Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 45
MORGUNB LAÐIÐ
SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 4
VALKOSTUR FYRIR
LISTAHÁSKÓLA
ÉG er sannfærður
um að stofnun Listahá-
skóla íslands nýtur
nánast samhljóma fylg-
is hjá þjóðinni. Samein-
ing allra listgreina und-
ir eitt þak við sóma-
samlegar aðstæður
mun gjörbreyta mennt-
unarmöguleikum og
menningarumhverfi í
landinu. Húsnæðisöng-
þveiti og skortur á
skipulagi eru farin að
hafa veruleg og augljós
áhrif á möguleika ungs
fólks til listrænnar
menntunar. Samtímis
vex markaður fyrir
listastarfsemi hratt.
Menningarmiðstöð í miðborginni
Ör vöxtur í menningarlífi þjóðar-
innar hefur haft stórkostleg áhrif á
þróun gamla bæjarhlutans í Reykja-
vík. Það hefur sýnt sig að sjálfráð
listastarfsemi vill nánast hvergi ann-
ars staðar hafa aðsetur. Hið opin-
bera tekur nú í vaxandi mæli þátt í
þessari þróun og eru opnun menn-
ingarhúss í Iðnó og Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu gleði-
tíðindi. Þá virðist hugmynd um stað-
setningu tónhstarhúss við gömlu
höfnina njóta almenns fylgis. I Ijósi
þessa og með hhðsjón af almennri
viðvarandi vantrú innan Ustageirans
á staðsetningu listaháskóla í SS hús-
inu í Laugamesi þá ákváðu aðstand-
endur Mýrargötu 26 ehf. að bjóða
ríkinu þann valkost um staðsetningu
Listaháskóla sem hér er kynntur.
Hugmyndin er unnin af Kristni
Ragnarssyni arkitekt. Markmið
verksins er að sýna fram á að hægt
sé að skapa Listaháskóla heppilega,
rúmgóða og hagkvæma aðstöðu í
þessum sögufrægu húsum við gömlu
höfnina.
Listaháskólann í frystihús
Félag okkar, Mýrargata 26 ehf,
var stofnað um síðustu áramót til að
kaupa gömlu Hraðfrystistöðina og
innrétta þar gagna- og munavörslu
af vönduðustu gerð. Stofnendur eru
tvö byggingafyrirtæki í Kópavogi,
Desember ehf. og Hamra ehf. Þvert
á áætlun sáum við nánast strax að
Hraðfrystistöðin ásamt gömlu Bæj-
arútgerðinni við hliðina er athyglis-
verður kostur fyrir Listaháskóla.
Hraðfrystistöðin er sérlega traust
steinsteypt mannvirki. alls um 7.000
m2. Húsið skiptist í 4ra hæða skrif-
stofubyggingu (4 x 400 m2) sem snýr
að Mýrargötu og 3ja hæða verk-
smiðjuhús (3 x 1.800 m2) sem vísar
út Grandann. Utan og innan er end-
umýjunar þörf frá grunni.
BÚR húsið er einnig traust
steypumannvirki, alls um 4.500 m2.
Það er nú til sölu. Húsin eru sam-
síða, þau hafa næstum sama gólf-
kvóta og sömu salarhæð (4 m). Ef
byggð væri ca. 1.800 m2 millibygging
í sundinu milli húsanna með sam-
komusal og aðalaðkomu, væru þama
samtals um 13.000 m2 til ráðstöfunar
fyrir Listaháskóla. Það em 2.500 m2
umfram skilgreindar þarfir skólans.
Skilgreind rýmisþörf listaskólaer
eftirfarandi: (Sjá meðfylgjandi
töflu)
Vegna mikillar lofthæðar gerum
við ráð fyrir því að leiklist og dans-
list verði á 3. hæð Hraðfrystihúss-
ins. Verksmiðjusalurinn er óskipt
40 x 45 m rými og lofthæð 5,5 m.
Loftplatan er steypt. Hæðin hefur
aldrei verið notuð. Aðalaðstaða
myndlista- og handíðadeildar er
ráðgerð á hæðunum fyrir neðan.
Þyngri deildirnar, þ.e. skúlptúr og
leirlist, eru hugsaðar á jarðhæðinni
(2.200 m2), en léttari deildirnar á 2.
hæð (1.800 m2). Það er
þó ekki nægilegt rými
og því er gert ráð fyrir
því að að málaradeild
verði á 2. hæð tengi-
byggingarinnar (600
m2) og að grafíska
hönnunin verði síðan í
framhaldi á 2. hæð aðal-
byggingar Bæjarút-
gerðarinnar.
Tengibyggingin er
eina nýbyggingin í til-
lögu okkar. I austur-
hluta jarðhæðar hugs-
um við okkur sameigin-
legan sal fyrir skólann
(600 m2) með 8-10 m
lofthæð. í vesturhluta
er hugsuð aðalaðkoma skólans
ásamt mötuneyti á neðri hæð (600
m2). A efri hæð vesturhluta er mál-
aradeildin (sjá ofar). Hafnarstjórn
Reykjavíkur hefur uppi hugmyndir
um að endurskoða nýtingu lóðarinn-
ar austan Hraðfrystistöðvarinnar
og gerum við ráð fyrir að aðalað-
koma skólans verði þaðan.
Á 1. hæð aðbyggingar BÚR húss-
ins (900 m2) er reiknað með bakað-
stöðu fyrir sameiginlegan sal, upp-
tökustúdíói og yfirstjórn skólans. Á
efri hæðunum tveimur er áætlað
rými fyrir almennar kennslustofur,
Ríkinu hefur verið boð-
inn valkostur varðandi
staðsetningu listahá-
skóla, segir Sigurður
Gunnarsson, kostur
sem hér er frá greint
og unninn er af Kristni
Ragnarssyni arkitekt.
bókasafn o.fl. auk grafísku deildar-
innar (sjá ofar). Þessar hæðir eru
vannýttar í hugmynd okkar en þar
væri auðveldlega hægt að koma fyr-
ir arkitektadeild án þrengsla.
I álmu BÚR hússins hugsum við
okkur aðstöðu tónlistardeildar.
Þarfir tónlistadeildar eru mjög vel
sundurliðaðai' í rýmisáætlun fyrir
listaháskóla. í tillögu okkar settum
við því inn hugsanlegt innra skipu-
lag tónlistardeildar í álmunni. Litli
salurinn á neðri hæð hefur yfir 5 m
lofthæð. Þar var áður vélasalur og
gólfið er þar tekið niður. Álman er
10-13 m. á dýptina og virðist henta
þessari sérhæfðu starfsemi vel.
Umframrými í álmu er 400-600 m2.
Stofnkostnaður
Kostnaðarætlun fyrir tillögu okk-
ar hefur greinarhöfundur unnið í
samráði við Kristin Má Þorsteinsson
verkfræðing. Ekki er reiknað með
neinum íburði en vönduðum frá-
gangi fyrir þarfirnar. Á þessu frum-
stigi hönnunar eru að sjálfsögðu
engin tök á að gera nákvæma sund-
urgreiningu kostnaðarliða. Miðað
við gefnar forsendur, þ.e. vandaða 2
mm litaða álklæðningu utan á húsin,
Sika dúk eða sambærilegt efni á
þökin, 54-58 DB hljóðeinangrun í
innveggjum og vönduð gólfefni, ætti
heildartalan þó að vera nálægt lagi.
Samkvæmt henni er kostnaður við
kaup og fullnaðarfrágang 13.000 m2
listaskóla samtals 800 milljón krón-
ur. Þar af er kaupverð eigna 200
millj., endurbætur Hraðfrystistöðv-
ar 240 millj., endurbætur á BÚR
húsi 190 millj., bygging tengibygg-
ingar 140 millj. kr. og umhverfi 30
milljónir króna. Þá áætlum við 200
milljón kr. til kaupa á fóstum bún-
aði. Heildarkostnaður með fóstum
búnaði er því áætlaður 1 milljarður
Sigurður
Gunnarsson
Skrifstofur og athvörf ...... 400 m2
Mötuneyti ................... 300 m2
Samkomusalur ................ 550 m2
Safn ........................ 400 m2
Fræðileg kennsla ............ 350 m2
Búningsklefar ............... 320 m2
Leiklistardeild ........... 1.060 m2
Tónlistardeild ............ 1.060 m2
Listdansdeild ................915 m2
Myndlista- og handíðad......5.000 m2
Málning ..................... 580 m2
Skúlptúr .................. 1.230 m2
Grafík ...................... 665 m2
Fjöltækni ................... 330 m2
Grafísk hönnun .............. 460 m2
Leirlist .................... 890 m2
Textíl ...................... 630 m2
Ljósmynd .................... 230 m2
Samtals ca. 10.500 m2
I rýmisgreiningu Menntamálaráðuneytisins
er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir kvik-
myndadeild eða arkitektadeild í fyrsta
áfanga. Valkostur okkar, 13.000 mz, getur
rúmað báðar þessar deildir. I tillögunni höf-
um við þó valið að staðsetja aðeins þær
deildir sem fyrirhugað er að verði starf-
ræktar við í skólann í fyrsta áfanga.
króna. Kostnaðarverð á m2 án bún-
aðar er því áætlað 62 þús. kr. og
með föstum búnaði 77 þús. kr. Þetta
eru ótrúlega lágar tölur því kostnað-
arverð á m2 í skólabyggingum er
110-130 þús. krým2. Skýringin felst
fyrst og fremst í hagkvæmni
stærstu einingarinnar, hraðfrysti-
stöðvarinnar. Kaupverð hússins er
aðeins 11 þús. kr7m2 og lögun þess
og gerð stuðla að lágum kostnaði við
endumýjunina. Áætlað er að þegar
upp verður staðið kosti Hraðfrysti-
stöðin 54 þús. krým2, millibyggingin
111 þús. kr7m2 og BÚR húsið 84
þús. kr./m2.
Varðandi fjármögnun og fram-
kvæmd kemur margt til greina. Fé-
lag okkar hefur boðist til að leigja
skólanum húsið tilbúið. Þá ræðst
leiguverð ekki síður af vaxtakjörum
langtímalána en af framkvæmda-
kostnaði. Miðað við 20 ára leigutíma
ætti leiguverð að vera 550-600 krým2
á mánuði. Þá er einnig hægt að
Hágæða sánaklefar
Finnolme sánaklefarnir koma í
27 stöðluðum stærðum eða
smíðaðir eftir þlnum óskum.
Minna mál umboðið, s. 5574244
Þakrennur
Þakrennur
og ror
frá
A SiBA
BLIKKAS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
KÓPAVOGI
LISTAHÁSKÓLIÍSLANDS
GRANDAGARÐI
(hugmynd)
<3tJB
GÓLFLÖTUR = 12666 m1
TÓNLIST
(UTem")
MYNDUST
(6201 m*)
LEIKLIST
(1010 mf)
DANSUST
tWVni')
SAMEIGINLEGT
(l«»mf)
SALUR
(«25 m>)
STJÓRNSÝSLA
<5.
TENGIRÝMI
(1321 m>)
ÞAK
hugsa sér kaupleigu, beina sölu á
skólanum fullbúnum eða á einhverju
skilgreindu byggingastigi. Jafnvel
kæmi til greina að Listaháskólinn
láti SS húsið upp í kaupin. Það er hið
ágætasta hús og vænn heimanmund-
ur, þó svo mörgum finnist það ekki
henta undir Listaháskóla.
Má bjóða yður listaháskóla?
Nú eru liðnir 2 mánuðir frá því að
tillaga okkar að listaháskóla var
fyrst kynnt. Við vitum ekki hve lengi
kosturinn stendur til boða. Mýrar-
gata 26 ehf er nú að hefja fram-
kvæmdir við endumýjun Hraðfrysti-
stöðvarinnar og ákvörðun um notk-
un hússins þolir nokkra bið. Hins
vegar er BÚR húsið til sölu, í hlutum
eða í heilu lagi. Enginn veit hvað
kosturinn stendur lengi til boða.
Tillaga okkar er á engan hátt
frumleg. Hin Norðurlöndin hafa
staðsett sína listaskóla við gömlu
miðbæjarhafnimar og svipaða sögu
er að segja víða um hinn vestræna
heim. Þá hafði menntamálaráðu-
neytið látið gera lauslega úttekt á
þessum húsum fyrir listaháskóla áð-
ur en okkur datt það í hug. Við telj-
um hins vegar að kostinum hafi ftfc.
verið hafnað að vanhugsuðu máli.
Við teljum að gæði húsanna, stað-
setning þeirra og hagkvæmt kostn-
aðarverð mæli eindregið með því að
málið verði aftur tekið til rækilegr-
ar (og snöggrar!) skoðunar. Við
gætum skilað skólanum tilbúnum
samkvæmt okkar tillögu haustið
2000. Strax haustið 1999 gætum við
skilað Hraðfrystistöðvarhlutanum.
Því miður kemur tillaga okkar
fram á sama tíma og ákveðið er að
drífa af stað byggingu listaháskóla í
SS húsinu í Laugamesi. Ég vona að
tillaga þessi eigi ekki eftir að tefja
löngu tímabæra stofnun Listahá-
skóla Islands.
Höfundur er hagfræðingur og ^
framkvæmdasijóri.
Konur
Golf
Konur
Opna Guinot
Opið kvennamót
laugardaginn 13. iúní í Leiru
Punktamót
Verðlaun verða veitt fyrir
10 efstu sætin.
Nándarverðlaun á 16. braut
Útdráttur í mótslok?????
Mótsgjald kr. 2.000.
Skráning hafin í síma 421 4100.
^ i iiK.AN-r Golfklúbbur Suðurnesja. „kiaxt
fiUINOT fiUINOT
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vetívangur fólks f fasteignaleit
-
mbl.is/fasteignir» -