Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
142. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
flilutun í innan-
ríkismál Kína
Peking. Reuters.
DEILA um handtöku þriggja kín-
verskra andófsmanna virtist í gær
ætla að varpa skugga á fyrsta leið-
togafund Bandaríkjanna og Kína í
níu ár sem haldinn verður í Peking í
dag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
lét í ljós óánægju með handtökurn-
ar en kínversk stjórnvöld vísuðu
gagnrýninni á bug sem íhlutun í
innanríkismál Kína.
Clinton, sem hefur verið gagn-
rýndur í Bandaríkjunum fyrir að
sýna Kínverjum of mikla linkind,
sagði við blaðamenn að fréttir um
að þrír andófsmenn hefðu verið
handteknir bentu til þess að Kín-
verjar væru ekki á réttri braut í
mannréttindamálum. Samuel Berg-
er, þjóðaröryggisráðgjafí Banda-
ríkjanna, sagði að fréttirnar hefðu
komið forsetanum í uppnám og
hann hygðist ræða málið við Jiang
Zemin, forseta Kína, á fundi þeirra í
Peking í dag. James Sasser, sendi-
herra Bandaríkjanna, hefði lagt
fram formleg mótmæli en viðbrögð
Kínverja hefðu ekki verið „allskost-
ar fullnægjandi".
Tveir andófsmenn
Clinton fór til Peking í gær írá
Xian, þar sem níu daga heimsókn
forsetans hófst á fímmtudag.
Nokkrum klukkustundum áður en
Clinton hélt til höfuðborgarinnar
voru tveir andófsmannanna látnir
lausir. Fregnir hermdu að þriðji
andófsmaðurinn væri enn í haldi
lögreglunnar.
Stofnun kínverskra kaþólikka i
Bandaríkjunum skýrði ennfremur
frá því að kínversk yfirvöld hefðu
handtekið Julias Jia Zhiguo, biskup
sem starfað hefur leynilega í Hebei-
héraði.
Clinton neitaði því að handtök-
umar myndu grafa undan þeirri
stefnu hans að bæta samskiptin við
stjórnvöld í Kína. „Ein af ástæðum
þess að ég kom hingað var að ræða
bæði opinberlega og á lokuðum
fundum um mál sem varða frelsi
einstaklinga.“
■ Clinton hæIir/25
Reuters
FRANSKIR lögreglumenn liandtaka Englending sem kastaði flöskum
á Iögregluna nálægt knattspyrnuleikvanginum í Lens.
Lens. Reuters.
TIL átaka kom milli enskra knatt-
spyrnubullna og lögreglumanna fyr-
ir leik Englendinga og Kolumbíu-
manna á heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu í gærkvöldi. Englend-
ingar sigruðu 2:0 og leika við Arg-
entínumenn í 16 liða úrslitunum á
þriðjudag.
Tugþúsundir Englendinga voru í
Lens í norðurhluta Frakklands, þar
sem leikurinn fór fram, en flestir
þeirra voru án aðgöngumiða. Hart-
nær 100 Englendingar voru hand-
teknir í Calais í Frakklandi og
Ostend í Belgíu vegna óeirða eftir að
knattspyrnuáhugamennimir komu
þangað með ferjum á leið til Lens.
Um 150 drukknar knattspyrnu-
bullur gengu berserksgang í Ostend,
brutu rúður í verslunum og veitinga-
húsum og skemmdu tvo lögreglubíla.
Beitt var hundum og vatnsþrýsti-
byssum til að yfirbuga óeirðaseggina.
Um 1.300 lögreglumenn fylgdust
grannt með mannfjöldanum í Lens
og handtóku 30 óróaseggi. Lögregl-
an kvaðst staðráðin í að taka hart á
knattspymubullum til að koma í veg
fyrir frekari óeirðir. „Það er tíma-
bært að þessir menn fái verðskuld-
aða ráðningu,“ sagði Lionel Jospin,
forsætisráðherra Frakklands.
■ Glæsilegur sigur/Bl
SDLP fékk flest atkvæði á N-írlandi en UUP fleiri þingsæti
Bandaríkjamenn gagnrýna handtöku
kínverskra andófsmanna
Sakaðir um
Bullur í
berserks-
ham
David Trimble verður
líklega forsætisráðherra
Belfast. Morgunblaðið.
Reuters
JOHN Hume, leiðtogi SDLP, og kona hans, Pat, fagna sigri hans í
Foyle-kjördæmi, þar sem hann var kjörinn á nýja þingið á N-Irlandi.
leystir úr haldi
„Við erum andvíg því að erlend
ríki noti mannréttindamál sem
átyllu til íhlutunar í innanríkismál
Kína,“ sagði talsmaður kínverska
utanríkisráðuneytisins um gagnrýni
Bandaríkjamanna.
Kynferðisleg áreitni
Málshöfð-
un auð-
velduð
Washington. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj-
anna kvað í gær upp tvo úr-
skurði, sem taldir eru marka
tímamót og verða til þess að
auðvelda málshöfðun vegna
kynferðislegrar áreitni á vinnu-
stöðum.
Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu í tveimur málum að
vinnuveitendur gætu verið
ábyrgir að lögum fyrir kynferð-
islegri áreitni af hálfu starfs-
manna sinna.
Lögmenn Paulu Jones, sem
hefur sakað Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta um kynferðislega
áreitni, sögðu að niðurstaða
dómstólsins yki „stórlega" lík-
umar á því að áfrýjunardóm-
stóll hnekkti úrskurði alríkis-
dómara, sem hafði vísað máli
Jones frá án réttarhalda. Lög-
fræðingar Clintons sögðu hins
vegar að niðurstaða hæstarétt-
ar myndi ekki „grafa undan“
úrskurði alríkisdómarans þar
sem um ólík mál væri að ræða.
FLOKKUR hófsamra kaþólikka
(SDLP) fékk flest atkvæði í fyi'sta
sæti í þingkosningunum á N-íriandi
og er í fýrsta skipti orðinn stærstur
n-írsku stjómmálaflokkanna. John
Hume, leiðtogi flokksins, fagnaði
þessum tíðindum í gærkvöldi en
vegna flókins hlutfallskosningakerfis
var talið líklegt að Sambandsflokkur
Ulster (UUP) fengi samt sem áður
fleiri sæti á þinginu nýja sem kemur
saman í fyrsta sinn á miðvikudag. Er
því sennilegt að forsætisráðherra
komi úr röðum UUP. Flokkar hlynnt-
ir páskasamkomulaginu, sem sam-
þykkt var með 71% atkvæða i þjóðar-
atkvæðagreiðslu í maí, hlutu nú sam-
anlagt um 73% fylgi.
Andstæðingar páskasamkomu-
lagsins innan raða sambandssinna,
með stjórnmálaflokk Ians Paisley
(DUP) í fararbroddi, geta samt sem
áður talist nokkuð ánægðir með út-
komuna og leit allt út fyrir að þeir
fengju að minnsta kosti 25 sæti á
þinginu en fyrirfram var hins vegar
talið að þeir þyrftu fleiri en 30 tfl að
geta haft starfsemi þingsins í hendi
sér. Sinn Féin jók einnig fylgi sitt
frá fyrri kosningum.
Talning gekk hægt í gær og end-
anleg úrslit verða ekki kunn fyrr en
í dag eða jafnvel á morgun. Ljóst er
hins vegar að SDLP hlaut 22,0% at-
kvæða í fýrsta sæti, UUP 21,3%,
DUP 18,1%, Sinn Féin 17,6%, Alli-
ance 6,5% og aðrir flokkar saman-
lagt 14,5%.
Seint í gærkvöldi leit hins vegar
út fyrir að vegna kosningakerfisins,
þar sem máli skipti hvernig kjósend-
ur röðuðu flokkum niður, fengi UUP
29 sæti á þinginu, SDLP 24, DUP og
aðrir andstæðingar samkomulagsins
26, Sinn Féin 17, Alliance-flokkurinn
7 og aðrir flokkar minna.
Hume sakar Paisley
um fasisma
Ef þessar spár rætast munu UUP
og SDLP hljóta 4 menn hvor í sam-
stjórn kaþólskra og mótmælenda og
Sinn Féin og DUP 2 hver. Umdeilt
er hins vegar enn hvort Sinn Féin
eigi að fá að taka sæti sín í stjórn-
inni að svo stöddu, á meðan afvopn-
un IRA er ekki á döfinni. Frétta-
skýrendur telja í raun erfitt að
koma í veg fyrir það því ákvæði í
páskasamkomulaginu tryggi Sinn
Féin í raun þennan rétt.
DUP mun hins vegar berjast til
síðasta manns áður en flokkurinn
sættist á þetta og hyggst hefta störf
þingsins ef gerð verður tilraun til að
hleypa Sinn Féin í ríkisstjórn.
David Trimble, leiðtogi UUP,
sagðist í gær nokkuð ánægður með
útkomu flokks síns þrátt fyrir allt.
„Við horfum samt upp á töluverð
vandkvæði og sigur okkar var ekki
eins afgerandi og við hefðum kosið."
Ian Paisley, leiðtogi DUP, var víg-
reifur og sagði Trimble búinn að vera
sem forystumann í stjórnmálum á N-
Irlandi. „Þetta er góður dagur fyrir
N-írland því DUP hefur unnið sigra
hvarvetna um N-Irland.“
John Hume, leiðtogi SDLP, gagn-
rýndi Paisley hins vegar harðlega og
spurði hvort klerkurinn umdeildi
ætlaði nú að gerast fasisti og neita
að virða lýðræðislega niðurstöðu
kosninganna og gera tilraun til að
hefta störf þingsins. „Staðreyndin er
sú að íbúar N-írlands vilja sam-
vinnu. Það er kominn tími til að við
skiljum ofbeldi fortíðarinnar að baki
og horfum tfl bjartari framtíðar. Það
starf hefst nú.“
■ Margir þingmanna/24