Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þriðja til- raunin til líffæra- flutninga New York. Daily Telegraph. DANIEL Canal, 13 ára banda- rískur drengur, gekkst í þriðja skipti í vikunni undir uppskurð þar sem grædd voru í hann magi, lifur, bris og smágarnir. Daniel, sem beið í fímm ár eftir fyrstu líffærunum, gekkst fyrst undir uppskurð í maí. Þá hafnaði hins vegar líkami hans líffærunum og því þurfti drengurinn að gangast undir aðra aðgerð hinn 2. júní síðast- liðinn. Að henni lokinni skemmdust svo líffærin eftir að lifrin gaf sig. Daniel þjáist af sjúkdómi sem gerir það að verkum að gamir hans snúast ósjálfrátt og loka þannig fyrir blóð- streymi til annarra líffæra. Læknar telja að hefði hann fengið nýjar smágamir fyrir fimm ámm hefði hann ekki þurft á öðmm líffæraflutning- um að halda. Susan McDougal flutt í stofu- fangelsi af heilsufarsástæðum Little Rock. Reuters. SUSAN McDougal, einn aðalþátt- takandinn í Whitewater-málinu svo- kallaða, var látin laus úr fangelsi á fimmtudag vegna veikinda. McDougal neitar að veita Kenneth Starr, sérstökum saksóknara, upp- lýsingai- um fjármál Bills Clintons forseta. George Howard, umdæmisdóm- ari í Bandaríkjunum, varð við beiðni verjenda McDougal um að milda refsingu hennar í þann tíma sem hún hefur þegar setið inni. Hann gaf henni þó fyrirmæli um að dvelja í þrjá mánuði í stofufangelsi á heim- ili foreldra hennar í Ai-kansas. McDougal var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik í tengsl- um við Whitewater. Hún hafði áður verið dæmd í eins og hálfs árs varð- hald fyrir að neita Starr um upplýs- ingar. Hún og fyrrverandi eigin- maður hennar, James, voru sam- starfsfólk Bills og Hillary Clinton í Whitewater-byggingarfyrirtækinu, sem var upphaflega aðalatriðið í rannsókn Starrs. Reuters SUSAN McDougal yppti öxlum er hún var spurð að því hvað hún hygðist fyrir eftir að hún losnaði úr fangelsinu. Clinton, sem nú er í heimsókn í Kína, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af heilsufari McDougal og vonaði að þessi niðurstaða dómar- ans kæmi henni vel. Starr gaf á fimmtudag Lindu Tripp, vinkonu Monicu Lewinsky, fyrinnæli um að mæta fyrir rann- sóknarkviðdóm á þriðjudag og gera grein fyrir segulbandsupptökum sem hún gerði á laun. Upptökumar em af samtölum Tripp við Lewin- sky, sem segir frá meintu ástaræv- intýri sínu með Clinton. Starr hóf rannsókn á meintu misferli forset- ans í tengslum við samskipti hans við Lewinsky þegar Tripp gaf sig fram við hann og lagði fram um 20 klukkustunda langar segulbands- upptökur. Lewinsky hefur borið að hún hafi ekki átt í kynferðislegu sambandi við Clinton. Starr á nú í samningaviðræðum við lögmenn Lewinsky um að hún beri vitni gegn því að verða ekki sótt til saka fyrir meinsæri. mmm* Reuters UNGMENNI kveiktu í eftirlitsstöð lögreglu í borginni Tizi Ouzou í Alsír í gær. fjölgar frístundum • -'mmokf' • Verb frá 14.900 kr. • Afí 0,8 til 2,5 hestöfí Eigum hörkutæki fyrir erfiðustu aðstæðurnar Atök í Alsír í kjölfar morðs á söngvara Tizi Ouzou, Algeirsborg. Reutcrs MIKIL reiði ríkir í Alsír eftir að söngvarinn Lounes Matoub var myrtur þar í landi á fimmtudag. Yfirvöld segja Matoub, sem var 42 ára, hafa verið myrtan við vegatálma sem skæruliðar komu upp, en ungmenni sem þyrptust út á götur bæjarins Tizi Ouzou í gær taka skýringar stjómvalda ekki trúanlegar. Til átaka kom er lögregla reyndi að hafa hemil á allt að tvöþúsund ungmennum sem hrópuðu slagorð gegn stjórninni og grýttu opinberar byggingar. Matoub, sem var lýðræðissinni og svarinn andstæðingur ísl- amskra heittrúarmanna, hafði að mestu búið í Frakklandi frá því heittrúarmenn rændu honum og héldu í gíslingu í tvær vikur árið 1994. Eiginkona hans og tvær mágkonur særðust í árásinni. Þá varð öflug sprenging í mið- borg Algeirsborgar á fimmtu- dag. Sjónarvottar helda því fram að sprengingin hafi orðið vegna gasleka en yfirvöld segja orsakir hennar enn ókunnar. Einn maður særðist í sprengingunni, sem heyrðist um mestalla borgina, og kaffihús við helstu verslunargöt- una, Rue Didouche Mourad, ger- eyðilagðist. Þijár árásir i vikunni Sama dag og sprengingin varð greindu alsirsk yfirvöld frá því að 17 manns hefðu fallið og fimm særst í „lítilmannlegri árás skæruliða" á þorpið Hammar El- Hes í Saida-héraði. Árásin er að sögn yfirvalda þriðja árás skæru- liða á óbreytta borgara á einni viku. Talið er að rúmlega 260 manns hafi fallið í átökum stjórn- arhersins og íslamskra heittrúar- manna undanfarnar vikur en 65.000 manns eru taldir hafa fall- ið frá því stjórnvöld aflýstu kosn- ingum árið 1992. Kreppan í Rússlandi versnar Jeltsín af- lýsir ferð- um vegna ástandsins Moskvu. Reuters. KREPPAN á rússneska fjármála- markaðinum tók nýja dýfu í gær og tilkynnt var úr Kreml, að Borís Jeltsín forseti hefði aflýst ferðalög- um sem til hafði staðið að hann færi í, svo hann gæti einbeitt sér að því að taka á vandanum. Kauphallarsérfræðingar sögðu að lánið frá Alþjóðagjaldeyi’issjóðnum upp á 670 milljónir dollara, um 48 ma kr., sem samið var um á fimmtudag að sjóðurinn léti Rússlandsstjórn í té, væri einfaldlega of lítið til að geta dregið á sannfærandi hátt úr þeim þrýstingi sem er á mörkuðunum á verð hlutabréfa og gengi rúblunnar. Sögðu kauphallarmenn að nú væri þess beðið í ofvæni, hvernig viðræð- ur gengju um stórt viðbótarlán sem ríkisstjórnin hefði farið fram á frá IMF til að styðja við neyðarráðstaf- anir hennar í efnahagsmálum. Einnig mun það skipta miklu hvern- ig rússneska þingið, þar sem stjórn- arandstaðan ræður mestu, tekur á ráðstafanaáætlun stjórnarinnar, en þær umræður eru á dagskrá í næstu viku. ---------------- Spenna eykst í Gyuana Trinidad, Daily Telegraph. SPENNA hefur farið sívaxandi í Ge- orgetown, höfuðborg Guyana í Suð- ur-Ameríku, undanfarna daga og óttast menn að úlfúð milli kynþátta eigi enn eftir að vaxa haldi stjórnar- andstaðan fast við ásakanir sínar um að rangt hafi verið haft við í forseta- kosningum í desember síðastliðnum. Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsamanna stjórnarandstöð- unnar bæði á fimmtudag og fóstudag en stjórnarandstaðan, sem studdi Desmond Hoyte, leiðtoga fólks af afrískum uppruna, í forsetakosning- unum, hefur neitað að viðurkenna kjör Janet Jagan, 77 ára ekkju Cheddi Jagan, fyrrverandi þjóðhöfð- ingja, í embætti forseta. Niðurstöður endurtalningar voru birtar 2. júní síðastliðinn. 825 þúsund manns búa í Guyana, sem var bresk nýlenda fram til árs- ins 1966.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.