Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 59
Frá A til Ö
■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fímmtu-
dagskvöld verða tónleikar með
Megasar og Súkkats. Á fóstudags- og
laugardagskvöld leika félagarnir Jón
Ingölfsson, Björgv in Gislason og Jón
Björgvinsson.
■ 8-VILLT leikur á Gauk á Stöng
fímmtudagskvöld, á Inferno, Kringl-
unni föstudagskvöld og Sjallanum,
Safir laugardagskvöld.
■ CATALÍNA Á fóstudags- og laug-
ai-dagskvöld frá kl. 22-3 leika þeir Ari
Jónsson og Ulfar Sigmarsson.
■ FEITI DVERGURINN Á fóstu-
dags- og laugardagskvöld leikur trú-
badorinn Einar Jónsson.
■ FJARAN Jón Möller leikur róm-
antíska píanótónlist fyrii' matargesti.
■ FJÖRUGARÐURINN Á fóstu-
dags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld leikur og syngur Víkingasveit-
in fyrir Víkingaveislugesti.
■ FÓGETINN Á fóstudags- og laug-
ardagskvöld leika KK og Nærsveitar-
menn.
■ FÓGETINN Fimmtudagskvöldið
skemmta Maggi Einars og Tommi
Tomm. Föstudags- og laugardags-
kvöld flytja Mannakorn, þ.e. Magnús
Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og fé-
lagai' gamalt og nýtt efni og frum-
flytja nokkur lög. Sunnudagskvöldið
leikur Siggi Guðfinns lög af nýút-
kominni plötu sinni.
■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtu-
dagskvöld verður Miller-Time kvöld
með hijómsveitinni 8-viIIt. Á fostu-
dags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Buttercup og á sunnu-
dags- og mánudagskvöld verða fönk-
rokk tónleikar með Harold Burrog
fyri'verandi Platters-meðlimum.
Þriðjudag og miðvikudag 17. júní
skemmtir þjóðlagatríóið Papar. Á efri
hæðinni geta hópar og einstaklingar
fylgst með hverskyns viðburðum í
sjónvarpi.
■ GEIRFUGLARNIR halda útgáfu-
tónleika á Sólon íslandus þriðjudag-
inn 16. júní kl. 23. Þennan dag kemur
út fyi'sti geisladiskur þeirra sem inni-
heldur 15 frumsamin lög.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar
Páll leikur og syngur perlur fyrir
gesti hótelsins föstudags- og laugar-
dagskvöld kl. 19-23.
■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og
sunnudagskvöld er Mímisbar opinn
frá kl. 19-1. Föstudags- og laugar-
dagskvöld opið kl. 19-3. Stefán P. og
Pótur leika um helgina.
■ INFERNO Á föstudagskvöld leik-
ur hljómsveitin 8-villt með sérstökum
gesti D.j. Elton frá The Manhattan
Motion Club. ‘Tilboð á kokteilum,
sama verð og var í New York árið
1978. Á laugardagskvöldinu leikur
hljómsveitin Land og synir með
diskótekaranum Herb Legowitz
(GusGus).
■ KNUDSEN STYKKISHÓLMI
Hljómsveitin Stykk leikur fóstudags-
og laugardagskvöld.
■ KRINGLUKRÁIN Á fímmtudags-
, föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld leikur hljómsveitin Léttir
sprettir. í Leikstofunni föstudags- og
laugardagskvöld leikur Viðar Jóns-
son.
■ LÍNUDANS verður í Naustkjall-
aranum öll fimmtudagskvöld í sumar
kl. 21-1 á vegum Kántrýklúbbsins.
Aðgangur er 500 kr. Óli Geir verður á
staðnum.
■ LÍNUDANSARAR Dansæfing
verður í Kiwanishúsinu Eldey,
Smiðjuvegi 13a, Kópavogi, gul gata,
laugardagskvöld kl. 21.
■ MUNAÐARNES Á laugardags-
kvöld leikur Þotuliðið fyrir dansi til
kl. 23. Hádegishlaðborðið er byrjað á
sunnudögum.
■ NAUSTKJALLARINN Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
Skugga-Baldur ljúfa tónlist til kl. 3.
■ NAUSTIÐ er opið öll kvöld frá kl.
18 fyrir matargesti. Fjölbreyttur sér-
réttamatseðill. Hljómsveitin Papar
leikur fyiir dansi til kl. 3 föstudags-
og laugardagskvöld.+
■ NÆTURGALINN Á föstudags-
og laugardagskvöld leikur Galaband-
ið ásamt Önnu Vilhjálms.
■ PÁLL ÓSKAR OG CASINO halda
stereo útgáfuball á Ingólfscafé föstu-
dagskvöld kl. 23-3. Tilefnið er útgáfa
geislaplötunnar Stereo þar sem leikið
er lauflétt stofupopp í anda Las Veg-
as áranna þegar Tom Jones réð þar
ríkjum. Á efnisskránni eru lög eftir
Bui't Bacharach, Hem-y Mancini,
Jimmy Webb o.fl. en aðalsmerki
hljómsveitarinnar er þó ferskar út-
setningar þeirra á þessum lögum auk
hins rómaða snyrtilega klæðaburðar,
segir í fréttatilkynningu. Miðaverð er
1.000 kr.
■ REYKJAVÍKURSTOFA Píanób-
ar við Vesturgötu er opinn alla daga
frá kl. 18.
■ RÉTTIN Úthlíð, Biskupstungum.
Stórdansleikur laugardagskvöld með
Milljónamæringunum og Bjarna Ara.
Ókeyp is tjaldstæði.
■ ROSENBERG Veitingastaðurinn
Rósenberg er opinn í síðasta sinn nú
um helgina. Á föstudagskvöldinu mun
gamla húshljómsveit Rósenbergs
Ray-Beez leika í þetta eina sinn
vegna lokunarinnar. Á laugardags-
kvöldinu, síðasta opnunardeginum,
mun koma fram rjóminn af þeim
hljómsveitum sem leikið hafa á veit-
ingastaðnum. Þetta er hljómsveitim-
ar Tin, endurbætt útgáfa af KFUM,
Dead Sea Apple, Buttercup, Stuna,
Þjófar og að lokum stígur á stokk
stórkammerrokksvein Von Rosen-
berg. Húsið opnað kl. 22 og verða
veitingar fyrir fyrstu gestina.
■ SÁLIN HANS JÓNS MÍNS held-
ur í ár upp á 10 ára starfsafmæli.
Seint í júní koma út á safnplötunni
„Bandalög 8“, tvö ný Sálarlög; „Lest-
in er að fara“ og „Orginal". í haust
sendir Sálin frá sér nýja breiðskífu.
Sumartónleikaferðin hefst föstudags-
kvöld í Sjallanuin Akureyri. Á laug-
ardagskvöld er förinni heitið á Sel-
foss, hvar leikið verður í Inghóli. Sér-
stakh' gestir á Selfossi verða hljóm-
sveitin ,,0.fl.“ Allar upplýsingar um
Sálina er hægt að nálgast á slóðinni:
www.mmedia.is/salin
■ SKÍTAMÓRALL Á fimmtudags-
kvöld leikur hljómsveitin á Astró og
verða það órafmagnaðir tónleikar í
þetta skiptið. Þeir sem ekki komast
geta fylgst með á Intemetinu og
hlustað á FM 95,7. Slóðin á netinu er
xnet.is Á laugardagskvöldinu leikur
hljómsveitin á Lýsuhóli, Snæfells-
nesi, og er þetta eina ballið sem hald-
ið verður þar í sumar. Á þriðjudags-
kvöld verður hljómsveitin í Inghóli,
Selfossi, og með verður hljómsveitin
Tommi rótari.
FOLK I FRETTUM
■ SKÝJUM OFAR fagnar tveggja
ára afmæli útvarpsþáttarins á
skemmtistaðnum Rósenberg þriðju-
dagskvöld. Breski plötusnúðurinn
Matrix ásamt Agga Agzilla, Reyni og
Adda sér um að færa hlustendum til-
raunakennda trommu- og bassatóna.
Skemmtunin hefst kl. 23 og lýkur kl.
3.
■ SÓLDÖGG leikur föstudagskvöld
á Hlöðufelli, Húsavík, og laugardags-
kvöld á Dalvík. Á þriðjudagskvöldinu
leikur hljómsveitin á Suðureyri og á
17. júní leika þeir í Reykjavlk á stóra
sviðinu í Lækjargötu.
■ SSSÓL leikur laugardagskvöld í
Miðgarði í Skagafírði. Með í ferðinni
verður hljómsveitin Quarashi. Húsið
opnað kl. 23.
■ VEGAMÓT Á föstudagskvöld
verður DJ frá kl. 23. Á laugardags-
kvöld verður bein útsending á FM
95,7 þar sem grínisti kemur fram,
Duff-bræður og Dj. Skemmtunin
hefst kl. 22.
■ WUNDERBAR, Lækjargötu Á
fimmtudagskvöld mun Ingvar Val-
geirsson leika og á fóstudags- og
laugardagskvöld munu Pétur Om og
óvæntur gestur halda uppi stemmn-
ingu. Á þriðjudagskvöld leikur síðan
Ingvar Valgeirsson aftur til kl. 3.
■ TILKYNNINGAR í skemmtanara-
mmann þurfa að berast í siðasta lagi
á þriðjudögum. Skila skal tilkynn-
ingum til Kolbrúnar í bréfsíma
569 1181 eða á netfang frett@mbl.is
PÁLL Óskar og Casino verða með útgáfudansleik
á Ingólfscafé fóstudagskvöld.
PAPAR leika í Naustinu föstudags- og laugardagskvöld og á Gauki á
Stöng þriðjudags- og miðvikudagskvöld.
Kringlunni,
sími 533 1720