Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Leyndarskjöl
afhent í Höfða
Batt vonir
við leið-
togafund
SKJÖL um leiðtogafund Reagans
og Gorbatsjovs sem haldinn var í
Reykjavík árið 1986 voru afhent
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarsljóra á laugardaginn. Day
Olin Mount, sendiherra Banda-
ríkjanna á Islandi, afhenti skjölin
í Höfða að viðstöddum Anatoh' S.
Zaytsev, sendiherra Rússlands á
Islandi.
Skjölunum var safnað saman af
Doug Bereuter, þingmanni
repúblikana í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings, sem ákvað að hefja
söfnunina eftir að hann heimsótti
Höfða í fyrra. Gögnin innihalda
margvíslegar upplýsingar um
undirbúning og árangur fundar-
ins. Þar er að fínna leyniskjöl frá
Hvíta húsinu þar sem bæði eru
lagðar línur fyrir fundinn og ár-
angurinn metinn að honum lokn-
um, auk ljósmynda frá fundinum,
aftrits af ræðu Reagans áður en
haldið var til fundarins og ávarps
hans til Þorsteins Pálssonar, þá-
verandi forsætisráðherra.
Mount sendiherra sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann teldi að
skjölin gæfú til kynna að Reagan
hefði bundið miklar vonir við fúnd-
inn og talið að á honum yrði hægt
að marka þáttaskil í kalda stríð-
inu. Hann hafí orðið fyrir miklum
persónulegum vonbrigðum þegar
hann hafi sóð tækifæri til að semja
um afgerandi niðurskurð á kjarna-
vopnum renna sér úr greipum og
það hafi sést við brottför hans.
„Nú þegar fræðimenn hafa lagt
mat á fundinn er niðurstaðan hins
vegar sú að Reagan hafi bundið
enda á kalda stríðið með því að
sýna styrk og fylgja eðlisávísun
sinni, en það vissi hann ekki þá,“
sagði sendiherrann.
Skjölin voru afhent í móttöku
sem borgarstjóri hélt af því tilefni
að ijögurra daga sagnfræðiráð-
stefnu um Norðurlöndin og kalda
stríðið var að Ijúka.
Stúlku á
sundi bjargað
LÖGREGLUMENN í flotgöllum
björguðu ungri stúlku sem lagst
hafði til sunds við Ánanaust að
morgni sunnudags. Aður höfðu
tvær vinkonur stúlkunnar gert til-
raun til að koma í veg fyrir sundið
en án árangurs. Stúlkan var flutt á
slysadeild tU aðhlynningar en hún
var orðin nokkuð köld og hrakin.
Engar skýringar eru varðandi til-
efni sundferðarinnar.
Sigurði Gizurarsyni
veitt lausn frá embætti
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að veita Sigurði Gizurar-
syni sýslumanni lausn frá embætti
sýslumanns á Akranesi frá 1. júlí
nk. með eftirlaunakjörum sem hon-
um voru boðin með bréfi ráðuneyt-
isins 6. apríl sl. Fram hefur komið
að Sigurður mun ekki taka við nýju
embætti sýslumanns Strandasýslu
1. júlí.
í fréttatilkynningu frá dóms-
málaráðuneytinu segir að þrátt
fyrir ákvörðun um flutning Sigurð-
ar í embætti sýslumanns á Hólma-
vík hafi ráðuneytið tilkynnt Sigurði
að allt fram til 1. júlí 1998 stæði
honum enn til boða lausn frá emb-
ætti sýslumanns á Akranesi með
lögmætum eftirlaunum í stað þess
að taka við sýslumannsembættinu.
Verða Sigurði greidd eftirlaun
frá 1. júlí skv. lögum um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins, sem
svari því að hann hefði látið af
störfum við 70 ára aldur.
Embættið laust til umsóknar
Einnig hefur verið ákveðið að
Ólafur Þór Hauksson, fráfarandi
sýslumaður á Hólmavík, sem tekur
við embætti sýslumanns á Akra-
nesi 1. júlí, verði settur sýslumaður
á Hólmavík til 19. júlí en frá 20. júlí
til 1. september nk. verður Áslaug
Þórarinsdóttir, deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, settur
sýslumaður á Hólmavík. Embættið
verður svo auglýst laust til um-
sóknar á næstu dögum frá og með
1. september nk.
Beðið með
útskriftir í
lengstu lög
MAGNÚS Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja-
víkur í Fossvogi, segir að beðið
verði í lengstu lög með að útskrifa
sjúklinga komi uppsagnir hjúkrun-
£uí*æðinga til framkvæmda.
Hann sagði að á sjúkrahúsinu í
Fossvogi hefðu stjórnendur
sjúkrahússins lengi reynt að stýra
innlögnum sjúklinga í því skyni að
búa starfsemina undir skerta þjón-
ustu í kjölfar uppsagnanna en um
70 sjúklingar verði útskrifaðir á
langlegudeildum. Hann sagði að
þótt uppsagnir myndu eitthvað
bitna á þjónustu á geðdeildinni í
Amarholti yrðu sjúklingar ekki út-
skrifaðir þaðan enda væri stofnun-
in nánast heimili þeirra.
í gær hittist stjóm sjúkrahúss
Reykjavíkur á fundi og einnig kom
samstarfsráð sjúkrahúsanna saman
til fundar. Á báðum fundum var far-
ið yfir stöðu mála í deilunni við
hjúkrunarfræðinga, að sögn Magn-
úsar, en ákvarðanir hefðu ekki verið
teknar enda virtist ekki annað í
valdi stjómenda eins og mál standa
nú en að undirbúa að uppsagnir taki
gildi.
Morgunblaðið/Golli
ÞÁTTTAKENDUR í fríðarhlaupi á síðustu metrunum.
RHK30%
IZMM2T78Ö"
Lærðu að
I F
Með bókinni fylgir stór
vpnnmvnH mpð mvnHnm af
Friðarhlaupi lokið
Kyndillinn
friðartákn
FRIDARHLAUPI lauk á Ingólfs-
torgi á sunnudaginn. Rúmiega
þúsund íslendingar tóku þátt í
hlaupinu í ár en friðarhlaup
hafa verið hlaupin annaðhvert
ár frá 1987. Hlaupahópur frá Sri
Chinmoy maraþonliðinu hijóp
allan hringinn en almenningur
um allt land tók þátt með því að
hlaupa hluta leiðarinnar. Séra
Helga Soffi'a Konráðsdóttir tók
við kyndlinum á Ingólfstorgi og
flutti nokkur orð. Markmiðið
með friðarhlaupinu er að
leggja áherslu á að friðurinn
byrjar innra með hverjum ein-
staklingi og kyndillinn er
friðartákn sem gengur frá
manni til manns. Friðarhlaupið
er alþjóðlegt og fer fram í 80
löndum.
Andlát
SIGURBJORN
ÞORBJÖRNSSON
SIGURBJÖRN Þor-
bjömsson, fyrrverandi
ríkisskattstjóri, lést á
Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur sunnudaginn 28. júní
sl. Sigurbjöm fæddist
18. nóvember 1921.
Foreldrar hans voru
hjónin Þorbjöm Þor-
steinsson, trésmíða-
meistari í Reykjavík,
og Sigríður María
Nikulásdóttir húsmóð-
ir.
Sigurbjöm lauk prófi
frá Verzlunarskóla ís-
lands árið 1942 og
kandídatsprófi í hag-
fræði frá University of
Minnesota í Bandaríkjunum 1946.
Sérgreinar hans voru bókhald, end-
urskoðun og skattamál. Sigurbjöm
starfaði m.a. við endurskoðun hjá
Arthur Anderson & Co í Minneapol-
is sumarið 1944 og á tekjuskattsdeild
skattstofu Minnesotafylkis sumarið
1945. Sigurbjöm var við verslunar-
störf í Reykjavík á árunum 1936-39,
hann var bókari hjá skattstofu
Reykjavíkur um tíma og fulltrúi þar
1947-51. Hann var aðalbókari Flug-
félags íslands á árunum 1952-1962
og var sldpaður ríkisskattstjóri frá
22. maí 1962. Sigurbjöm gegndi fjöl-
Sigurbjöra
Þorbjömsson
mörgum trúnaðarstörf-
um um ævina. Hann var
m.a. formaður ríkis-
skattanefiidar 1962-72,
fulitrúi íslands á fund-
um OECD um fjármál
og var formaður samn-
inganeftida af íslands
hálfu við gerð ýmissa
milliríkjasamninga um
skattamál. Sigurbjöm
átti sæti í ýmsum opin-
berum nefndum um
stjómsýslu og skatta-
mál, m.a. við endurskoð-
un á skattalöggjöfinni.
Hann var heiðursfé-
lagi í Beta Alpha Psi,
Honorary Accountants
Fratemity og Beta Gamma Sigma,
Honorary Business Administration
Fratemity. Sigurbjöm hlaut fjöl-
margar viðurkenningar fyrir störf
sín. Eftir hann liggja ýmis rit og
greinargerðir um skattamál.
Eftirlifandi eiginkona Sigur-
bjöms er Betty H. Þorbjörnsson
dóttir Lloyds E. Huffman höfuðs-
manns í Bandaríkjaher og Hazel
Hoag Hufftnann, yfirmanns ráðn-
ingarskrifstofu í Minneapolis. Sig-
urbjöm og Betty gengu í hjónaband
23. júní 1945. Eignuðust þau tvo
syni, Björn Þór og Markús.
Læknaráð Landspítalans skorar á deiluaðila að fínna lausn
N eyðarástand
frá fyrsta degi
LÆKNARÁÐ Landspítalans segir
að neyðarástand muni skapast strax
á fyrsta degi eftir að uppsagnir
hjúkrunarfræðinga á Landspítalan-
um taka gildi og segja að ástandið
verði sýnu verst á lyflækningadeild,
þar sem einungis verða 29 rúm laus
sem fyllst geta samdægurs, og á
geðdeild þar sem fjórum bráðadeild-
um af fimm verður lokað og útskrifa
verður tugi sjúklinga sem ekki em í
útskriftarhæfu ástandi. Þetta kom
fram á blaðamannafundi sem lækna-
ráðið boðaði til í gærkvöldi í tilefni af
uppsögnum hjúkmnarfræðinga á
Landspítalanum. Skorar ráðið á
stjóm spítalans og hjúkmnarfræð-
inga að leysa deiluna nú þegar.
Tryggvi Ásmundsson, formaður
læknaráðs, sagðist skelkaður yfir
ástandinu sem í vændum er og lýstu
þeir Oddur Fjalldal, forstöðulæknir
á svæfinga- og gjörgæsludeild, Ólaf-
ur Ævarsson, geðlæknir, og Kristján
Steinsson, sviðsstjóri lyflækninga-
sviðs og yfirlæknir á lyflækninga-
deild, einnig yfir áhyggjum af
ástandinu.
Ástandið mjög alvarlegt
Miklar truflanir hafa þegar orðið á
starfsemi sjúkrahússins og hver dag-
ur sem líður án þess að deilan leysist
mun valda miklum skaða, segir í yf-
irlýsingu læknaráðsins. Einnig er
fyrirséð að læknar muni verða
þvingaðir til að útskrifa sjúklinga
sem ekki em í útskriftarhæfu
ástandi.
Ástandið er þegar orðið mjög al-
varlegt, að mati læknaráðsins, enda
er löngu hætt að taka fólk inn af
biðlista og einungis bráðaaðgerðir
hafa forgang. Öllum skipulögðum
hjartaaðgerðum hefur verið frestað
og sjúklingar með illkynja sjúkdóma,
eins og krabbamein til dæmis, bíða
meðferðar. „Ýmsum rannsóknum og
meðferðum hefur verið frestað, sem
er mjög alvarlegur hlutur,“ segir
Kristján Steinsson.
Ólafur Ævarsson segir að ástandið
á geðdeild sé slæmt og þeir sjúkling-
ar sem ekki verður hægt að vista á
sjúkrahúsinu séu alls ekki í stakk
búnir til að útskrifast enda er enginn
lagður inn á bráðageðdeild nema rík
ástæða sé til, að sögn Ólafs.
Morgunblaðið/Golli
DAY Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, afhenti Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur gögn um leiðtogafund Reagans og Gorbat-
sjovs í Höfða árið 1986. Á milli þeirra er Anatolí S. Zaytsev, sendi-
herra Rússlands á íslandi.