Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 41 * AÐSENDAR GREINAR Stöndum vörð um persónuvernd í læknisfræðirannsóknum VIÐBROGÐ rann- sóknarfólks vegna að- gerða Tölvunefndar gegn íslenskri erfða- greiningu og sam- starfslæknum hennar eru verulegt áhyggju- efni fyi-ir réttindastöðu einstaklinga gagnvart „vísindavaldinu". Komið hefur í ljós að hjá íslenskri erfða- gi’einingu var unnið þvert á skilmála Tölvu- nefndar um aðskilnað persónugreindra og ópersónugi’eindra gagna. Það sem sam- starfslæknar fyrirtæk- Sigurður Þór Guðjónsson isins áttu að gera var í reynd unnið af Islenskri erfðagreiningu. Lög- gjafinn telur mikilvægt að virða reglur um vísindarannsóknir og hefur því með lögum heimilað Tölvunefnd að beita ýmsum aga- viðurlögum ef reglumar eru brotn- ar, svo sem þeim að loka viðkom- andi starfsemi eða eyða gögnum enda liggja að baki verðmæt mann- réttindi sem ekki er tóm til að ræða hér en ættu að vera sæmilega kunn upplýstu fólki. Misfellur viðurkenndar Tölvunefnd fullyrðir að ÍE hafi brotið skilmála sína, einnig formað- ur nefndarinnar í út- varpsviðtali í Ríkisút- varpinu að kvöldi 5. júní. Kári Stefánsson viðurkennir í Morgun- blaðinu (4.6.) að skerpa þurfi þau skil sem eru á formlegum tengslum milli Þjónustumið- stöðvar samstarfs- læknanna í Nóatúni og ÍE. Formaður Tölvu- nefndar segir að hann og Kári séu „fullkom- lega sammála um að misfellur væru á því starfi, sem fram færi í Þjónustumiðstöðinni samkvæmt skilmálum Tölvunefndar“. (Mbl.5.6.). Og eftir að formaðurinn hefur ítrekað að persónugreindum upplýsingum eigi aðeins samstarfslæknar ÍE að safna og ÍE eigi ekki að vita um hvaða einstakinga er að ræða, bæt- ir hann við þessum þungu orðum: „Við erum að tala um að aðskilnað- urinn eigi ekki eingöngu að vera á pappírnum heldur einnig í raun bæði form- og efnislega." Svona er þá kjarni málsins og ég held að um hann sé varla deilt. Þeir skilmálar sem Tölvunefnd setti fyr- ir vinnu IE með rannsóknargögn voru einfaldlega brotnir að forminu til sem býður heim efnislegum, það er raunverulegum, brotum á per- sónuvemd. Tölvunefnd brást við samkvæmt skyldum sínum við al- menning og hefur lagalegan grund- völl til að beita nauðsynlegum aga- viðurlögum. Skilningsleysi á mannréttindum Viðbrögðin við aðgerðum Tölvu- nefndar sýna alvarlegt skilnings- „Hvellur“ rannsóknar- fólks og fleiri aðila vegna aðgerða Tölvu- nefndar, segir Sigurð- ur Þór Guðjónsson, sýnir mikið hugsunar- og virðingarleysi fyrir réttindahagsmunum sjúklinga. og virðingarleysi rannsóknarfólks á mannréttindum sjúklinga við rannsóknir. Kári Stefánsson reynir að gera lítið úr Tölvunefnd með því að gefa í skyn að starfsmenn henn- ar kunni ekki fótum sínum forráð þegar formaðurinn er fjærri. Og óbein krafa Kára um það að Tölvu- Kvennastétt segir upp EINU sinni voru tví- burar, piltur og stúlka, er fylgdust að í gegn- um grunnskólann, menntaskólann, settu upp hvítu kollana 17. júní 1977. Þau fóru bæði í Háskóla Islands og luku BS-námi eftir 120 einingar, hún varð hjúkrunarfræðingur, hann varð... Bæði fengu þau jafnhá náms- lán frá LIN, því lána- sjóðurinn taldi námið vera jafnverðmætt. Eftir útskrift fengu þau vinnu hjá ríkinu, urðu ríkisstarfsmenn. Ragnhildur Þorgeirsdóttir Samkvæmt kjarasamningum voru þau með sambærileg laun, enda með sambærilegt nám. Hjúkrunar- fræðingurinn hafði órökstuddan grun um að hann fengi eitthvað aukalega í umslagið en aldrei vildi hann kannast við það. Síðan gerist það að nýtt launa- kerfi er tekið upp hjá ríkinu 1997- 1998 þar sem starfsmönnum er raðað í launaramma A, B og C. Markmið þessara breytinga var m.a. að hækka hlut dagvinnulauna, gera launin sýnilegri og launakerf- ið sveigjanlegra. Þegar búið var að flytja tvíburana inn í nýja launa- kerfið varð stúlkan hissa. Hann var allt í einu kominn með 40% hærri laun en hún og raðaðist í B-ramma á meðan henni var komið fyrir neðst í A-ramma. Núna sá hún að grunur hennar var á rökum reist- ur. Hann fékk inn í dagvinnulaunin alla föstu yfii-vinnuna og alls kyns sporslur sem hann hafði fengið í gamla launakerfinu en varð ekki sýnilegt fyiT en við yfirfærslu í nýtt launakerfi. Hvað gerðist? Valdi hún rangt nám í háskólanum eða? Það var allavega jafnlangt hans námi, jafnmargar einingai- að baki prófgráðu og jafnverðmætt samkvæmt LIN og bæði störfuðu þau hjá ríkinu. Var þetta ef til vill vegna þess að hún var kona? Til að leita svara fór stúlkan að kynna sér lög og reglugerðir og fann meðal annars lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 28 frá 1991, þar sem stendur orðrétt í 4. grein: „Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fýrir jafnverð- mæt og sambærileg störf. Með launum í lögum þessum er átt við venjulegt grunn- eða lágmarkskaup og hvers konar frekari þóknun, beina eða óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðsl- um eða með öðrum hætti, sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni fyrir vinnu hans. Með jöfnum launum karla og kvenna fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf er í lögum þessum átt við Þetta sætti ég mig ekki við, segir Ragnhildur Þorgeirsdóttir. Þess vegna segi ég upp. launataxta sem samið er um án þess að gerður sé greinarmunur á kynjum. Með kjörum í lögum þess- um er átt við lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur samningsréttindi.“ I kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga sem undirritaður var 9. júní 1997 er eftirfarandi yfirlýsing: „Það er yfirlýst stefna ríkis og Reykjavíkurborgar að jafna þann launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að útskýra nema á grundvelli kyns. Með nýju launa- kerfi gefst tækifæri til að vinna að þeim markmiðum. Með það í huga munu fjármálaráðherra og Reykja- víkurborg láta gera úttekt á áhrif- um nýs launakerfis á launamun karla og kvenna starfandi hjá stofnunum sínum á samningstíma- bilinu" (til loka okt. 2000). Stúlkan sá nú strax að ekki þyrfti að bíða eftir því að liði eitt- hvað á samningstímann til að skoða muninn því hann birtist um leið og samningar hinna ýmsu stofnana fóru að berast um síðustu áramót. Þar var greinilegt að hjá mörgum háskólamenntuðum stéttum með sambærilegt nám var verið að færa yfirborganir inn í taxtalaun. Hjúkrunarfræðingar a.m.k. á höf- uðborgarsvæðinu hafa almennt ekki verið yfirborgaðir eða fengið greidda óunna yfirvinnu sem hægt er að færa yfir í taxtalaun. Þess vegna raðast þeir á botninn í hinu nýja launakerfi þar sem hjá öðrum stéttum raðast eingöngu nemar og byrjendur á reynslutíma. Þetta sætti ég mig ekki við. í stofnana- samningum nýja launakerfisins eru settar nánari reglur um röðun í launaramma. A þar m.a. að taka mið af menntun starfsmanna, starfi þeirra, ábyrgð, álagi og frammi- stöðu. I skilgreiningu með launara- mma A segir m.a.: „Starfið felst í almennum störfum sem unnin eru undir stjórn og ábyrgð annarra.“ Eitt af meginmarkmiðum í námi verðandi hjúkrunarfræðinga er að þeir öðlist vísindalega þekkingu og faglega færni til að geta unnið sjálfstætt og leyst verkefni á vís- indalegan og faglegan hátt. I siða- reglum hjúkrunarfræðinga segir m.a.: „Hjúkrunarfræðingur ber faglega og lagalega ábyrgð á störf- um sínum.“ Af einhverjum ástæð- um telja ráðamenn stofnana, sem hjúkrunarfræðingar heyra undir, sig geta hundsað nýgerða kjara- samninga og haldið hjúkrunar- fræðingum á botninum meðan aðr- ir fá sín störf metin að verðleikum. Þetta sætti ég mig heldur ekki við. Skyldu málin horfa öðruvisi við ef hjúkrunarfræðingar væru upp til hópa karlmenn? Okkar störf eru ekkert minna verðmæt né krefjast minni þekkingar og færni en störf annarra háskólamenntaðra stétta. Þess vegna segi ég upp. Því segir stúlkan og hennar starfstétt öll, við ráðamenn og aðra stjóramálamenn: Okkar tími er kominn! Nú er lag til leiðréttinga!! Höfundur er hjiíkrunnrfræðingur. nefnd vinni í hálfgerðri þögn og leynd er óraunhæf. Einmitt af því að nefndin er opinber á hún að upplýsa fjölmiðla og almenning um það þegar fyrirtæki fara ekki að reglum um vísindarannsóknir. Almannahagur ki’efst þess. Kári segir að „hvellur" Tölvunefndar vegi að trausti fólks á IE en þó enn frekar á Tölvunefnd og bætir við: „... opinber stjómsýslunefnd sem sér sér ekki fært að leysa vanda- mál af þessari gerð öðru vísi en með svona hamagangi glatar hægt og hægt trausti.“ (Mbl.4.6). Þetta er djarflega mælt af forstjóra fyr- irtækis sem á í-úmlega hálfu ári hefur tvisvar verið staðið að verki við að brjóta skilmála um starfsemi sína. Slíkt fyrirtæki hlýtur að glata trausti annaira, ekki hægt og hægt, heldur hratt og enn hraðar. Það hefur þá við enga að sakast nema eigið gáleysi. Og það er ein- kennileg rökvísi og mikil ósann- girni að gera þá sem uppljóstra um reglubrot að sökudólgum en ekki þá sem reglurnar brutu. En einmitt það hefur nú gerst. Sigríð- ur Jóhannesdóttir alþingismaður telur að aðgerðir Tölvunefndar beri keim af ofsóknum í garð IE (Dagur 5.6.). Sjö samstarfslæknar hafa skrifað bréf og mótmælt vinnubrögðum Tölvunefndar og halda því fram að hún sé ófagleg og vegi að rótum læknisfræðirann- sókna á íslandi (Mbl.4.6). Hjúkrun- arfræðingar þykjast ekki þurfa á tilsjónarmanni Tölvunefndar að halda til að virða lög og siðareglur í starfi sínu (Mbl.7.6.) Svona viðhorf rannsóknarfólks ógna blátt áfram réttindum sjúklinga ef þau yrðu al- mennt ríkjandi. Til hvers er ætlast? Hvers ætlast rannsóknarfólk eiginlega til af Tölvunefnd? Að hún yppti öxlum þegar reglur eru ekki vii-tar í vísindarannsóknum? Að hún bregðist þeim skyldum sínum að tryggja persónuvernd einstak- linganna sem er dálítið annað fyrir- brigði en markmið rannsóknanna *' sjálfra? Þeir sem fyrst og fremst ógna vísindarannsóknum á íslandi eru þeir rannsakendur er ekki virða nauðsynlegar reglur sem um þær eru settar til að vernda mikil- væg mannréttindi einstaklinga, en ekki þeir sem koma upp um brot á slíkum reglum. Atakanlegasti vitn- isburðurinn um skynleysi á mikil- vægi persónuverndar í vísinda- rannsóknum kemur þó fram í grein formanns MS-félagsins (Mbl.6.6.). Þar vottar ekki fyrir skilningi á nauðsyn þess að fara að reglum í f læknisfræðilegum rannsóknum. Hins vegar útmálar greinin á marga vegu mikilvægi læknis- fræðirannsókna til að létta af fólki erfiðu sjúkdómsoki. Enginn ber á móti því. En það er ekki viðfangs- efnið varðandi athugasemdir Tölvunefndar um starfsemi ÍE og samstarfslæknanna í umræddu til- viki. Viðfangsefnið er að framfylgt sé þeim reglum sem settar eru um slíkar rannsóknir, vegna þess að þrátt fyrir læknisfræðilegt mikil- vægi rannsóknanna bjóða þær heim hættum, ef ekki er varlega farið, sem geta bakað einstakling- um óbætanlegt tjón, en þeir ein- staklingshagsmunir eru allt öðru- visi eðlis en hinn læknisfræðilegi ávinningur, sem sé af ætt persónu- legra mannréttinda en ekki lækn- inga. Þetta ætti að liggja í augum uppi. Við stöndum bestan vörð um rannsóknir með því að fylgja út í ystu æsar þeim reglum sem um þær eru taldar nauðsynlegar. En „hvellur“ rannsóknarfólks og fleíri aðila vegna aðgerða Tölvunefndar sýnir mikið hugsunar- og virðing- arleysi fyrir einmitt þessum rétt- indahagsmunum sjúklinga. Og það * gefur ekki fyrirheit um raunveiu- legan vilja til að gæta þessara mannréttinda í vísindarannsóknum í framtíðinni. Það er skelfileg til- hugsun. Ekki síst í ljósi fyrirhug- aðs gagnagrunns á heilbrigðissviði um alla þjóðina. Höfundur er rithöfundur. ■ ■ rj-Swte. lbi ' lÍPilÍPSfif ' ” -’ri' V-""-' ■ Íx Siirefnisvörur í enduruppbyggja húðina • vinna fíégn öldrunareinkehnum • vinna á appclsínuhúd óg sliti • • vinna á unglingabólíun ý • viðhalda l'erskleika húðarinnar Pœr eru fcr.skir vindnr í umhirdu húðar • SOLUSTAÐIR: WORLD CLASS SIGURBOGINN - LAUGAVEGI CLARA - KRINGLUNNI SANDRA - SMÁRATORGI SNYRTIHÖLLIN GARÐATORGI NEGLUR OG FEGURÐ - EIÐISTORGI HÁALEITISAPÓTEK HRINGBRAUTARAPÓTEK SNYRTI- OG NUDDSTOFAN PARADÍS BETRI LÍNUR - VESTMANNAEYJUM Dreifing: Solvin, box 9184,129 Reykjavík, sfmi 899 2947
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.