Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 51#
FRÉTTIR
Rúmlega 3 þús. unglingar í Vinnuskólanum
Morgunblaðið/Arnaldur
HÓPUR úr Vinnuskólanum við störf í Sæviðarsundi. Þau eru Nína,
Þórey, ívar, Eva, Sigríður, María, Halldór, Björgvin og Jakob.
Með stærri viimu-
stöðum landsins
SUMARSTARF Vinnuskólans í
Reykjavík er hafíð og verða rúmlega
3 þúsund unglingar þar við vinnu,
fræðslu og leik í sumar. Að sögn
Amfínns Jónssonar, skólastjóra, eru
það ívið færri þátttakendm- miðað
við sl. ár þrátt fyrir að árgangarnir
séu nánast jafn stórir. „Það er eins
og aðsóknin sé einhverra hluta
vegna örlítið minni en munurinn er
ekki mikill eða milii 10 til 20 manns
en þetta mun skýrast í lok vikunnar
þegar þau hafa öll sótt sín vinnu-
kort,“ sagði hann.
Unglingarnir eru á aldrinum
14-16 ára og er Vinnuskólinn með
stærstu vinnustöðum landsins. Leið-
beinendur eru um 200 og munu þeir
kenna unglingunum rétt vinnubrögð
og aðstoða þau við vinnuna. Meðal
verkefna Vinnuskólans eru opin
svæði í borginni og opinberar lóðir
auk þess sem nemendur sinna görð-
um hjá um 600 ellilífeyrisþegum sé
þess óskað.
Eldri nemendur taka að sé stærri
verkefni í samvinnu við gatna- og
garðyi'kjudeild borgai-verkfræðings
og fjölmargir vinna utan Reykjavík-
ur, svo sem í Heiðmörk við skógrækt
og á Nesjavöllum að átaki í upp-
græðslu.
Auk vinnunnar taka unglingamir
þátt í fræðslustarfi m.a. í samstarfi við
Jafningjafræðslu Félags framhalds-
skólanema um forvamarfræðslu, söfii
em heimsótt og framandi menningar-
heimar kynntir. Einnig era elstu nem-
endunum kynnt réttindi og skyldur á
vinnumarkaðinum.
Þjóðbúninga-
dagar í
Hornstofu
OPIÐ hús verður í Hornstofu Heim-
ilisiðnaðarfélags Islands á Laufás-
vegi 2 dagana 11.-14. júní. Islenskir
þjóðbúningar verða kynntir með
ýmsu móti.
Frætt verður um ýmis vinnubrögð
tengd þjóðbúningunum. Fimmtudag
kl. 10-12 og föstudag kl. 13-15 verð-
ur sýnt hvernig sauðskinnsskór eru
gerðir. Baldýring verður sýnd frá kl.
13 á laugardag og sunnudag. Alla
daga verður kniplað á staðnum. Milli
kl. 16-18 alla dagana verður veitt
ráðgjöf um hvernig skal klæðast
búningunum og á staðnum verða
ýmsar konur til skrafs og ráðagerða.
Opið verðm- fimmtudag og fóstu-
dag frá kl. 10-18 og laugardag og
sunnudag frá kl. 12-18. Aðgangur er
ókeypis.
Ályktun Blaðamanna-
félags Islands
Orökstudd
gagnrýni
átalin
STJÓRN Blaðamannafélags íslands
hefur samþykkt ályktun vegna um-
ræðu og gagnrýni á fréttaflutning í
fjölmiðlum í kjölfar nýafstaðinna
sveitarstjómarkosninga og eru þar
meðal annars órökstudd ummæli
átalin. Alyktunin er svohljóðandi:
„Stjórn Blaðamannafélags Islands
átelur órökstudda gagmýni á frétta-
flutning vegna sveitarstjórnarkosn-
inganna í maí. Slík gagnrýni getur
orðið til þess að koma í veg fyrir eðli-
lega umræðu í þjóðfélaginu og er
sérlega alvarleg þegar hún er sett
fram af fulltrúum stjórnvalda sem
njóta virðingar starfa sinna vegna.
Blaðamenn mega eðli málsins
samkvæmt búast við gagnrýni á
störf sín og ef slík gagnrýni er rök-
studd og málefnaleg er hún fallin til
þess að bæta þjóðmálaumræðuna.
Órökstudd gagnrýni skaðar hins
vegar umræðuna vegna þess að hún
getur þegar verst gegnir orðið til
þess að ritstjórnir veigri sér við að
fjalla um mikilvæg þjóðmál ef þau
eru umdeild eða að þau ógni hags-
munum áhrifamikilla þjóðfélags-
hópa.
Það er því krafa blaða- og frétta-
manna að séu störf þeirra talin gagn-
rýnisverð þá sé gagnrýnin sett fram
með skýrum rökum og studd dæm-
um.“
------------
Norrænt þing
um varnir gegn
tannskemmdum
FUNDUR aðiia sem annast varnir
gegn tannskemmdum á Norðurlönd-
unum verður haldinn föstudaginn 12.
júní. Hittast þeir á tveggja til
þriggja ára fresti og skiptast á upp-
lýsingum og efni.
Er mjög gagnlegt fyrir hið ís-
lenska Tannverndairáð að fá að nota
hugmyndir og fi’æðsluefni frá hinum
Norðurlöndunum þar sem þessi
starfsemi er búin að vera öflug mun
lengur en hérlendis, segir í fréttatil-
kynningu.
Stórir fískar úr
Laxá í Aðaldal
VEIÐI hófst í Laxá í Aðaldal og
Laxá í Kjós í gærmorgun. Fimm
laxar veiddust í Laxá nyrðra, en
tveir í Laxá sunnan heiða. Athygli
vakti, að stærstu laxarnir úr Laxá
í Aðaldal vora 21 og 18 punda, en
frekai’ óalgengt er að fiskar í þeim
stærðarflokki séu í aflanum svona
snemma veiðitíma. Jón Helgi Vig-
fússon veiddi stærsta laxinn.
Að sögn Atla Vigfússonai- sem
var á ferðinni við ána, sáu menn
nokkuð af fiski, en allur veiðiskap-
urinn fór fram neðan Æðarfossa.
Veiði er ekki hafin þar fyrir ofan.
Hinir laxarnir þrír vora allir vænir.
Laxinn uppi í vatni
Aðeins tveir laxar veiddust
fyrsta morguninn í Laxá í Kjós og
sáu menn lítið líf í ánni. Þórarinn
Sigþórsson veiddi fyiTÍ laxinn, sem
var 16 punda hængur, á maðk í
Pokafossi, en hinn laxinn var 9
punda fiskur sem veiddist í
Klingeberg. Fyrir um hálfum mán-
uði fóru menn fyrst að verða laxa
varir í Laxá, en lítið fór fyrir þeim
fiskum nú. Ásgeir Heiðar, fulltrúi
leigutaka árinnar, sagðist hafa það
eftir fjóram bændum við Meðal-
Morgunblaðið/gg
FÉLAGARNIR Þórarinn Sig-
þórsson og Árni Baldursson
með fyrsta Kjósarlax sumars-
ins. Og enga smásmíði, 16
punda hæng.
fellsvatn, að lax væri þar að
stökkva alla daga. „Laxinn hefur
skellt sér þangað í vatnsleysinu og
birtunni. Svo er eflaust eitthvað af
laxi í felum í Þórufossi," sagði Ás-
geir.
Sjálfsbjörg kýs nýja
framkvæmdastj órn
NY framkvæmdastjórn Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
var kosin á 29. þingi samtakanna
sem haldið var um síðustu helgi.
Framkvæmdastjórn landssam-
bandsins mun sitja næstu tvö árin
og voru fjórir af fimm fram-
kvæmdastjómarmönnum kosnir í
fyrsta sinn.
Nýju stjórnina skipa: Arnór Pét-
ursson formaður, Ragnar Gunnar
Þórhallsson gjaldkeri og Hildur
Jónsdóttir ritari, öll frá Sjálfsbjörg
á höfuðborgarsvæðinu. Snæbjörn
Þórðarson varafonnaður, frá
Sjálfsbjörg á Akureyri, og Jón
Stígsson meðstjórnandi frá Sjálfs-
björg á Suðurnesjum. Að undan-
skildum Ragnari Gunnari Þórhalls-
syni eru allir nýir í stjórninni.
iiioioonooooo'
•Q1-0--1- 01 -O-O-O'O':
t UOJOOl. t'IOOOOOl ooooi
bcnoT
-omooc
'0 'h19 4 i
Ny Dell OptiPlex™ GX1
--
266 MHz Pentium II örgjörvi • 32 MB minni
3,2 GB diskur • 15" VL skjár • AGP 4MB skjákort
Hljóðkort • Uppfæranleg í 400 MHz Pentium II
Verð kr. 130.000,-«,
‘Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302
Tilboðið gildir til 1. júlí 1998
&
SSPfÁ'i&.j
< ' «
l 1 i'LíÍflC; OptiPlex™
V F\>,My meðlntelPentium®llörgjöfvum
Dell, Dell meildð og OptiPlex™em skrásett
vörumerki Dell Computer Corporation
r\ontii im* II höd±maltt^iBlbiifr®oiriiáæe
rFo'! Vr.'o1! II vörumerki Intel Corporation.