Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 42
-j42 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kvótakerfið - Hvaðan kemur gróðinn? 7. JÚNÍ sl. birti Mbl. viðtal við dr. Sigfús A. Schopka fískifræðing, „Þorskstofninn á upp- leið“. Með því viðtali birtist línurit, „Veiði- stofn þorsksins við Is- land 1930-’98“, sem sýnir að úr hámarki, 3 milljón- um tonna, árið 1930 fell- \ ur stofninn niður í 1/6 eða hálfa milljón tonna ‘93/’94. Ástand þork- stofnsins var orðið slíkt að einungis algjört hrun var framundan, eins og gerðist síðar Nýfundnalandsmiðum, þar sem hætta varð þorskveiðum algjörlega og ekki hefur verið hægt að hefja þær aftur enn þann dag í dag. Ekk- ert virtist geta bjargað okkur annað en kraftaverk. Og kraftaverkið gerð- ist. Kvótakerfíð, merkasta uppgötvun íslendinga að mati Rögnvaldar Hannessonar, var lögfest. Hvað er það, sem gerðist í raun og veru? - Menn breyttu um hugsunarhátt. Menn settu nýjar reglur. Það var allt og sumt. Að standa rétt að verki eða nálgast hlutina úr réttri átt skiptir oft sköpum. Við höfum ótal dæmi um slíkt úr mannkynssögunni. Allt var til áður en Watt fann upp gufuvélina. Eldur, kol, vatn, gufa og málmar. Watt breytti þessu á nýjan hátt, sem olli iðnbyltingunni. Ég vO til gamans endur- segja dálitla dæmisögu um það hvernig ný nálg- un getur gjörbreytt því, sem áður var. Vinur minn Pétur Pétursson, fyrrv. út- varpsþulur og menning- arfrömuður, sagði mér söguna, sem er svona: ,Auðugur maður and- aðist og lét _ eftir sig erfðaskrá. I erfða- skránni tilnefndi hann tvo unga menn, sem væntanlega erfingja sína. Aðeins annar þeirra átti að erfa öll auðæfin og til að skera úr því hvor hreppti hnossið áttu hinir tilnefndu erfingjar að keppa um arf- inn. Keppendumir áttu að ríða ákveðna leið hvor á sínum hesti og sá sem átti þann hest er kæmi seinna á leiðarenda skyldi hljóta arfinn. Ungu mennirnir, sem áttu aðeins gæðinga, hófu nú „keppnina". Gæðingamir liðu nú mikla önn fyrir reiðmennsku knapa sinna, sem gerðu allt sem þeir máttu til að hindra þá í að komast úr sporunum, því mikið var í húfi. Öld- ung nokkurn bar þar að sem riddar- amir ungu hömuðust við að halda aftur af gæðingum sínum. Öldungur- inn virti þetta undarlega reiðslag ungu mannanna fyrir sér í forundrun dágóða stund. Þar kom að hann gat ekki lengur orða bundist og spurði knapana hverju þetta undarlega háttalag sætti. Þeir sögðu honum eins og vai-. Öld- ungurinn varð nú mjög hugsi drykk- langa stund, en skyndilega hrópaði hann upp. „Já, en því skiptið þið bara ekki um hesta?“ Þetta þótti ungu mönnunum þjóð- ráð og höfðu óðai-a hestaskipti og þustu í burtu eins hratt og þeii' mögulega gátu keyrt gæðinga sína. Kvótahagnaðurinn kemur ekki gefíns á silfurfati, segir Jóhann J. Ólafsson í annarri grein sinni, heldur myndast hann fyrst og fremst í rekstri sjávar- útvegsins sjálfs. Ekki segir sagan hvor þeirra hreppti arfinn en úrslitin fengust mun fyrr en með fyrri aðferðinni. - Þessi litla dæmisaga segir glögglega að rétt að- ferð skiptir öllu máli. Þegar ég varð formaður Verzlun- arráðs Islands árið 1986 var það trú sumra að búið væri að sjúga allt blóð Jóhann J. Ólafsson ISLEIVSKT MAL Smáræði um nokkrar samsetningar af Guð(i) 1-2) Guðanna og Guðbjarni. I Heynesi í Innra-Akraneshreppi í Borgarfjarðarsýslu bjuggu um og fyrir miðja síðustu öld hjónin Guðrún Sigmundsdóttir og Bjarni Helgason. Móðir Guðrúnar hét Anna. Þeim fæddist sonur sem látinn var heita Guðbjarni eftir foreldrunum. Hann var fyrstur síns nafns. Allmiklu síðar fæddist í Hey- nesi mær sem skírð var með hlið- sjón af móðurnafni húsbóndans Guðanna. Hún virðist ekki hafa eignast nöfnu. En nafnið Guð- bjami lifir og urðu víst flestir 1910 (níu alls). Þeir eru að vísu litlu færri í þjóðskránni nú. 3) Guðarnleif. Virðist vera staknefni. Ein kona bar þetta nafn 1910, fædd í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. 4) Guðbet. Árið 1843 fæddist mær í Fíflholtum í Staðarhrauns- sókn í Mýrasýslu. Foreldrar hennar hétu Jón Guðnason og Elísbet Jónsdóttir. Mærin fékk nafnið Guðbet og varð þrítug. Hún virðist ekki hafa eignast nöfnu. 5) Guðbil hét ein kona 1855 í Mýrasýslu. Þetta virðist staknefni, líklega orðið til úr t.d. Guðmundur og Marsibil. 6) Guðbjartur er gömul sam- setning. Það kemur fyrir hérlend- is í fornbréfi frá 14. öld og í nafna- tali sr. Odds á Reynivöllum. Eng- inn er þó Guðbjartur í manntölun- um 1703 og 1801. En 1845 eru þeir allt í einu orðnir átta, sex í Barða- strandarsýslu og tveir í ísafjarð- arsýslu, allir innan við tvítugt, og elstir tveir 18 ára Barðstrending- ar. Nafninu vegnaði vel, einkum á Vestfjörðum. Árið 1855 eru 14 á öllu landinu, sex í hvorri áður- nefndra sýslna. Árið 1901 eru Guðbjartar orðn- ir 84, 35 þeirra fæddir í Isaf. og 27 í Barð. Nú eru í þjóðskránni vel á annað hundrað. 7) Guðbjört er ung samsetning, Umsjónarmaður Gísli Jónsson 959. þáttur en auðvitað þurfti stundum að skíra í höfuðið á Guðbjarti, og af sjálfu leiðir þá helst á Vestfjörð- um. Nafnið Guðbjört sést fyrst í aðalmanntali 1910, eru þá sjö og fjórar þeirra fæddar í Barða- strandarsýslu. Þeim hefur fjölgað nokkuð, en eru þó ekki nema rúm- lega 20. 8) Guðbjörn er fomt í Noregi, en dæmi um nafnið hérlendis eru ekki eldri en frá 19. öld. Árið 1835 var Guðbjörn Kristjánsson eins árs tökubarn á Brattavöllum í Þorvaldsdal í Eyjafjarðarsýslu. Þessu nafni hefur vegnað vel. Það tók undir sig stökk á seinni hluta 19. aldar og nú heita því talsvert á þriðja hundrað manns. 9) Guðfriður Ólafsson var eins árs í Seglbúðum í Vestur-Skafta- fellssýslu 1845. Þetta mun vera staknefni, en mörg nöfn önnur em nauðalík. 10) Guðjóný hefur sjálfsagt ver- ið skírð eftir Guðjóni, en um það nafn hef ég ýtarlega ritað áður í þessum þáttum. Ein Guðjóný var í Skaftafellssýslu 1855, og nafnið sést ekki tíðara. 11) Guðmey. Þuríður Guðmey Guðmundsdóttir fæddist í Hjarð- arholti í Dölum 1893. Hún virðist ekki hafa eignast nöfnu. 12) Guðmon. Væntanlega sett saman úr Guðrún og Símon. Einn var í Strandasýslu 1910, en aðrir hafa ekki fundist. 13) Guðnýr, sjálfsagt dregið af Guðný, sbr. Oddnýr og Dagnýr t.d. Nafnið kemur fyrst fyrir í að- almanntali í Gullbr.- og Kjós., árið 1910. Það lifði fram eftir þessari öld, en virðist nú horfið. 14) Guðrúnn. Ágúst Guðrúnn Einarsson fæddist í október 1936. Þetta mætti vera staknefni. Það er auðvitað betri kostur að skíra Rúnar eftir Guðrúnu, svo margar þeirra sem voru nefndar Rúna. 15) Guðsveinn er síðari tíma samsetning. Einn var í manntal- inu 1910 í Gullbr.- og Kjós. Nú finnast ekki dæmi nafnsins. 16) Guðveigur er víst dregið af kvengerðinni Guðveig. Guðveigur Þorláksson fæddist á Smyrla- björgum í Skaftafellssýslu 1906. Nafnið er ekki dautt, og var leyft með úrskurði Mannanafnanefndar 1993. 17) Guðverður Ljósbjörg Guð- laugsdóttir fæddist í nóvember 1924 og mun vera upprunnin í Höskuldsstaðasókn í Austur-Hún. Hún var löngum nefnd Ljósbjörg, enda er síðari hluti nafnsins Guð- verður svolítið dularfullur, og þó, sjá Guðvarður. 18) Guðþór var einn í Snæfells- nessýslu 1910. Má vera að það hafi verið sá Guðþór Ólafsson sem fór til Vesturheims sjö ára 1902, en ekki er það ugglaust. Nafnið Guðþór lifír enn, örsjaldgæft. 19) Guðliði Halldór Hafliðason fæddist 1858 á Kothóli í Álftanes- hreppi á Mýrum. Móðir hans hét Guðrún. Ekki finn ég nafnið Guðliði annarstaðar. Nafnið er raargt, og mörg eru nöfn, mun þar seint kljáð á enda; ef menn leggja á þá lúmsku dröfn, ljóst er ei hvar þeir taka höfn, - ef þeir þá yfirleitt lenda. (Hér virðist Onomatus hafa gripið til sálmaháttar.) ★ Salómon sunnan kvað: Var í Miðhúsum frú Mikilfríð, svo manngóú og oftast nær blíð, og nú, þetta vorið, um það get ég borið, var þar alveg hreint einmunatíð. ★ Var og er Lágvaxin kona frá Kamerún keypti 60 kg af æðardún, og er hún datt oní hann, sagði maður við mann: Það var hérna kona, en hvar er hún? (Magnús Oskarsson) Auk þess samgleðst umsjónar- maður meistara sínum Halldóri Halldórssyni með verðuga viður- kenningu. úr sjávarútveginum og hann myndi ekki standa undir fi'ekari hagvexti hérlendis. Við ættum því ekki að fjár- festa meira í honum, en snúa okkur alfarið að öðrum atvinnugreinum. I Boston kynntist ég Roger Berkowitz, sem rekur þar stóra fiskvinnslu og mörg veitingahús, sem sérhæfa sig í fiskréttum eingöngu og hafa ekki undan. Roger skrifaði mjög athyglis- vei'ða ritgerð um fiskiðnaðinn. Dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor stóð fyrir fiskihagfræði í Háskóla ís- lands og hann var heiðursgestur Verzlunairáðs íslands á viðskipta- þingi þess. Eg var því mjög bjartsýnn á aukn- ingu framlegðar í sjávarútvegi er ég skrifaði grein í Morgunblaðið 30. september 1988, sem ég nefndi ,Auk- inn hagnaður af sjávarútvegi". Það er ekki hægt að kalla þann bata, sem orðið hefur í sjávai'útvegi síðastliðin 10 ár, annað en kraftaverk. En í hverju er þetta kraftaverk fólgið? Með kvótakerfinu var breytt um hugsunarhátt. I stað óhefti’ar sam- keppni um að ná sem mestum fiski upp úr sjónum með öllum þeim kostnaði, sem því fylgdi, var tak- markað með kvóta það magn, sem hver og einn mátti veiða. Kvótarnir voru setth' undh' reglur eignaiTéttar og gerðir framseljanlegir. Um leið var lejfilegt fiskimagn, sem veiða mátti, minnkað. Það var því ekki tek- ið neitt frá neinum nema útgerðai'- mönnunum sjálfum, sem máttu veiða minna magn en áður. Og kraftaverk- ið gerðist. Hagnaður stórjókst og verð á kvótum varð svo hátt að ýms- um varð um og ó. En hvað gerði vöxt- urinn? Ekki hækkar það verðið að veiða minna en áður. Einokunargróði segja menn. En jafhvel einokunar- gróði verður að koma einhvers staðar frá. Enginn greiðir hátt verð fyrir kvóta, nema hann eigi von á því að geta ávaxtað það fé, sem hann festir í slíkri fjárfestingu. En hvemig? Ekki myndast hagnaðurinn á miðunum, því veiðin er minni en áður, og ekki ráða íslenskir kvótaeigendur heims- markaðsverðinu, sem gildir um fiskafurðir. Hagnaðurinn myndast að mestu eftir að fiskinum er landað. Að vísu spai'ast olía og útgerðarkostnaðm1 er kapphlaupið á miðin, um að ná fyrst- ur í sem mest af fiski, hættir. í stað þess að auka hagnað með því að veiða meh-a og meira varð hagnaður ein- ungis aukinn með gífurlegri hagræð- ingu innan útgerðarfyrirtækjanna sjálfra. Einnig má nefna að á sama tíma var einkaréttur til útflutnings sjávar- afurða afnuminn. Þetta leiddi til þess að hvert fyrirtæki fyi'ir sig tók rnark- aðsmálin í sínar eigin hendur. Áður höfðu tvenn til fern sölusamtök séð um mest af markaðssetningu erlend- is. Eftir afnám einkaréttar til útflutn- ings varð algjör bylting í þessum efn- um. Eitt af því, sem veldur hækkun kvótaverðs um þessar mundir, er að ástand fiskistofnanna fer batnandi. Væri því öfugt farið myndi verð á kvótum fara lækkandi. Kvótahagnað- urinn kemur því ekki utan að, gefins á silfurfati, eins og sumir vilja halda fram, heldur myndast hann íyi-st og fremst í rekstri sjávarútvegsins sjálfs. En er nú komið að endamörkum í þessum efnum? Er hámarkshagnaði í sjávarútvegi náð? Ég tel svo ekki vera, en um það mun ég fjalla í næstu grein. Höfundur er stórkaupmaður. Sterkari saman - sameiginlegt framboð að ári ALLT FRA því að ég byrjaði að skipta mér af pólitík og verka- lýðsmálum fyrir um 25 árum hefur mér fundist félagshyggjufólk ala með sér þann draum að starfa saman í einni sterkri íylkingu sem gegnir lykilhlutverki við mótun réttlátrar jafnaðarstefnu og stjórnun íslensks þjóð- félags en sinnir ekki staifi hækju íhaldsins. Nú er loks útlit fyrir að sá draumur rætist. Ármann Ægir Eyðimerkurgöng- Magnússon unni er vonandi að ljúka og við um. blasir eftir kosningasigra víða í sveitarstjórnakosningunum að fé- lagshyggjufólk á Islandi gangi sameinað til þingkosninga næsta vor. Lykillinn að því er í höndum okkar í Alþýðubandalaginu og þann lykil skulum við nota. Mar- grét Frímannsdóttir fékk umboð okkar til að kanna möguleika á samstarfí við hina félagshyggju- flokkana og það umboð hefur hún notað vel. Á landsfundinum í byrj- un júlí er það okkar að taka ákvörðun um næstu skref. Ég skora á ykkur, félaga mína í Alþýðubandalaginu, að samþykkja sameiginlegt framboð enda liggur fyrir að samstaða muni nást um öll helstu málefni. Fylgjum glæsilegu fordæmi unga fólksins í Grósku sem hefur sýnt og sannað að ekk- ert annað en þröngsýni og íhalds- semi standa í veginum fyrir sam- stöðu vinstrimanna. Leggjum nið- ur vopnin og tökum höndum sam- an um að hnekkja óhugnanlegum tökum sérhagsmunanna á þjóðfé- laginu. Það er kominn tími til að skapa nýja hreyfingu vinstri- manna á íslandi til að leiða okkur inn í nýja öld. Hér í Hveragerði og á Selfossi hafa félags- hyggjuöflin starfað saman í einni fylkingu um langt árabil og í raun er um eina fylk- ingu að ræða en ekki bandalag nokkurra. Eftir það áralanga og farsæla samstarf kem- ur ekki annað til greina í mínum huga en að félagshyggjuöfl- in bjóði sameinuð fram í næstu þingkosning- Undirritaður á að baki áralangt starf innan verkalýðshreyfingar- innar og þar er okkar slagorð Eg skora á félaga mína í Alþýðubandalaginu, segir Ármann Ægir Magnússon, að sam- þykkja sameiginlegt framboð. sterkari saman og á vel við. Þar er ekki lengur að finna flokkadrætti milli A-flokkanna og menn úr báð- um flokkum sem ein heild. Ég er sannfærður um að við berum gæfu til að ná málefnalegri samstöðu og munum ná að bjóða sameiginlega fram til þings að ári. Við erum sterkari saman. Höfundur hefur setið íýmsum ráð- um, nefndum og stjómum fyrir Al- þýðubandalagið og verkaiýðshreyf- inguna. Vettvangur fólks í fasteignaleit zm www.mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.