Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vímuefni og Islendingar Á kosningadaginn 23. maí síðastliðinn birtist grein í Morgun- blaðinu eftir undirritað- an um hinar ólíku hlið- ar flkniefnaneyslunnar. Eg hélt satt að segja að greinin hefði drukknað ^mitt í allri greinasúp- unni um verðleika hinna ýmsu framboða en svo fór nú reyndar ekki alveg. Nokkrum dögum síðar blandaði sér í umræðuna Þór- hildur G. Egilsdóttir fé- lagsráðgjafi og þótt hún hefði fundið ýmis- legt bitastætt í grein Helgi Gunnlaugsson undirritaðs hafði hún eigi að síður sitthvað að athuga við málflutning- inn. Mér finnst því sjálfsagt og eðli- legt að hnykkja á örfáum meginat- riðum í greininni og varpa vonandi skýrara ljósi á viðfangsefnið. ^ Afengisvandinn Vímuefni eru fjarri því að vera eitthvað nýtt í sögu mannkyns og er saga þeirra á margan hátt sam- ofin sögu mannsandans. Áfengi á sér einna drýgstar rætur í okkar heimshluta og má segja að það hafi unnið sér viðurkenndan sess í lífi flestra venjulegra borgara. Vandi vegna áfengis hefur þó fylgt okkur eins og skugginn og hefur sýnt sig að fara ekki í manngreinarálit eins og dæmin sanna. Úrræði af toga >læknisfræðinnar hafa hjálpað fjölda manns til að halda aftur af fíkn sinni og ekki má gleyma þætti trú- arinnar sem einnig hefur reynst haldreipi margra. En þótt einstaklingsbundin með- ferðarúrræði séu nauðsynleg í bar- áttunni við afleiðingar vímuefna- vandans má ekki líta framhjá margvíslegum samfélagslegum for- sendum, sem annað hvort geta hjálpað við að draga úr vandanum eða jafnvel þvert á móti stuðlað að honum. Þótt opinberar mælingar sýni að Islendingar neyti marktækt minna áfengis en flestar aðrar vest- rænar þjóðir segir það næsta lítið um umgengni okkar við Bakkus. - Æ)rykkjusiðir Islendinga, sem í al- þjóðlegum samanburði hafa verið 11 Pe rstorp 'Hár« & Uilgfiir og veggi frumstæðir í meira lagi, stafa til að mynda ekki síst af því menn- ingarlega og félags- lega umhverfi sem áfenginu hefur lengst- um verið búið hér á landi. Uppeldi eða réttara sagt skortur á uppeldi í meðferð áfengra drykkja hefur lengi verið landlægt og vafalítið ýtt undir þann vanda sem við einatt glímum við. Drykkjusiðir okkar eru m.ö.o. ekki líf- fræðilegt lögmál sem ekki er hægt að um- breyta, heldur er hægt að hafa áhrif á þá með ýmsum hætti, einsog breyttar drykkjuvenjur á síðari ár- um eru e.t.v. til vitnis um. En því Við verðum að byggja aðgerðir okkar í fíkni- efnamálum á grunni traustra upplýsinga, segir Helgi Gunnlaugs- son, en ekki á einstaka dramatískum upp- hlaupum í fjölmiðlum. verður ekki á móti mælt að vímu- efnavandi Islendinga er umfangs- mikill og að stærstum hluta tengd- ur áfengi. Og þó að margt gott sé gert í meðferðarmálum þjóðarinnar er jafnvíst að betur mætti gera á mörgum öðrum sviðum. Fikniefnavandinn Um fíkniefnin gilda að sumu leyti svipuð lögmál og að sumu leyti ekki. Olögleg fíkniefni eru tiltöíu- lega ný í okkar heimshluta og hafa ekki hlotið sömu útbreiðslu og áfengið. Þótt samstaða hafi tekist með þjóðinni um læknisfræðilega lausn áfengisvandans verður það sama ekki sagt um fíkniefnavand- ann. Umfjöllun um vandann hefur sömuleiðis enn yfir sér blæ for- dóma, sbr. orðnotkunina fíkniefna- greni eða -bæli. Einsog reifað var í fyrri grein undirritaðs má í grófum dráttum skipta neyslu fíkniefna í dag í tvennt. Annars vegar er um ein- hvers konar tilrauna- eða félags- neyslu að ræða. Ymis efni eru próf- uð, sér í lagi kannabisefni, og finnst neysla af þessu tagi í öllum þjóðfé- lagshópum, sem sýnir að neytendur fíkniefna eru langt frá þvf að vera IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR dQD?Ofnasnilðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Simi 511 1100 Netfang: ofnasmidjan@ofn.is Veffang: www. ofn.is ISVAL-öOftGA 5MF HOFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SIMI 587 8750 - FAX 587 8751 RÆSTIVAGNARI Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 einhver félagslegur undirmálshóp- ur. Neyslan er þó einkum bundin við yngra fólk og fer umfangið hverju sinni mjög eftir alþjóðlegum tískusveiflum. Einhver hluti þessa hóps fer út í þráláta neyslu ýmissa efna, ekki síst áfengis, en fleiri gefa hins vegar neyslu fíkniefna upp á bátinn þegar kemm- fram á fullorð- insár, um þetta vitna bæði innlend- ar og erlendar rannsóknir. En þetta er einungis annar hluti fíkni- efnaneyslunnar. Hinn hópurinn felur í sér enn stærra vandamál. Hér erum við í megindráttum, en þó alls ekki á einhlítan hátt, að tala um neyslu minnihlutahópa sem hafa orðið undir í lífinu einhverra hluta vegna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að misnotkun fíkniefna er mest hjá fé- lagslegum jaðarhópum, þeir sökkva dýpst í fen harðra fíkniefna. Til staðfestingar nægir að nefna heróínvandann í stórborgum Vest- urlanda svo og krakkneyslu í Bandaríkjunum, sem einkennir fé- lagslega minnihlutahópa í ríkari mæli en aðra hópa, staðreyndir sem hafa verið rækilega kortlagðar í fjölda rannsókna. Handtökuskýrsl- ur íslensku fíkniefnalögreglunnar sýna sömuleiðis fram á sömu mynd með ótvíræðum hætti; vandinn er dýpstur meðal þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Skýringar á vandanum Ástæða þess að vandinn birtist skýrast í jaðarhópum samfélagsins liggur ekki í líffræði eða eðli við- komandi einstaklinga heldur miklu fremur í félagslegum aðbúnaði þeirra sem í mörgum tilfellum reynist afar bágborinn. Fíkniefnin virðast veita skammtímalausn á þrautagöngunni og verða einnig hluti af lífsstíl og lífsviðurværi margra sem telja löglegar leiðir til bjargálna torsóttari. Og þótt neysla fíkniefnanna sé ekki meginorsaka- þáttur bágborinna félagslegra að- stæðna er jafnvíst að neyslan gerir þessa einstaklinga vanbúnari en ella til að takast á við kröfur sam- tímans. Ekki er því ætíð nægilegt að uppræta neyslu fíkniefna eina og sér, þótt það geti í mörgum tilfell- um verið nauðsynleg forsenda, heldur verða úrræðin iðulega að fela í sér breiðari skírskotun. Sem dæmi má taka að rannsóknir hafa sýnt fram á samband atvinnuleysis ungra karla og umfangs fíkniefna- vandans. En vitaskuld má ekki gleyma því að ekki eru allir sem búa við bág kjör ofurseldir fíkniefn- um þó að vandinn í dag höggvi dýpst í raðir þeirra. Öfangreind staða fíkniefnamála er þó alls ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál. Umfang vandans gæti hugsanlega aukist eða minnk- að með breyttum forsendum. Sömuleiðis gæti vandinn vaxið á sama hátt og áfengisvandinn hefur gert á síðustu áratugum. Ópíum- notkun á 19. öld hér á Vesturlönd- um var svo dæmi sé tekið þrálátust meðal roskinna, hvítra millistéttar- kvenna en birtist í dag skýrast í heróínvanda ungra karla úr lág- stétt. Og þó að rýmkun á kannabis- löggjöfinni í mörgum fylkjum Bandaríkjanna á áttunda áratug þessarar aldar hafi ekki leitt til aukinnar neyslu á efninu verður eigi að síður að telja sennilegt að aukið frjálsræði myndi leiða af sér víðtækari vanda en glímt er við í dag. Um þetta er þó sjálfsagt að kalla eftir frekari umræðu. Lokaorð Við verðum að byggja aðgerðir okkar í fíkniefnamálum á grunni traustra upplýsinga en ekki á ein- staka dramatískum upphlaupum í fjölmiðlum né stuttum vettvangs- heimsóknum erlendra aðila. Rann- sóknir á hinum ýmsu hliðum vímu- efnavandans eru m.ö.o. forsenda vænlegrar stefnumörkunar. Við verðum því að efla rannsóknir og stuðla þannig að aukinni þekkingu sem gæti styrkt tök okkar á þess- um vanda. Höfundur er dósent ( félagsfræði við HAskólu íslands. FRÁ opnun hverfisskrifstofunnar á Laugarnesvegi. Kveðja úr Laugarnesi eftir kosningar FÉLAG sjálfstæðismanna í Laugarnesi er eitt af mörgum öflug- um félögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar starfar grasrót flokksins að undirbúningi kosninga og kynningu á stefnumálum flokks- ins. Sjálfstæðismenn hófu undirbúning að borgarstj órnarkosning- unum snemma. Margir fundir voru haldnir og spáð í hvernig best væri að standa að bar- áttunni. Þrátt fyrir margar góðar hug- myndir og málefni dugði ekki framlag okkar að þessu sinni til að vinna borgina. Við þóttumst eiga góða von um að vinna þessar kosningar miðað við þann lista sem R-list- inn bauð fram. Aftur lét hluti borgarbúa blómafólkið í R-listan- um plata sig og er lík- legt að einhverjir eigi eftir að sjá eftir atkvæðinu sínu þegar vinnu- brögð R-listans fara að koma í ljós á næsta kjörtímabili. í kennimerki R- listans er regnbogi sem á að vera táknrænn fyrir listann. Samkvæmt þjóðsögunni á að vera undir enda regnbogans gullpottur. Við óttumst að í þessum potti séu loforð R-list- ans sem gefin voru fyrir síðustu kosningar ásamt einhverjum nýj- um. Þennan gullpott á enginn borg- arbúi eftir að finna, frekar en svo mörg loforð sem týndust á síðasta kjörtímabili. Regnboginn myndast við samspil regns og sólar. Það er ekki undarlegt að mörgum finnst að sífelld rigning hafi verið á síðasta kjörtímabili þegar loforðin fuku út í veður og vind. Það mun ekki stytta upp fyrr en ný stjóm tekur við borginni að fjórum árum liðnum. Arni Sigfússon stóð sig mjög vel í þessari kosningabaráttu og efldist með hverjum degi sem leið. Sama verður að segja um aðra frambjóð- endur sem stóðu sig vel í málefna- legri kosningabaráttu. Þeir voru mjög duglegir að heimsækja kosn- ingaskrifstofurnar og fyrirtæki. „Innrásir" þeirra í hin ýmsu borg- arhverfi voru vel heppnaðar þar sem þeir komust í beint samband við kjósendur. Það sást best hvort var hæfari forystumaður þegar Árni og Ingibjörg Sólrún ræddu málin í síðasta umræðuþætti þeirra fyrir kosningarnar. Þar brást borg- arstjóra gjörsamlega bogalistin en Árni fór á kostum. Það verður eftir- sjá að Árna en við þykjumst viss um að hann á eftir að vinna sína sigra, fyrr en seinna. Við þökkum Arna fyrir frábæra forystu í þessum kosningum. Mikið hefur verið rætt um þá misjöfnu umfjöllun sem flokkarnir fengu hjá fjölmiðlum. Það var greinilegt að R-listinn átti hug fjöl- miðla þó að aðeins hafi rofað til er nær dró kosningum. Ritstjóri DV, Össur Skarphéðinsson, sagði á kosninganótt að þetta hefði verið „óheiðarleg kosningabarátta" og sannaðist þar að „oft ratast kjöftug- um satt á munn“ og slagorðið „Frjálst og óháð dagblað" fékk nýja og áður óþekkta merk- ingu í þessum kosn- ingaslag. Annað gam- alt orðatiltæki sannað- ist hins vegar að „ekki er sama Jón og séra Jón“ eða verður til nýtt orðatiltæki: „Ekki er sama Hrannar og ein- hver annar“? Það er von okkar að menn læri af þessum mistök- um sínum og reyni að gæta fulls jafnvægis á milli frambjóðenda í næstu kosningum. Það er vafalaust erfitt að gæta þess í þessum málum og áríðandi er að fréttamenn og fréttastjórar séu vel vakandi hvað þessi mál varðar og gæti þess eftir fremsta megni að á hvorugan aðil- ann halli. Við þökkum Arna, seg- ir Hjörtur Guðnason, fyrir frábæra forystu í þessum kosningum. R-listinn á borgarfulltrúa í Laug- arneshverfi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig henni tekst að framfylgja hugmyndum R-list- ans um að byggja félagsmiðstöð við Laugalækjarskóla og viðbyggingu og endurbætur á Laugarnesskóla. Vonandi týnist ekki félagsmiðstöðin og önnur fyrirheit undir regnboga R-listans eins og svo mörg önnur loforðin. Við erum samt bjartsýn í Laugarneshverfi núna á vordögum þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið eftir óskum okkar hér í höfuðborg- inni. Við unnum ekki borgina í þetta sinn en það gekk vel á landsbyggð- inni og verður gaman að leggja aft- ur í nýja kosningabaráttu. Það er ekki nema eitt ár í næstu kosningar og þær munum við vinna. Við þökkum öllum þeim sem lögðu okkur lið í kosningabarátt- unni. Fjöldi fólks kom á kosninga- skrifstofuna, sumir bara til að spjalla og fá sér kaffisopa. Aðrir komu og lögðu okkur lið með vinnu og þökkum við þeim sérstaklega fyrir gott starf í þágu góðs málstað- ar og hlökkum til að sjá þá í næstu baráttu. Þar sem sumarið er loksins komið segjum við gleðilegt sumar og þakkir fyrir ánægjulega daga. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi sjálfstœðismanna i Laugarneshverfi. í Laugarnesi Hjörtur Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.