Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
NEI takk sr. Waage, það er kominn tími til að skipta um vopn.
Útskrift Stýrimannaskólans í Reykjavík
AFMÆLISÁRGANGAR sóttu útskriftarathöfnina og voru þar á meðal
Guðmundur Gústafsson skipstjóri, Örn Þór Þorbjörnsson skipstjóri,
Höfn, Hornafirði, Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri og útgerðarmaður,
Akureyri, og Árni Bjarnason skipstjóri, Akureyri, en 25 ár eru síðan
þeir útskrifuðust.
97 luku
skipstjórn-
arprófum
STÝRIMANNASKÓLANUM í
Reykjavík var slitið við hátíðlega
athöfn í hátíðarsal Sjómanna-
skólans þann 29. maí sl. að við-
stöddu fjölmenni. Á liðnu skóla-
ári luku 35 skipstjórnarprófi 1.
stigs, 32 luku skipstjórnarprófi 2.
stigs og 7 luku 3. stigs eða far-
mannaprófi og 23 luku 30 rúm-
lesta skipstjórnarnámi. Alls voru
það því 97 nemendur sem luku
námi. í skólaslitaræðu sinni
minntist Guðjón Ármann Eyjólfs-
son, skólameistari, drukknaðra
sjómanna en einnig minntist
hann sérstaklega á þá Pétur Sig-
urðsson, fyrrverandi forstjóra
Landhelgisgæslunnar, og Hall-
dórs Laxness sem báðir önduðust
8. febrúar sl. og voru velgjörðar-
menn skólans.
Margskonar námskeið
í Stýrimannaskólanum fóru
einnig fram fjölmörg námskeið.
Meðal þeirra voru haldin 13 nám-
skeið í nýja neyðar- og öryggis-
Qarskiptakerfinu GMDSS og 19
einstaklingar luku námskeiðum í
siglingum með tölvuratsjá eða
siglingahermi. Samtals voru á
skólaárinu gefin út 132 skírteini
til starfandi skipstjórnarmanna
sem sóttu styttri námskeið.
Hæstu einkunnir
Hæstu _einkunn á 1. stigi hlutu
Magnús Örn Einarsson, Þorláks-
höfn, 8,95, Magnús Þorgeirsson,
ísafirði, 8,52, og Stefán Péturs-
son, Kópavogi, 8,30. Á 2. stigi
hlutu Valgeir Hilmarsson, Rauf-
arhöfn, 8,89, Bergþór Bjarnason,
Húsavik, 8,64, og Jóhann Svein-
björn Gíslason, 8,61. Á 3. stigi
hlaut Valgeir Jóhannes Ólafsson,
Svíðþjóð. 7,88, Egill Guðni
Guðnason, Fáskrúðsfírði, 7,80 og
Hrafn Sævaldsson, Vestmanna-
eyjum 7,52.
* Pantanaþjónusta
Viltu gæða heimilið þitt persónulegum blæ?
Sérpöntuð gluggatjaldaefni og áklæði
í Vogue, Skeifunni 8. Hundruð efna.
Afgreiðslutími 1-2 vikur.
Enginn pöntunarkostnaður.
gluggatjaldadeild, Skeifunni 8
Líknardeild og líknarteymi
Lina þjáningar
og auka lífsgæði
Erna Haraldsdóttir
Líknarteymi var
stofnað á Landspít-
alanum fyrir einu og
hálfu ári og með haustinu
verður opnuð sérstök líkn-
ardeild.
Erna Haraldsdótth’
hjúkrunarfræðingur hefur
starfað með líknarteyminu
frá upphafi.
„Við voi’um þrjár sem
unnum að undirbúningi og
skipulagningu líknarteym-
isins og í þeim hópi voru
auk mín Nanna Friðriks-
dóttir, hjúkrunarfræðing-
ur á krabbameinsdeild
Landspítalans, og Kristín
Sophusdóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri.
Líknarteymið vinnur
samkvæmt hugmynda-
fræði Hospiee en þar er
lögð áhersla á heOdræna
umönnun sjúklings þegar
lækningu verður ekki lengur við
komið.
Heimahlynning Krabbameins-
félagsins og hjúkrunarþjónustan
Karítas hafa unnið eftir þessari
hugmyndafræði í heimahúsum.
„Stofnun líknarteymis var
ákveðin grasrótarvinna, við vild-
um koma á fót markvissri um-
önnun fyrir þá sem eru með
ólæknandi langt gengna sjúk-
dóma og innleiða þessa hug-
myndafræði með markvissum
hætti inn á spítalann.“
- Hvuðíin kemur fyrirmyndin
að líknarteyminu ?
„Við höfum litið til margra
sjúkrahúsa erlendis þar sem líkn-
arteymi eru starfandi. Þetta er
þverfaglegt teymi sem í eru
hjúkrunaríræðingar, læknir,
prestur og félagsráðgjafí.
- Hvemig virkar starfsemi
teymisins?
„Við erum stuðningsteymi og
sinnum ráðgjöf fyrir starfsfólk
spítalans sem er að sinna sjúk-
lingum með ólæknandi langt
gengna sjúkdóma."
Erna segir líknarteymið kallað
til þegar þörf er á að bæta líðan
sjúklings og áhersla er ekki leng-
ur lögð á lækningu heldur að lina
þjáningar og auka lífsgæði.
„Sérhæfing okkar er svokölluð
einkennameðferð sem byggist á
því að meðhöndla einkenni sjúk-
dómsins fremur en reyna að
lækna hann.“
„Það þarf að hafa hugfast að
veikindin hafa ekki bara áhrif á
sjúklinginn heldur alla fjölskyld-
una.“
-Sinnið þið þá líka fjölskyld-
unni?
„Já og það þarf að ræða opin-
skátt um líðan sjúklingsins og
allra í fjölskyldunni, hvernig
sjúkdómurinn hefur
áhrif á líf allrar fjöl-
skyldunnar. Margt er
hægt að bæta ef fólk
horfíst í augu við líðan
sína og tilfinningar. Á
þann hátt getum við
stutt bæði sjúklinga og fjölskyld-
ur þeirra."
Erna bendir á að það sé svo
ótal margt sem blasi við þegar
veikindi eru af þessum toga,
óvissa, fjárhagsörðugleikar, til-
finningaleg vanlíðan og líkamleg
hrörnun, svo dæmi séu nefnd.
-Hefur verið mikið leitað til
ykkar?
„Við fórum markvisst af stað í
apríl í fyrra og höfum fengið mik-
inn stuðning frá starfsfólki spítal-
ans. I byrjun könnuðum við við-
horf starfsfólks og þá kom fram
að það taldi sig geta nýtt sér ráð-
gjöf sem þessa, sérstaklega við
að veita andlega umönnun."
►Erna Haraldsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1962. Hún út-
skrifaðist sem hjúkrunarfræð-
ingur frá Háskóla Islands árið
1987.
Erna hefur starfað í líkn-
arteyminu frá stofnun þess og
verið stundakennari við Há-
skóla íslands. Auk þess starfar
hún við heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Hún er formaður Samtaka
um lfluiandi meðferð á Islandi.
Erna á eina dóttur, Sunnu
Kristínu.
- Nú styttist í að sérstök líkn-
ardeild verði opnuð á Landspítal-
anum?
„Deildin verður formlega opn-
uð með haustinu. Líknarmeðferð
hér á landi hefur verið að þróast
undanfarin tíu ár og forsagan að
líknardeildinni er lengri en saga
líknarteymisins. Heimahlynning
Krabbameinsfélagsins var fyrsti
vísirinn að meðferð sem þessari í
heimahúsum og einnig hefur ver-
ið unnið eftir þessari hugmynda-
fræði á ki’abbameinsdeild Land-
spítalans. Stofnun líknardeildar
hefur verið í umræðunni sl. tíu
ár.
Oddfellowreglan hefur stutt
opnun líknardeildar með fjár-
framlögum og það var mikil lyfti-
stöng fyrir þessa hugmynd."
Erna segir að þessi hópur
skjólstæðinga þurfi annað en
hefðbundið sjúkrahúsumhverfi.
„Á deildinni verða 10-12 rúm og
lögð verður áhersla á góða að-
stöðu fyrir fjölskyldu sjúklinga.
Líknarmeðferðin verður kjarninn
í allri umönnun sjúklinga. Gildin
breytast þegar aðaláherslan er
lögð á að sjúklingi líði vel og geti
verið sem mest með
sínum nánustu.
Á deildinni verður
áhersla lögð á heild-
rænan stuðning við
skjólstæðinga og and-
rúmsloftið verður sem
heimilislegast."
Margir óttast að hér sé um
nokkurs konar dauðadeild að
ræða en Erna segir að svo sé alls
ekki. „Þama verður lögð áhersla
á lífið.“
-Nýlega voru stofnuð sér-
stök samtök um líknandi með-
ferð hér á landi. Hvert er mark-
mið þeirra?
„Samtök um líknandi meðferð
á íslandi voru stofnuð í apríl sl.
og þau eru ætluð fagfólki sem
starfar að líknandi meðferð.
Markmiðið er að stuðla að fram-
fórum á þessu sviði og þegar eru
félagsmenn milli 80 og 90 tals-
ins.“
„Stuðningur
og umönnun
það sem máli
skiptir“