Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 28

Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ MENNTUN Landakot Séra Agúst George mun ekki setja Landakotsskóla í haust. Hann verður í fríi eftir fjörutíu ára starf í skólanum. Gunnar Hersveinn reyndi að grafast fyrir um ástæður farsældar hans í starfí og var leiddur milli skólastofa og hugmynda. Dyggðir eins og nytsemd og virðing hafa verið í hávegum hafðar í skólanum. Mild ögun skólastjórans stillir börnin # „Þið verðið að kunna að stjórna notk- un barnsins á tölvum og sjónvarpi.“ # „Við skýrum fyrir þeim hvað við þurf- um að gera til að skapa friðinn.“ DAGURINN í dag er tveggja morgundaga virði,“ stendur á spjaldi á kennarastofunni í Landa- kotsskóla sem séra George hefur kennt í frá árinu 1958. Þetta er vin- samleg ábending til kennara um að nýta daginn sem best. Innan veggja Landakotsskóla fá nemendur al- menna fræðslu líkt og önnur grunn- skólabörn og starfsmenn skólans rækja skyldur sínar eins og aðrir kennarar í landinu. A hinn bóginn er það viðurkennt að velgengni stofn- ana ræðst af skólastjóranum. Séra Ágúst George hefur nú látið af störfum í Landakotsskóia en í hon- um var eitt hundrað ára starfsemi fagnað á liðnu ári og virðist framtíð skólans vera björt, meðal annars vegna árangursríkrar stjórnunar. f©] Perstorp Harðplastplötur Sá borð, skápa og veggi. Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Netfang: ofnasmidjan@ofn.i$. Veffang: www. ofn.is Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Sérstaða Landakotsskóla er að hann er eign kaþólsku kirkjunnar á Islandi og í honum hafa löngum kennt bæði nunnur og prestar. Hann er einkaskóli og kostar skóla- vist núna níu þúsund krónur á mán- uði. Hann fær styrk frá Reykjavík- urborg en starfsemin hefur ekki alltaf verið styrkt. „Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra kall- aði mig á sinn fund og spurði hvort það væri rétt að Landakotsskóli nyti engra styrkja," segir séra George, „honum þótti það ótækt og veitti skólanum árlegan styrk.“ Kri- stján Gunnarsson hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu árið 1978 og eftir það hefur skólinn hlotið þennan nauð- synlega stuðning. „Ég hef stundum verið talinn of hlédrægur til að biðja um fé fyrir skólann," segir séra George. Kennir nytsemd og virðingu Spjöld hanga gjarnan á veggjum á göngum í Landakotsskóla: „Munið,“ stendur til dæmis á einu: „að ganga vel um fatahengið, raða töskum upp við vegg. Ekki ryðjast, ekki hlaupa, ekki slást, ekki hafa hátt, að vera kurteis við alla.“ Og það er líkt og húsgögn gangi ekki úr sér í skólan- um og veggir skitni ekki út. „Hér var síðast málað árið 1993 og vekur það furðu margra að skólinn skuli vera £&rtrff*iAA (^hnÍAOhr pallhúsin komin! Við bjóðum raðgr. til allt að 36 mán. Pallhús sf., Ármúla 34, sími 553 7730 og 561 0450. —m— Heimili að heiman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Verð á mann frá dkr. ________m á dag. Aliar fbúðirnar eru með eldhúsi og baði. | Akstur til og frá Kastrup aðeins | dkr. 400. Enn eru nokkrar vikur lausar í sumar!!! Hafðu samband við ferðaskrifstofúna þfna eða yiv sítow/ <ycujuiiittuHii Sími 00 45 33 12 33 30, fax 00 45 33 12 313 03 •Verð á mann miðað við 4 í íbúð í viku Morgunblaðið/Ásdís líkt og nýrnálaður," segir séra Georg. „Húsgögnin í nokkrum stof- um keypti ég árið 1965 og duga þau enn vel.“ Þetta sýnir að sennilega hefur honum tekist að kenna nem- endum skólans nytsemi, góða um- gengni og að bera virðingu bæði fyr- ir lifandi mönnum og dauðum hlut- um. Nokkur börn byrjuðu í skólanum árið 1897 í einni skólastofu í gamla prestshúsinu og var straubretti not- að sem kennaraborð. Skólinn ber enn merki um upphaf sitt: Ævinlega hafa bæði verið kaþólsk og lútersk börn í honum, í kennarahópnum hafa alltaf verið prestar og aldrei hefur bruðl verið iðkað. Skólinn vai' samt í upphafi umdeildur vegna þess að sumir óttuðust að tilgangur hans væri að breiða út boðskap páfans, hann ætti með öðrum orðum að ryðja kaþólsku kirkjunni braut í landinu. Til dæmis var spurt í blað- inu ísafold árið 1901: „Eru líkindi til þess, að verndari fáfræðinnar í Suð- urlöndum muni verða frömuður menntunarinnar hér á landi?“ Óttinn við „pápískuna" reyndist ástæðulaus og könnun á starfinu leiddi í ljós að þar færi fram kennsla á háu stigi. Ágætir íslenskukennarar Séra George kom til starfa þegar skólinn hafði verið rekinn í sextíu ár. Sex ára bekkur bættist við og núna stunda einnig fimm ára börn nám við skólann, sem í voru 154 nemendur á liðnu skólaári. Nunnur kenndu við skólann þegar séra George byrjaði, t.d. systii' Henrieta og íslenska nunnan systir Clementia yngri, sem kenndi m.a. smíði. „Bæði drengjum og stúlkum er kennd smíði og handa- vinna,“ segir séra George. Þótt kennt hafi verið á dönsku á upphafsárum skólans hefur íslensku- kennslan ávallt verið rómuð. „Fröken Guðrún [Jónsdóttir] kenndi íslensku frá árinu 1918 til 1964,“ segir hann og að margir nemenda hennar hafi vitn- að um gæði kennslu hennar. Einn þeirra var Jökull Jakobsson rithöf- undur: ...Þannig upplifðum við ís- lands söguna alla innan veggja þröngra skólaveggja Landakotsskóla af vörum fröken Guðrúnar." (Mbl. 15. júní 1966.) „Fröken Guðrúnu tókst að láta nemendum þykja vænt um land- ið, og það gerði systir Clementía líka,“ segir séra George, „þær kenndu bæði nemend- um og kennurum að bera virðingu íyrir landinu.“ Hann segist alltaf hafa verið heppinn með íslenskukennara. Bænin róar börnin Skólabragur í Landakoti hefur verið um margt ólíkur því sem ann- ars staðar þekkist og var það eflaust meira en nú þegar svartklætt klaust- urfólk stýrði kennslunni. En hvernig er hann núna? „Við byrjum daginn í öllum bekkjum með bæn,“ segir séra George, „bænin er Faðir vor en í yngstu bekkjunum er líka sungið andlegt lag. Eg tel að þetta hafi já- kvæð áhrif á börn. Bænin róar þau. Ég tók hins vegar þá afstöðu sem skólastjóri að leiða þau ekki inn í kirkjubygginguna. Sú afstaða mót- aðist eflaust af ásökuninni um inn- rætingu sem var í upphafi skólans. Það hefur samt hvarilað að mér að ég hafi haft rangt fyrir mér, þvi eftir snjóflóðin á Vestfjörðum fórum við með börnin í kirkjuna til að biðjast fyrir og var það mjög áhrifaríkt." Hann segh- að eftir þetta hafi hann uppgötvað að bæði bömin og foreldr- ar þeirra hefðu áhuga á að fara í kirkj- una og þær stundir sem þau ættu þar væru þeim mikils vii'ði. „Það var því í fyrsta skipti á þessu ári sem skólaslit fóru fram í kirkjunni,“ segii' hann. Séra George er núna að ganga frá á skrifstofu sinni í skólanum. Hann segist ætia að draga sig algerlega í hlé í skólanum og verður til að mynda erlendis í septembermánuði. Efth-maður hans, séra Hjalti Þor- kelsson, hefur verið kennari við skól- ann í meira en tíu ár og séra George treystir honum fyrir velferð skólans. Þær dyggðir sem séra George hef- ur lagt áherslu á í skólanum verða örugglega áfram í heiðri hafðar og á veggjum hanga áfram spjöld eins og þessi: „Ekki gleyma því að allir menn jarðarinnar eru nágrannar okkar“. „Fjölskyldan er dýrmæt eign í lífi hvers manns“. „Vináttan vex og dafnar ef við hlúum að henni“. Og umgengnin verður eflaust til fyr- irmyndar. „Það er nemendum að þakka hversu vel húsgögnin endast og hversu sjaldan þarf að mála veggi,“ segir hann. „Við brýnum það fyrir þeim að passa hlutina og fara vel með þá.“ Ekki þurft að vera strangur Hvemig beitir þú aganum? „Aginn verður til vegna þess að við útskýrum fyrir nemendum hugmynd- ina á bak við hann. Hvers vegna ákveðnar reglur eru nauðsynlegar. Við skýrum fyrir þeim hvað við þurf- um að gera til að skapa friðinn,“ svar- ar hann, „ég hef yfirleitt verið mjög ánægður með aga nemendanna.“ Hann segir hins vegar að gífurleg- ar breytingar hafi orðið í þjóðfélag- inu síðustu 15-20 ár. „Það var auðveldara áður fyrr að halda aga, en við verðum að halda hann og tala við nemendur og út- skýra fyrir þeim ástæður hans. Ahrif heimsins eru svo mikil,“ segii' hann og nefnir tölvur og sjónvarp sem dæmi um þau. „Það hefur komið fyr- ir að nemendur mæti eins og ósofnir í skólann. Ég hef spurt foreldra um ástæður þess og tölvunum verið kennt um. Ég hef svarað því þannig: „Þetta er á ykkar ábyi'gð, þið verðið að kunna að stjórna notkun bamsins á tölvum og sjónvarpi." Foreldrar stjórna heimilinu og þeh' verða að setja reglur sem t.d. leiða tii þess að börnin mæti upplögð í skólann.“ Eitt skólaárið fannst séra George einhver órói vera á elstu börnunum og boðaði hann foreldra 5.-, 6.- og 7.- bekkinga á fund. Hann sagði þeim í hverju hegðun barnanna væri ábáta- vant og foreldrar komu sér saman um reglui'. Útivistartími er skilyrðis- laus og stærri skemmtanir standa aldrei lengur en þrjá tima í einu og iengst til tíu. Diskótek er á þriggja vikna millibili og til hálfátta. „Nem- endur vora ekki ánægðir til að byrja með en við útskýrðum málin og í ljós kom að þetta hafði jákvæð áhrif á allt skólastarfið," segir hann. Séra George segist alltaf hafa verið heppinn með foreldra og þeir hafi styrkt skólastarfið. Hann hafi því ekki þurft að vera strangur, heldur aðeins bent á verkefni foreldra og ábyrgð. Óvænt þemaverkefni Líf hans verður annað eftir Landakotsskólann, en hann verður áfram staðgengill biskups og tekst á við nýtt starf sem féhirðir kaþólsku kirkjunnar. Séra Hjalta bíða verk- efni sem felast m.a. í heilsdagsskóla- kerfi. Skólinn verður opinn 8.00 til 17.00 og börnunum gefst kostur á að fá næringu í honum. Séra George minnist í lokin á ár- viss þemaverkefni í skólanum. Ýmis gagnleg efni hafa verið skoðuð í þeim. Nú í vor fékk hann hins vegar ekki að vita hvert þemaverkefnið yrði. Allii- nemendur tóku þátt í því og stóðu fyrir uppákomum, sýningum og list- rænum viðburðum. Þemaverkefnið var um séra George sjötugan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.