Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 56

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ ■j56 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 ____________________________ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Raðsamkomur í Filadelfíu CARROLL Thompson verður með raðsamkomur dagana 11. til 14. júní í Ffladelfíu og hefjast þær kl. 20 hvert kvöld. Caroll Thompson hefur verið í þjónustu Drottins í rúmlega 40 ár. Hann fór ungur sem kristniboði til Brasilíu á vegum baptista þar sem hann þjónaði í um það bil sjö ár. Þegar hann kom til baka var hann niðurbrotinn á sál og líkama og það varð tii þess að Carroll fór að ' kynna sér betur það andavald sem við glímum við daglega. Síðan hef- ur Carroll kennt og starfað víðs- vegar um heiminn og Guð hefur notað hann á sérstakan hátt til að frelsa þúsundir manna undan oki óvinarins. Það eru allir hjartanlega velkomnir í Ffladelfíu og aðgangur er ókeypis. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegis- verður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lofgjörð og bæn í umsjá lofgjörðarhópsins. Ailir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 20. Ræðumaður Carroll Thompson. Allir hjartan- lega velkomnir. Húsasniiðj mo Golfmót milli sveina og húsasmíðameistara og maka þeirra verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 14. júní HÚSASMIDJAN Mæting kl. 10. Skráning á staðnum. Vegleg verðlaun í boði. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð grein ÉG VIL lýsa yfir ánægju minni með grein eftir Sig- urð Hrafn Guðmundsson sem birtist í Morgunblað- inu sl. þriðjudag. Greinin hét „Menntamálaráðherra hvar ert þú?“ Ráðamenn skilja ekki hag náms- manna og tekur virkjanir fram yfír menntun þjóðar- innar. Nemi. Löng biðröð - léleg afgreiðsla GUÐNÝ hafði samband við Velvakanda og sagðist hafa mætt á skrifstofu lög- reglustöðvarinnar klukkan rúmlega niu sl. þriðjudag til að endurnýja ökuskír- teini. Segir hún að þegar hún kom hafí verið fjórir á undan henni en eftir smá- stund voru 20 manns í bið- röð. Segir hún að sér finn- ist þetta hæg afgreiðsla og það hljóti að vera hægt að ráða bót á þessu því fólk sem beið í röðinni var mjög óánægt með þessa afgreiðslu. Guðný. Tapað/fundið Kvenúr týndist við IKEA KVENÚR týndist sl. fimmtudag við IKEA í Holtagörðum. Úrið er úr stáli og gulli. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 0683. Gler úr gleraugum týndist GLER úr gleraugum týnd- ust 4. júní í erfisdrykkju á Hótel Borg. Þetta er mjög dýrt gler, kostar 25 þús. kr. Þjónninn sem fann glerið lét mann hafa það og er hann beðinn um að hafa samband við Magnús Blöndal Jóhannsson í síma 561 4161. Blátt fjallahjól týndist hjá Vesturbæjarskóla BLÁTT Diamond-fjalla- hjól týndist hjá Vestur- bæjarskóla fyrir rúmri viku. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 9338. Dýrahald HVÍTUR páfagaukur með örlítinn bláan lit flaug út frá Miðhúsum 6 í Grafar- vogi sl. mánudag. Fuglinn er gamall og spakur. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega látið vita í síma 567 7725. Kettlingur óskar eftir heimili SVARTUR og hvítur kett- lingur, 10 vikna, fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 557 6315. Polly er týnd POLLY, sem er 6 mánaða gömul, gulgrábröndótt, hvarf frá Nesvegi í lok maí. Hún var með bleika ól, bjöllu og málmtunnu sem neðri hlutinn hefur glatast úr. Þeir sem geta gefið upplýsingar hringi í sírna 588 1428. Kettlingar fást gefíns FJÓRIR fallegir, svartir og hvítir, kassavanir kett- lingar, fást gefins. Upplýs- ingar í sxma 567 6827. — Morgunblaðið/RAX. BORN og folald Víkveiji skrifar... NÝLEGA henti það kunningja Víkverja, sem er fiugmaður, að hann lenti í útistöðum við tollinn, þar sem svo virðist vera sem menn hafi ekkert lært og ekkert þróazt frá því fyrir 30 árum að slökkviliðs- stjórinn í Reykjavík háði harða bar- áttu fyrir því að öryggishjálmar slökkviliðsmanna skyldu ekki lenda í sama tollflokki og pípuhattar. Málsatvik eru þau að flugmaður- inn fékk mann í Bandaríkjunum til þess að kaupa fyrir sig og tvo fé- Iaga sína öryggishjálm af sömu gerð og þyrlu- og þotuflugmenn hersins þar nota. Hjálmarnir voru keyptir notaðir og fengust því fyrir lítinn pening hjá einhverri sölunefnd hersins. Bjóst flugmaðurinn við að þurfa að greiða í toll um það bil 7.000 krónur fyrir þá alla. Nú komu hjálmamir hingað heim og lentu auðvitað í tolli. Þá fann toll- vörður, sem skoðaði þá það út að í þeim voru svokölluð heymartól inn- byggð, þar sem þoturnar og þyrlurnar eru svo illa hljóðeinangr- aðar að flugmennirnir tala sín í milli í gegnum hjálmana, sem era þar með ekki aðeins öryggishjálmar heldur einnig hávaðahlífar frá hvin þotnanna. Og tollvörðurinn setti ör- yggishjálmana í sama tollflokk og hljómflutningstæki. Þetta olli því að tollurinn, sem greiða skyldi af ör- yggishjálmunum, hækkaði upp í 27.000 krónur. Það þýddi ekkert fyrir kunningja Vikjverja að vera með neitt múður, tollvörðurinn almáttugi hafði kveðið upp sinn úrskurð, hljómflutnings- tæki skyldi öryggishjálmurinn vera og engar refjar. Þegar Víkverji heyrði þessa sögu minntist hann sögu, sem Jón Sig- urðsson slökkviliðsstjóri í Reykja- vík sagði honum fyrir nokkrum ára- tugum. Slökkviliðið í Reykjavík keypti inn öryggishjálma fyrir mannskapinn, sem nauðsynlegt var, þvi slökkvliðsmenn vinna oft við erf- iðar aðstæður og þurfa öryggis- hjálma. Einhver vitringurinn hjá tollstjóra hafði flokkað þessa hjálma, sem oft og einatt vom skrautlegir, í sama tollflokk og pípuhatta, sem menn báru gjarnan, væru þeir í „kjól og hvítt“ eins og kallað var. Það tók margra ára bar- áttu slökkviliðsstjórans að fá þess- ari ákvörðun breytt, svo að ríkis- sjóður væri ekki beinlínis að okra á öryggishjálmum fyrir slökkviliðið. Og enn eru starfsmenn toll- stjóra við sama heygarðshornið, hafa ekkert lært, ekkert séð og ekkert heyrt í heil 30 ár. Það getur verið að þeir hlusti á æðri tónlist og ýmislegt eyrnakonfekt með ör- yggishjálmum, en það gera nú ekki þeir, sem þurfa að vinna með slík höfuðföt. XXX VÍKVERJI var að vafra á vefn- um eins og það er kallað og fór þá inn á veffang stjórnarráðsins, sem er „www.stjr.is11. Það verður að segjast að þetta veffang er orðið mjög til fyrirmyndar og em þar öll ráðuneytin, nema félagsmálaráðu- neytið og landbúnaðarráðuneytið. Þessi tvö ráðuneyti virðast ein- hverra hluta vegna ekki vera komin í samband við tæknina, þar sem ekki er unnt að komast inná heima- síður þeirra. Onnur ráðuneyti era flest til fyrirmyndar og unnt er að sækja bæði mikinn og góðan fróð- leik um lög og reglur sem í gildi eru inn á þessar vefsíður. Oft og einatt era þetta gögn, sem erfitt er að nálgast annars staðar. Stjórnarráðið á hrós skilið og vonandi koma félagsmálaráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið brátt í kjölfar hinna ráðuneytanna. Þau geta ekki verið eftirbátar hinna ráðuneytanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.