Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 29
Síðasta sýning
á Poppkorni
unni verður jafnframt næmleiki
gagnvart innri sálaiTÓ. Hlustað er
á nið náttúrunnar.
Landslagið er bæði í því hlut-
verki að vera baksvið og aðalatriði.
Baksvið þess atburðar sem er að
gerast í forgrunni, en það sem er
að gerast í forgrunni vísar aftur í
bakgrunninn. Hins vegar ber með-
ferð hans á landslaginu ekki með
sér að það sé verið að beina at-
hyglinni að landslaginu sem slíku,
eða að það sé verið að sýna það á
nýjan hátt. Ef við lítum á þetta
sem landslagsmálverk, þá eru ekk-
ert sérlega spennandi hlutir að
gerast, miðað við oft áður í verkum
Vignis, þar sem vantar ekki tilþrif-
in. Það er ekki hægt að benda á
neitt sem er sérstaklega aðfinnslu-
vert, en það er heldur ekkert sem
fær mann til að reka upp stór
augu, hrista höfuðið og skoða bet-
ur.
Mér hefur oft fundist einkenna
verk Vignis að hann virðist taka
stef úr verkum annarra höfunda og
fella inn í sinn eigin myndheim.
Samlíkingar koma upp í hugann,
t.d. við svífandi höfuð í málverkum
Jóns Axels Björnssonar og götótt
landslag Sigurðar Arna Sigurðs-
sonar, þótt að öðru leyti séu
ímyndir Vignis frábrugðnar mynd-
verkum þeiiTa. Myndstefin sem
Vignir er að vinna úr eiga líklega
eftir að samlagast betur. Það er
ekki sama ró yfir sýningunni og
myndirnar lýsa.
Rýmisverkin á sýningunni eru
tvö og býsna ólík innbyrðis. Annað
er mótuð mynd úr gifsi, „Numið úr
læknum“, sem svipar að myndefni
til málverkanna. Höfuð og skál eru
tengd saman með straumlaga
formi, sem gæti verið vatn eða
hljóð sem hlustað er eftir. Hitt
rýmisverkið, „Þögnin í skóginum",
er allt annars eðlis, innsetning úr
trjádrumbum sem stinga í stúf
miðað við þann stíl sem Vignir
temur sér á sýningunni. Stuttir
höggnir trjádrumbar liggja á gólf-
inu, tveir og tveir saman, í kross,
og raðað í snyrtilegar raðir. Yfir þá
hefur verið sáldrað hvítu dufti, sem
liggur yfir eins og snjóföl. Verkið
er svo ólíkt hinum að ég á erfitt
með að sjá hvað þetta verk er að
gera á þessari sýningu.
MÁLVERK
Ólöf Oddgeirsdóttir,
Albert Ka Hing Liu. Til 21. júní.
ÞRJÁR sýningar eru í gangi
núna í Listasafni Kópavogs, Gerð-
arsafni. Auk Vignis JóhannssOnar
sýna þau Ólöf Oddgeirsdóttir og
Álbert Ka Hing Liu í einum saln-
um og á neðri hæðinni er pólski
skopmyndateiknarinn Andrzej
Mleczko.
Albert Ka Hing Liu er rúmlega
þrítugur Kanadamaður af kín-
versku bergi brotinn. Þetta mun
vera fyrsta sýning Alberts Lius
hérna megin Atlantshafsins. Albert
Liu hefur komið hingað áður og
dvaldi í gestaíbúð fyrir listamenn á
vegum borgarinnar. Að þessu sinni
er það Hafnarfjarðarbær sem sýn-
ir honum gestrisni. Málverkin og
steinprentin, sem hann sýnir hér,
eru ekki ný af nálinni og unnin á
árinu 1992. Það hefði óneitanlega
verið forvitnilegt að sjá hvernig
myndir hans hafa þróast síðan þá,
og vekur þá spurningu af hverju
hann sýnir einungis sex ára gamlar
myndir.
Málverkin eru afar einföld og
naum að allri uppbyggingu. Mynd-
flöturinn er eins og lóðréttur
strimill, hár og mjór. Yfir flötinn
allan hafa verið dregnar dökkar,
lóðréttar línur með olíulitum og ol-
íukrít. Hlutföll myndflatarins hafa
greinilega skírskotun í kínverska
myndlistarhefð, þar sem vaninn er
sá að mála myndir á ílanga renn-
inga. Síðan býst ég við að tómleiki
myndanna eigi sér einnig bakhjarl
i kínverskum menningarheimi,
taóisma og zen búddisma. Titill
einnar myndarinnar, „The Marri-
age of Heaven and Hell“, virðist
benda til þess, hugmyndin um
upplausn allra andstæðna í tóm-
inu. Það sem manni finnst kannski
vanta hér, en er svo víða að finna í
myndlist Austurlanda, er ákveðinn
fínleiki og léttleiki í öllum dráttum,
ásamt sparsemi í meðferð lína og
lita. Það eru einhver þyngsli yfir
myndum Alberts Liu, sem gerir
þær þéttar og óárennnilegar fyrir
augað.
ðlöf Oddgeirsdóttir útskrifaðist
út málaradeild MHÍ 1994 og síð-
asta einkasýning hennar var í Gall-
erí Horninu fyrirq tveimur árum.
Myndefnið sækir Ólöf í gömul út-
saums- og vefnaðarmynstur. Hún
málar mynstrin og skeytir saman
úr ýmsum áttum. Með þessu segist
Ólöf vera að undirstrika þátt í
menningararfi þjóðarinnar, sem
hafi ekki verið áberandi og lítill
gaumur gefinn. Ólöf málar í mjög
sterkum litum og leggur áherslu á
sérkenni útsaumsins. Það er aftur
á móti umhugsunarefni hvaða til-
gangi það þjónar að mála útsaum,
hvað það er sem málverk af út-
saumi hefur að bjóða framyfir út-
sauminn sjálfan. Að mínum dómi
nægir ekki aðeins að leita eftir því
hvað málverkið sýnir, heldur verð-
ur einnig, og ekki síst, að líta til
þess hvað málverkið hefur að
bjóða sem málaralist. Það var
helst í verki nr. 7 (nafnlaust), þar
sem málverkið fær að njóta sín. I
hinum vantar áhugaverðari efnis-
tök.
Hugmyndin að baki samsýning-
unni er að þrátt fyrir afar ólíkan
menningarlegan bakgi'unn, sem
báðir listamenn vísa til með mynd-
um sínum, þá sýna myndirnar að
það er samt sem áður einhver
skyldleiki eða „snertiflötur" milli
þeiiTa. Ég er ekki viss um að ég
sjái þann snertiflöt, en það sem
heldur sýningunni saman er að
formræn uppbygging myndanna er
að nokkru leyti sambærileg. Mál-
verk beggja byggjast á lóðréttum
samhliða línum, og samfellu yfii’ all-
an flötinn, án miðlægs áherslu-
punkts. Að öðru leyti finnst mér
andinn í myndunum talsvert ólíkur.
Gunnar J. Árnason
NÚ ER aðeins ein sýning á Popp-
komi eftir Ben Elton, breskum
spennutrylli sem sýndur hefur verið
á Smíðaverkstæðinu undanfarna
mánuði, föstudaginn 12. júní.
„Kvikmyndaleikstjóri sem þekkt-
ur er fyrir ofbeldismyndir fær
Óskarsverðlaunin fyrir nýjustu
mynd sína. Nóttina eftir afhending-
una fær hann óvænta heimsókn og
þá verður brjálæðisleg atburðarásin
ótrúlegri en nokkur kvikmynda
hans! Hættulega fyndin ádeilda á
ofbeldiskvikmyndir samtímans og
æsifréttaleit fjölmiðla. Og hver ber
síðan ábyi'gðina á þessu öllu?“ segir
í kynningu.
Leikendur era Pálmi Gestsson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar
Hjálmarsson, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Arnar Jóns-
son, Ingrid Jónsdóttir og Halldór
Gylfason.
Þýðing Illugi Jökulsson, leik-
mynd og búningar Elín Edda Árna-
dóttir og leikstjóri er Guðjón Peder-
sen.
arinn Roger Woodward og var það
hann sem leitaði til kvintettsins sl.
haust og óskaði eftir þátttöku hans
að sögn Einars Jóhannessonar. Efn-
isskrá tónleikanna er alþjóðleg,
„bæði klassík og fónlist frá 20. öld,“
segir Einar. „Jafnt íslensk sem er-
lend, létt og aðgengileg." Frá
Frakklandi halda þeir til Italíu
næsta dag þar sem Blásarakvintett-
inn verður með tónleika á laugardag
í litlu þorpi, Cocconato, utan Torino-
borgar, þangað sem einn félaganna,
Josef Ognibene, á ættir að rekja.
Júnímánuður er annasamur hjá
hljóðfæraleikurunum þar sem nú
standa auk þess yfir upptökur Sin-
fóníuhljómsveitar Islands í Hall-
gi'ímskirkju. Önnur utanlandsferð
Blásarakvintetts Reykjavíkur verð-
ur farin í lok mánaðarins, að þessu
sinni til Portúgals, nánar tiltekið
Lissabon, þar sem sveitin kemur
fram á Islandsdegi EXPO ‘98 ásamt
fjölmörgum íslenskum listamönn-
um. „Óhætt er að segja að kvintett-
inn verði vel nýttur þennan dag og
við munum koma þar fram af þrem-
ur ólíkum tilefnum," segir Einar.
„Um morguninn leikum við ættjarð-
arlög við hátíðlega athöfn þjóðhöfð-
ingja. Síðdegis leikum við uppi^ á
dekki ms. Hvítaness á samkomu Út-
flutningsráðs og loks verðum við
með eigin tónleika um kvöldið."
www.mbl.is
Diö um allan bæ
I
SF 5Q£
Hátalarar T.D. með SW-200 160w
• Tíðnisvið 30-35 KHZ • Segulvarðir
• Tilvaldir í heima bíóið.
-► Verð kr. 18,900.- stgr.
SW 200,
Djúp bassi með innbyggðum
magnara 200 W • RMS • Tíðnisvið
30-200 HZ • Segulvarin
■ Verð kr. 37,900.- stgr.
50 tommu breiðjaldssjónvarps-
tæki • Digital Nicam • Hátalarar
2x30 W • Textavarp • 3 línu
combflilter • Verðlauna tæki
► Verð kr. 380,000.- stgr.
VSA EQ
Heimabíó magnari með THX og Dolby
Digital • 5x100 W RMS á ráx í Ac-3
• THX • 2x110 W RMS í venjulegri
keyslu • Forritanleg fjarstýring • 5
mismunandi hljóðkerfi og margt fleira
--------►Verð kr. 129,900.- stgr.
VSX 90£
Heimabíómagnari með útvarpi • RDS
Dolby Digital • AC-3 • 2x110 RMSW
í venjulegri keyslu 5x60 W RMS • 5
mismunandi hljóðkerfi og margt fleira
- Verð 79,900.- stgr.
ay.5Q5-
w
DVD myndspilari pað nýjasta á
markaðnum • Hoizontal upplausn yfir
500 linur (PAL7NTSC) • Tíönisviö 4-44
KHZ • RCA video útgangur • S video
útgangur • Scart tengi • Digital hljóð út
----------► Verð kr. 59,900.- stgr.
ÖO PIONEER ÖfDÖRMSSON
Þegar hljómtæki skipta máli Lóamúla 8 • Sími 533 2800
Lágmúla 8 • Sími 53 3 2800