Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 34
 34 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ -rtL Um Frasier og hans líka „Þessir bræður eru ekki bara hlœgileg- ir góðborgarar, þeir eru bjargvœttir hvunndagsketjunnar sem ætti að veita doktorsgráðu í málamiðlunum og vonbrigðum. “ Þegar við horfum á Frasier Crane engjast sundur og saman á skjánum í óbærilegri tilvistarkröm vegna enn eins misheppnaðs ástarsam- bandsins eða enn eins hlykksins á framabrautinni þá kitlar það ekki bara hláturtaugar okkar heldur púkkar einnig undir sjálfstraustið. Þegar við sjáum taugaveikiaðan bróður hans, Ni- les, ýmist vafra um settið í ang- istarfullri leit að lífsfyllingu eða gnísta tönnum yfir viðvarandi tilfinningakulda konu sinnar þá eykur það okkur þor, þá stappar það í okkui' VIÐHORF Eftir Þröst Helgason stálinu í eigin glímu við til- vistarpúkann. Yonleysi þess- ara tveggja ólukkulegu bræðra, sem þar að auki eiga báðir að hafa doktors- próf í því að fást við nagandi til- vistaróttann, er okkur meiri huggun en flestar tilraunir kirkj- unnar manna til að sætta okkur við tilveruna. Þessir bræður eru ekki bara hlægilegir góðborgar- ar, þeir eru bjargvættir hvunn- dagshetjunnar, meðalmannsins sem kemst aldrei lengra í Iífinu en að sætta sig við hlutskipti sitt og ætti að veita doktorsgráðu í málamiðlunum og vonbrigðum. Grundvöllurinn að vinsældum Frasiers og annarra viðlíka þátta úr draumasmiðjum Hollý- vúdds í gegnum tíðina er upp- hafning þeirra á hvunndagshetj- unni og meðalmennskunni. Þessi uppski'ift hefur malað gull í ár og áratugi og hefur alltaf miðað að því að láta áhorfandanum líða vel yfir eigin aulaskap. Hún hef- ur verið útfærð á mismunandi hátt, ef til vill má þó greina ákveðna þróun í túlkun aðalper- sóna þessara þátta sem eiga sér fyrirmyndir í klassískum farsa- verkum leiksögunnar eins og Comedy of Errors eftir Shakespeare. í I Love Lucy var lögð áhersla á fáránleika í tjáningu. Lucy var meðalmennskan uppmáluð. Hún var ekki vitsmunaleg ógnun við áhorfendur, kunni illa að höndla tilvistarvandann en átti jafnerfitt með að ráða við hversdagsleg vandamál eins og að baka brauð eða aka bíl og texti hennar var fullur af fjarstæðukenndum vangaveltum um sjálfsagða hluti. Með einfeldningshætti sínum lyfti Lucy meðalmanninum á æðra plan. Soap eða Löður, eins og þætt- irnh' voru kallaðir á íslensku, tróðu að mörgu leyti sömu slóð og Lucy og gerðu út á leikhefð farsans. Flónska einstakra per- sóna var þar engu minni en í Lucy. Hér var tilvistarvandinn þó orðinn eilítið djúpstæðari en hjá Lucy, nema ef til vill hjá móðurinni á heimilinu sem var alltaf eins og gagnsær hluti af sviðsmyndinni; braut þátturinn líklega blað í sögu sjónvarps- þátta af þessu tagi með því að taka alvarleg og jafnvel þung- bær málefni til umfjöllunar á gamansaman hátt eins og geð- sýki og samkynhneigð. Lucy var afsprengi sjötta og sjöunda áratugarins og Soap þess áttunda; Cosbie Show var svo draumur níunda áratugarins og bar þess öll merki; þetta var tími uppanna svokölluðu og lykil- orðin voru velgengni, gróði, gagnsemi og raunsæi. Fyrir- myndarfaðirinn hlaut að verða afurð þessa tíma. í Cosbie Show var ekki lengur lögð meginá- hersla á fáránleikann og skrípa- leikinn, persónur voru ekki leng- ur einfeldningar og samfélags- legir sakleysingjar sem hefðu ekki átt sér viðreisnarvon utan settsins heldur upplýstir og vel- megandi læknar og lögfræðing- ar; áhorfendur hlógu enda ekki lengur að persónunum heldur með þeim. Hér var í raun ekki um neitt meðalfólk að ræða en það sem gerði áhorfandanum kleift að yfirvinna minnimáttar- kennd sína og samsamast því var hversdagsleikinn, í Cosbie Show komst hinn almenni áhorfandi að því að jafnvel uppamir eiga við sömu hvunndagslegu vandamál- in að etja og hann; Huxtable- fjölskyldan var svo hversdagsleg að áhorfendur tóku varla eftir því að hún var svört. Cheers var sömuleiðis af- sprengi níunda áratugarins en þar var uppinn, í líki fyrrnefnds dr. Frasiers Crane, einungis einn af vonlausu bjórsvolgrurun- um á knæpu hins grunnsæja en geðþekka Sams. Eins og Cosbie gerði Cheers þó umfram allt út á hversdagsleikann; hið tilbreyt- ingarlausa og tilgangslausa líf barflugnanna auðveldaði áhorf- endum að takast á við sinn eig- inn Sísyfos; Norm endurskoð- andi var táknmynd hinnar eilífu en merkingarlausu lífsbaráttu, í hverri viku kom hann rúllandi eins og hnöttóttur steinn niður stigann, settist í sitt gamalkunna sæti og kneyfaði ölið ótæpilega uns honum var rúllað upp aftur rétt fyrir lokun. Snjöll sviðsetn- ing þáttanna í kjallaranum var líka táknræn um stöðu hins al- menna áhorfanda. Sjónvarps- stjörnurnar urðu auk þess ein- hvern veginn raunverulegri und- ir yfirborði jarðar, þar stóðu þær miklu frekar jafnfætis áhorfand- anum sem myndi halda til vinnu daginn eftir í neðanjarðarlest- inni. Seinfeld hefur ásamt Frasier gætt andlegrar heilsu sjónvarps- áhorfenda á tíunda áratugnum. Þótt þar hafi að vissu leyti verið horfið aftur að skrípaleiknum með framlagi furðufuglsins Kra- mers þá var aðalsmerki Sein- felds húmorísk en vitsmunaleg og jafnvel nákvæm greining jafnt á hversdagslegum og smá- vægilegum vandamálum sem og á stærri samfélagsmálum. Senni- lega hefur Seinfeld komist næst því af ofantöldum þáttum að veita áhorfendum raunverulegt kaþarsis, raunverulega geð- hreinsun, vegna vægðarlausrar og hnyttinnar skoðunar á uppá- komum daglegs lífs; áhorfendur fengu nauðsynlega tilfinninga- lega útrás þegar þeir sátu fullir vorkunnar en skellihlæjandi frammi fyrir skelfilegum tilvist- arhremmingum New York bú- anna fjögurra. Almenningssamgöngur fá forgang í Bandaríkj unum SÚ VAR tíðin að al- menningssamgöngur áttu ekki upp á pall- borðið hjá Bandaríkja- mönnum og sam- göngukerfið var nær alfarið skipulagt miðað við einkabílinn. Alvarlegur sam- göngu- og umferðar- vandi Þessari stefnu eru Bandaríkjamenn nú að hverfa frá. Mengun, umferðartafir og önn- ur óþægindi af hinum sívaxandi bílaflota eru víða orðin mjög alvar- legt vandamál. Þegar litið er úr lofti yfir margar bandarískar borg- ir sést að þær eru byggðar utan um bíla fremur en fólk. Miðborgar- kjarnar eru nær eingöngu skrif- stofubyggingar, hótel og gífurleg flæmi bílastæða og bílastæðahúsa. Verslun, veitingastaðir og annað það sem laðar fólk að er nær horfið eða hefur aldrei myndast í þessum miðborgum. Dreift í útjöðrum borganna standa, hvert út af fyrir sig, verslunarhús og stórmarkaðir sem varla er mögulegt að nálgast nema í einkabíl, enda eru risastór flæmi bílastæða við hvert þeirra. Skortur á skilvirkum almenn- ingssamgöngum er eitt af því sem eykur vandann við langtímaat- vinnuleysi því íbúar fátækrahverfa eiga þess vart kost að komast til vinnu fjarri heimili sínu án einka- bíls. Lög um eflingu almennings- samgangna Hinn 9. júní sl. undirritaði Clint- on, forseti Bandaríkjanna, lög um stórfellda uppbyggingu almenn- ingssamgangna í Bandaríkjunum á næstu árum. Aætlunin nær yfir sex ár og á þeim tíma er ætlunin að verja 42 milljörðum bandaríkjadala (tæplega 3.000 milljörðum is- lenskra króna) til verkefnisins. Bandaríkjaþing samþykkti lögin hinn 22. maí sl. með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í báðum deild- um og mun þetta viðamesta áætlun um almenningssam- göngur sem þingið hef- ur samþykkt. Með þessum lögum er fjármagn til almenn- ingssamgangna aukið um 74%, samkvæmt frétt í vikublaðinu Passenger TranspoH, sem gefið er út af APTA, samtökum bandarískra almenn- ingssamgöngufyrir- tækja. Fénu verður fyrst og fremst varið til endurbóta á þeim kerf- um sem fyrir eru og til að koma á almennings- samgöngum, þar sem þær eru ekki fyrir hendi, ásamt því að efla rannsóknir og þróun nýj- unga. Markmiðið er að draga úr umferðaröngþveiti, loftmengun og Bandaríkjaþing hefur samþykkt áætlun um stórfellda uppbyggingu á almenningssamgöng- um á næstu sex árum, segir Lilja Olafsdóttir. Nær 3.000 milljörðum króna verður varið til verkefnisins og er það 74% aukning til þessa málaflokks miðað við næstu sex ár á undan. eldsneytisnotkun, auka atvinnu- þátttöku og efla efnahag þjóðarinn- ai', segir í umfjöllun blaðsins. A síðustu árum hefur almenn- ingssamgöngum verið gefinn mun meiri gaumur en áður í Bandaríkj- unum. Viða hefur verið komið á strætisvagna- og/eða sporvagna- kerfi þar sem ekkert var fyrir og einnig hefur viðast hvar verið lagt kapp á að efla þá þjónustu sem fyr- ir var, öfugt við áherslu undanfar- inna áratuga. Oft vantar þó góðar samgöngur í íbúðarhverfin í útjöðr- um borganna. Það veldur því að fólk kemst ekki hjá því að nota einkabílinn til og frá vinnu. Undimtuð sótti nýlega fjöl- menna ráðstefnu á vegum APTA í Bandaríkjunum. Þar kom fram að notkun álmenningssamgangna hef- ur aukist á síðustu árum. Hvar- vetna er verið að auka áherslu á góða og þægilega þjónustu, forgang í umferð, upplýsingar um þjónust- una og kynningu á henni og sam- vinnu við ýmsa aðila í því skyni að laða fólk að þessum ferðamáta og fá það til að hvfla bflinn. Alnienningssamgöngur gegn atvinnuleysi Auk þess að reyna að snúa við þeirri óheillavænlegu þróun sem orðið hefur í notkun einkabflsins og umhverfisspillandi áhrifum hans eru menn nú farnir að líta á vel skipulagðar almenningssamgöngur sem lið í að minnka atvinnuleysið í fátækrahverfum stórborga. Víða hafa verið skipulögð átaksverkefni gegn langvarandi atvinnuleysi þar sem meðal annars er athugað sér- staklega að strætisvagna- og lesta- kerfi sé skilvirkt svo að vandamál við ferðir milli vinnustaða og heim- ila standi ekki í vegi fyrir atvinnu- þátttöku. Fleiri ferðist saman Það er ánægjulegt að bandarísk stjórnvöld skuli hafa brugðist við vandanum á þennan hátt. Vonandi tekst að draga úr mengun, umferð- artöfum og slysum með því að fá fleiri til að ferðast saman. Erfitt mun þó reynast að blása lífí í and- vana miðborgir sem ýmist hafa aldrei öðlast fjölbreytt mannlíf, í líkingu við það líf sem við þekkjum í miðborg Reykjavíkur, eða glötuðu því þegar eir.kabfllinn tók þar yfir- höndina. Undiirítuð óskar Bandaríkja- mönnum góðs árangurs við að bæta umhverfið og óskar íbúum og gest- um Reykjavíkurborgar góðrar ferðar í strætó. Höfundur er forstjóri SVR. Lilja Ólafsdóttir „Allt er það eins, liðið hans Sveins“ „ALLT er það eins, liðið hans Sveins". Svo mælti ein formæðra minna Hólmfríður Þor- láksdóttir, prestsfrú á Knappstöðum í Fljót- um, þegar hún lét í ljósi óánægju sína með ætt- ingja manns síns, Sveins Jónssonar, prests á Knappstöðum. Eins er mér farið nú, eftir lestur greinar tveggja þingmanna Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu um sér- staka skatta á almenn- ing í þéttbýli, „allt er það eins liðið í Fram- sókn“. Vert er að gæta að hugmyndum, sem koma fram í grein þessara þingmanna. Gleðilegt er, að augu þeirra hafa opnast fyrir því, að úr- ræði Framsóknar um sértæk úr- ræði til að mismuna einstökum fyr- irtækjum í landinu hafa algjörlega farið út um þúfur. Mig furðar því á að lesa tillögur þingmannanna um meira skattamisrétti í landinu, en orðið er. Sú gi-undvallarhugsun, að allir séu jafnir fyrir lögunum, er ein af styrkustu stoðum lýðræðis í landinu og byggist á óskráðri venju. Sú ranga hugs- un þingmannanna, að mismuna eigi fólki að hætti Framsóknar segir sína sögu um sið- gæði þeirra. Tillögur þingmannanna um að bera fé á almenning úti á landi í því skyni að kaupa atkvæði þeirra með lægri sköttum, en eru í þétt- býli sýnir siðferð- irbrest og kjánaskap, svo um munar. I greininni er, auk þess ruglað saman sköttum sem lagðir eru á af sveitarfélög- um og af ríkinu. Það er að segja, fasteignaskattar og eignarskattar af íbúðarhúsnæði. Eg minni hátt- virta þingmenn á að tillögur mínar á Alþingi um að afnema eignar- skatta af eigin íbúðarhúsnæði voru felldar af öðrum greinarhöfundi og félögum hans. Jafnframt var ég eini þingmaðurinn, sem gerði athuga- semd við hækkun á gjaldstofni fast- eignagjalda úti á landi, en sami þingmaður greiddi því einnig at- kvæði. Gjaldstofn til eignarskatta af íbúðarhúsnæði er í dag með þeim hætti, að í Reykjavík er þriggja Hreggviður Jónsson herbergja íbúð jafngild og einbýlis- hús til sveita, þegar gi-eiddir eru eignarskattar. A þessu kjörtímabili var auk þess lagður á nýr „ekkna- skattur", á íbúðarhúsnæði. Þessu ætti að breyta. Hvað fasteigna- gjöldin varðar, var gjaldstofninn hækkaður á landsbyggðinni með einróma samþykki Framsóknar og stuðningi sveitarstjórnamanna í öll- um landshlutum. s I heild er ekki mark- tækur munur á meðal- útgjöldum á heimili, segir Hreggviður Jóns- son, eftir landshlutum. Með greininni er ýtt undir fólk utan af landi að flytja á höfuðborg- ai'svæðið með því að telja því trú um að allt sé betra og ódýrara þar. Væri ekki nær, að telja upp kosti landsbyggðarinnar, sem eru mýmargir. Ég nefni húsnæðis- kostnaðinn, sem er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu, og daglegan kostnað við rekstur bifreiðar. í heild er ekki marktækur munur á meðalútgjöldum á heimili eftir landshlutum, ef frá eru teknir eign- arskattar af íbúðarhúsnæði. Væri ekki vænlegra, að hefja jákvæða herferð til að auka hlut landsbyggð- arinnar. Höfundur er fyrrverandi þingniaður Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.