Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fyrirlestur og tónleikar
Elska skaltu náungann
eins og sjálfan þig ...
við systur Carlotu hafa að leiðar-
ljósi. Listamaðurinn heldur sig til
hlés en reynir þess í stað að efla
skilning og virkja næmi samferða-
manna sinna fyrir eigin hæfileik-
um og sköpunarkrafti. Er þetta
ekki einmitt hugmynd okkar um
Guð; hið ósýnilega almætti sem
nýtir sér okkur mennina sem verk-
færi sitt?
Hin sýningin, „ODELLA - að
lifa afer í salnum bakvið kaffiter-
íuna í Gerðubergi. Þessi átakan-
lega sýning sem ábyggilega nær
að væta augu margra sýningar-
gesta er annað samvinnuverkefni
systur Carlotu, að þessu sinni við
konu af allt öðru sauðahúsi en hún
er sjálf. Odella er ein af fjölmörg-
um, saklausum fórnarlömbum
þessa heims. Sem barn mátti hún
þola ofbeldi og vanrækslu, og það
sem verra var; að vera lokuð að
ófyrirsynju inni á geðveikrahæli.
Af myndröðinni má sjá að hún hef-
ur aldrei borið sitt barr eftir með-
ferðina.
Öllu stórkostlegra er að sjá
hvernig nunnan Carlota Duarte,
sem væntanlega lifir skírlífi sem
brúður Jesú, heilsar Odellu fagn-
andi, þó svo að lesa megi milli lín-
anna að sú síðarnefnda hafi lifað
allt öðru en grandvöru lífí, enda
þrígift, sjö bama móðir - án þess
að hafa fengið að ala nokkurt
þeÚTa upp. Fordómalaust gengur
systir Carlota inn í fáfengilegan
hugarheim Odellu Chatel og tekur
af henni hverja ljósmyndina eftir
aðra, en náin vinátta kvennanna
tveggja hefur nú varað í aldar-
fjórðung.
Odella er með allan hugann við
elskhugana, útlitið og líkamann.
Þótt hún sé bersýnilega heimsk og
ljót tekst henni á góðri stund að
hrista af sér þunglyndisdoðann og
samsama sig þeim sem hún vildi
helst líkjast; Liz Taylor og Marilyn
Monroe, meðan þær voru og hétu.
Með tveim hárkollum, ljósri og
dökkri, sem hún skellir eins og
vanhh-tum sátum á hausinn fyi’ir
framan spegilinn, nær hún að upp-
lifa sig örskotsstund sem heila og
heillandi manneskju sem hugsan-
lega gæti snortið einhvern þótt
aldur og útlit hreki hana til enda-
lausrar einveru.
Samkennd systur Carlotu virðist
takmarkalaus. Með þessum tveim
Ijósmyndaröðum tekst henni að
sýna hvemig list samtímans hefur
sig yfir allan grun. Hér er ekki ver-
ið að velta sér upp úr þegar fund-
inni fegurð til að slá ryki í augu
kröfulítilla sýningargesta. Kúrsinn
er settur á háleitari mið; hvorki
meira né minna en sammna hins
fagra og góða; hina ósættanlegu
þverstæðu allrar sið- og fagurfræði.
Þangað stefndi Iíka frelsarinn
forðum þegar hann bað okkur um
að sleppa grjótkastinu, gleyma
ekki okkar smæsta bróður, elska
náungann eins og okkur sjálf og
fyi’irgefa umyrðalaust okkar
versta óvini. Þannig er framlag
Carlotu Duarte miklu stærra og
tilkomumeira en umfang þess
hermir við fyrstu sýn og þannig er
það reyndar með alla sanna og
brýna list.
Halldór Björn Runólfsson
MYJVPLIST
IVI e n n i n g a r m i ð s t ö ð -
inni Gerðubergi
LJÓSMYNDIR
Verk eftir Carlotu Duarte og skjdl-
stæðinga hennar frá Chiapas-hér-
aðinu í Mexikó. Til 20. júní. Opið
mánudaga til fimmtudaga frá 9-21;
föstudaga frá 9-19, og laugardaga
frá 12-16. Aðgangur dkeypis. Sýn-
ingarskráin „ODELLA - að lifa af“,
kr. 1.500.
HÉR er um tvær aðskildar ljós-
myndasýningar að ræða. I anddyr-
inu niðri í menningarmiðstöðinni
er myndröðin „SÓPAÐU
ALDREI SÍÐDEGIS“ eftir mexí-
kanska nemendur bandarisku
nunnunnar Carlotu Duarte, en hún
er sjálf af mexíkönsku bergi brot-
in. Orðið nemendur er hér notað í
óeiginlegri merkingu því það eru
óbreyttir Maya-indíánarnir frá
Chiapas - þeir sömu og við þekkj-
um úr fréttum sem fjendur stjórn-
arinnar í Mexíkó-borg - sem
mundað hafa græjurnar á það sem
þeim sjálfum fannst markvert.
Systir Carlota, sem komin var
til Mexíkó frá heimabyggð sinni í
Cambridge, Massachusetts, í leit
að uppruna sínum, gerði ekki ann-
að en útvega þeim myndavélarnar
og framköllunartæknina. Hún
lagði sig beinlínis í líma við að
kenna indíánunum sem minnst svo
vestræn sýn hennar eyðilegði ekki
upprunaleg myndgildi þeirra.
Eins og allir vita áttu Mayar sér
ríkulegt lista- og menningarskeið á
for-kólumbískum tíma - miðöld-
um, samkvæmt okkar tímatali;
nánar til tekið skömmu fyrir, og á
því skeiði sem við köllum land-
námsöld, söguöld og þjóðveldis-
tíma. Pýramídar þeirra, lágmynd-
ir, málverk og rúnir eru með mikil-
fenglegustu minjum sem varðveist
hafa í Ameríku. Sú list varð nær-
tækasta fyrirmynd mexíkanskrar
nútímalistar á millistríðsárunum.
En í staðinn fyrir hið stórbrotna
drama - grimmúðleg goð, laun-
helgar og ógnvekjandi blóðfórnir -
sem einkenndi hina konunglegu
miðaldalist Maya beinist ljósmynd-
un afkomendanna að því fábrotna
lífi sem þeir lifa nú á tímum. Þeir
ljósmynda náungann við vinnu
sína, mæður með börn sín, gróður
jarðar og matargerðina, húsdýrin,
heimatilbúið altarið og hátíðar-
höldin með grímum sínum, goð-
mögnum og sviðsettu nautaati.
Aherslurnar eru vissulega mis-
munandi eftir því hver heldur á
ljósmyndavélinni. Þannig taka
konurnar í Chiapas allt öðruvísi
myndir af körlum sínum en karl-
arnir af þeim. Ungviðið bryddar
upp á enn öðrum vinkli. Sýningin
er dæmigerð fyrir þá samfélags-
legu áherslu sem listamenn á borð
HÉRNA reynir Odella Chatel, árið 1988, að líkja eftir Marilyn
Monroe og telur að svo vel hafi tekist til að ný kynþokkadís sé fædd.
EPTA (Evrópusamband píanókenn-
ara) og Tónlistarskólinn í Reykjavík
standa fyrir fyrirlestri og tónleikum
í sal Tónlistarskólans í Reykjavík,
Skipholti 33, sunnudaginn 14. júní
kl. 17. Þar mun ísraelska tónskáldið
og píanóleikarinn Gil Shohat leika
Partítu nr. 6 í e-moll eftir J.S. Bach,
sundurgreina verkið, útlista frá
ýmsum hliðum og bregða nýju ljósi
á flutning verka meistarans. Eftir
hlé mun Shohat kynna nokkur
verka sinna. Gil Shohat er hingað
kominn fyrir tilstilli ræðismanns
ísraels vegna 50 ára afmælis ísra-
els.
Gil Shohat er fæddur árið 1973 í
Tel-Aviv og hefur lokið prófum í
tónsmíðum og píanóleik með hæstu
einkunn frá Tónlistarháskólanum í
Tel-Aviv og Santa Cecilia-tónlistar-
háskólanum í Róm.
Shohat hefur unnið til fjölda verð-
launa, þ.á m. 1. verðlaun Tónlistar-
háskólans í Israel og 1. verðlaun í
Arthur Rubinstein-tónsmíðakeppn-
inni auk fjölda námsstyrkja frá ísra-
el, Ítalíu og Bretlandi.
Verk hans hafa verið flutt víða í
Evrópu og Bandaríkjunum og eru á
efnisskrám helstu hljómsveita Isra-
els. Shohat hefur samið píanóverk,
kammerverk, píanókonsert og fiðlu-
konsert, sinfóníu, sönglagaflokka og
tvær kantötur.
Frá árinu 1996 hefur ítalska út-
gáfufyrirtækið Ricordi séð um út-
gáfu verka hans.
Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Jim Smart
„MJÖG ánægjulegt að tónlistarhátíðin skuli vera bæði Hveragerði og
okkur til hagsbóta,“ segja listamennirnir sem koma fram á „Björtum
sumarnóttum" í Hveragerðiskirkju um helgina.
Þriggja daga
tónlistarhátíð
í HVERAGERÐISKIRKJU hefst
tónlistarhátíðin „Bjartar sumarnæt-
ur“ á morgun, fóstudaginn 12. júní,
kl. 20.30 og stendur hún yfir í þrjá
daga með jafnmörgum tóníeikum, en
hátíðin er framlag bæjarins til tón-
listar- og menningarmála. Megin-
uppistaðan fyrsta tónleikadaginn eru
verk frá 17. og 18. öld eftir
barokktónskáld auk Sónötu fyrir
flautu og píanó eftir Poulenc. Að-
standendur hátíðarinnar telja fullvíst
að hún muni skipa fastan sess í bæj-
arlífi Hvergerðinga í framtíðinni,
enda hafi gengið vel í fyrra þegar
hún var haldin í fyrsta skipti.
Tríó Reykjavíkur og
góðir gestir
“Bærinn vildi halda hátíðina aftur
því aðsóknin var mikil í íyrra og við-
tökurnar góðar,“ segir Gunnar Kvar-
an, sellóleikari í Tríói Reykjavíkur,
en tríóið er burðarásinn í hátíðinni.
Auk Gunnars leika í tríóinu Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter
Máté píanóleikari. Gunnar segir að
nálægðin við höfuðborgina hafí góð
áhrif á aðsóknina því ekki sé um svo
langan veg að fara til að hlýða á sí-
gilda tónlist. „Við vildum hafa á efn-
isskránni að minnsta kosti eitt veg-
legt kammerverk á hverjum tónleik-
um í bland við kvartetta, tríó og
sönglög," segir Gunnar.
Fimm gestir Tríós Reykjavíkur
eru að þessu sinni Gerður Gunnars-
dóttir fiðluleikari, Ashildur Haralds-
dóttir flautuleikari, Helga Þórarins-
dóttir víóluleikari, Sigi’ún Hjálmtýs-
dóttir sópran og Gerrit Schuil píanó-
leikari. Sönglögin mun Sigrún
Hjálmtýsdóttir flytja, en hún kemur
fram á öllum þrennum tónleikunum,
og segir Guðný Guðmundsdóttir að
efnisskráin hafi að nokkru leyti verið
byggð upp í kringum sönglögin sem
Sigrún flytur. Þrjú þein’a eru samin
við ljóð Halldórs Laxness og segja
listamennirnir að Nóbelsskáldsins sé
minnst með þeim hætti að velja lög-
unum stað í efnisskránni.
Laugardaguriim undir
íslensku tónlistina
Fimmtán íslensk tónverk, stór og
smá, verða flutt á hátíðinni og þeim
er valin stund laugardaginn 13. júní,
en tónleikarnir hefjast þá kl. 17.
Meðal verkanna er sónata í F-dúr
fyi’ir fiðlu og píanó eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og segir Guðný að
sónatan sé íyrsta íslenska fiðlusónat-
an sem samin hafi verið. „Þetta er
sónata sem hefur legið í gleymsku í
áratugi og fékk mjög góðar viðtökur
áheyi’enda og gagnrýnenda í vetur
þegar hún var flutt í Norræna húsinu
og var kölluð „Vorsónata íslands“,“
segir Guðný. „Við flytjum líka lítinn
strengjakvartett, Andante in
memoriam eftir Emil Thoroddsen,
sem var frændi Sveinbjarnar," bætir
hún við. Svo vill til að í júní eru eitt
hundrað ár síðan Emil fæddist svo
það fer vel á þvi að flytja kvartettinn,
sem Guðný segir að hafi legið í
gleymsku um langt árabil, en Emil
samdi strengjakvartettinn til minn-
ingar um móður sína, Önnu Guðjohn-
sen. Yngsta verkið á efnisskránni er
eftir Áskel Másson frá árinu 1994 og
nefnist það Spor, fyrir sópran, selló
og píanó. Verkið er samið eftir texta
Thors Vilhjálmssonar og var í'rum-
flutt af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur,
Gunnari og Guðnýju í Hafnarborg á
síðasta ári. Þótt laugardagurinn
verði helgaður íslenski’i tónlist leika
píanóleikararnir Schuil og Máté fjór-
hent á píanó Grand Rondeau op. 107
eftir Franz Schubert og þá verður
leikin Serenaða i D-dúr op. 25 fyrir
flautu, fiðlu og víólu eftir Beethoven.
Klassík og rómantík að siðustu
Síðasta tónleikadaginn, sunnudag-
inn 14. júní, svífur andi barokks,
klassíkur og rómantíkur yfir vötnum
í Hveragerðiskirkju, því leikin verða
fimm verk eftir höfuðtónskáld þess-
ara stefna. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30 með Passacagliu fyrir fiðlu og
víólu eftir Hándel og Halvorsen,
Flautukvartett í D-dúr KV. 285 eftir
Mozart, Frauenliebe und -leben eftir
Schumann og eftir hlé verða leikin
Ah! Vous dirai - je, Maman fyiár
sópran, flautu og píanó eftir Adolphe
Adam-Schmidt og að síðustu píanó-
tríó op. 90 eftir Dvorák.
Fyrir þremur árum var tónlistar-
hátíðin Bjartar sumarnætur aðeins
hugmynd, sem laust niðui’ í huga
hjónanna Gunnars og Guðnýjar, sem
voru í brúðkaupsferð í Hveragerði.
„Okkur datt í hug að það væri gaman
að halda tónlistarhátíð úti á landi og
við spurðum okkur hvort Hveragerði
væri ekki ákjósanlegur staður," segir
Gunnar. „Við bárum erindi okkar
upp við bæjaryfirvöld, sem tóku okk-
ur sérstaklega vel, og í maí á síðasta
ári var hátíðin haldin í fyrsta skipti
og gekk vonum framar og því erum
komin hingað aftur.“
Áheyrendurnir mjög einbeittir
Gerrit Schuil píanóleikari ber mik-
ið lof á íslenska áheyrendur og segir
þá engum líka. „Þeir hlusta með svo
mikilli einbeitingu og skiptir þá engu
hvort um ræðir tónlist sem þeir
þekkja eða ekki,“ segir Schuil. „Ég
gleymi því aldrei þegar ég lék langa
og erfiða sónötu eftir Schubert í
Garðabæ fyrir tveim árum. í fjörutíu
og fimm mínútur á hægum hraða og
með veikri áferð heyrðist hvorki
hósti né stuna. Þetta myndi aldrei
gerast í Amsterdam, Berlín eða New
York. Aheyrendur þar skirrast ekki
við að láta í sér heyrast og gangast
blygðunarlaust við öðrum búkhljóð-
um. Á Islandi nær maður nefnilega
einstöku sambandi við áheyrendur og
það myndast oft skapandi andrúms-
loft á tónleikum," segir Schuil, við
góðar undirtektir félaga sinna.
Listamennirnir eru sammála um
að tónleikar sem haldnir eru á hátíð
sem þessari séu nokkuð frábrugðnir
hefðbundnum tónleikum, aðalmunur-
inn felist í þeirri miklu samveru sem
fylgir slíku tónleikahaldi. „Það sem
mér fínnst gera svona tónlistarhátíð
svo skemmtilega,“ segir Gunnar, „er
hin nána samvinna og vinátta sem
skapast á milli fólks, þar sem góðir
tónlistarmenn hittast og eru saman
allan daginn. Aðstaðan hér er einnig
mjög góð og það er mjög ánægjulegt
að hátíðin skuli vera bæði bænum og
okkur til hagsbóta."