Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Björn Arnarson LÍKLEGA eru hér fundnar fornar bæjarrústir. Fornt bæjarstæði en ekki kuml HJÁ Vagnsstöðum í Suðursveit fundust í síðustu viku fornar minjar sem líktust kumli eða fornmannahaug. Björn G. Arnar- son, safnvörður á Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu, fann rústirnar er hann var þarna að vinna að umhverfismati fyrir væntanlegt vegstæði. Á fímmtudag fyrir viku fór fulltrúi Þjóðminjasafnsins á vett- vang og kannaði hauginn og kom þá í ljós að iíklega er um gamalt uppbiásið bæjarstæði að ræða. Að sögn Guðmundar Ólafsson- ar, deildarstjóra fornleifadeildar, sem kannaði rústirnar, bendir allt til þess að um fornt bæjar- stæði sé að ræða. Rennir það stoðum undir gamlar munnmæla- sögur, en árangurlaus leit var gerð að bæjarrústum á þessum slóðum um síðustu aldamót. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um framhald rannsókna og mun það væntanlega bíða þar til sýni sem tekin voru hafa verið aldursgreind. Nýtt einkarekið meðferðarheimili NYLEGA var opnað meðferðar- heimili í Reykjavík að Dugguvogi 12 og.er það hið fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Heimilið er ætlað ungum fíkniefnaneytendum á aldrinum 17 til 20 ára og verður meðferðartími sniðinn að þörfum hvers og<eins. Að heimilinu, sem fengið hefur nafnið Virkið, stendur Götusmiðjan en innan hennar er hópur einstak- linga sem hver og einn hefur reynslu af heimi fíkniefna. Starfað er í anda mannúðarsálfræði og 12 spora kerf- isins þar sem nálgun er á jafningja- grundvelli eins og segir í frétt frá Vii’kinu. Einnig er lögð áhersla á gagnkvæma virðingu milli starfs- fólks og heimilismanna til að búa þá sem best undir þátttöku í hinu dag- lega lífí. Islenskur tannlæknir verð- launaður í Bandaríkjunum Miðað er við að um 14 einstakling- ar geti notið aðstoðar Virkisins í einu en 9 manns munu sjá um rekstur þess. Að sögn Guðmundar Týs Þórar- inssonar, eins aðstandanda Virkis- ins, hafa fyrstu móttökur verið góðar og þakkar hann það miklum hlýhug þess fólks sem sýnt hefur málinu áhuga. í undirbúningi er söfnunarátak sem landsmenn geta tekið þátt í og verður stofnaður sérstakur sjóður sem sjá mun um fjárgæslu og úthlut- un til heimilisins. ASGEIR Sigurðsson, sérfræðingur í rótar- og kjálkaaðgerðum (Endodontics), var sæmdur verð- launum kennd við dr. Edward Oset- ek 8. maí sl. Verðlaun þessi eru veitt þriðja eða fjórða hvert ár, og er þetta í fyrsta sinn sem útlendingur hlýtur þau, þ.e. ekki Bandaríkjamað- ur. Dómnefnd ferðaðist milli allra tannlæknaháskóla í Bandaríkjunum sem kenna þetta fag, þ.e. Endodont- ics, öðru nafni munnholsfræði, og kannaði hæfni þeiira sem valdir höfðu verið hæfasth- í hverjum há- skóla fyrh- sig. Að mati dómnefndar var Ásgeir talinn hæfastur til þess að hljóta verðlaunin að þessu sinni. I mati dómnefndar segir: „Ostet- ek-verðlaunin eru veitt sérfræðingi í greininni sem hefur kennt í 6 ár og hefur sýnt framúrskarandi hæfni sem kennari að mati núverandi og fyrrverandi nemenda. Aukið mikil- vægi náms í munnholsfræði með því að ávinna sér álits og virðingar jafnt samkennara, stúdenta og starfsfólks deildarinnar, sem hann kennir við.“ Hann hefur einnig verið beðinn Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á: ► þök ► þaksvalir ► steyptar rennur ► ný og gömul hús - unnið við öll veðurskilyrði FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 PCI lún og fuguefoi I I íim Stórhöfda 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Kanaríeyjaflakkarar Sumarhátíð að Geysi í Haukadal 10.—12. júlí. Svæðið opnað kl. 16 föstudag. Létt skógarferð kl. 13 laugardag. Leiðsögumaður Arnór Karlsson í Arnarholti. Boðið verður upp á útsýnisflug ef veður leyfir með félögum okkar ur Kanaríeyjaflökkurum. Grillað sameiginlega kl. 5 e.h. Hver sér um sig í mat og drykk. Góð tjaldstæði. Hver er í kassanum? (leynigestur). Dansað og sungið undir bláhimni. Hljómsveitin Lýsa — Siggi Hannesar, Arngrímur og Ingibjörg, Garðar Jóhannesson og fleiri í Kanarístuði. Allir velkomnir. Takið með ykkur gesti og góða skapið. Örn — Hvammstanga s. 4512467, Sigurborg — Reykjavík s. 5535556, Siggi og Rúna — Garðabæ s. 5656929, Kalli Ara — Keflavík s. 4216037, Gylfi — Mosfellsbæ s. 8920042, Gerður — Hafnarfirði s. 5554960 um að halda fyrirlestra, verkleg námskeið og kynningu á munnhols- fræðinni við aðra há- skóla og rannsóknar- stofnanir. Frammistaða Ásgeirs á fyrrnefndum sviðum réði því að hann var valinn til þess að hljóta þessi mikilsverðu verðlaun. Ásgeir er nú yfir- maður deildar og sér um skipulagningu náms í sinni sérgrein við rík- isháskóla Norður-Kar- olínu, U.N.C. í Chapel Hill. Ásgeir Ásgeh- varð stúdent Sigurðsson frá MR 1981, tannlækn- ir frá Háskóla íslands 1988 og lauk sérfræðinámi í munnholsfræði og masters-prófí við U.N.C. í Chapel Hill 1992. Hann hefur kennt við sama há- skóla síðan, bæði tannlæknanemum og sérfræðinemum. Auk þess hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra í Bandaríkjunum, Suður-Ámeríku og Evrópu. Viðfangsefni fyrirlestranna er oftast sérgrein hans, sem er meðferð á áverkum á tennur og kjálka sem verða við slys. Hann er einnig yf- irmaður hóps sem stundar rannsóknir og gerir tilraunir með sársaukasvið (Sensory Testing unit), þ.e. skynjun og viðbrögð heila og líkama við sárs- auka. Eftir Ásgeir hafa birst nokkrar vísinda- greinar í fagtimaritum og kaflar í kennslubók- um sem hann ýmist hefur samið einn eða í félagi samkennara sinna. Hann er félagi í mörgum samtökum vestra sem snerta starf hans og rannsóknar- verkefni. Foreldrar Ásgeirs eru hjónin Gyða Jónsdóttir og Sigurður Jóns- son vélstjóri. Eiginkona Ásgeirs er Anna H. Jó- hannsdóttir kerfisfræðingur og eiga þau þrjú börn. Þau hafa verið búsett í Chapel Hill síðastliðin níu ár. Sértilboð ui Barcelona 22. og 29. júlí Irá kr. 29.532 Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel Tryggðu þér nú síðustu sætin til Barcelona í júlí á hreint frábæru til- boðsverði og kynnstu þessari heill- andi borg sem á ekki sinn líka í allri Evrópu. Hér getur þú notið þess að búa í borginni sjálfri, eða farið til strandbæjarins Sitges, þar sem þú finnur fallega strönd og ein- stakt mannlíf yfír sumartímann. Við bjóðum nú sértilboð á Adagio hótelinu, einföldu en góðu hóteli í hjarta Barcelona, rétt við Römbluna. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og loftkælingu. Einnig getur þú valið um að kaupa eingöngu flugsæti, flug og bfl, eða flug og hótel. Verð kr. 29.532 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug- sæti eingöngu. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í herbergi, Adagio hótelið, 1 vika, 22. eða 29. júlí. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.