Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Ábætisréttir úr rabarbara Allt grær í kringum okkur þessa blíðu sumar- daga, segir Kristín Gestsdóttir. UM DAGINN vorum við hjónin að reyta arfa í matjurtagarðin- um. Bóndi minn er nokkuð þunnhærður og hafði fluga sest á nokkur hár sem stóðu upp úr höfði hans. Skömmu síðar þegar ég leit yfir til hans var kónguló í óðaönn að spinna vef í kringum fluguna. Hún ætlaði greinilega að bæta úr hárleysinu. Þó ýms- ar aðferðir séu til að auka hár- vöxt hefi ég aldrei heyrt um þessa. En fleira vex en hár bónda míns, rabarbarinn bíður þess að verða nýttur í sultu, kökur, grauta og alls konar ábætisrétti. íslendingar eru ekkert mjög duglegir að nýta rabarbara, líklega er hann of auðveldur í ræktun. Hann Iætur ekki drepa sig og má sjá breiður af honum i yfírgefnum görðum. Víða erlendis er hann kærkom- inn á vorin og fyrri part sumars áður en ber og ávextir þroskast. Margir eru hræddir við oxal- sýru í rabarbara, en hún bindur kalkið í líkamanum. Hún er mis- mikil eftir tegundum, mjög lítil í rauðum rabarbara, en mest í þeim græna grófa. Við þurfum að borða mjög mikið af rabar- bara til að þetta valdi okkur skaða. Rabarbaratrifli handa 3-4 makrónukökur 3 msk. sherry, má sleppa 300 g rabarbari +1 dl sykur 3 eggjarauður + 2 msk. sykur 1 peli nýmjólk 2 tsk. maízenamjöl 'A tsk. vanilludropar 3 eggjahvítur + 3 msk. sykur saxaðar möndlur eða heslihnetur 1. Notið eldfasta flátbotna skál eða fat. Raðið makrónukökunum þétt á það, hellið sherry yfír með skeið. 2. Afhýðið rabarbarann og skerið í þunnar sneiðar, setjið í skál og sykurinn yfir. Hrærið saman en látið síðan bíða í 10 mínútur, setjið þá ofan á mak- rónukökurnar. 3. Setjið eggjarauður, sykur, maízenamjöl og vanilludropa í skál og þeytið saman með þeyt- ara. Setjið svolítið kalt vatn í eld- húsvaskinn. Hitið mjólkina að suðu, hellið þá ögn af henni út í eggjahræruna, hellið síðan öllu í pottinn og látið rétt sjóða upp. Skellið pottinum ofan í kalda vatnið í vaskinum, hrærið vel í og látið kólna örlítið, þá skilja eggin sig ekki. Hellið þessu yfir það sem er í skálinni. 4. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykri, setjið ofan á, stráið hnetum eða möndlum ofan á. Bakið í bakaraofni í 45 mínútur. Hiti 200° C, blástursofn 180° C. Berið fram heitt eða kalt með þeyttum rjóma eða ís. Þegar þetta kólnar fellur það saman. Brauðbúðingur með rabarbara og engi- feri handa 5 5 franskbrauðssneiðar 1 dl sykur 1 msk. smjör 400 g rabarbari + 1 dl sykur 2-3 bitar sultaður eða sykraður engifer (stem ginger) 3 egg + 2 msk. sykur rifinn börkur af 'k sítrónu 'k tsk. engiferduft 1. Skerið brauðsneiðarnar í bita á stærð við sykurmola. 2. Setjið sykur á pönnu og brúnið örlítið, minnkið hitann og setjið smjör saman við. Jafnið vel en brúnið síðan brauðteningana eins og þið væruð að brúna kart- öflur. Setjið á eldfast fat eða í 5 eldfastar smáskálar. 3. Saxið engiferbitana mjög smátt, bætið rabarbaranum í þunnum sneiðum út í og blandið sykri saman við. Látið bíða í 10 mínútur, hrærið vel saman. Setj- ið ofan á brauðbitana. 4. Hrærið egg og sykur sam- an, setjið rifinn sítrónubörk og engiferduft út í. Hellið yfir. Bak- ið í 20-30 mínútur. Hiti 200° C, blástursofn 180° C. Athugið: Sultaður engifer fæst víða í smákrukkum en sykraður í smábitum í heilsufæðisbúðum. Rabarbara/jarðar- berjahlaup handa 4-5. 200 g rabarbarl 200 g fersk jarðarber 1 pk. Toro jarðarberja- eða sítrónuhlaup 3 dl sjóðandi vatn (minna en stendur á bréfinu) 1. Afhýðið rabarbarann og skerið í sneiðar ásamt jarðar- berjum og sjóðið í vatninu í 3-5 mínútur, hellið á sigti. 2. Hrærið hlaupduftið út í safann, kælið að mestu en setjið þá rabarbara- og jarðarberja- sneiðarnar út í. Hellið í form og látið stífna í kæliskáp. Meðlæti: Þeyttur rjómi eða ís. I DAG VELVAKANDI Svarað í súna 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Seljavalla- sundlaug SL. FIMMTUDAG var frétt í Morgunblaðinu um að búið sé að loka sund- lauginni á Seljavöllum. Það á að banna fólki að fara í laugina, bent á slysahættu, því laugin sé án gæslu og vatn í henni geti verið heilsuspillandi. En ef þessi laug er heilsuspillandi er þá ekki laugin í Land- mannalaugum líka heilsu- spillandi? Þar fara útlend- ingar í bað þegar þeim dettur það í hug. Er það ekki líka mál sem heil- brigðisyfirvöld ættu að at- huga. Veit ég einnig að það eru margir staðir vítt og breitt um landið þar sem engin gæsla er; á þá ekki líka að loka þeim? Sundlaugargestur. Um hönnuð nýja jeppans í SAMBANDI við fréttir sem birtust um nýja jepp- ann, Extreamer, sem Steinn Sigurðsson hann- aði, var sagt að hann hefði smíðað fyrsta rafbílinn, sem var kallaður Rafsa, en þetta var ekki fyrsti bíllinn sem hann smíðaði, því ég man að þegar hann var krakki, ca. 10-12 ára, þeysti hann um allt á bíl sem hann hafði smíðað þá. Sólveig Pálmadóttir. Tapað/fundið Myndavél týndist LÍTIL myndavél í gráu hulstri týndist líklega á bílastæði við Lönguhh'ð 13 sl. sunnudag. Skilvis finn- andi hafi samband eftir helgi í síma 554 1913. Sundbolur tekinn í misgripum SUNDBOLUR var tekinn í misgripum í Sundlaug Reykjavíkur sl. þriðjudag. Sundbolurinn er mjög sér- stakur, svartur með skálmum, hvítum saumum og með tveimur vösum á mjöðmum ásamt rennilás. Skilvís finnandi skili boln- um í Sundlaug Reykjavík- ur. Fjólublátt fjallahjól týndist FJÓLUBLÁTT fjallahjól með hvítum hnakki og tónabjöllu hvarf frá Aust- urbæjarskóla sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið varir við hjóhð hafi samband í síma 898 4268, (Leikja- námskeið ÍTR). GSM-sími týndist GSM-sími af gerðinni Ericson 337 týndist á Reykjavíkursvæðinu fyrir u.þ.b. tveim vikum. Finn- andi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 567 0010. 10.000 kr. fundarlaun BLÁTT karlmannsfjalla- hjól týndist í Bankastræti sl. þriðjudag 24. júní. Það er af gerðinni Giant og jafnframt stendur á því Stonebreaker. Ef einhver hefur orðið var við svona hjól í reiðileysi í nágrenni sínu þá vinsamlega hringið í síma 552 2569 eða 5514335 og spyrjið um Óskar eða skiljið eftir skilaboð. Fundarlaun eru 10.000 kr. fyrir hjóhð óskemmt. Dýrahald Læða týndist í Hafnarfirði LÆÐA svört og hvít, með Ijós í rófunni týndist föstu- daginn í síðustu viku frá Fögrukinn. Hún er með bleika ól. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 565 1443. Kettlingur fæst gefins TIU vikna grábröndóttur högni óskar eftir heimili. Upplýsingar eftir helgi í síma 555 0125 eða Merkur- götu 3, Hafnarfirði. Kettlingar fást gefins FJÓRIR ketthngar fást gefins, einn er skógarkött- ur, mjög fallegur. Kassa- vanir. Upplýsingar í síma 554 1676 og 898 8103. ÚLFLJÓTSVATNSKIRKJA. Morgunblaðið/RAX. Víkverji skrifar... I^AUGLÝSINGUM birtast for- dómar auglýsendanna stundum berstrípaðir. Þannig auglýsing birt- ist í Morgunblaðinu á miðvikudag- inn. Verið var að auglýsa þvottavél- ar og í auglýsingunni segir ung kona: ,Amnia og mamma eru enn að nota sínar ... ég treysti þeim.“ Það er augljóst hvað auglýsandan- um finnst um hlutverk kynjanna á heimilinu; það eru bara konur sem nota þvottavélar. í sama blaði var auglýsing frá bókaforlagi um fræðslurit um getnað, meðgöngu og fæðingu. Tekið var fram að fjallað væri um efnið „bæði frá sjónarhóli móður og bams“. Nú vill svo til að Víkverji hefur lesið bókina, sem verið var að auglýsa, og veit að í henni er líka fjallað um efnið frá sjónarhóli fóðurins, þótt í stuttu máli sé, en væntanlega finnst bóka- forlaginu pabbinn ekki koma málinu við - eða hvað? XXX I^MIÐVIKUDAGSBLAÐINU var hins vegar þriðja auglýsingin, þar sem kvað við annan tón. Þar var verið að auglýsa hrærivél sem til- valda brúðargjöf. Tekið var fram að vélinni fylgdi ísaumuð svunta með nöfnum brúðhjónanna og brúð- kaupsdegi. Svo virðist sem innflytj- andi hrærivélanna geri ráð fyrir að hjónin muni bæði nota hrærivélina og verður það að teljast nokkuð nú- tímalegt viðhorf, miðað við hinar auglýsingamar tvær! xxx SÉRA Bragi Skúlason skrifar grein í Morgunblaðið á fimmtu- dag, þar sem hann veltir því fyrir sér hvers vegna sé ekki haldið upp á feðradag á Islandi, þótt mæðradag- urinn eigi sér langa hefð. Bragi tel- ur feðradaginn mikilvægari til þess að feður geti rætt saman um föður- hlutverkið og ábyrgð sína í samfé- laginu en sem tækifæri til að fá blóm eða gjafir og þar er Víkverji hjartanlega sammála honum. Hins vegar furðar Víkverji sig á því að íslendingar skuli ekki vera löngu famir að halda upp á feðradag fyrir tilstilli kaupmanna. Nú er til dæmis farið að halda upp á Valentínusar- dag (þótt fáir viti almennilega hver þessi Valentínus er), eingöngu vegna þess að kaupmenn tóku upp á því að auglýsa Valentínusardags- gjafir. XXX FEÐRADAGURINN var um síð- ustu helgi í enskumælandi lönd- um. Víkverji var staddur í Banda- ríkjunum í síðustu viku og þar fór ekki á milli mála að kaupmenn gera út á feðradaginn. Sjónvarp og blöð voru full af auglýsingum um feðra- dagsgjafír og á laugardaginn voru verzlanir fullar af konum og börn- um - og jafnvel fullorðnum karl- mönnum - í leit að feðradagsgjöf. Kannski verður feðradagur tekinn upp á íslandi að fmmkvæði kaup- mannastéttarinnar. Svo mikið er víst að auglýsingar, sem gera upp á milli kynjanna eins og þær tvær, sem nefndar voru hér í upphafi, ala ekki bara á gamaldags fordómum. Þær verða líka til þess að fyrirtæki missa viðskipti, vegna þess að þau reyna ekki að höfða til nema annars kynsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.