Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikið um dýrðir á þjóðardegi fslendinga á heimssýningunni í Portúgal
Áhrifamikil sýning
og öllum til sóma
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra skoðar mikilfenglega sjávardýrasýningu. f sjávardýrasafninu eru
um 25 þúsund sædýr af ýmsum tegundum. Þar má sjá 60 fugla frá íslandi, m.a. lunda og langvfur frá Vest-
mannaeyjum, sem keppa þar við mörgæsir frá Chile um athygli gesta.
Lissabon. Morgunblaðið.
ÞAÐ var mikið um dýrðir þegar Is-
lendingar fógnuðu þjóðardegi sínum
í sól og hita í Lissabon síðastliðinn
laugardag. Allar þjóðirnar sem þátt
taka í heimssýningunni fá úthlutað
einum degi sem er hápunktur þátt-
töku þeirra í sýningunni.
Hátíðardagskráin hófst við komu
Björns Bjarnasonar menntamálaráð-
herra og konu hans, Rutar Ingólfs-
dóttir, á sýningarsvæðið í fylgd með
sendiherra Islands í Parfs, Sverri
Hauki Gunnlaugssyni. A móti þeim
tók sýningarstjóri heimssýningarinn-
ar, Torres Campos, ráðherra æðri
menntunar í Portúgal og skálastjóri
Portúgala. Fánar Islands og Portú-
gals voru hylltir við sýningarskála
Portúgals og þjóðsöngvar landanna
leiknir. Eftir stutta tónleika blásara-
kvintetts Reykjavíkur lá leiðin inn í
portúgalska skálann þar sem
menntamálaráðherra skrifaði í heið-
ursgestabók. Sýningarstjóri heims-
sýningarinnar hélt þá ræðu þar sem
hann fór fógrum orðum um íslenska
skálann, sem hann taldi gefa mjög
góða mynd af því sem land og þjóð
hafa upp á að bjóða. Bjöm Bjarnason
talaði meðal annars í ræðu sinni um
það góða samstarf sem verið hefur
milli íslendinga og Portúgala innan
fjölmargra alþjóðastofana.
Islenski skálinn getur sér
frægð vegna ísveggjarins
Að ræðuhöldum loknum voru skál-
ar Islands og Portúgals sóttir heim.
Skáli Portúgals er langstærstur og
glæsilegastur þeirra skála sem ein-
stakar þjóðir hafa sett upp. Þar er
meðal annars hægt að kynnast af-
rekum portúgalskra sjómanna á
miðöldum, viðureignum þeirra við
ógurlegustu sæskrýmsli og ferðum
þeirra til fjarlægra landa.
íslenski skálinn hefur getið sér
frægð innan sem utan sýningarsvæð-
isins vegna ísveggjarins, sem hylur
hluta af framhlið hans. Allir þeir
gestir sýningarinnar sem leið eiga
fram hjá nema þar staðar og kæla
hendur sínar og andlit, enda ekki
vanþörf á í hitanum sem er í Portúgal
um þessar mundir. í fremri hluta ís-
lenska salarins hefur verið komið
fyrir margmiðlunartölvum þar sem
gestir hafa aðgang að ítarlegum upp-
lýsingum um Island og Islendinga. A
stórum skjá eru sýndar myndir um
íslenska náttúru og menningu. Þegar
gengið er inni í rökkrið sem ríkir í
innri salnum gefur hins vegar á að
líta trébryggju og tjöm fyrir framan
hana. I salnum er sýnd kvikmynd um
náttúruundur íslands sem endur-
speglast í tjöminni fyrir framan.
Að loknum hádegisverði í boði
portúgalskra yfirvalda var sædýra-
safnið skoðað. I því em um 25 þús-
und sædýr af ýmsum tegundum.
Einkar glæsilegt var að sjá hve vel
hefur tekist til við að endurskapa að-
stæður fyrir dýrin og virtust íslensku
lundarnir og langvíurnar una sér hið
besta þrátt fyrir landflutninga, en
þau era fjölmennasta nýlenda Islend-
inga í Portúgal.
Mikill undirbúningnr
Mikill undirbúningur fór í þessa
dagskrá af hálfu íslendinga, jafnt
menntamálaráðuneytis sem lista-
manna. Laufey Guðjónsdóttir, deild-
arsérfræðingur hjá menntamála-
ráðuneytinu telur dagskrána hafa
heppnast með ólíkindum vel.
„Við fóram svolítið blint af stað,
þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem
ísland tekur þátt í svona sýningu.
Það er gaman að hafa náð svona mik-
illi breidd og vera svona ráðandi á
okkar degi. Það var ákveðið að vera
með viðamikla menningardagskrá
sem færi fram á öllum þeim sviðum
sem EXPO hefur upp á að bjóða,
þannig að það var ekki bara mikill
undirbúningur hjá okkur sem sáum
um skipulagningu, heldur líka fyrir
listamennina sjálfa. Almennt hefur
þetta þó gengið vonum framar.Við er-
um menningarþjóð og það kom í ljós.“
Kvölddagskráin hófst í
MS Hvítanesi
Dagskrá kvöldsins hófst með boði
um borð í MS Hvítanesi fyrir ráð-
herra og fylgdarlið hans, ræðismenn
íslands á Spáni og í Portúgal og
portúgalska viðskiptavini þeirra fyr-
irtækja sem styrkt hafa íslenska skál-
ann á heimssýningunni. Að því loknu
var haldið til kvöldverðar í boði sendi-
ráðsins í París. Klukkan 8.30 hófst
dagskrá íslensku listamannanna sem
átti sér stað á níu mismunandi svið-
um, víðs vegar um sýningarsvæðið.
Fyrstur á dagskrá var Blásara-
kvintett sem bauð upp á skemmti-
lega efnisskrá, sem innihélt m.a. ís-
lensk lög, við góðar undirtektir
áheyrenda. Tjarnarkvartettinn, sem
samanstendur af tveimur pöram úr
Svarfaðardalnum, söng „a capella"
og gerði rífandi lukku. Gerðu margir
hrifnir áheyrendur sér sérstaka ferð
í íslenska skálann daginn eftir til
þess að kaupa diskinn þeirra.
Kammersveit Reykjavíkur hélt
sína tónleika á sviði 5. Með þeim var
Signý Sverrisdóttir söngkona og
vakti dagskráin almenna hrifningu
áheyrenda enda mjög vel heppnuð,
lýsingin falleg og hópurinn glæsileg-
ur á sviði.
Skari Skrípó, öðra nafni Óskar
Jónasson, og glæst aðstoðarstúlka
hans, Abraka Eva María Jónsdóttir
deildu sviði með stórskemmtilegu at-
riði Arnar Arnasonar. Þeir félagar
fóru á kostum og náðu upp rífandi
stemmningu. Lófatak og hlátrasköll
heyrðust langar leiðir, enda örtröð
við sviðið hjá þeim.
Óperan Rhodymenia Palmata var
flutt í Julio Verne salnum í Camoes
leikhúsinu af Frú Emilíu undir leik-
Viðar Magnússon læknir var hætt kominn í bflveltu í Bosníu
Hélt við værum
búnir að vera“
VIÐAR Magnússon, fslenski lækn-
irinn sem komst lífs af úr bílveltu í
Bosni'u í síðustu viku, segir að
hann hafl haldið að þetta yrði sín
síðasta stund, en fjórir lifðu af og
tveir létu lífíð í slysinu.
Viðar starfar í íslensku heilsu-
gæslusveitinni í Bosníu og hefur
verið þar sl. þijá mánuði. Hann
var á leiðinni til þorpsins Sanski
Most í brynvörðum sjúkrabíl
ásamt félögum si'num í bresku
heilsugæslusveitinni, þegar slysið
átti sér stað.
„Við höfðum verið að sinna
heilsugæslustörfum í litlu þorpi í
fjöllunum í nágrenni við Sanski
Most og vorum rétt komin út fyr-
ir þorpið þegar skriðdrekinn fer
að sveigja til vinstri. Ég sat inni í
honum og áttaði mig ekki á því
hvað var að gerast fyrr en ég
heyrði rödd ökumannsins kalla
„ó nei“ í heyrnartólunum sem ég
var með. Þá fann ég hvernig við
hölluðumst enn meira til vinstri
en vissi ekki hvað var að gerast
af því að ég sá ekkert út. Þegar
ég áttaði mig á hallanum skorð-
aði ég mig vel af og hélt mér fast
í. Bíllinn hallaðist svo alltaf
meira og meira þangað til við
ultum og enduöum á
hvolfi.
„Bíllinn fylltist
af gufu“
Ég áttaði mig ekki
á því hvað hafði gerst
fyrr en vatn byrjaði
að flæða inn um lúg-
urnar á toppnum og
ég hugsaði með mér
að nú væri þetta búið.
Þá stöðvaðist vatns-
straumurinn, en við
sáum ekki neitt,
þarna var algert
myrkur. Bíllinn fyllt-
ist af gufu og maður
fann lykt af batteríssýru og olíu
þannig að kringumstæður voru
fremur óhugnanlegar.
Ég var svo heppinn að vera með
ferðavasaljós á mér og við erum
allir þeirrar skoðunar að það hafi
orðið okkur til lífs. Ég
kveikti á því og þá
náðum við að átta okk-
ur á kringumstæðum.
Þrír okkar grófu hinn
fjórða upp þar sem
hann lá undir kössum
og öðru dóti, en hina
tvo áttum við erfitt
með að ná sambandi
við.
Ég reyndi að ná
túlkinum upp, hélt
hann væri fastur undir
lausum lilutum eins og
hinn, en það gekk illa,
hann var alveg fastur.
Félagi minn fór strax
að reyna að opna hurðina sem er
hleri aftan á bílnum en það gekk
ekki mjög vel, hún sat alveg föst.
Ég var viss um að við værum búnir
að vera, við myndum kafna inni í
gufunni og brennisteininum þegar
við náðum loks að opna hurðina.
Ég hef aldrei verið jafn feginn að
sjá sólarglætu í lífi minu eins og
þá.“
Þakka fyrir að vera á lífi
Þegar þeir höfðu opnað hler-
ann á bifreiðinni áttuðu fjór-
menningarnir sig betur á ástand-
inu og sáu að hinir tveir voru
látnir. Báðir höfðu þeir kastast
hálfvegis út um lúgurnar fyrir of-
an þá, klemmst undir drekanum
og látist samstundis. Viðar hljóp
upp að þorpinu og var ekið niður
að herstöðinni í Sanski Most þar
sem hann lét vita af slysinu.
Hann sagði að orsakir slyssins
væru ókunnar, en taldi einna lík-
legast að bflstjórinn hefði misst
stjórn á bifreiðinni. Fjórmenn-
ingarnir sem komust lífs af voru
vel á sig komnir miðað við atvik-
ið, þeir mörðust lítillega, auk
þess sem einn er í frekari rann-
sóknum. Viðar sagði að enn væri
fremur þungt í mönnum eftir að
hafa misst tvo nána starfsfélaga
og þeir mættu þakka fyrir að
vera sjálfir á lífi. Hann reiknar
með að koma heim í lok septem-
ber.
Viðar Magnússon
stjórn Guðjóns Pedersen og með
tónlist Hjálmars Ragnarssonar.
Kammeróperan naut sín í þessari
umgjörð og sýningin kom alveg frá-
bærlega út, enda vora móttökur með
afbrigðum góðar.
Ormstunga var flutt á sviði 4, við
ákaflega erfiðar aðstæður. Leikhóp-
urinn flutti með kafla úr leikgerðinni
sem þau hafa unnið upp úr Gunn-
laugs sögu. Sviðið sem þau voru á
hentaði ekki mjög vel fyrir leiksýn-
ingu, en þau létu ekki deigan síga og
leystu það mjög hugvitssamlega.
Skemmtilegar andstæður vora á
milli síðustu atriðanna sem boðið var
upp á þetta kvöld. Annars vegar
sýndi þjóðdansarahópurinn Fiðrildin
frá Egilsstöðum íslenska þjóðdansa
með harmónikkuundirleik á
Promenade-sviðinu. Þau voru öll í ís-
lenskum búningum og settu mjög
þjóðlegan blæ á kvöldið. A hinn bóg-
inn var íslenski dansflokkurinn í An-
fiteatro da Doca með þrjú nútíma-
verk. Þéttskipað var í öll sæti og bið-
röð við innganginn, enda var tónlist-
in áhrifamikil og sýningin djörf,
glæsileg og mjög nútímaleg.
Áhrifamikið samspil vatns,
elds og Ijósa
Að lokinni dagskrá íslenskra lista-
manna var öllum íslenskum þátttak-
endum og skipuleggjendum boðið
upp á miðnætursnarl, á meðan
Acqua Matrix-sýningin stóð yfir. Um
var að ræða áhrifamikið samspil
vatns, elds og Ijósa og var það góður
endir á viðburðaríkum degi.
Hópur Islendinga vann að undir-
búningi þjóðardags Islendinga í
Lissabon. Meðal þeirra era Gestur
Bárðarson, skálastjóri íslands í
Portúgal, og Guðlaug Margeirsdótt-
ir, sem er hans hægri hönd í skálan-
um og var mikil hjálparhella Islend-
inga á þjóðardeginum.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
sendiherra íslands í París, var ákaf-
lega ánægður með gang mála á þjóð-
ardaginn. Hann kvað íslenska þátt-
takendur hafa haft bæði gagn og
ánægju af deginum. Allmargir við-
skiptaaðilar sem studdu íslenska
skálann, hafi notað tækifærið til þess
að hitta viðskiptavini sína í Portúgal
og hafi um 100 manns þegið þeirra
boð um borð í MS Hvítanesi.
„Móttaka Portúgala var glæsileg.
Athöfnin var mjög vel útfærð og þeir
gerðu allt vel og á skipulagðan hátt.
Hinir 100 íslensku listamenn og
tæknimenn stóðu sig með prýði og
vöktu óskipta athygli áhorfenda. Um
10.000 manns urðu aðnjótandi ís-
lenskrar hstar í mismunandi búningi
á níu sviðum um kvöldið. Skáli Is-
lands vekur almenna hrifningu og í
það heila var þessi þjóðardagur öll-
um til sóma og sýnir enn betur
hverju lítil þjóð getur áorkað við að
kynna sín hagsmunamál og staðið
við það jafnfætis stærstu aðildar-
þjóðum á EXPO ‘98,“ sagði Sverrir
Haukur.
Leiðrétting
A góðum
batavegi
MISTÖK urðu í Morgunblaðinu
á laugardaginn í umfjöllun um
ástandið á hjartadeild Land-
spítalans.
Þórhallur
Heimisson,
einn sjúkling-
anna sem tek-
inn var tali,
var sagður
með hjartabil-
un en rétt er
að Þórhallur
var lagður inn
á hjartadeildina vegna víras-
sýkingar í gollurhúsi, þ.e. vírus-
sýkingar í hjarta sem veldur
hjartaöng. Þórhallur er nú
kominn heim til sín og er á góð-
um batavegi. Þórhallur, fjöl-
skylda hans og vinir eru beðin
velvirðingar á þessum mistök-
um.