Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 26

Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 26
26 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þriðja til- raunin til líffæra- flutninga New York. Daily Telegraph. DANIEL Canal, 13 ára banda- rískur drengur, gekkst í þriðja skipti í vikunni undir uppskurð þar sem grædd voru í hann magi, lifur, bris og smágarnir. Daniel, sem beið í fímm ár eftir fyrstu líffærunum, gekkst fyrst undir uppskurð í maí. Þá hafnaði hins vegar líkami hans líffærunum og því þurfti drengurinn að gangast undir aðra aðgerð hinn 2. júní síðast- liðinn. Að henni lokinni skemmdust svo líffærin eftir að lifrin gaf sig. Daniel þjáist af sjúkdómi sem gerir það að verkum að gamir hans snúast ósjálfrátt og loka þannig fyrir blóð- streymi til annarra líffæra. Læknar telja að hefði hann fengið nýjar smágamir fyrir fimm ámm hefði hann ekki þurft á öðmm líffæraflutning- um að halda. Susan McDougal flutt í stofu- fangelsi af heilsufarsástæðum Little Rock. Reuters. SUSAN McDougal, einn aðalþátt- takandinn í Whitewater-málinu svo- kallaða, var látin laus úr fangelsi á fimmtudag vegna veikinda. McDougal neitar að veita Kenneth Starr, sérstökum saksóknara, upp- lýsingai- um fjármál Bills Clintons forseta. George Howard, umdæmisdóm- ari í Bandaríkjunum, varð við beiðni verjenda McDougal um að milda refsingu hennar í þann tíma sem hún hefur þegar setið inni. Hann gaf henni þó fyrirmæli um að dvelja í þrjá mánuði í stofufangelsi á heim- ili foreldra hennar í Ai-kansas. McDougal var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik í tengsl- um við Whitewater. Hún hafði áður verið dæmd í eins og hálfs árs varð- hald fyrir að neita Starr um upplýs- ingar. Hún og fyrrverandi eigin- maður hennar, James, voru sam- starfsfólk Bills og Hillary Clinton í Whitewater-byggingarfyrirtækinu, sem var upphaflega aðalatriðið í rannsókn Starrs. Reuters SUSAN McDougal yppti öxlum er hún var spurð að því hvað hún hygðist fyrir eftir að hún losnaði úr fangelsinu. Clinton, sem nú er í heimsókn í Kína, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af heilsufari McDougal og vonaði að þessi niðurstaða dómar- ans kæmi henni vel. Starr gaf á fimmtudag Lindu Tripp, vinkonu Monicu Lewinsky, fyrinnæli um að mæta fyrir rann- sóknarkviðdóm á þriðjudag og gera grein fyrir segulbandsupptökum sem hún gerði á laun. Upptökumar em af samtölum Tripp við Lewin- sky, sem segir frá meintu ástaræv- intýri sínu með Clinton. Starr hóf rannsókn á meintu misferli forset- ans í tengslum við samskipti hans við Lewinsky þegar Tripp gaf sig fram við hann og lagði fram um 20 klukkustunda langar segulbands- upptökur. Lewinsky hefur borið að hún hafi ekki átt í kynferðislegu sambandi við Clinton. Starr á nú í samningaviðræðum við lögmenn Lewinsky um að hún beri vitni gegn því að verða ekki sótt til saka fyrir meinsæri. mmm* Reuters UNGMENNI kveiktu í eftirlitsstöð lögreglu í borginni Tizi Ouzou í Alsír í gær. fjölgar frístundum • -'mmokf' • Verb frá 14.900 kr. • Afí 0,8 til 2,5 hestöfí Eigum hörkutæki fyrir erfiðustu aðstæðurnar Atök í Alsír í kjölfar morðs á söngvara Tizi Ouzou, Algeirsborg. Reutcrs MIKIL reiði ríkir í Alsír eftir að söngvarinn Lounes Matoub var myrtur þar í landi á fimmtudag. Yfirvöld segja Matoub, sem var 42 ára, hafa verið myrtan við vegatálma sem skæruliðar komu upp, en ungmenni sem þyrptust út á götur bæjarins Tizi Ouzou í gær taka skýringar stjómvalda ekki trúanlegar. Til átaka kom er lögregla reyndi að hafa hemil á allt að tvöþúsund ungmennum sem hrópuðu slagorð gegn stjórninni og grýttu opinberar byggingar. Matoub, sem var lýðræðissinni og svarinn andstæðingur ísl- amskra heittrúarmanna, hafði að mestu búið í Frakklandi frá því heittrúarmenn rændu honum og héldu í gíslingu í tvær vikur árið 1994. Eiginkona hans og tvær mágkonur særðust í árásinni. Þá varð öflug sprenging í mið- borg Algeirsborgar á fimmtu- dag. Sjónarvottar helda því fram að sprengingin hafi orðið vegna gasleka en yfirvöld segja orsakir hennar enn ókunnar. Einn maður særðist í sprengingunni, sem heyrðist um mestalla borgina, og kaffihús við helstu verslunargöt- una, Rue Didouche Mourad, ger- eyðilagðist. Þijár árásir i vikunni Sama dag og sprengingin varð greindu alsirsk yfirvöld frá því að 17 manns hefðu fallið og fimm særst í „lítilmannlegri árás skæruliða" á þorpið Hammar El- Hes í Saida-héraði. Árásin er að sögn yfirvalda þriðja árás skæru- liða á óbreytta borgara á einni viku. Talið er að rúmlega 260 manns hafi fallið í átökum stjórn- arhersins og íslamskra heittrúar- manna undanfarnar vikur en 65.000 manns eru taldir hafa fall- ið frá því stjórnvöld aflýstu kosn- ingum árið 1992. Kreppan í Rússlandi versnar Jeltsín af- lýsir ferð- um vegna ástandsins Moskvu. Reuters. KREPPAN á rússneska fjármála- markaðinum tók nýja dýfu í gær og tilkynnt var úr Kreml, að Borís Jeltsín forseti hefði aflýst ferðalög- um sem til hafði staðið að hann færi í, svo hann gæti einbeitt sér að því að taka á vandanum. Kauphallarsérfræðingar sögðu að lánið frá Alþjóðagjaldeyi’issjóðnum upp á 670 milljónir dollara, um 48 ma kr., sem samið var um á fimmtudag að sjóðurinn léti Rússlandsstjórn í té, væri einfaldlega of lítið til að geta dregið á sannfærandi hátt úr þeim þrýstingi sem er á mörkuðunum á verð hlutabréfa og gengi rúblunnar. Sögðu kauphallarmenn að nú væri þess beðið í ofvæni, hvernig viðræð- ur gengju um stórt viðbótarlán sem ríkisstjórnin hefði farið fram á frá IMF til að styðja við neyðarráðstaf- anir hennar í efnahagsmálum. Einnig mun það skipta miklu hvern- ig rússneska þingið, þar sem stjórn- arandstaðan ræður mestu, tekur á ráðstafanaáætlun stjórnarinnar, en þær umræður eru á dagskrá í næstu viku. ---------------- Spenna eykst í Gyuana Trinidad, Daily Telegraph. SPENNA hefur farið sívaxandi í Ge- orgetown, höfuðborg Guyana í Suð- ur-Ameríku, undanfarna daga og óttast menn að úlfúð milli kynþátta eigi enn eftir að vaxa haldi stjórnar- andstaðan fast við ásakanir sínar um að rangt hafi verið haft við í forseta- kosningum í desember síðastliðnum. Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsamanna stjórnarandstöð- unnar bæði á fimmtudag og fóstudag en stjórnarandstaðan, sem studdi Desmond Hoyte, leiðtoga fólks af afrískum uppruna, í forsetakosning- unum, hefur neitað að viðurkenna kjör Janet Jagan, 77 ára ekkju Cheddi Jagan, fyrrverandi þjóðhöfð- ingja, í embætti forseta. Niðurstöður endurtalningar voru birtar 2. júní síðastliðinn. 825 þúsund manns búa í Guyana, sem var bresk nýlenda fram til árs- ins 1966.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.