Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 62
§2 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Sálin hans Jóns míns svífur enn AÐ VAR árið 1988 að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns kom fyrst fram og spilaði meðal annars um verslunarmannahelgi á Mel- gerðismelum í Eyjafirði. Otalmörg lög hafa litið dagsins ljós síðan „Kanínan“ varð vinsæl þetta fyrsta sumar Sálarinnar, en tvö ný lög koma einmitt út á safnplötunni „Bandalög 8“ síðar í mánuðinum. „Við ætlum að spila víðs vegar um landið í allt sumar og fara svo í hljóðver í haust og gefa út stóra plötu fyrir næstu jól. Það eru liðin þrjú ár síðan stór plata kom frá okkur síðast," sagði Guðmundur, en Sálin mun spila á öllum helstu tónleikastöðum landsins í sumar. Flýgur frá London Síðastliðin tvö ár hafa Guðmund- ur og sambýliskona hans, Dóra Takefusa, búið í London ásamt syni Dóru. Guðmundur starfai- hjá flugfélaginu Atlanta og ætlar að starfa þar í sumar sam- hliða spilamennskunni á Islandi og hann kem- ur til með að fljúga heim til Islands um hverja helgi. „Við fór- um út tO London með smá pening í vasanum en að öðru leyti m_eð tvær hendur tómar. Ég talaði mig inn í vinnu hjá Atlanta og átti upp- haflega bara að vinna í fjóra daga við að taka af bíl. Ég kunni á lyftara frá því ég vann á frystihúsinu hérna í gamla daga. Núna er ég kominn í skrif- stofuvinnu hjá fyrirtækinu og líkar mjög vel. Það er mikill skilningur fyrir því að ég sé að „poppast“ heima á Islandi og ég fæ að vinna fríin af mér. Ég hefði aldrei fengið tilslakanir af þessu tagi hjá bresku fyrirtæki. Mér finnst mjög gott að koma hingað af og til og spila. Við höfum ekki sama úthald og áður og mark- aðurinn býður ekki upp á það leng- ur að við séum að spila um hverja helgi.“ „Nauðsynlegt að breyta til“ - Hefurðu ekkert reynt fyrir þér sem tónlistarmaður í London? „Nei, auðvitað er maður alltaf með einhverjar þreifingar í gangi, en það er ekkert sem er í frásögur færandi á þessari stundu. Fyrsta árið prófaði ég að gamni að fara í áheyrnarprufur sem voru auglýst- ar en það var eins og að fara aftur í bílskúrinn. Svo vill maður helst vinna með sitt eigið efni. Ég gæti reynt að komast í hljómsveit og vonast til að verða heppinn eða vinna eitthvað í kringum mitt eigið efni. Núna er ég að reyna að koma mér upp aðstöðu heima til að semja.“ - Er London er ekki full af ís- lenskum tónlistarmönnum? „Það eru mjög margir íslenskir tónlistarmenn búsettir héma og þetta fer að verða hljómsveitar- hæft. Við búum til dæmis í Full- ham, en þar búa einnig Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísla- dóttir og Friðrik Karlsson. Óskar Páll upptökumaður býr í sama húsi og ég og það eru margir íslending- ar sem búa í sömu götu og við. Þetta er mjög skemmtilegt samfé- lag.“ - Þið eruð þá ekkert á leiðinni heim? „Nei, ég held ekki. Okkur líður mjög vel þama úti. Ég var alinn upp úti á landi og flutti til Reykja- víkur þegar ég var 17 ára en þá var ég alveg búinn að fá nóg af Skaga- strönd. Það var sama sagan með Reykjavík, ég var eiginlega búinn að fá nóg þegar ég flutti út. Það er líka gaman að takast á við nýja borg og upplifa ólíka menningu. Það er mjög dýrt að búa í London en ef ég væri að hugsa um peninga þá væri ég heima að spila með Sál- inni allt árið eða í einhverjum árs- hátíðarhljómsveitum. Þetta er bara spurning um eftir hverju fólk sæk- ist.“ - Eru ekki mikil viðbrigði að reyna fyrir sér erlendis? „Eftir að hafa unnið við tónlist í fimmtán þá hefur maður greiðan aðgang að fjölmiðlum hérna heima. Það er mjög erfitt að verða sér úti um fjölmiðlaumfjöllun í Bretlandi og erfitt ferli. Allt í einu er maður kominn á núllpunkt. Það er hins vegar mjög gott, því það var orðið ansi þægilegt að búa á Is- landi. I Englandi var allt erfitt þessi fyi-stu tvö ár, jafnvel það að leita sér að íbúð. Og erfiðleikar gera ekkert annað en þroska fólk. Ég er þeirrar skoðunar að maður þurfi svona spark í afturendann annað slagið og ég í raun þrífst á þvi. Sálin hans Jóns míns er eina hljómsveitin sem mig langar til að vera í á Islandi og hvað getum við gert meira en við höfum gert síð- ustu tíu ár? Þess vegna var áskor- un að prófa eitthvað nýtt og flytja úr landi.“ Spilagleðin sem ræður ríkjum - Halda Sálarmenn miklu sam- bandi sín á milli? - Já, við gerum það. Það er svo mikill vinskapur orðinn á milli okk- ar, ég veit þetta hljómar eins og einhver klisja, en þetta er satt. Áð- ur fyrr var það metnaðurinn sem rak okkur áfram en núna komum við fyrst og fremst saman af því okkur finnst gaman að spila. Við erum þrír í hljómsveitinni sem bú- um erlendis núna. Atli hljómborðs- leikari býr í Bandaríkjunum þar sem hann lærði að búa til kvik- myndatónlist og Tommi trommari er í margmiðlunarnámi í Flórída. Hann kemst ekki heim í sumar og því höfum við fengið Jóhann Hjör- leifsson til að spila á trommumar með okkur en Ath kemur tíma- bundið heim.“ Að sögn Guðmundar hafa íslensk- ir tónlistargagnrýnendur aldrei ver- ið hiifnir af tónlist Sálarinnar og svokallað vinsælda- eða sveitaballa- popp sé mikil lágmenning í þeirra huga. „Mér finnst skemmtilegast að spila íyrir krakkana úti á landi. Fyrsta ballið okkar var til dæmis í Miðgarði í fyrra og þar var húsið næstum fullt af 16 ára unglingum og ég, 35 ára gamall maðurinn, hugsaði með mér að nú væri kom- inn tími til að hætta. Svo byrjaði maður að spila tónlistina okkar, það er ótrúlegt orkuflæði á milli okkar, krakkamir kunna hvert einasta lag utan að og mikil stemmning mynd- ast. Þá rennur upp fyrir manni af hveiju maður er að standa í þessu ár eftir ár. Það er þessi hráa orka sem maður hrífst af.“ Sálin hans Jóns míns byrjar sumartónleikaferð sína í Sjallanum á Akureyri á fostudag en þaðan liggur leiðin til Selfoss þar sem sveitin mun halda uppi hinu eina sanna Sálarstuði á laugardags- kvöldið. Guðmundur Jóns- son gítarleikari Sálarinnar Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson SÁLIN hans Jóns míns á tónleikum árið 1990, en liðsskipan sveitarinnar hefur aðeins breyst síðan þá. jútwhótul i ffM*’ HLJÓMSVEITIN mun hefja sumartónleikaferð sína um landið í Sjall- anum á Akureyri á föstudagskvöldið. Sálin hans Jóns míns fagnar tíu ára hljóm- sveitarafmæli um þessar mundir og af því tilefni er ýmislegt á döfínni hjá sveit- inni. Rakel Þorbergs- dóttir hitti Guðmund Jónsson gítarleikara Sálarinnar fyrir skömmu. 20% stgrafsláttur af öllum vörum Sumarkjólar áður kr. J5«99tf nú kr. 4.990 Hlýrabolir áður kr. ,l*99(f nú kr. 1.290 Gallajakkar áður kr. 5*990” nú kr. 3.990 Dragtir 40% afsl. •• •• og morg onnur góð tilboð Laugavegi 54, sími 552 5201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.