Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 43<
Endurtekin
mistök í
efnahagsstj órn?
FYRIR rúmum ára-
tug eða á árunum 1986-
1988 varð mikil þensla í
íslensku efnahagslífí.
Ríkisstjórnin reyndi
lengi að hamla á móti
með því að beita geng-
ishækkun og háum
vöxtum. Þessi milli-
færsla fjármagns frá
útflutningi, einkum
sjávarútvegi, til þess að
greiða niður innflutn-
ing og halda þannig aft-
ur af verðbólgu dugði
ekki til lengdar og að
endingu brast ríkis-
stjórnarsamstarfið og
Sjálfstæðisflokknum
Kristinn H.
Gunnarsson
var beinlínis hent út úr stjórnarráð-
inu. Ný ríkisstjóm varð að grípa til
neyðaraðgerða til þess að afstýra
stórfelldu hruni útflutningsatvinnu-
veganna. Þá brást hagstjórnin und-
ir forystu Sjálfstæðisflokksins,
margar aðgerðir ríkisvaldsins bein-
línis kyntu undir þenslunni og síðan
virtist flokkurinn vera um of bund-
inn í pólitískum kreddum sem komu
í veg fyrir að gripið væri til viðeig-
andi aðgerða.
Þensla á nýjan leik
A síðustu árum hefur efnahags-
stjórnunin verið þannig að stefnt
hefur beina leið í þenslu. Nú er
ástandið orðið þannig að ríkis-
stjómin verður að grípa til ákveð-
inna aðgerða ef ekki á illa að fara og
fjármálaráðherrann skynjar hætt-
una og ritar í Morgunblaðið 13. júní
sl. grein í því skyni að slá á ótta
manna um að efnahagsmálin séu að
fara úr böndunum. Ráðherrann
boðar sölu á eignum ríkisins en
jafnframt að ekki verði beitt niður-
skurði á næsta ári umfram það sem
nú er og tekur sérstaklega fram að
útgjöld verði aukin til fjárfrekra
málaflokka eins og velferðar- og
menntamála. Þess‘ar aðgerðir eru
ekki líklegar til þess að slá á þensl-
una og vekja þá spurningu hvort
Sjálfstæðisflokkurinn hafí ekki
kjark nú fremur en fyrir áratug til
þess grípa til viðeigandi aðgerða í
þensluástandi.
Stefnt í óefni
skiptahallinn er þegar
orðinn það sem áætlað
var að hann yrði allt
árið og verðfag innan-
lands fer hækkandi
bæði á vörum og þjón-
ustu. Útlán bankanna
hafa aukist um 14%
síðustu 12 mánuði og
viðskipti með
debet/kreditkortum
hafa aukist enn meira
eða um 20%. Með
hækkun gengisins eru
færðir peningar frá út-
flutningsfyrirtækjum
til þess að greiða niður
innlenda verðbólgu.
Þessi aðferð getur
gengið til skamms tíma og hækkun
á afurðaverði sjávarafurða um þess-
ar mundir hjálpar til en til lengdar
stefnir í óefni rétt eins og árin 1987-
88. Þarna hefur efnahagsstjórnin
brugðist og öðru sinni á rúmum ára-
tug er Sjálfstæðisflokkurinn að
stefna efnahagslegum stöðugleika í
voða. Athyglisvert er að nú eins og
Ef ekki á illa að fara,
segir Kristinn H.
Gunnarsson, þarf að
draga út úr hagkerfmu
miklar fjárhæðir og slá
þannig á þensluna.
þá er Framsóknarflokkurinn sam-
starfsflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Mistökin endurtekin?
Við þessar aðstæður skipta sköp-
um aðgerðir ríkisvaldsins i peninga-
málum og fjármálum ríkissjóðs. Ef
ekki á illa að fara þarf að draga út
úr hagkerfmu miklar fjárhæðir og
slá þannig á þensluna. Hægt er að
beita þvinguðum sparnaði og stuðla
að frjálsum spamaði með sérstök-
um aðgerðum. Þá er hægt að hækka
skatta, einkum þar sem þenslunnar
gætir, svo sem á innflutningsvörum,
og loks að fresta fyrirhuguðum
skattalækkunum. Hægja þyrfti á
fjárfrekum framkvæmdum sem
fjármagnaðar eru með lánsfé.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn
farið með stjórn efnahagsmála í 7 ár
og það sem einkennir stjórn þeirra
einkum síðustu 2-3 ár eru eftirfar-
andi þrjú atriði: í fyrsta lagi mark-
visst afnumin úr lögum ákvæði sem
hvetja til sparnaðar. Skyldusparn-
aður var afnuminn og einnig
skattaívilnun vegna húsnæðissparn-
aðarreikninga. Loks hefur verið
dregið úr skattaívilnum vegna
hlutafjárkaupa og henni verður
hætt innan tveggja ára. Allt eru
þetta skilaboð til almennings um að
hætta að spara. Einkennileg stefna
í þjóðfélagi þar sem spamaður er of
lítill. í öðru lagi verulegar skatta-
lækkanir. Tekjuskattur lækkar um
4% og iðgjöld í lífeyrissjóði, önnur
4% af launum, eru nú skattfrjáls.
Efra þrep eignarskatts hefur verið
fellt niður og tekjuskattur fyrir-
tækja hefur lækkað úr 50% í 30%
svo nefnd séu helstu dæmin. í þriðja
lagi hefur gífurlegum fjárhæðum,
einkum í formi erlends lánsfjár,
verið dælt inn í efnahagslífið með
framkvæmdum við stóriðju og orku-
ver sem kalla á mikinn mannafla.
Allt eru þetta aðgerðir sem stuðla
aukinni eyðslu og þegar við bætist
að á þessum tíma gætir einnig
áhrifa kjarasamninga með umtals-
verðum kauphækkunum umfram
verðlagsbreytingar er efnahags-
stjórnin ávísun á þenslu og erflð-
leika í kjölfar hennar, háa vexti, við-
skiptahalla og hækkandi gengi. Við-
Það eru hins vegar hverfandi lík-
ur til þess að gripið verði til nægi-
lega ákveðinna aðgerða til þess að
hamla móti þenslunni. Forysta
Sjálfstæðisflokksins mun ekki vilja
hverfa frá boðuðum skattalækkun-
um á kosningaári og enn síður
hækka skatta. í fjárlögum yfír-
standandi árs voru settar i gang
fjárfrekar framkvæmdir með lánsfé
til viðbótar stóriðjuframkvæmdun-
um svo ekki er líklegt að ríkis-
stjórnin fresti framkvæmdum. Lýs-
ir það óvenju ábyrgðarlausri fjár-
málastjórn, en það voru líka kosn-
ingar á þessu ári og uppsveifla í
þjóðfélaginu með hraðri kaupmátt-
araukningu er vænleg til þess skila
ríkisstjórnarflokkum atkvæðum í
kosningum. Stjórn efnahagsmála
mun einkennast af því að of lítið
verður gert of seint. Helst má
vænta þess að seld verði hlutabréf í
ríkisbönkunum, sem er ágætt út af
fyrir sig en ófullnægjandi efnahags-
aðgerð. Notuð verður gamla milli-
færsluaðferðin frá síðasta áratug
með háu gengi og háum vöxtum.
Síðan vonast eftir því að útflutn-
ingsatvinnuvegirnir þoli þetta
ástand fram yfír næstu kosningar.
Komin er upp svipuð staða og var
fyrir áratug. Sjálfstæðisflokkurinn
virðist ekkert hafa lært af mistök-
unum frá 1986-1988.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins.
Vakna íslenskir stjórnendur
við vondan draum árið 2000?
ÁRIÐ 2000 kallar
fram galla í upplýs-
ingakerfum og ýmsum
stýribúnaði og mun
því hafa afdrifarík
áhrif á rekstraröryggi
fyrirtækja ef ekkert
er að gert. Vandamál-
in leynast víða og get-
ur ýmis búnaður verið
í hættu.
Á fundi Skýrslu-
tæknifélagsins voru
nýlega kynntar niður-
stöður skoðanakönn-
unar Gallup um áhrif
ársins 2000 á rekstur
íslenskra fyrirtækja.
Niðurstöðurnar líta
vel út við fyrstu sýn. Um 81%
svarenda telur lítinn eða engan
vanda framundan. Um 13% svar-
enda telja að frekar eða mjög mik-
il vandamál muni hljótast af ártal-
inu 2000 í sínum fyrirtækum.
Sambærileg tala er 42% í Svíþjóð.
Þessi niðurstaða hjá okkur er
ótrúleg og í engu samræmi við
stöðuna í nágrannalöndum okkar.
Annaðhvort er staða mála svona
góð í íslenskum fyrirtækjum eða
hér er um mikið þekkingar- og
fyrirhyggjuleysi að ræða. Það lít-
ur út fyrir það í dag að margir ís-
lenskir stjórnendur ætli að sofa
yfír sig. Vonandi vakna þeir ekki
upp við vondan draum þegar árið
2000 rennur upp.
Viðfangsefnið
Þeir stjórnendur sem ekki hafa
hafið fyrirbyggjandi aðgerðir í
fyrirtækjum sínum ættu að hefj-
ast handa strax. Verkefnið felst
m.a. í upplýsingaöflun og gi'ein-
ingu umfangs einstakra þátta er
geta orsakað rekstrartruflun.
Vekja þarf athygli allra helstu
starfsstöðva fyrirtækisins á þeirri
hættu sem árið 2000 getur boðið
heim ef ekkert er að gert. I fram-
haldi af því ætti að biðja starfs-
menn um ábendingar um tölvu-
kerfi eða búnað sem mögulega
getur truflast. Með þessu móti
fæst ágæt yfírsýn yfír umfang
verkefnisins.
Vinna þarf samantektir og yfir-
lit yfir allan eigin hugbúnað, allan
aðkeyptan hugbúnað, allan tölvu-
búnað og þann vél-
búnað, sérkerfí, stýri-
búnað og fjarskipta-
búnað sem talin er
þörf á að yfirfara.
Leggja þarf mat á
umfang einstakra
verkefna miðað við
þær upplýsingar sem
eru tiltækar og gera
áætlanir um fram-
kvæmdir. Flokka má
verkefnin sem vinna
þarf á næstu mánuð-
um í eftirtalda megin-
flokka:
Hugbúnaður - eigin
og aðkeyptur
Fara þarf kerfisbundið yfir allan
hugbúnað í notkun hjá fyrirtækinu
og gera ráðstafanir sem tryggja
rétta virkni m.t.t. ársins 2000.
Verkefnið snertir allan rekstur fyr-
irtækisins bæði hvaða varðar notk-
Þeir stjórnendur sem
ekki hafa hafíð
fyrirbyggjandi aðgerðir
í sínum fyrirtækjum,
segir Gyifí Hauksson,
ættu að hefjast handa
strax.
un eigin og aðkeypts hugbúnaðar
og stýrikerfa.
Vélbúnaður - tölvur
Greina þarf allan vélbúnað og yf-
irfara virkni hans m.t.t. ársins
2000. Fá þarf staðfestingar frá
framleiðendum um virknina eða
það sem til þarf til að tryggja
virkni og staðfesta hana. Utvega
þann búnað sem þarf til að prófa
virkni. Greina hvaða búnaði þarf að
skipta út. Móta þarf aðgerðarplan
til að vinna eftir ef eitthvað gefur
sig.
Sérkerfi, tölvustýringar
og fjarskipti
Tryggja virkni vél- og stýribún-
aðar sem stýrt er af iðntölvum og
orðið geta fýrir truflun árið 2000.
Einnig að allur fjarskiptabúnaður
og öryggiskerfi séu virk og verði
ekki fyrir truflun á þessum tíma-
mótum. Gera breytingar eða lag-
færingar þar sem þess er þörf.
Samstarfsaðilar
Tryggja þarf rekstraröryggi
með því að fyrirbyggja mögulega
truflun á tölvukerfum og tölvu-
tengingum við önnur fyrirtæki
vegna ársins 2000. Kerfi geta trufl-
ast af gölluðum upplýsingum frá
þriðja aðila. Með kerfisbundnurn^
hætti þarf að kanna virkni tölvu-
búnaðar allra helstu samstarfsaðila
m.t.t. ársins 2000.
Aðföng
Lágmarka truflanir á rekstri af
völdum birgja sem ekki geta staðið
við fyrírfram gefín loforð um af-
hendingu á vöru eða þjónustu.
Greina þarf hvaða þættir starfsem-
innar eru viðkvæmir fyrir og háðir
aðfóngum. Fá þarf staðfestingu frá
helstu birgjum um stöðu þeirra og
aðgerðir vegna ársins 2000. Einnig
þarf að móta aðgerðir sem grípa
þarf til bregðist mildlvæg aðföng
til fyrirtækisins.
Síma- og gagnasamskipti
Tryggja virkni allra síma og
gagnasamskipta hjá fýrirtækjum
árið 2000. Raða þarf samskiptaleið-
unum upp í mikilvægisröð og
greina veiku hlekkina í hverri fyrir
sig. Móta þarf aðgerðarplan til að
styðjast við ef eitthvað gefur sig.
Hefjist handa - vaknið!
Viðfangsefnið er ekki tæknilega
flókið, það krefst aðeins góðrajý,
skipulagningar, tíma og peninga.
Það þarf ekki langan tíma til að
gera áætlanirnar og peningarnir
eru eflaust til, en tíminn er naumur
og verkefninu verður ekki frestað.
Stjómendur fyrirtækja bera
ábyrgðina fyrst og síðast. Þeir sem
ekki hafa hafið fyrirbyggjandi að-
gerðir taka áhættu varðandi rekst-
urinn, það getur orðið illmögulegt
að fá keypta þjónustu og aðstoð
tengda árinu 2000 þegar nær dreg-
ur aldamótum.
Höfundur er dcililnrstjóri hugbún-
aðarþróunai• Eimskips og nefhdar-
maður í 2000-nefnd fjármálaráðu-
neytis.
Gylfi
Hauksson
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1978-2.fl. 10.09.98 kr. 911.916,70
1979-2.fl. 15.09.98- 15.09.99 kr. 594.497,70
1986-l.fl.B 10.07.98 - 10.01.99 kr. 26.634,90**
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 27. júní 1998
SEÐLABANKIÍSLANDS