyingar tæplega enn gert upp við sig hvað þeir vilja nákvæmlega í þessum efn- um. Það mun vafalaust hafa áhrif á niðurstöður þeirra þegar í ljós kem- ur hvort unnt verður að vinna olíu við eyjarnar. Þessi mikilvæga for- senda er að áliti ýmissa nauðsynleg og því sé ekki hægt að taka ákvörð- un fyrr en hún liggi fyrir. Lipponen sakaður um njósnir í nýrri bók Helsinki. Reuters. PAAVO Lipponen, forsætis- ráðherra Finnlands, vísar með öllu á bug fullyrðingum um að hann hafi verið njósnari Sovét- manna en þær eru settar fram í nýrri bók um norsku leyniþjón- ustuna. Þar kemur ennfremur fram að náið var fylgst með Thorvald Stoltenberg, sem síð- ar vai’ð utanríkisráðherra Nor- egs, þai’ sem leyniþjónustan gi’unaði hann um að vera njó- snara Sovétmanna. Talsmaður Lipponens sagði að fullyi’ðingarnar í bókinni, sem er opinber saga leyniþjón- ustunnar, ski-ifuð að frum- kvæði norska dómsmálaráðu- neytisins og kallast „Stríðið leynilega“, væru fáránlegar og úr lausi lofti gripnar. I bókinni er haft eftir ónefndum heimild- armanni í norsku leyniþjónust- unni að Lipponen hafi verið „framlenging Rússa í finnska jafnaðarmannaflokknum". Orð þessi voru látin falla í kjölfar fundar sem Lipponen átti með Stoltenberg árið 1973. Annar tveggja höfunda bókarinnar hefur jpns vegar viðurkennt að orðurn leyniþjónustumannsins, sem sagði Lipponen njósnara, sé ekki fyllilega treystandi. Árið 1973 hafði Lipponen með höndum erlend samskipti fyrir hönd finnska jafnaðar- mannaflokksins og átti því samskipti við Sovétmenn í Helsinki. Allnokkrir finnskir stjórnmálamenn hafa átt tölu- verð samskipti við Rússa, m.a. hefur oftlega verið fullyrt að Uhro Kekkonen, fyrrverandi Finnlandsforseti, hafi unnið fyrir Sovétmenn, en hann stærði sig af ágætum sam- skiptum við nágrannann í austri. Reuters LEIÐTOGAR Afríkurfkja ákváðu í gær að senda nefnd þjóðarleiðtoga til Eþíópíu og Erítreu til að freista þess að binda enda á átök rikjanna vegna deilu um 400 ferkm svæði við landamæri þeirra. Þetta var ákveðið á þriggja daga leiðtogafundi Einingar- samtaka Afríku (OAU) í Burk- ina Faso sem lauk í gær. Ekki kom fram hvenær nefndin á að fara til Eþíópíu og Erítreu en leiðtogarnir hvöttu ríkin til að samþykkja friðartillögur stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rúanda. Samkvæmt þeim á Vígreifir Eþíópíu- menn Erítreuher að fara af eþíópísk- um landsvæðum, sem hann hefur lagt undir sig frá 6. maí, og landamærasvæðið, sem deilt er um, á að vera herlaust. Ekkert lát var á átökunum í gær og embættismenn í Addis Ababa sögðu að erítreskar her- sveitir hefðu hafið nýja sókn við landamærin. Um 2.000 útlend- ingar hafa farið frá Asmara, höfuðborg Erítreu, vegna átak- anna og eþíópska utanríkisráðu- neytið sagði í gær að 3.000 Eþíópíumönnum hefði verið vís- að úr landinu og eignir þeirra hefðu verið gerðar upptækar. 500 aðrir Eþíópumenn hefðu verið handteknir. Vopnaðir Eþíópiumenn hlaupa hér um þorpið Wikro og búa sig undir að aðstoða eþiópiska stjórnarherinn í bar- dögunum við Erítreumenn. Samið við bílstjóra í Noregi en flugumferðarstjórar boða verkfall ---------------gg-------- Gæti stöðvað flug til og frá landinu Ósld. Reuters. SAMNINGAR tókust í gær í deilu 10.000 ökumanna á vöruflutninga- og fólksflutningabifreiðum í Noregi en verkfall þeirra hefui’ staðið í tæpan mánuð og valdið miklum vandræðum. Um 8.000 félagar í samtökum há- skólamenntaðra manna eru enn í verkfalli og 231 flugumferðarstjóri ætlar að leggja niður vinnu á morgun. Viðræður við bflstjórana stóðu í alla fyrrinótt og loksins náðist „besti samningur nokkru sinni“ eins og einn samningamanna þeirra orðaði það. Var hann um 13% kauphækkun en atvinnurekendur segjast nú tilneydd- 'SrWað hækka gjaldskrár til að hafa eitthvað upp í útgjaldaaukann. Gudmund Restad, fjármálaráð- herra Noregs, hefur sagt, að samið hafi verið um allt of miklar launa- hækkanir í mörgum samningum undanfarið og því sé mikil hætta á ofþenslu í efnahagslífinu. Sjúkraliðadeila í kjaradóm Norska stjórnin vísaði í fyn’adag deilu 1.500 sjúkraliða og annars starfsfólks í heilsugæslunni til kjara- dóms og skipaði þeim að hætta verk- falli, sem væri farið að stefna lífi margra sjúklinga í hættu. Talsmenn sjúkraliða eru ekki sammála því og segjast þeir ekki munu mæta til vinnu fyrr en þingið hafi samþykkt tilskipun ríkisstjórnarinnar en það getur dregist í viku. Samtök háskólamenntaðra manna, AF, voru áður kennarafélag aðallega en ná nú til miklu fleiri, til dæmis presta, flugumferðarstjóra, starfs- fólks í heilsugæslunni og fleiri. Þau voru ekki aðilar að samningum ann- arra félaga opinberra starfsmanna í síðasta mánuði en þá var samið um 6% kauphækkun. Um 8.000 félagar í Af eru í verkfalli og á morgun ætlar 231 flugumferðarstjóri að leggja nið- ur vinnu. Það gæti stöðvað allt flug til og frá Noregi og innanlandsflugið í suðurhluta landsins. ------------------- Reynt að eitra fyrir Mandela? Höfðaborg. Reulers. VÍSINDAMAÐUR, sem starfaði við verksmiðju sem framleiddi efna- og sýklavopn fyrir öryggissveitir Suður- Afríku áður en aðskilnaðarstefnan var afnumin, sagði í gær að yfirmað- ur verksmiðjunnar hefði sagt sér frá áformum um að eitra fyrir Nelson Mandela þegar hann var í fangelsi. Vísindamaðurinn sagði að gefa hefði átt Mandela litla skammta af eitri til að valda heilaskaða. Hann skírskotaði einnig til fundargerðai’ Öryggisráðs Suður-Afríku frá 1986 þar sem lagt var til að Mandela yrði ekki sleppt úr fangelsi fyrr en ástand hans væri orðið svo slæmt að hann gæti ekki stjórnað baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.