Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Varnarefni í ávöxtum og grænmeti Hlutfall sýna yfír hámarksgildum hefur hækkað Á ÞESSU ári er áætlað að taka um 400 sýni af grænmeti og ávöxtum í vamarefnamælingu en Hollustuvernd ríkisins tekur sýni til slíkra mælinga í hverri viku, bæði innlend og erlend. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfí Hollustuverndar og þar kemur fram að það sem af er ári hafi um 5,5% sýna far- ið yfír hámarksgildi sem er frekar hátt hlutfall miðað við undanfarin ár. I fréttabréfínu er ennfremur skýrt frá því að skimað sé fyr- ir 41 vamarefni sem fellur undir skordýraeitur, sveppalyf eða illgresiseyði. Sýnin em tekin hjá 5 stærstu dreifendum á landinu. Sala stöðv- uð eða vör- unni fargað Soffía G. Magnúsdóttir mat- vælafræðingur hjá Hollustu- vemd ríkisins segir að mælist sýni yfir hámarksgildum sé var- an tekin úr sölu og annað sýni tekið til að staðfesta fyrri niður- stöður. Séu þau sýni einnig yfír hámarksgildum er gripið til þess að farga vöranni. Þegar Soffía er beðin að nefna dæmi um vörar sem greinst hafi yfír hámarksgildum að undanförnu nefnir hún að appelsínur hafi greinst með of mikið magn af sveppalyfjum svo og sellerí og íssalat (iceberg). Þá hefur ill- gresiseyðir mælst yf- ir há- marks- gildi í bökunar- kartöflum. Skolið ávextina úr volgu vatni .Vamarefni era notuð við ræktun matvæla s.s. ávaxta, grænmetis og komvöru til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgres- is, skordýra og annarra mein- dýra.“ Þegar hún er spurð hvort al- gengara sé að þessi efni mælist yfir hármarksgildi í einni tegund ávaxta eða grænmetis frekar en annarri segir hún að algengara sé að fínna vamarefni í ávöxtum og þá fyrst og fremst í sítrasá- vöxtum. „Efnin era þá aðallega í berki ávaxtanna og ef fólk þvær þá alltaf vel uppúr volgu vatni má ná töluverðu af þeim burtu.“ Morgunblaðið/Arnaldur Kröfur til barnabflstóla í reglugerð Barnabflstólar þurfa að vera E-merktir í NÝÚTKOMNUM breytingum á reglugerð um gerð og búnað öku- tækja eru í fyrsta sinn skilgreindar kröfur til barnabflstóla sem notaðir era hér á landi. Um árabil hafa verið ákvæði í umferðarlögum um að börn yngri en 6 ára skuli í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti nota barna- bflstól, beltispúða eða annan sér- stakan öryggis- og verndunarbúnað ætlaðan bömum. Bergur Helgason hjá Aðalskoðun hf. segir að nánari kröfur til bama- bflstóla hafí vantað þó að flestir stól- ar á markaðnum hafi uppfyllt evr- ópska eða bandaríska öryggisstaðla. „í 24. gi-ein reglugerðar um gerð og búnað ökutækja segir nú: „Barnabflstóll skal vera viður- kenndur og E-merktur samkvæmt ECE reglum nr. 44.03 eða viður- kenndur samkvæmt viðeigandi FMVSS stöðlum. ECE reglurnar eru evrópskar, FMVSS bandarísk- ar og CMVSS kanadískar. Akvæðin um viðurkenningu og merkingu gilda um barnabflstóla sem teknir era í notkun eftir 1. september á þessu ári. Það er ólöglegt að flytja inn eða selja aðra barnabflstóla en þá sem era með E-merkingu eftir 1. sept- ember og neytendur geta veitt að- hald með því að fylgjast með því að bflstólarnir séu með viðurkenndum merkingum." Bergur bendir á að í skoðunar- reglum stjórnvalda sem bílar eru skoðaðir eftir séu ekki ákvæði um skoðun barnabílstóla við skyldu- bundna skoðun. „Nokkuð algengt er að fólk leiti álits skoðunar- manna á því hvort barnastólar í bílum þeirra séu rétt festir í bíl- inn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort skoðunarreglum verði breytt í kjöl- far gildistöku reglnanna 1. septem- ber en það mun koma í ljós er líður á árið.“ Diskarekki Tiiuaiið í sumarDústaðinn! Diskaskápur stóriæKKað uerð Antíh, húsgögn og spennandi gjatauara Karl Kvaran Höfiim hengt upp nokkur glæsiverk eftir Karl Kvaran. TiJ sýnis oe sölu Síðumúla 34 Sími 581 1000 >ið laugardag kl. 12-16 y sunnudag kl. 14-17 Aðeins um neioina! Giæsiiegt sumarupphofl Eftir hvern er þessi mynd sem seld verður á sumaruppboðinu? Svar berist til Gallerí Borgar, nterkt Sumar/eikur, fyrir 3. júlí. VINNINGAR 1. Sælulykill á Hótcl Örk 2. Úttekt í Gallerí Borg kr. 15.000 3. Úttekt í Gallcrí Borg kr. 10.000 Þessi mynd eftir Jóhann Briem verður seld á sumaruppboðinu. Getum enn bætt við nokkrum mynduni. Nýtt kaffíhús Franskar kökur við höfnina NÝTT kaffihtís hefur verið opn- að í Tryggvagötu 14 og ber það nafnið La Cafet de France. Eins og nafnið gefur til kynna svífur franskur andi yfir vötnum, en eigandi kaffihússins, Beatrice Guido, er frönsk og hefur búið á Islandi í sextán ár. Beatrice hefur ásamt eigin- manni sínum, John Sewell, rekið verslunina La Baguette í Glæsi- bæ, sem selur frosin brauð og kökur frá fyrirtækinu Les Grands Moulins de Paris í Frakk- landi, ásamt bökum frá enska fyrirtækinu Butcher & Baker. I nýja kaffihúsinu er bæði hægt að kaupa vörurnar úr frysti og baka sjálfur heima eða setjast niður með kaffíbolla og bragða á krás- unum. Bakkelsi og brauð Hægt er að gæða sér á ýmsu hjá Beatrice. Mikið úrval er af alls kyns smjördeigsbrauðum með fyllingum svo sem brauð með skinku og osti, spínati, sveppum og beikoni svo fátt eitt sé nefnt. Brauðin eru borin fram með salati og frönskum kartöfl- i Tryg’gvag’ötu Morgunblaðið/Árni BEATRICE með sýnishorn af veitingum staðarins. um. Einnig er hægt að fá frönsk langbrauð með margs konar áleggi, langbrauð með pylsu, hamborgara og enskar bökur með kjötfyllingum. Af sætabrauðinu er mikið úr- val og auðvitað eru þekktustu sætabrauð franskra eins og súkkulaðibrauð og rúsínusnúðar á boðstólum, en einnig tartalett- ur með vanillukremi og ávöxtum í miklu úrvali. Kaffíhúsið tekur 26 gesti, og opið er alla virka daga frá kl. 12-18 og á laugardögum frá kl. 14-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.