Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 21

Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 21
MORGUNB LAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 21 NEYTENDUR Olíur eru margar og misjafnar að gerð Rapsolía er nýr kostur við matargerð Notkun olíu í stað smjörlíkis verður æ al- gengari á íslenskum heimilum. Rapsolía er að ná vinsældum á markaðnum bæði í Evr- ópu og Ameríku. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur segir hana athyglis- verðan kost við matargerð. NYIR og vinsælir rétt- ir ættaðir úr öðrum heimshornum hafa orð- ið til að auka notkun ol- íu í stað smjörlíkis hér á landi því víðast hvar utan Norður-Evrópu og Ameríku er smjör- líki nær óþekkt fyrir- brigði í matargerðar- list. Þar við bætist að heilsunnar vegna er gjaman mælt með olí- um í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki, þar sem olíurnar hækka ekki kólesteról í blóði eins og flest önn- ur fíta. Ólívuolían hollust? En olíur eru margar og mismunandi að gerð og því vaknar óneitanlega sú spurn- ing hvaða olía sé best og hollust. Margir, þar með taldir vísinda- menn og læknar, hafa sérstaka trú á hollustu ólívuolíu og styðjast þar við fjölda rann- sókna sem sýna að með því að nota ólivu- olíu lækkar LDL-kól- esteról (það vonda), en HDL-kólesteról (það góða) lækkar ekki að sama skapi. Olívuolían hefur auk þess þann ótvíræða kost, að það er mikil og góð reynsla af notkun hennar. Frá alda öðli hefur ólívuolía verið helsti fitugjafi meðal Miðjarðar- hafsþjóða og enn þann dag í dag eru hjartasjúkdómar fátíðir þar sem hún er mikið notuð. Þetta á ekki síst við í Grikklandi, þar sem neysla olíu er meira en hálfur des- ilítri á mann á dag, smjörneyslan innan við eitt gramm á dag og smjörlíkisneyslan nánast engin. Þarna er borðuð mikil fíta, en hún er þeirrar gerðar að hún skaðar ekki æðakerfið. I ólívuolíu er mikið af einómett- aðri fitu en iítið af mettaðri fitu og að flestra dómi er þar fólginn helsti lykillinn að hollustu olíunnar en auk þess er að finna heilsusamleg andoxunarefni í grænni jómfrúar- olíu. I Frakklandi er olíuneyslan hins vegar nokkuð önnur. Þar er minna notað af ólívuolíu en þess í stað eru sojaolía og sólblómaolía ríkjandi tegundir. Þessar olíur hafa að geyma meira af fjölómettuðum fitusýrum sem lækká kólesterólið, þær hafa meira af E-vítamíni en ólívuolían og þar er líka sérstök tegund ómega-3 fitusýru sem hefur greinileg verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum. Allar tegund- irnar þrjár, ólívuolía, sojaolía og sólblómaolía, eru því hver á sinn hátt ákjósanlegur fitugjafi, ekki síst fyrir þá sem vilja halda kól- esterólinu í skefjum. Rapsolíán vinnur á En nú er ný tegund olíu að ná vinsældum á markaðnum bæði í Evrópu og Ámeríku. Sú nefnist rapsoh'a á íslensku en ýmist canola eða rape-seed olía á ensku. Rann- sóknir sýna að þessi olía hefur ekki síður æskileg áhrif á kólester- ól og gegn hjartasjúkdómum en fyrmefndar tegundir, þar sem hún sameinar ýmsa kosti ólívuolíu og sojaolíu, auk þess sem hún hefur þann ágæta kost að vera tiltölu- lega ódýr. Samsetning rapsolíu er óvenjuleg. Þar er ekki aðeins lítið af mettaðri fitu og mikið af einó- mettaðri fitu, heldur er þar líka að finna mun meira af æskilegu fitu- sýrunni omega-3 en í • nokkurri annari algengri jurtaolíu. Þessi ágæta olía fer nú nánast sigurför um Norður-Evrópu og Ameríku, en af einhverjum ástæðum hefur lítið farið fyrir henni í íslenskum verslunum, enda hefur hún lítið verið kynnt eða kostir hennar tí- undaðir. Hins vegar er framleidd fremur óvenjuleg vara úr rapsolíu hér á landi, en það er fljótandi smjör- líki, gert úr óhertri rapsolíu. Þetta smjörlíki er gjörólíkt öðrum smjörlíkistegundum sem notaðar eru til baksturs eða steikinga. Það inniheldur lítið af mettaðri fitu og enga trans-fitu og því er það kjör- ið fyrir þá sem hugsa um heilsuna en vilja nota smjörlíki í stað olíu, til dæmis í bakstur. Smörlíkið er þykkfljótandi og því selt í brúsum en þykktin fæst með því að blanda þykkiefnum í olíuna í stað þess að herða fítuna eins og um er að ræða í flestum öðrum smjörlíkis- tegundum. Við herðingu myndast gjarnan óæskilegar trans-fitusýr- ur auk mettaðrar fitu og því er síður mælt með hertri fitu, sérst- kalega ef fólk er með hækkað kól- esteról. Fljótandi smjörlíki hentar ágætlega í ýmiss konar bakstur en er ekki ætlað til að smyrja brauð. Viðbit á brauðið Fyrir þá sem vilja forðast harða fitu á brauðið er bent á tegundir eins og Léttu, Létt-Sólblóma eða Klípu, en allar þessar vörur inni- halda tiltölulega lítið af harðri fitu sem hækkar kólesterólið. Eitt besta ráðið til að minnka hörðu fít- una er hins vegar einfaldlega að smyrja nógu þunnu lagi af fitu á brauðið, hvað svo sem tegundin nefnist sem verður fyrh’ valinu. Morgunblaðið/Júlíus Nýtt ABC-mjólk á markað BÓNUS hóf sölu á ABC-mjólk fyrir helgina. Um er að ræða afurð Mjólkursamsölu Norðfirðinga hf. í Neskaupstað. Að sögn Jeffs Clemmensens, mjólkurtæknifræðings og mjólkur- bússtjóra, er þetta samskonar mjólk og AB-mjólkin en búið að bæta við einum gerli í viðbót, sem er C-gerillinn sem fram kemur í nafni mjólkurinnar. „C-gerillinn á að bæta melting- una enn frekar," segir Jeff. „Eftir því sem næst verður kom- ist er Mjólkursamlagið í Neskaup- stað fyrst með ABC-mjólkina á markað á heimsvísu, en mjólkin er þróuð í nánu samstarfi við danska aðila. Mjólkursamlag Norðfírðinga hefur fengið einkaleyfi fyrir ABC- mjólkinni.“ Þegar Jeff er spurður hvort von sé á fleiri vörum á markað með þessum gerlum segir hann ekki ólíklegt að fleiri tegundir líti dags- ins Ijós innan skamms. Vildar- punktar Olís í NÝJASTA tölublaði Dropans, sem gefinn er út af Olís, segir að fyrir- tækið hafi ákveðið að taka upp nýtt vildarpunktakerfi sem nýtist not- endum greiðslukorta Visa og Flug- leiða. Aður hafa handhafar sérkorts Stöðvar 2 og Euroeard notið vildar- punkta sem nýtast sem frádráttur á greiðslu áskriftargjalda stöðvarinn- ar. Nú geta því Visa-eigendur feng- ið svipaðan afslátt sem nýtist sem afsláttur á fargjöldum Flugleiða. í Dropanum segir „Afslátturinn, sem er 1 kr. á hvern lítra eldsneytis og um 1,25% af öðrum vöram, renn- ur til korthafans í formi vildar- punkta. Hver króna í afslátt gefur einn punkt í vildarkerfi Flugleiða, sé gi’eitt með greiðslukortum Visa og Flugleiða.“ Afsláttarkjörin gilda á öllum sölustöðvum Olís nema ÓB- stöðvunum. SANYL ÞAKRENNUR Fást í flestum byggingavöruverslunum landsins. 0 ÁIFABORG ” KNARFiARVOGI 4 • « 568 6755 MIKIL PRESSA Schneider - þessar þýsku! Fjölbreytt úrval Iloftpressur Hagkvæm, hljóðlát loft- pressa fyrir þá sem vilja vinna í kyrrlátu umhverfi Bláa línan frá Jun-Air er ódýrari en þú átt að venjast. Jun-Air - þessar hljóðlátu! SKÚLASON BJÚMSSOH SKÚTUVOGI 12H • S(MI 568-6544 wim J REYKJAVIK: BOLTAMAÐURINN - SPORTKRINGLAN - MARKIÐ - EVREST - INTERSPORT - SPORTBÚÐ GRAFARVOGS - KÓPAVOGUR: SPORTBÚÐ KÓPAVOGS - HAFNARFJÖRÐUR: MÚSÍK & SPORT KEFLAVÍK: SPORTBÚÐ ÓSKARS - GRINDAVÍK: VERSLUNIN MÓNAKÓ - AKRANES: 0Z0NE - BORGARNES: B0RGARSP0RT - ÍSAFJÖRÐUR: VERSLUNIN ÞJÓTUR - AKUREYRI: SPORTVER SAUÐÁRKRÓKUR: SKAGFIRÐINGABÚÐ - HÚSAVÍK: SKÓBÚÐ HÚSAVÍKUR - EGILSSTAÐIR: VERSLUNIN SKÓGAR - ESKIFJÖRÐUR: HÁKON SÓFUSSON - NESKAUPSTAÐUR: VERSLUNIN SÚN SELFOSS: SPORTBÆR - SPORTLÍF - VESTMANNAEYJAR: AXEL Ó A L LA UTI VI5 azoN VATNSHELDNI 5000 mm UTONDUN 6000 gr/24 klst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.